Þjóðviljinn - 22.03.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.03.1990, Blaðsíða 5
SKAK Sovétmeistarinn sýnir klæmar i. xi. „x— i :i n 'd.4. c' ,.... Aao cúnHi mpft hvi a A tpnoia Qaman i hií^rSf»rnum oF»ti r»»tt nm cL Skák er sérkennileg íþrótt fé- lagslega séð. Það er undarlegt að horfa yfir skáksal eins og í húsa- kynnum skákhreyfingarinnar í Faxafeni, þar sem 72 skákhugs- uðir sitja nú að tafli, og heyra ekkert orð. Það mætti jafnvel halda að jafnt skákmenn sem áhorfendur væru ómálga. Svo mikil er þögnin að lágværasta hvísl er sem öskur. Fróðir menn segja að mann- skepnan tjái hug sinn ekki nema að litlu leyti með orðum heldur með svipbrigðum, handahreyf- ingum og látbragði. En skák- menn að tafli beita aðeins líkam- anum til að tjá sig. Þeir skiptast á brosum eða glotti, hrista höfuð- ið, benda með höndunum eða yppa öxlum. Sumir setja upp yfir- íætissvip en aðrir tjá verri stöðu með þungum brúnum. Þegar skákmeistararnir koma úr skáksalnum í skýringaherberg- ið, þar sem þeir fara yfir skákir sínar, er eins og þeir þurfi að bæta sér upp liðnar þagnarstundir og þá kjaftar á þeim hver tuskan en raunar beita þeir líkamanum áfram. Á alþjóðlegum mótum, eins og Reykjavíkurmótinu, er opinbert mál eins konar skák- enska sem er afbrigði af svokall- aðri pidgin-ensku. f skák-ensku eru nokkur nafnorð: Bishop, pawn, king ... og önnur heiti á mönnunum, check og mate og fá- ein önnur. Þá eru lýsingarorðin strong, better og vorse, fornöfnin this, there og that en aðeins ein sögn, take sem merkir hér að drepa. Eiginlegur orðaforði skák-enskunnar er milli 20 og 30 orð en við hann bætast margs konar hljóð: ehhm, umm, tjaaaa, hmmm, íííaa og ýmiskonar taut af líku tagi. Um framburð gildir ein regla: að muldra orðunum út milli hálfsamanbitinna vara, þannig að aðeins skiljist til hálfs hvað sagt er. Sú regla helgast annars vegar af því að menn eru misfærir í eiginlegri ensku, kenndri við Oxford og breska yfirstétt, en hins vegar af því að menn vilja ekki láta allt sitt uppi og vita fyrst hvað andstæðingur- inn hugsar. Þessu tungumáli, ef svo má kalla, fylgir svo ómælt pat og bendingar. T.d. tákna sumir merkinguna að drepa með því að mynda ránfuglskló með fingrun um og láta hana vofa yfir þeim manni sem drepa á. Tíðindamaður Þjóðviljans fylgdist með einni slíkri yfirferð skákar í lok fjórðu umferðar á þriðjudagskvöldið. Þar voru að skoða skák sína sænski stór- meistarinn Hellers og sovéski stórmeistarinn Vaganjan en sá síðarnefndi sigraði í flókinni viðureign. Hvítt: Hellers Svart: Vaganjan 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 og sýndi með því að tengja saman’ hendurnar hvernig þeir völduðu hvor annan í framhaldinu. 22. Db2 Rc4 19. Rxb3 a4 20. Rc5 a3 21. bxa3 Hxa3 21. Db4 b5 22. Hd8 ... 6. Bxf6 Bxf6 7. Rf3 0-0 8. c3 Rd7 9. Dc2 e5 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 Þeir renndu yfir byrjunina í flýti enda þaulkunnugir henni. Þessi leikur miðar að því að jafna taflið fyrir svart. Eftir öll upp- skipti á miðborðinu í framhald- inu stendur svartur heldur betur því hvítur á eftir að koma kóngi sínum í skjól. Hvítur hefur teflt byrjunina rólega en velur nú full hvassa áætlun. 