Þjóðviljinn - 22.03.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.03.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Leiguhúsnœði Osamþykkt og ófullnægjandi Þegar fólk er á götunni er ýmis- legt verjandi. Nokkrir skjól- stæðingar okkar eru enn í ósam- þykktu húsnæði við Suður- iandsbraut, en við eigum að geta boðið þeim upp á boðlegt hús- Keflavík Johann efstur Jóhann Geirdal deiidarstjóri verður efstur á G-listanum í Keflavík í bæjarstjórnar- kosningunum í vor. Listi Alþýðu- bandalagsins í Keflavík var sam- þykktur á féiagsfundi í fyrra- kvöld. Alþýðubandalagið hefur ekki átt bæjarfulltrúa í Keflavík síðan 1986, en þá var Jóhann bæjar- fulltrúi flokksins þar. í níu efstu sætum listans eru auk Jóhanns þau Bjargey Einars- dóttir, Ægir Sigurðsson, Ey- steinn Eyjólfsson, Unnur Þor- steinsdóttir, Sævar Jóhannsson, Sigurður Hólm, Inga Stefáns- dóttir og Brynjar Harðarson. -gg Hafnarfjörður Magnús Jón efstur á G-lista Alþýðubandalagið í Hafnar- firði hefur gengið frá framboðs- lista sínum fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í vor. Magnús Jón Árnason forseti bæjarráðs og eini bæjarfulltrúi G-listans er áfram í efsta sæti listans en í öðru sæti er Ingibjörg Jónsdóttir félagsfræð- ingur. I þriðja sæti er Lúðvík Geirs- son blaðamaður, 4. Guðrún Árn- adóttir forstöðumaður, 5. Hólm- fríður Árnadóttir talkennari, 6. Svavar Geirsson trésmiður, 7. Þórelfur Jónsdóttir dagvistar- fulltrúi, 8. Sólveig Brynja Grét- arsdóttir bankamaður, 9. Berg- þór Halldórsson yfirverkfræðing- ur -ÞjH næði alveg á næstunni. Alla vega á þessu ári,“ sagði Birgir Ottós- son, húsnæðisfulltrúi Félags- málastofnunar Reykjavíkur, við Þjóðviljann í gær. í bréfi sem lagt var fram í borg- arráði í vikunni er fjallað um ó- samþykkt og ófullnægjandi leigu- húsnæði við Brautarholt 22, Grensásveg 14, Skipholt 7 og' Suðurlandsbraut 12. Fulltrúar byggingarfulltrúans í Reykjavík, starfsmenn eldvarna- eftirlitsins og heilbrigðiseftirlits- ins hafa skoðað þetta húsnæði og komast að þeirri niðurstöðu að húsin uppfylli ekki skilyrði um eldvarnir og heilbrigði. Áuk þess hefur húsnæðið ekki verið sam- þykkt sem íbúðarhúsnæði. Félagsmálastofnun hefur verið með húsnæðið við Suðurlands- braut á leigu fyrir skjólstæðinga sína, en er í þann veg að losa það að fullu, að sögn Birgis. Þjóðviljinn talaði við einn íbú- anna við Brautarholt 22 í gær. Hann er skjólstæðingur Félags- málastofnunar og býr í sæmilega rúmgóðu herbergi. Þar er gamall svefnbekkur, borð, skápur og hægindastóll, en auk þess alls kyns drasl og óhreinindi. Hann segist hafa búið þarna í eitt ár, en síðasta mánuðinn hefur hann ekki átt kost á að baða sig. -gg Eitt af herbergjunum við Brautarholt 22. Hér hefur skjólstæðingur Fólagsmálastofnunar búið í eitt ár, en síðasta mánuðinn hefur hann ekki átt þess kost að baða sig. Húsnæðið uppfyllir ekki skilyrði um eldvarnir og heilbrigði og er auk þess ósamþykkt sem íbúðarhúsnæði. Mynd Jim Smart. r Flutningar íhuga stofnun hagsmunasamtaka Þessi hugmynd að stofna flutn- ingaverkamannasamband er búin að blunda í okkur hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur frá því við gerðumst aðilar að Norræna flutningaverkamannasamband- inu fyrir fimm árum, sagði Guð- mundur Hallvarðsson formaður félagsins. Markmiðið með stofnun sér- staks flutningaverkamannasam- bands hér á landi er sú að það verði hagsmunasamtök allra þeirra sem vinna við flutninga á sjó, landi og í lofti. Ef af verður munu væntanlega allt að 1.500 manns verða aðilar að samband- inu úr fjölmörgum stéttarfé- lögum ss. Dagsbrún, Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur, Farmanna- og fiskimannasam- bandinu og séttarfélögum flug- freyja, flugmanna og þjóna svo einhver séu nefnd. Af einstökum hópum hafa hafnarverkamenn þegar lýst yfir áhuga sínum á stofnun þessara samtaka. Að sögn Guðmundar er alls ekki verið að lýsa yfir neinu van- trausti á þau stéttarfélög sem fyrir eru með stofnun þessara samtaka heldur er fyrst og fremst verið að leita nýrra leiða til að efla og vernda atvinnuöryggi og kjaramál þeirra stétta sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta við flutningastarfsemi ýmis kon- ar. „Ég er bjartsýnn á að samtök- in komist á koppinn og næstu daga munum við senda út til við- komandi stéttarfélaga kynningu á hugmyndinni og hvað fyrir okk- ur vakir með henni,“ sagði Guð- mundur Hallvarðsson. -grh Fellaskóli Yfirlýsing