Þjóðviljinn - 29.03.1990, Side 3
FRÉTTIR
Borgarnes
Margrét áfram efst
Margrét Tryggvadóttir bæjar-
fufitrúi verður í efsta sæti G-
listans í Borgarnesi sem var sam-
þykktur á félagsfundi um síðustu
helgi. Uppstillingarnefnd gerði
tillögu að röðun manna á listann
eftir tilnefningar.
Þorvaldur Heiðarsson húsa-
smiður verður í öðru sæti listans,
en í fimm næstu sætum verða þau
María Jóna Einarsdóttir skrif-
stofumaður, Bergþóra Gísladótt-
ir sérkennslufulltrúi, Egill Páls-
son bifreiðarstjóri, Vigdís Krist-
jánsdóttir skrifstofumaður og
Ingvi Árnason tæknifræðingur.
Aflamiðlun
Umsóknir í hæni
kantinum
Þetta hefur farið svona hálf
skröltandi af stað og tekur
einhvern tíma að koma starfse-
minni í eðlilegar skorður. Það
sem af er hafa umsóknir um fisk-
útflutning verið í hærri kantin-
um. Verð ytra hefur verið gott og
svo hitt að útflytjendur verða að
sækja um leyfi með hálfsmánaðar
fyrirvara. Af þeim sökum ma. er
tilhneiging hjá þeim að áætla mun
meiri afla til útflutnings en ella,
sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson
framkvæmdastjóri Aflamiðlun-
ar.
Til marks um áhuga útflytj-
enda á útflutningi gámafisks var í
þessari viku sótt um útflutning á
alls 3.413 tonnum en leyfi var að-
eins veitt fyrir samtals 773 tonn-
um til Bretlands og Þýskalands
og 45 tonnum til annarra landa.
Áætlað er að fiskiskip selji alls
250 tonn í Bretlandi og 1.300
tonn í Þýskalandi.
Hlutverk Aflamiðlunar er ekki
eingöngu að úthluta útflutnings-
leyfum fyrir gámafisk og fyrir
fisksölur skipa í erlendum
höfnum, heldur einnig að miðla
fiski til innlendra fiskvinnslu-
stöðva. Að sögn Vilhjálms Vil-
hjálmssonar er varla nein reynsla
komin á þetta enn sem komið er.
Eftir að úthlutun leyfa hefur farið
fram er sá listi sendur út til fisk-
vinnslufyrirtækja og til fiskmark-
aðanna. Þeir aðilar sem hafa
áhuga á að kaupa eitthvað af því
hráefni til vinnslunnar hafa þá
viku til að hafa samband við við-
komandi útgerð. -grh
Guðmundur Bjarnason í heimsókn
þriðjudag. Mynd Jim Smart.
Heilsugæslustöðinni í Árbæ á
Heilsugœslustöðvar
Kynning á manneldis-
og neyslustefnu
Guðmundur Bjarnason
heilbrigðisráðherra
heimsækir um þessar mundir
ýmsar heilbrigðisstofnanir ásamt
fulltrúum Manneldisráðs og
kynnir opinbera manneldis- og
neyslustefnu sem samþykkt var á
Alþingi í fyrra.
Auk þess sem stefnan er kynnt
og rætt við starfsfólk um einstaka
þætti hennar verður leitað til
starfsfólksins og það hvatt til að
taka þátt í svokölluðum hug-
myndabanka.
í tilefni kynningarherferðar-
innar hefur heilbrigðisráðuneytið
gefið út kynningarbæklinginn
„Borðar þú nógu góðan mat?“ í
samvinnu við Manneldisráð. Þar
er bent á leiðir til hollara matar-
æðis og hvernig ná má
manngildismarkmiðum á sem
auðveldastan hátt.
í dag verður haldin kynning í
Heilsugæslustöðinni og sjúkra-
húsinu í Keflavík. Á morgun í
Heilsugæslustöðinni á Seltjarnar-
nesi og Heilsugæslustöðinni í
Garðabæ. Kynningarátakið held-
ur svo áfram í næstu viku. -Sáf
Húsnæðisstofnun
UUán jukust um 10,4%
Utlán Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins á árinu 1989 námu samtals
10,4 miijörðum króna og hafa
ekki áður orðið jafnmikil að
raunvirði. Útlánaaukningin nam
10,4% að raunvirði sem er svipuð
hækkun og árið áður.
Útlán úr Byggingarsjóði rikis-
ins jukust úr 5,8 miljörðum árið
1988 í 7,5 miljarða í fyrra en það
samsvarar 4,9% raunhækkun.
Aukning í útlánum Byggingar-
sjóðs verkamanna varð hins veg-
ar mun meiri eða úr 1,9 miljarði í
2,9 miljarða sem samsvarar
27,6% raunhækkun. _pH
Flmmtudagur 29. mars 1990 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3
Sturla vitjar þings á ný
Ólafur Ragnar Grímsson sýndi þingheimi í gær hvernig fjölmargir
aðiiar í ríkiskerfinu fóru margfalt meira fram úr fjárlögum en Sturla
Kristjánsson. Mynd: Kristinn.