10. d5 g6 12- Bc4 Rb6 11. 0-0-0 Bg7 13- Bb3 a5 Vaganjan byrjar nú að magna sókn gegn hvíta kónginum. Ef hvítur hæfi peðaframrás á kóngs- væng yrði svartur á undan. Ekki má gleyma að töluverð ógn felst í mætti svarta kóngsbiskupsins þótt hann hafi ekki mikil áhrif á gang mála í þessari skák. í næsta leik hefði líklega verið betra fyrir hvít að leika peðinu aðeins til a3 því það verður veikt á a4. 14. a4 Bf5 15. De2 De8 16. Rf-d2 Bd7 Afar athyglisverður leikur. Svarti biskupinn virðist ógna kóngsstöðu hvíts en svartur metur það svo að riddarinn á b6 verði sterkari en biskupinn í framtíðinni og drepur því a-peðið með biskup. í framhaldinu sést að þetta mat er rétt. 17. d6 Bxa4 18. dxc7 Bxb3 Hér færði Vaganjan drottning- una á c6 og vildi heldur leika 18. ... Dc6, benti á hvítu riddarana abcdefgh í kringum þessa stöðu skópst mikið handapat, mikið sagt af this og that, mörgu sinnum take, better og possible mate. Fram- burður Rússans einkenndist af blísturshljóðum, sem eru svo al- geng í rússnesku, en hjá Svíanum bar mest á ákveðnum syngjanda. Hvíta peðið er að komast upp í borð og hlýtur að kosta lið. Á móti kemur að riddarinn á c4, sem situr nú öruggur í valdi b- peðsins, kreppir mjög að kóngi hvíts í samvinnu við svörtu hrók- ana. Það er kynlegt að sjá í fram- haldi skákarinnar hve hvíti hrók- urinn á hl er illa settur og aldrei vinnst tími til að koma honum í leikinn. Þótt hann sé úti í horni hangir hann í raun í lausu lofti. 24. ... De7 26. cxd8 Hxd8 25. Rd7 Dxd8 27. De7 Hd-a8 Hér klifaði Vaganjan á orðun- um strong rooks, strong rooks and knight, very strong. Þótt hvítur eigi meira lið og riddarar hans standi glæsilega er engin ógn í spilinu. Svarti kóngurinn er fullkomlega öruggur en sá hvíti stendur í stöðugri ógn, sbr. t.d. mátið eftir 28. Hdl Hal+ 29. Kc2 H8-a2+ 30. Kb3 Hb2 mát. Þess ber líka að geta að Hellers var kominn í mikið tímahrak þeg- ar hér var komið. Hann reyndi nú að koma kóngi sínum undan. 28. Kc2 f5 29. Rd-f6+ Kh8 30. Kd3 H3-a7 Ef svartur tæki riddarann á e4 fengi hvíti kóngurinn flóttareiti enda hristi Vaganjan hausinn yfir þeirri uppástungu Svíans. Ef hvíta drottningin hörfar nú til b4 eða c5 kemur 31. ... Hd8+ 32. Ke2 (Kc2 er litlu skárra) Ha2+ 33. Kf3 Hd3 og glaðlegt andlit Rússans táknaði að hvítur væri mát. Hvítur leikur því riddaran- um til baka. 31. Rd7 Rb6 32. Rd-f6 e4+ 33. Ke3 ... Þetta er að vísu afleikur því nú hrynja menn hvíts og mörg take og breitt bros hjá Vaganjan. Ef 33. Ke2 Ha2+ 34. Kel Hb2 og mátar með Hal. Ef 33. Kc2 Ha2+ 34. Kcl(bl) Rc4 og mátar. Loks eftir 33. Kc2 Ha2+ 34. Kb3 Rc4 35. Kb4 (eða Hbl, Rd2+ og hrókurinn fellur) Hb2+ 36. Kc5 Hc8+ 37. Kd5 Hd2+ 38. Ke6 Hc6+ 39. Kf7 Rd6+ 40. Ke6 Rc8+ drottningin fellur og kón- gurinn fylgir henni fljótlega. Þessu lík afbrigði höfðu þeir báð- ir reiknað í allar áttir og renndu yfir þau með miklum hraði. 