Þjóðviljinn - 29.03.1990, Page 6
___________ERLENDAR FRETTIR_______
Vígvœðing
Kjamoikusmygl á Heathrow
Komist hefur upp um tilraun til
að smygla kveikjubúnaði
fyrir kjarnorkuvopn frá Banda-
ríkjunum til íraks.
Breska utanríkisráðuneytið til-
kynnti sendiherra íraka í Lund-
únum að tveimur írakískum ríkis-
borgurum hefði verið vísað úr
landi vegna þessa máls. Að
minnsta kosti fjórir aðrir hafa
verið handteknir.
Breska sjónvarpsstöðin ITN
skýrði frá því í gær að breskir
tollverðir hefðu gert kveikjubún-
aðinn upptækan. Hann hafði
komið með bandarískri flugvél til
Heathrow þar sem átti að um-
skipa honum yfir í írakíska vél á
leið til Baghdads höfuðborgar ír-
aks.
ITN segir að bandaríska alrík-
islögreglan hafi fylgst með flutn-
ingunum frá Bandaríkjunum í
samvinnu við bresk yfirvöld.
Andrew Slade sérfræðingur
breska hermálaritsins Jane‘s De-
fence Weekly segir útilokað að
nota kveikjubúnað af þessari
gerð í neitt annað en kjarnorku-
vopn. Hann er mjög flókinn og
ekki á færi nema örfárra ríkja að
framleiða hann.
Slade segir að írakar hafi að
undanförnu náð ótrúlegum ár-
angri við gerð langdrægra eld-
flauga. Fyrir aðeins nokkrum
mánuðum skutu þeir í fyrsta
skipti upp langdrægri eldflaug í
tilraunaskyni sem bendir til að
þeir geti meðal annars hæft skot-
mörk í ísrael.
Bandarísk og ísraelsk yfirvöld
hafa áður látið í ljós áhyggjur af
að írakar vinni að smíði kjarn-
orkuvopna en stjórnvöld í írak
hafa þverneitað því.
ísraelskar orrustuþotur eyði-
lögðu árið 1981 með loftárás
kjarnorkuver sem írakar höfðu
þá í smíðum. ísraeismenn héldu
því þá fram að írakar myndu nota
kjarnorkuverið til að framleiða
kjarnavopn.
Reuter/rb
Filippseyjar
Blóðugt afmæli
Að minnsta kosti 87 manns hafa
fallið í hernaðaraðgerðum
kommúnískra skæruliða á Fil-
ippseyjum í þessari viku í tilefni af
stofnafmæli samtaka þeirra, Nýja
alþýðuhersins.
Samdráttur
Lyfjakreppa
Um þriðjungi allra lyfjafyrir-
tækja í Sovétríkjunum var lokað
á síðasta ári til að draga úr efna-
mengun. Óttast er að það leiði til
mikils lyfjaskorts á næstunni
nema gripið verði til sérstakra
ráðstafana.
Dr. John Pendlebury breskur
sérfræðingur í sovéskum málefn-
um hefur þetta eftir sovéskum
heilbrigðisyfirvöldum. Pendle-
bury, sem er yfir Sovétdeild ráð-
gjafafyrirtækisins Coopers Lyb-
rand and Deloitte, sagði á lyfja-
ráðstefnu á þriðjudag að lyfjafr-
amleiðsla Sovétmanna hefði
minnkað úr 70 prósentum af
þörfum í um 50 prósent á síðasta
ári. Reuter/rb
í dag eru liðin nákvæmlega 21
ár frá því að Nýi alþýðuherinn,
NPA, var stofnaður. í fréttatil-
kynningu hans í tilefni afmælisins
segir að hann hafi eflst bæði af
vopnum og mannafla á þeim fjór-
um árum sem liðin eru frá því að
Corazon Aquino komst til valda.
Yfirmenn í stjórnarhernum
neita þessu og segja að skærulið-
um Nýja alþýðuhersins hafi
fækkað um nokkur þúsund
manns. Hann hafi nú um nítján
þúsund manns undir vopnum.
Nýi alþýðuherinn hefur einatt
aukið hernaðaraðgerðir sínar
nokkuð í kringum stofnafmælið.
Framkvæmdastjóri filippseyja-
deildar alþjóðafyrirtækisins
Nestle var meðal þeirra sem féllu
í einni árás skæruliða í höfuð-
borginni Manila.
