Þjóðviljinn - 22.03.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.03.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Valddreifing Svavar Gestsson menntamálaráöherra fylgir um þessar mundir úr hlaði þremur mikilvægum lagafrumvörpum um mennta- og menningarmál, frumvarpi til laga um grunn- skóla, frumvarpi um breytingar á lögum um Háskóla Islands og frumvarpi til útvarpslaga. Mörg merk nýmæli er að finna í frumvörpum þessum og þar er gert ráð fyrir breyttum áhersl- um í stefnu og framkvæmd. Auk þess sem nú þarf að taka tillit til nýrrar verkaskipting- ar ríkis og sveitarfélaga er gert ráð fyrir ýmsum nýjungum sem koma eiga til framkvæmda á næstu 10 árum. Valddreif- ing er eitt helsta einkenni frumvarpsins. Foreldrar, kennarar og skólastjórnendur fá meiri áhrif, fyrir utan aukið umboð fræðslustjóra og fræðsluskrifstofa. Gert er ráð fyrir því að stærstu sveitarfélögunum, þar á meðal Reykjavík, verði skipt upp í skólahverfi, sem hvert hafi sína skólanefnd. Sjá menn í hendi sér hvílík breyting í lýð- ræðisátt er í því fólgin, að íbúar hver í sínu hverfi Reykjavíkur öðlist sömu möguleika og nálægð við skólastarfið og íbúar Bolungarvíkur og Kópaskers, svo dæmi séu tekin. Óneitan- lega eru þó þær blikur á lofti, að þeir sem vilja halda í miðstýrð völd, til dæmis í Reykjavík, reyni að bregða fæti fyrir þetta framfaramál. Varðandi skipulagsmál má einnig nefna stofnun grunn- skólaráðs fyrir allt landið, en í því eiga að sitja fulltrúar foreldrafélaga, kennarafélaga og kennaramenntunarstofn- ana, auk fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, Náms- gagnastofnunar og menntamálaráðuneytis. Gert er ráð fyrir einsettum 10 ára grunnskóla og að 6 ára börn verði nú skólaskyld eins og í flestum nágrannalöndum. Af því tilefni má benda á ummæli í Nýju helgarblaði Þjóðvilj- ans í síðustu viku, þar sem rætt var við Málfríði Lorange sálfræðing og Jóhönnu Einarsdóttur talmeinafræðing hjá Sálfræði- og sérkennsludeild Dagvistar barna í Reykjavík. Jóhanna bendir á að íslendingum sé hættulegt að dragast aftur úr þeirri þróun sem nú verður í umheiminum vegna sívaxandi krafna um menntun og málþroska. Það er til dæmis óvænt og ill tilhugsun, ef þjóð sem segist láta sér jafn annt um tungu sína og íslendingar, sendist áfram það andvaralaus í iðukasti tímans, að kröfur og við- miðanir um málþroska barna skuli vera svo léttvægar á íslandi, að það sem telst eðlilegt hér væri talið vandamál í Þýskalandi, eins og Jóhanna fullyrðir. Eins og í nýja grunnskólafrumvarpinu er leitast við með lagabreytingunum um Háskóla íslands að styrkja enn frekar sjálfræði skólans og lýðræðisleg vinnubrögð innan stofnun- arinnar. Reynt er að girða fyrir skerðingar á sjálfstæði hans, sem m.a. hafa birst í stöðuveitingum ráðherra gegn vilja skólans og tilrauna til að skerða ráðstöfunarrétt yfir happ- drættisfé. Ennfremur er gert ráð fyrir því að starfsmenn Háskólans vinni saman að stefnumótun og framkvæmd í máiefnum hans og að stefnt sé að sjálfræði starfseininga og þátttöku deilda sem stjórnunaraðila. í fyrradag mælti Svavar Gestsson fyrir nýja útvarpslaga- frumvarpinu. Helstu nýmælin eru m.a. þau að Útvarpsréttar- nefnd er lögð niður, en menntamálaráðherra veitir útvarps- leyfi. Skipa skal Útvarpsnefnd, tilnefnda af Hæstarétti, ráð- herra til ráðuneytis og til umfjöllunar kærumála. Útvarpsráði er í framtíðinni ætlað rekstrar- og fjármálalegt eftirlitshlut- verk, en framkvæmdastjórn fær veigameiri hlut við stjórnun. Ráðningartími yfirmanna verður 5 ár. Um auglýsingar er það áskilið, að þær séu á lýtalausu íslensku máli, hvort sem er talað eða sungið. Ekki síst ber að fagna þeirri