Birgir ísleifur Gunnarsson
fyrrverandi menntamálaráð-
herra Sjálfstæðisflokksins hóf ut-
andagskrárumræðu í sameinuðu
þingi i gær, þar sem hann sagði
Svavar Gestsson
menntamálaráðherra hafa farið
rangt með þátt sinn í „Sturlumál-
inu“ svo kallaða í sjónvarpsvið-
tali á þriðjudag, þar sem Svavar
var spurður út í álit ríkislög-
manns Gunnlaugs Classens á
lausn Svavars og Ólafs Ragnars
Grímssonar fjármálaráðherra á
málinu. Svavar sagði í þinginu í
gær að Birgir hefði á sínum tíma
sýnt mannleg viðbrögð í málum
Sturlu og baðst afsökunar á því
að kenna Birgi við slík viðbrögð
og lofaði að gera það aldrei aftur.
Birgir ísleifur stiklaði á helstu
niðurstöðum ríkislögmanns sem
segist hafa varað við því að málið
yrði fellt niður hjá hæstarétti og
hann hefði gagnrýnt í viðræðum
við ráðherrana þau málalok sem
fólust í samkomulagi þeirra við
Sturlu Kristjánsson fyrrverandi
fræðslustjóra í Norðurlandi
eystra. Niðurstaða ríkislögmanns
væri ótviræð. Afstaða hans hefði
verið sú að niðurstöður málsins
væru á ýmsan hátt óheppilegar.
Með gerð samkomulagsins hefði
verið gengið framhjá niðurstöðu
dómsvaldsins í landinu sem
lögum samkvæmt ætti að fjalla
um slík ágreiningsmál. Ekki hefði
aðeins verið fallið frá áfrýjun
heldur niðurstöðum bæjarþings
einnig breytt og Sturlu greiddar
mun hærri bætur en dómurinn
hefði úrskurðað.
Ásakanir
um afglöp
í ræðu sinni sakaði Birgir Svav-
ar um stórfelld embættisafglöp
með samkomulaginu við Sturlu,
sem hlytu að koma til kasta Al-
þingis. Birgir sagðist á sínum
tíma hafa sagt Sturlu að aldrei
kæmi til greina að hann fengi
embættið aftur, þótt hann hefði
ráðið hann til sérstakra verkefna
á vegum ráðuneytisins. Svavar
hefði hins vegar boðið honum
starfið aftur.
Svavar Gestsson sagði liggja
fyrir að öll fræðsluumdæmi lands-
ins hefðu farið fram úr áætlun
samkvæmt útskrift ríkisbókhalds
á árinu 1986. En ein af meginsak-
argiftum Sturlu voru að hann
hefði farið fram úr fjárhagsáætl-
un á því ári. Fræðsluumdæmi
Reykjavíkur hefði farið mest
fram úr áætlun. Svavar sagði
einnig liggja fyrir að langvarandi
deilur hefðu ríkt á milli Sturlu og
menntamálaráðherra um hin
margvíslegustu mál og niðurstað-
an hefði orðið sú að ráðherra rak
Sturlu með harkalegum hætti frá
störfum að mati bæjarþings, sem
dæmt hefði Sverri Hermannsson
fyrir embættisafglöp.
Eftir þetta risu upp deilur, rifj-
aði Svavar upp, en síðan hefði
Birgir tekið við af Sverri og reynt
að leysa málið eftir bestu getu án
þess að meiða um leið flokks-
bróður sinn Sverri. Birgir hefði
ákveðið að bæta um með því að
leigja sérstakt skrifstofuhúsnæði
fyrir Sturlu sem þó hefði verið
brottrekinn, og útvega honum
starf við Kennaraháskóla íslands
við sérstakt verkefni í eitt ár. Að
þeim tíma liðnum hefði Birgir
bætt tveimur árum við þennan
tíma í september 1988.
Þegar Sturlu var sagt upp sagði
Svavar að ráðuneytið hefði kall-
að til annan fræðslustjóra, Ólaf
Guðmundsson, sem hrökklast
hefði frá störfum og verið settur í
óljós verkefni í ráðuneytinu. Þá
hefði Sigurður Hallmarsson tekið
við af (5lafi, þannig að um skeið
hefðu þrír menn í raun verið
skráðir fræðslustjórar í umdæm-
inu á valdaferli Birgis. „Þetta var
nú allt aðhaldið og sparnaður-
inn,“ sagði Svavar.