Hermálayfirvöld á Filipps-
eyjum gáfu í gær út fyrirskipun
um að tveir hershöfðingjar og
nítján aðrir yfirmenn í hernum
skyldu dregnir fyrir herrétt vegna
aðiidar sinnar að uppreisnartil-
raun gegn stjórn landsins í des-
ember. Reuter/rb
Vytautas Landsbergis forseti Litháens.
Sjálfstœðisbarátta
A ustur-Pýskaland
Gamabnennum þyimt
Biðstaða í Litháen
Fyrrverandi leiðtogar austur-
þýska ríkisins sleppa Ifldega
að mestu við refsingu fyrir óst-
jórnina á valdatíma sínum vegna
þess hvað þeir eru orðnir gamlir
og kalkaðir að sögn ríkissaksókn-
ara Austur-Þýskalands.
Peter Przybylski fulltrúi sak-
Suður-Kórea
Hagvöxtur
hægist
Hagvöxtur í Suður-Kóreu
skrapp niður í 6,7 prósent á síð-
asta ári úr 12,4 prósentum árið
1988 samkvæmt upplýsingum
suður-kóreska seðlabankans.
í tilkynningu bankans fyrr í
þessari viku segir að höfuðástæð-
urnar fyrir hagvaxtarsamdrættin-
um séu annars vegar mikil gengis-
hækkun suður-kóreska gjaldmið-
ilsins won gagnvart bandaríkja-
dollar. Hins vegar hefur verka-
fólki tekist að knýja fram hærri
laun með verkföllum.
Hagvöxtur í Suður-Kóreu varð
mestur 13 prósent árið 1987.
Hagvöxturinn í fyrra er sá
minnsti frá árinu 1981 þegar hann
var aðeins 5,9 prósent. Fram-
leiðslan í Suður-Kóreu hefur vax-
ið svo ört undanfarin ár að varla
er hægt að telja Suður-
Kóreumenn til þróunarþjóða
lengur.
Suður-kóreska wonið hefur
hækkað um því sem næst þriðj-
ung gagnvart bandaríkjadollar
frá því fyrir fjórum árum og lóða-
verð í höfuðborginni Seoul hefur
margfaldast á nokkrum árum.
Reuter/rb
sóknara tilkynnti í gær að hætt
hefði verið við réttarhöld yfir Er-
ich Honecker og nánum sam-
starfsmönnum hans. Hann sagði
flesta þeirra við svo slæma heilsu
að ólíklegt væri að þeir myndu
nokkurn tíma ná sér nægjanlega
til að hægt yrði að rétta í máli
þeirra.
Eftir fall kommúnistastjórnar-
innar í nóvember var fyrirskipuð
rannsókn á , embættismisferli,
mútuþægni og spillingu þrjátíu
háttsettra embættismanna, þar á
meðal hálfrar stjórnmálanefndar
kommúnistaflokksins.
Stjórnarmyndunarviðræður í
Austur-Pýskalandi hefjast form-
lega í dag. Þeim hafði verið frest-
að nokkuð vegna ásakana um að
stór hluti nýkjörinna þingmanna
á austur-þýska þinginu hefði
starfað fyrir austur-þýsku leyni-
þjónustuna. Reuter/rb
Vytautas Landsbergis forseti
Litháens sagði í gær að allt
væri með kyrrum kjörum í ríkinu
en lét í ljós ótta um að sovéska
heriiðið sem þar er reyni að blása
til ófriðar til að réttlæta íhlutun.
Landsbergis sagði í viðtali, sem
sjónvarpað var beint í Bandaríkj-
unum að sovéski herinn undir-
byggi aðgerðir til að taka veiði-
vopn af almenningi með valdi.
Það gæti skapað hættulegt ástand
sem hugsanlega yrði notað sem
átylla til frekari hernaðaríhlutun-
ar.
Stastys Lozoraitis fulltrúi lithá-
ensku stjórnarinnar sagði hins
vegar í Róm að ótti leiðtoga Lit-
háa við að Sovétstjóm beitti her-
valdi hefði minnkað nokkuð.
Lozoraitis, sem hefur umboð frá
litháenska þinginu, sagði að for-
ystumenn Litháa vissu ekki hvort
ástandið núna væri logn á undan
stormi eða hvort það myndi vara í
nokkrar vikur. Þeir virtust samt
fremur bjartsýnir.