stefnu að þýðingarskylda verði lögfest og áhersla lögð á að efni ætlað börnum og ungmennum verði talsett. Eins og sjá má eru nú horfur á að til mikilla framfara horfi í þessum þremur þýðingarmiklu málaflokkum íslenskrar menningar. Vonandi bera þingmenn gæfu til samstöðu um mikilvægustu þætti frumvarpanna, valddreifinguna, og þæf- ast ekki við önnur þau efni sem þarna eru til hagsbóta og í lýðræðisátt fyrir allan almenning. en ekki síst uppvaxandi æsku landsins. ÓHT KLIPPT OG SKORIÐ Moggalágkúra Það verður að segjast eins og er: það getur verið fjandi erfitt að reyna að halda uppi einhverju sem umræða getur kallast við aðra fjölmiðla. Gott dæmi er umræðan um ým- islega fyrigreiðslu sem íslensk blöð njóta og Morgunblaðið ekki síður en önnur. Vegna þess að styrkur þessi eða liðsemd skiptir litlu blöðin mun meira máli en Morgunblaðið, þá finnst fólki þar á bæ oftar en ekki ástæða til að láta sem smærri blöð landsins séu einskonar óþarfi sem gerður sé út af ríkinu. Ekki nóg með það. Þegar Morgunblaðsmenn bregða sér úr kurteisisgalla fréttamanna og fara að fimbulfamba um mál þessi, til dæmis í þægilegu og ábyrgðarlausu dulargerfi Vík- verja, þá komast þeir ótrúlega langt niður fyrir allt sem nefna mætti málefnaleg umræða um fjölmiðla og stöðu þeirra. Skoðum nýlegt dæmi um þetta: Langsóttur samanburður Á dögunum byrjar Víkverja- pistill á þessa leið hér: „f síðustu viku ræddi Víkverji um þá skuggalegu hlið á ríkisstyr- kjum til dagblaða sem blasir við útgefendum málgagns breska kommúnistaflokksins Morning Star eftir að sovétstjórnin hætti að kaupa helming upplagsins. Þar með er blaðið komið á vonar- völ“ Fölsunin blasir strax við - so- vésk innkaup á bresku kommún- istablaði koma að sjálfsögðu ekki agnarögn við spurningum um „ríkisstyrki til dagblaða“ sem menn eru að velta fyrir sér á Norðurlöndum og þá á íslandi. Og þá sumpart vegna dreifbýlis- sjónarmiða, sumpart í nafni mál- frelsis þeirra sem ekki eru í náð- inni hjá auglýsendum. En Vík- verji heldur sínu striki og segir síðan: Rússagullið enn „Þessi stuðningur frá Kreml við blaðaútgáfu í Bretlandi leiðir hugann að umræðum um það hér hvort Sovétmenn eða fylgifiskar þeirra annarsstaðar í löndum kommúnista hafi stutt við bakið á útgáfustarfsemi hugsjónabræðra á íslandi. Hræðslan við hrein- skilnislegar umræður um fortíð Þjóðviljans hefur komið í veg fyrir að þetta mál sé brotið til mergjar. Á hinn bóginn á blaðið nú í miklum fjárhagslegum erfið- leikum eins og Morning Star. Fer það ekki fram hjá neinum“. Þessi setning er blátt áfram meistarastykki í fláttskap. Það segir hvergi beinum orðum að Þjóðviljinn hafi lifað á Rússa- gulli, en það er allt gert til að láta sem hann hafi notið einhverrar svipaðrar fyrirgreiðslu og Morn- ing Star. Og sé einmitt þessvegna í vandræðum núna. Láttu andskotann bera það af sér í leiðinni er svo fjasað um að menn óttist að ræða fortíð Þjóð- viljans. Það er skrýtin ásökun - ekki alls fyrir löngu var saga blaðsins út gefin á bók, og meira að segja Hannes Hólmsteinn gat ekki fundið annað (í ritdómi) en að þar væri fjallað um ýmsar óþægilegar uppákomur af skikkanlegri hreinskiptni. Rússa- gullsslúðrið er ein af þeim sögum sem leiðinlegast er að fást við, blátt áfram vegna þess að þar er gert ráð fyrir því að menn sanni sakleysi sitt eða séu sekir ella. Og hvernig eiga þeir að fara að því? Maður gæti náttúrlega beitt Vík- verjaaðferð og svarað í sömu mynt segjandi sem svo: Það er sannað mál að tiltekin hægriblöð í Ameríku hafa þegið miklar mútur frá stórfyrirtækjum fyrir að leggja þeim lið með dulbúnum auglýsingum og annarri fyrir- greiðslu og því hlýtur Morgun- blaðið