Almennur fundur nemenda í 9. bekk Fellaskóla mótmælir mann- orðsskemmandi og röngum um- mælum sem birtust í DV þann 20. mars 1990 þar sem Fellaskóli var nafngreindur. Fundurinn átelur vinnubrögð blaðamannsins, að birta órök- studdar dylgjur hafðar eftir ónafngreindum heimildarmanni, án þess að kanna sannleiksgildi viðkomandi yfirlýsinga. Tónleikar Hamrahlíðarkórs Hamrahlíðarkórinn heldur tón- leika í kvöld, fimmtudag, og hefj- ast þeir kl. 20.30 í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Aðgangur er opinn öllum og að- gangseyrir er aðeins 200 krónur. SPR0N vann stjórnunarkeppni Nýlega lauk úrslitakeppni Sam- norrænu stjórnunarkeppninnar á íslandi en átta lið höfðu áunnið sér keppnisrétt. Lið SPRON varð efst, lið Ríkisspítalanna í öðru sæti og lið Rönning í þriðja sæti. Keppnin fólst í að taka við fyrir- tæki í ákveðinni stöðu og reka það með sem mestum hagnaði í sex ár. Náði SPRON-liðið að skila 194.472 króna hagnaði með skynsamlegum ákvörðunum en lið Ríkisspítalanna halaði inn 127.498 krónur. Þessi tvö lið unnu sér þar með rétt til að taka þátt í Norðurlandakeppni sem haldin verður í lok apríl í vor. Verður hún þá haldin í fyrsta sinn hér á landi. Námskeið fyrir barnfóstrur Þegar líður að vori fara Sýningarsalur Gallerís 8 í Austurstræti. Mynd: Kristinn. Gallerí 8 í Austurstræti Búið er að opna nýtt gallerí í gamla ísafoldarhúsinu Austurstræti 8 og hlaut það nafnið Gallerí 8. Húsið er eitt hið elsta í Reykjavík og var byggt árið 1886 fyrir Björn Jónsson ritstjóra og síðar ráðherra. Það hýsti lengi prentsmiðju og ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins en síðast var þar bókaverslun. Eigandi Gallerís 8 er Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir sem starfaði til skamms tíma hjá Gallerí Borg en var um nokkurra ára skeið auglýsingastjóri þessa blaðs. Hún ætlar að hafa til sýnis og sölu hvers kyns myndlistarverk og einnig listaverkabækur um íslenska myndlist. Reynt verður að sýna þverskurð af því sem er að gerast í íslenskri list á hverjum tíma, ma. með því að kynna verk ungra og upprennandi listamanna. barnfóstrur landsins að huga að sumarvinnunni. Fyrir nokkmm ámm bryddaði Rauði krossinn í Reykjavík upp á því að efna til námskeiða fyrir verðandi barnfóstrur því þetta starf þarf að læra eins og önnur. Námskeiðin mæltust vel fyrir og eru nú árviss viðburður, ekki bara í Reykjavík því nú efna 25 deildir Rauða krossins um allt land til slíkra námskeiða. Námskeiðin eru sex- tán klukkustunda löng og skipt- ast á fjögur kvöld. Fóstra kennir helming námskeiðsins á móti hjúkrunarfræðingi og er farið í þroska barna og leikfangaval, bleiuskipti og böðun, mat og matarvenjur, tannvernd, almenn einkenni sjúkdóma, gæslu veikra barna, slysagildrur í heimahúsum og meginatriði skyndihjálpar. í lok námskeiðsins fá nemendur sérstakt barnfóstmskírteini. Námskeiðin í Reykjavík verða haldin í Gerðubergi, Múlabæ og Hótel Lind og hefst það fyrsta 28. mars nk. Nemendur þurfa að hafa náð 11 ára aldri og nám- skeiðin kosta 2.500 krónur. Landsbankinn fflytur innanhúss Á mánudaginn var Vesturbæjar- útibú Landsbankans opnað á nýj- um stað. Raunar er það í sama húsi og áður, Háskólabíói, en er nú komið í austurhluta nýbygg- ingar við bíóið en þar em auk bankans nýir sýningar- og fyrir- lestrasalir. í nýja húsnæðinu er hægt að bjóða upp á meiri þjón- ustu og þar verður ma. hraðbanki og svonefndur einkaþjónn sem er tæki þar sem viðskiptamenn geta fengið útskrift á reikningum sín- um. Alls eru um 10 þúsund reikn- ingar í útibúinu en starfsmenn eru 18 talsins og hefur þeim farið fækkandi vegna tækni- og tölvu- væðingar síðustu ára. ísland aðili að FERA Á aðalfundi Evrópusambands kvikmyndaleikstjóra sem hald- inn var í Frakklandi dagana 9.- 11. mars sl. var ísland samþykkt sem fullgildur félagi í samtökun- um. Alls telia samtökin nú 24 að- ildarlönd. Á fundinum lét ítalski leikstjórinn Ettore Scola af störf- um sem forseti samtakanna en við tók Pólverjinn Krzysztof Zanussi. Fundinn sátu um 160 leikstjórar frá báðum hlutum Evrópu en samhliða honum var haldið þing þar sem rætt var um samskipti Áustur- og Vestur- Evrópu á sviði kvikmyndafram- leiðslu og dreifingar. Þrír leik- stjórar sátu fundinn fyrir íslands hönd, þau Hrafn Gunnlaugsson, Kristín Jóhannesdóttir og Þor- steinn Jónsson. 2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 22. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.