Lozoraitis bað Rauða krossinn
um aðstoð við að upplýsa um afd-
rif 38 litháenskra liðhlaupa sem
sovéski herinn handtók í fyrra-
dag.
Orðrómur er í Litháen um að
yfirmenn í sovéska hernum hafi
gripið til aðgerða án þess að ráð-
færa sig við Gorbatsjov forseta
Sovétríkjanna. Herinn stóð í gær
enn vörð í ýmsum mikilvægum
byggingum.
Tass fréttastofan hafði eftir
Vladislav Achalov hershöfðingja
í sovéska flughernum að árásir
ungra uppivöðsluseggja á her-
menn og herbækistöðvar yrðu
stöðugt algengari í Litháen.
Sendinefnd litháenskra
stjórnvalda undir forystu ráð-
herra er stödd í Moskvu í von um
að Gorbatsjov forseti Sovétríkj-
anna ræði við hana. Lozoraitis
segir að svo virðist sem fyrsta of-
beldisaldan hafi riðið yfir. Nú sé
Gorbatsjov kannski að ræða við
ráðgjafa sína um hvað til bragðs
skuli taka.
Þingmannasendinefnd frá Lit-
háen, sem stödd er í Osló, sagði í
gær að Litháar vildu halda samn-
ingaviðræður við sovésk stjórn-
völd erlendis. Mjög mikilvægt sé
að fá vestræn ríki til að styðja
málstað Litháa. Reuter/rb
Zimbabwe
Kosið um lýðræði
Igær og í dag standa yfir kosn-
ingar í Zimbabwe sem hugsan-
lega gætu orðið síðustu fjöl-
flokkakosningarnar þar í landi.
Robert Mugabe, sem hefur
verið æðsti leiðtogi Zimbabwe
frá því að ríkið fékk sjálfstæði
1980, vill leggja niður fjölflokka-
ökerfi í landinu. Ef hann fær yfir-
gnæfandi meirihluta ætlar hann
að taka upp einsflokkskerfi og
banna stjórnarandstöðuflokka.
Búist er við að stjórnarflokkur-
inn ZANU-PF fái meirihluta en
ekki er víst að hann nægi til að
breyta stjórnarskránni. Sumir af
leiðtogum flokksins hafa lýst yfir
andstöðu við að taka upp eins-
flokkskerfi nú þegar flest eins-
flokksríki heims eru að taka upp
fjölflokkakerfi.
Kosningabaráttan hefur ein-
kennst af miklu ofbeldi. Stjórnar-
andstæðingar saka stjórnarsinna
um að ógna frambjóðendum og
þvinga þá til að draga sig til baka.
Sumsstaðar urðu margir kjósend-
ur frá að hverfa vegna þess að
þeir voru ekki á skrá eða höfðu
ekki fullnægjandi persónuskil-
ríki.
Ian Smith, sem var forsætisráð-
herra þegar ríkið var bresk ný-
lenda og hét Rhodesía, sagði í
gær að kosningarnar væru ekki
frjálsar. Hann neyddist sjálfur til
að gera tvær tilraunir til að kjósa
vegna þess að það vantaði kjör-
kassa þegar hann kom í fyrra
skiptið á kjörstað.
Reuter/rb
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. mars 1990
Namibía
ÚUendingar
hætti veiðum
Stjórnvöld í nýfrjálsa Afríku-
rfldnu Namibíu hafa beðið erlend
fyrirtæki um að kalla fiskveiði-
skip sín heim frá ströndum ríkis-
ins.
Sam Nujoma forseti Namibíu
sagði á fréttamannafundi á
þriðjudag að stjórnvöld væru að
undirbúa útfærslu fiskveiðilög-
sögu Namibíu í tvö hundruð
sjómflur.
Nujoma sagði nauðsynlegt að
gera vfsindalegar rannsóknir á
því hvaða fiskveiðistofnar hefðu
verið ofveiddir á undanförnum
árum á meðan Suður-
Afríkumenn fóru með stjórn
Namibíu. Þá höfðu Namibíu-
menn enga möguleika á að tak-
marka veiðar útlendinga við
strendur ríkisins.
Talið er að fiskveiðar gætu orð-
ið ein mikilvægasta tekjulind
Namibíumanna í framtíðinni.
Áætlað er að flotar erlendra ríkja
hafi mokað upp fiski árlega innan
tvö hundruð sjómflna frá Nami-
bíu fyrir jafnvirði sextíu miljarða
króna. Reuter/rb