33. ... Hxd7 Ef nú 34. Rxd7 skákar svartur hvítu drottninguna af með Rd5+. Fjölskylduskákin vofir einnig yfir í næsta leik þannig að hinn hvíti riddarinn fellur líka. 34. De6 Hd6 36. Db7 Hb8 35. Df7 Hxf6 37. Hbl Rd5+ Hér gafst hvítur upp og þeir félagar urðu samferða út úr skák- skýringaherberginu muldrandi og patandi. Enda er það svo að þótt skák-enska muni frumstæð- asta mál í heimi þá dugar hún fyllilega til að menn af ólíkum þjóðernum geti rætt um skákir sínar. Vaganjan tefldi þessa skák af mikium krafti. En það voru fleiri sem tefldu vel í fjórðu umferð. Þröstur Ámason átti í höggi við alþjóð- lega meistarann Finegold frá Bandaríkjunum sem beitti hinu skarpa mótbragði Albins en þar er peði fórnað í byrjuninni. Þröstur hélt peðinu með taktísk- um smáhótunum og tókst að snúa taflinu sér í vil. Mótspilstilraunir Bandaríkjamannsins urðu æ ör- væntingarfyllri en allt kom fyrir ekki og hann gaf taflið þegar ekki varð spornað við framrás a-peðs Þrastar. Hvítt: Þröstur Árnason Svart: Finegold 1. d4 d5 2. c4 e5 3. dxe5 d4 4. Rf3 Rc6 5. a3 Be6 6. e3 dxe3 7. Dxd8+ Hxd8 19 8. Bxe3 Rg-e7 9. Rc3 Rf5 10. Rb5 Hd7 11. Hdl Rxe3 12. fxe3 Bc5 8 13. Hxd7 Kxd7 14. Kf2 He8 15. Bd3 Bg4 16. b4 Bf8 17. h3 Bxf3 18. Bf5+ Ke7 gxf3 Hd8 20. f4 g6 21. Be4 Hd2+ 22. Kf3 Kd7 23. Bxc6+ bxc6 24. Rxa7 h5 1 abcdefgh Svartur er varnarlaus. Engin ógn stendur af hróknum. Hann má ekki fara af d-línunni því þá kemur Hdl+ og kóngurinn verð- ur að sleppa valdinu af c6- peðinu. Hvítur á einfaldlegaj tveim peðum meira og auk þess á| a-peðið greiða leið upp í borð. 25. c5 Be7 29- Hal f6 26. a4 Bh4 30 • exf6 Bxf6 27. a5 Ke6 31- Ha3 85 28. Ke4 Kd7 32- fx85 og svartur gafst upp. Jón Torfason MINNING Guðnín Valdimarsdóttir Merk kona og góð kvaddi þennan heim að kvöldi 13. mars á 93. aldursári. Guðrún Valdimarsdóttir var hin dæmigerða íslenska ljósmóð- ir af bestu gerð. Dugleg, hjarta- hlý og gjafmild, svipmótið traustvekjandi og virðulegt. Hún var heiðursfélagi í Ljósmæðrafé- lagi íslands. Árið 1984 þegar félagið gaf út ritverkið Ljósmæður á íslandi var Guðrúnu sem heiðursfélaga af- hent 1. eintakið af ritinu. í minn- ingunni er það eitt af hinum gullnu augnablikum, þegar hún hlý og virðuleg, klædd íslenska þjóðbúningnum, þakkaði fyrir og bað ljósmæðrastéttinni blessun- ar. Guðrúnu dreymdi unga um það að verða ljósmóðir. Og draumurinn rættist, enda var henni lagið að rétta draumum sínum hjálparhönd á leið til veru- leikans. Hún tók próf í ljósmóð- urfræðum árið 1920 og tók þá þegar við Auðkúluhreppsum- dæmi í Arnarfirði. Árið 1925 var Guðrúnu veitt Bolungarvíkurumdæmi og gegndi hún því til ársins 1933 og reyndist farsæl ljósmóðir, traustur vinur og hjálparhella langt út fyrir sitt starfssvið. Með Ijósmóðir fögrum orðum móður minnar um þessa góðu konu kom Guðrún Valdimarsdóttir inn í minn hug- arheim, þá var ég barn að aldri. Tíminn leið og kynni mín af Guð- rúnu urðu síðar mikil og sönnuðu orð móður minnar. Guðrún hætti ljósmóðurstörfum í Bolungarvík vegna veikinda og um árabil lá leið hennar til allt annarra starfa. Hún gerðist stöðvarstjóri Lands- símans í Hveragerði árin 1934-44. Hún fluttist þá til Reykjavíkur og hóf ljósmóðurstörf á ný. Á þeim árum fóru fæðingar fram í heimahúsum, oft við hinar erfiðustu aðstæður. Öryggis- leysið og