Þjóðviljinn - 22.03.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.03.1990, Blaðsíða 7
FRETTIR Abyrgðardeild fiskeldis Enn þrengt að ráðhena Breytingartillaga Jóns Sæmundar Sigurjónssonar um setufulltrúa viðskipta- og landbúnaðarráðuneytis ístjórn ábyrgðardeildar fiskeldislána samþykkt í neðri deild Alþingis Enn er þrengt að Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra varðandi stjórnarfrumvarp um ábyrgðardeild fiskeldislána, því í gær bar Alþýðuflokksþingmað- urinn Jón Sæmundur Sigurjóns- son fram breytingartillögu á skipan stjórnar deildarinnar og var tillagan samþykkt í lok- aumræðu um frumvarpið í neðri deild og málinu vísað til efri deildar. Breytingartillaga Jóns Sæ- mundar gerir ráð fyrir að fjár- málaráðherra skipi fimm manna stjórnamefnd yfir ábyrgðar- deildinni, einn tilnefndan af við- skiptaráðherra, einn af landbún- aðarráðherra og þrjá án tilnefn- ingar. En í frumvarpinu er aðeins gert ráð fyrir þriggja manna stjórn sem öll verði skipuð af fjár- málaráðherra. Ólafur Ragnar er ósáttur við breytingartillöguna og tóku nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins í sama streng í þing- sölum í gær. Fjármálaráðherra sagði þá skipan sem Jón Sæ- mundur leggur til geta skapað hættulegt fordæmi varðandi ríkis- ábyrgðir, ef fulltrúar einstakra atvinnugreina eða annarra ráðu- neyta en fjármálaráðuneytisins teldu að þeir ættu að gæta ein- hverra annarra hagsmuna en hagsmuna almennings sem væru hagsmunir ríkissjóðs. Hann sagð- ist þó ekki vilja gera þetta mál eitt og sér að einhverju stórmáli. Það gæti til dæmis gerst að full- trúar sjávarútvegs og sjávarút- vegsfyrirtækja eða iðnaðar og iðnaðarfyrirtækja teldu að þeir ættu að meta hvar ætti að veita ríkisábyrgðir, að sögn Ólafs Ragnars. Pess vegna hefði þeirri skipan verið fylgt til þessa að full- trúar fjármálaráðuneytisins einir legðu mat á þessa hluti. „Vegna þess að ríkisábyrgðir eru ekkert annað en ákvörðun um það að ef fyrirtæki tapa greiði almennir skattborgarar tapið,“ sagði Ólafur Ragnar. Friðrik Sophusson Sjálfstæðis- flokki, sem stóð að breytingartil- lögum á frumvarpinu og sam- komulag náðist um við fjármála- ráðherra, sagði eðlilegt að fjár- málaráðherra einn hefði með þessi mál að gera og að íhalds- semi ríkti varðandi ríkisábyrgðir. Þorsteinn Pálsson flokksbróðir hans var sama sinnis og sagði ein- NA TO-drottning Spurt um tilgangiim Þórhildur Þorleifsdóttir Kvennalista hefur lagt fram fyrir- spurn til dómsmálaráðherra um tilgang fyrirhugaðrar ferðar varðskipsins Týs til Norfolk í apr- fl nk. En varðskipið mun eiga að flytja íslenska stúlku þangað sem „drottningu" á NATO-hátíð. Þingmaðurinn spyr hvað Týr verði lengi í burtu, siglingarveg- alengdina til Norfolk og hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að mæta fjarveru Týs af miðunum. Þá vill Þórhildur fá kostnaðinn upplýstan sundurliðaðann eftir olíukostnaði, launum og öðru, samanborið við rekstrarkostnað skipsins ef það hefði verið heima. Þingmaðurinn vill einnig fá upp- lýst hve margir skipverjar og farþegar verði í ferðinni, hve margir eru alla jafna um borð þegar skipið er við gæslustörf og hver greiði kostnaðinn af ferðinni til Norfolk. -hmp staka fagráðherra kunna að hafa hag af því að þrýsta á um aðra niðurstöðu en þá sem samræmd- ist hagsmunum ríkissjóðs. Vegna samspils bankakerfis og ábyrgð- ardeildar samkvæmt frumvarp- inu væri enn mikilvægara að fjármálaráðuneytið færi eitt með þessi mál. Þórhildur Þorleifsdóttir Kvennalista sagði breytingartil- löguna ekki draga úr valdi fjár- málaráðherra þar sem hans full- trúar yrðu í meirihluta í nefnd- inni. Nauðsynlegt væri að rök fyrir ríkisábyrgðum hvfldu á traustum grunni og því ekki óeðlilegt að sá ráðherra sem færi með fiskeldismál og ráðherra bankamála ættu fulltrúa í nefnd- inni. Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra hélt fram svipaðri skoðun og sagðist hlynntur til- lögunni. Hver og einn ráðherra ætti fyrst og fremst að gæta al- mennings hagsmuna en ekki vera í hagsmunagæslu fyrir einstaka aðila í þjóðfélaginu. -hmp VSk.f? Endurgreiðsla viróisaukaskatts til íbúóarbyggjenda 'inna manna á byggingarstað var undan- þegin söluskatti en er nú virðisaukaskattsskyld. Virðis- aukaskattur af vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðarhúsnæðis verður endurgreiddur skv. reqluqerð nr. 641/1989. Endurgreiðslan nærtil: • Vinnu manna við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis. • Hluta söluverðs verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa. • Vinnu manna við endurbætur á íbúðarhúsnæði ef heild- arkostnaður er a.m.k. 7% af fasteignamati íbúðarhús- næðis. Athygli skal vakin á því að umsækjandi verður að geta lagt fram umbeðin gögn, t.d. sölureikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. a L ndurgreiðslu fá þeir sem byggja á eigin kostnað íbúðarhúsnæði sem ætlað er til sölu eða eigin nota á eigin lóð eða leigulóð. _ *ppgjörstímabil vegna nýbyggingar og verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa er tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl o.s.frv. Umsókn skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Athygli skal vakin á því að skilafrestur vegna janúar og febrúar 1990 framlengist til 30. mars. Uppgjörstímabil vegna endurbóta er aldrei styttra en almanaksár. Umsókn skal berast skattstjóra 15. janúar árið eftir að endurbætur voru gerðar. Nánari upplýsingar veita RSK og skattstjórar um land allt. L^ækja skal um endurgreiðslu á sérstökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem lögheimili umsækjandans er. Eyðublöðineru: • RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. • RSK10.18: Bygging íbúðarhúsnæðis til eigin nota. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.