Svavar sagði Birgi hafa verið
að reyna að leysa hnút sem Sverr-
ir batt og hann og Ólafur Ragnar
væru síðan sakaðir fyrir að reyna
að vinna í anda Birgis að þessu
leytinu. Þeir hefðu losað rfkið úr
þeirri klemmu að greiða þrenn
fræslustjóralaun og nýr fræðslu-
stjóri hefði verið ráðinn. „Okkur
er gefið að sök af ríkislögmanni,
rétt eins og hann sé einhver dóm-
stóll, að taka málið úr dómstóla-
meðferð. Málið hafði sætt dóm-
stólameðferð og niðurstaða
bæjarþings lá fyrir,“ sagði Svav-
ar. Það væri hins vegar grundvall-
arregla í lögum að reyna að ná
sáttum í deilumálum. Það sætti
undrum að lögmaður sem væri
framarlega í flokki starfsmanna
ríkisins heimtaði það að ráðherr-
í BRENNIDEPLI
Sumar afœðstu réttar-
farsstofnunum landsins
deildu þarna sök með
Sturlu Kristjánssyni að
sögn Ólafs Ragnars
Grímssonar, ogfóru
meirafram úr fjárlögum
en hann
ar efndu til stríðs við sína starfs-
menn í stað þess að leita sátta.
Ólafur Ragnar sagði það væri
sitt mat að það hefði verið ands-
tætt hagsmunum ríkisins að áfrý-
ja máli Sturlu áfram til hæstarétt-
ar. Hann hefði sannfærst um að
hagsmunum ríkisins varðandi
starfsmannahald og aga í fjármál-
um ríkisins væri ekki vel þjónað
með áfrýjun.
Þessi ákvörðun helgaðist ma.
af því, sagði Ólafur Ragnar, að
þegar hann hefði komið í ráðu-
neytið hefðu legið fyrir ítarlegar
upplýsingar úr ríkisreikningi fyrir
árið 1986, þannig að hægt hefði
verið að bera saman hver sök
fræðslustjórans hefði verið í sam-
anburði við aðra embættismenn
ríkisins.
Ólafur Ragnar minnti á að á
þessum tíma hefðu fræðslustjór-
arnir ekki verið ríkisstarfsmenn
að fullu, þeir hefðu samkvæmt
lögum bæði starfað í umboði
sveitarfélaganna og menntamála-
ráðuneytisins. Einn veigamikill
þáttur í málinu væri að
menntamálaráðherra hefði vikið
þessum sameiginlega fulltrúa úr
embætti, án samráðs við
sveitarfélögin í viðkomandi um-
dæmi, þótt fræðslustjórinn hefði
starfað í náinni samvinnu við
sveitarstjórnarmenn.
„Fyrsti meginþátturinn í sök
Sturlu var að hann „hefði vísvit-
andi haft fjárlög að engu“, eins
og segir í áliti ríkislögmanns,"
sagði Olafur Ragnar. Þetta hefði
verið gert að öðru meginatriðinu
í málsókninni gegn Sturlu. í
bæjarþingi hefði fallið dómur þar
sem ríkisvaldið tapaði, málflutn-
ingur ríkislögmanns hefði tapað.
Sturla Kristjánsson hefði unnið
málið en Sverrir Hermannsson
fengið dóm.
Fjármálaráðherra dreifði til
þingmanna gögnum sem sýndu
hvernig nokkrir aðilar fóru fram
úr heimildum fjárlaga. Þar sagði
Ólafur Ragnar koma í ljós að
fræðsluumdæmið á Norðurlandi
eystra hefði farið í meðallagi
fram úr heimildum 1986 miðað
við heildina, eða 23,7%.
Fræðslustjórinn í Reykjavík
hefði hins vegar farið 28,6%
framúr heimildum og Alþingi
sjálft hefði farið 19,2% fram úr
heimildum fjárlaga.
Ríkislögmaður
fram úr fjárlögum
Þótt það væri slæmt að Sturla
færi fram úr fjárlögum var hann
þar í hópi fjölmargra starfsmanna
ríkisins og um helmings fræðslu-
stjóra landsins, að sögn Ólafs
Ragnars. Sumar af æðstu réttar-
farsstofnunum landsins hefðu
deilt þar sök með Sturlu og farið
meira fram úr fjárlögum en hann.
Þarna vísaði ráðherrann til þess
að árið 1986 fór hæstiréttur
40,1% fram úr fjárlögum. Hann
bætti síðan við að ríkislögmaður
hefði sjálfur farið 109% fram úr
heimildum fjárlaga.
Tölulega má því skoða brott-
rekstur Sturlu Kristjánssonar
með þessum hætti: Á sama tíma
og menntamálaráðherra rekur
Sturlu fyrir að fara 23,7% fram úr
fjárlögum, fór aðalskrifstofa
ráðuneytisins 31,7% framyfir,
hæstiréttur sem átti samkvæmt
kröfu fjármálaráðuneytisins á
þessum tíma að úrskurða í málinu
fór 40,1% framyfir og ríkislög-
maður sem sakar núverandi fjár-
málaráðherra og menntamála-
ráðherra um að gera samkomu-
lag við Sturlu, fór sjálfur 109%
fram yfir heimildir fjárlaga.
Spurningin hlýtur því enn að
vera þessi: Hvers vegna var
Sturla rekinn? Var það vegna
þess sem Svavar Gestsson sagði í
sjónvarpinu á þriðjudag:
„Menntamálaráðherra einfald-
lega þoldi ekki manninn og rak
hann með harkalegum hætti eins
og segir í niðurstöðu bæjarþings
Reykjavíkur“.
-hmp