fátæktin var þá allsráð- andi á fjölda heimila. Þar kynntist Guðrún sársauka og fátækt sem skar í hjarta eins og hún orðaði það sjálf. Kjarkur hennar og dugnaður brást heldur ekki og þess minnast án efa marg- ir með þakklæti og virðingu í huga. Fæðingardeild Landspítalans var alltof lítil á þessum tíma og annaði engan veginn hlutverki sínu. Fólk stóð frammi fyrir því að þar varð að neita miskunnar- laust beiðni um pláss fyrir fæð- andi konu hversu mikil sem neyðin var. Ég hef orðað það svo að manni sortni fyrir augum af tilhugsuninni um þetta ástand. Frammi fyrir þessu neyðarást- andi stóð ljósmóðirin Guðrún Valdimarsdóttir og þekkti manna best. En hún lét sér ekki bara sortna fyrir augum eða fómaði höndum. Nei, ekki aldeilis, held- ur tók hún til sinna ráða og setti á stofn eigið fæðingarheimili, fyrst í Barmahlíð og síðar að Stórholti 39 og rak það með myndarbrag í 15 ár eða allt til ársins 1961, en þá er Fæðingarheimili Reykjavíkur tekið til starfa. Þetta framtak Guðrúnar og öll sú hjálp sem það var reykvískum foreldrum og börnum þeirra ' verður aldrei vegið eða metið, en mikil var hjálpin og upplifaðar örlagastundir. Grátur barns - grátur þess er minn. Hlátur barns - hlátur þess er minn. Hugur þess hlær í augum mér, hjarta þess slœr í brjósti mér. Eins og skáldkonan Jakobína Sigurðardóttir kemst að orði. Vinna Guðrúnar á þessum árum er í mínum augum nær ofur- mannleg, ekkert verk sem vinna þurfti vílaði hún fyrir sér. Handa- vinnan og útsaumurinn á sængur- fötunum fyrir vöggubörnin, „englana" hennar eins og hún nefndi þau, er mér minnisstæð. Alla tíð lék saumaskapur og hverskonar hannyrðir í höndum hennar og afköstin mikil. Ekki alls fyrir löngu lauk hún við 12. altarisdúkinn sem hún saumaði og gaf í kirkjur landsins og kap- ellur. Mér er einkar ljúft að geta þess sérstaklega að hún gaf altar- isdúk sem prýðir kapellu Kvennadeildar Landspítalans. í Ljósmæðrafélagi Islands var hún ávallt hinn góði og trausti fé- lagi sem vildi hag þess og veg sem mestan og nú kveður ljósmæðra- stéttin þennan heiðursfélaga sinn með innilegri þökk og virðingu. Guðrún giftist Kjartani Helga- syni árið 1922, en ári síðar fæddist þeim sonurinn Valdimar. Þótt Guðrún væri gjörvuleg og farsæl kona þá varð hún að takast á við óblíð örlög. Maður hennar var sjómaður og drukknaði með vél- bátnum Rask frá ísafirði og þá stóð hún ein með sorg sína og sólargeislann þeirra beggja, son- inn unga aðeins árs gamian. Hún þurfti einnig að takast á við mikil veikindi um dagana. Guðrún missti Valdimar son sinn á besta aldri. Hann var giftur hinni ágæt- ustu konu, Christinu Grashoff, hollenskri að uppruna og hjúkr- unarkonu að mennt og eignuðust þau fjögur börn. Eitt ljósubam- anna, Brynhildi Kristjánsdóttur, ól Guðrún upp sem sitt eigið barn. Ættingjum og aðstandenc* -> sendi ég innilegar samúðark'. „oj- ur. Góðan vin og stéttasystur, Guðrúnu Valdimarsdóttur, kveð ég með hjartans þakklæti og djúpri virðingu. Guðrún Finnbogadóttir Fimmtudagur 22. mars 1990 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA :5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.