að gera slíkt hið sama. Morgunblaðsmenn mundu nátt- úrlega segja að þetta væri eins og hver önnur lygi. En þá gildir það sem Lyndon B. Johnson, síðar Bandaríkjaforseti, sagði einu sinni. Hann hafði borið keppin- aut sinn í kosningum þeim sökum að hann væri margflæktur í fjármálasukk. Þetta þótti svo gróft að samstarfsmenn Johnsons sögðu: Nei, þetta er fullmikið, þessu trúir enginn. Það gerir ekk- ert, sagði forsetinn verðandi, auðvitað er þetta lygi. En látum andskotans manninn hafa fyrir því að bera þetta af sér!. Þjóðviljasaga Víkverji minntist á að Morning Star hefði verið selt í Sovétríkj- unum. Það er rétt - og svo var um ýmis önnur kommúnistablöð sem gefin voru út á útbreiddum tungumálum. Þau voru bæði seld í hótelum til að svo sýndist sem einhver erlend blöð væri að fá í landinu og síðan voru þau notuð talsvert við tungumálakennslu. Að sjálfsögðu var Þjóðviljinn aldrei seldur í því stóra landi. En einn áskrifanda átti blaðið, gaml- an prófessor í Leningrad, sem nú er látinn. Verst að hann fékk ekki alltaf blaðið. Því var stundum haldið eftir á póstinum - og hann komst að því að þar var um að ræða tölublöð með greinum sem fjölluðu um andóf í Tékkóslóvak- íu, sovésk mannréttindamál og fleira þesslegt. Þannig var nú „stutt við bakið“ á Þjóðviljanum í Sovétríkjum Brézhnefs, ef menn kæra sig um að vita það. Vandkvæði blaða En sem fyrr segir: fjárhags- vandræði Þjóðviljans koma Sov- étmönnum vitanlega ekki nokk- urn skapaðan hlut við. Það skal ítrekað hér mönnum til minnis, að það er tvennt sem stendur hin- um smærri blöðum fyrir þrifum. í fyrsta lagi fjármagnskostnaður: minni blöðin lifðu nefnilega ekki nema að sáralitlu leyti á fyrir- greiðslu ríkisins eða parti af út- gáfustyrkjum til flokkanna. Þau munaði hinsvegar mjög mikið um að njóta góðs af neikvæðum vöxt- um. í annan stað - og það skiptir miklu fyrir rekstrarástand síð- astliðinna tveggja ára - hefur auglýsingamarkaðurinn á íslandi hrunið. Auglýsendur ráða því allsstaðar á Vesturlöndum hvort blöð koma út eða ekki. Og þegar allt fer saman: kreppa, samdrátt- ur og vaxandi hlutur sjónvarps í auglýsingum, þá er mikil vá fyrir dyrum smærri blaða. Meira að segja Morgunblaðið hefur dregið saman seglin vegna samdráttar í auglýsingatekjum, sem einhver hefur sagt að næmi allt að fjórð- ungi frá því mest var í þenslunni 1986. Hinu mega menn svo velta fyrir sér, hvort það sé hollt fyrir tjáningarfrelsi og skoðanamynd- un í landinu að helstu auglýsend- ur og auglýsingastofur landsins ráði því í rauninni - og það í sívax- andi mæli - hvort blöð af ýmsu tagi lifa eða ekki. þJÓDVILJINN Síðumúla 37-108 Reykjavík Sími:68 13 33 Símfax:68 19 35 Útgefandi: Utgáfufólag Þjóöviljans. Framk vœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, ólafur H. Torfason. Fróttastjóri: Siguröur Á. Friöþjófsson. Aðrir blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr,), Garöar Guöjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ólafurGíslason, ÞrösturHaraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglysingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, ÞorgeröurSiguröardóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiöslu- og afgreiöslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaöur: Katrín Báröardóttir. Útkeyrsla, afgreiösla, ritstjórn: Síöumúla 37, Reykjavík, sími: 68 13 33. Símfax:68 1935. Auglýsingar:Síöumúla37,sími68 13 33. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð i iausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð a mánuöi: 1100 kr. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 22. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.