Þjóðviljinn - 31.03.1990, Síða 2
FRETTIR
Vinnuvernd
Flugstöðin pestarbæli
Ikönnun meðal starfsmanna í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
reyndust ýmis vanlíðunar- og
vanheilsueinkenni tvöfalt al-
gengari en fundist hefur í er-
Vanlíðunar- og vanheilsueinkenni tvöfalt algengari meðal starfsfólks
en fundist hefur í sambœrilegum rannsóknum erlendis
um vinnuvernd sem Vinnueftirlit var afar mikil. Þótt litið væri svo á
ríkisins gefur út. f könnun Vinnu- að allir, sem ekki svöruðu, væru
eftirlits bárust svör frá starfs- einkennalausir voru einkenni frá
Nýr vettvangur
Prófkjör
Á þriðja tug manna hafði til-
kynnt þátttöku í prófkjöri Nýs
vettvangs og Alþýðuflokksins síð-
degis í gær. Framboðsfrestur
rennur út í kvöld. Nýr vettvangur
opnar kosningamiðstöð að Þing-
holtsstræti 1 eftir hádegið í dag.
Þeir sem hafa tilkynnt þátttöku
í prófkjörinu eru meðal annars
Bjarni P. Magnússon, Kristín Á.
Ólafsdóttir, Ólína Þorvarðar-
dóttir, Gísli Helgason tónlistar-
maður, Guðmunda Helgadóttir
fangavörður, Gylfi Þ. Gíslason
nemi, Hrafn Jökulsson rithöf-
undur, Hörður Svavarsson
fóstra, Jón Baldur Lorange nemi,
Kristín B. Jóhannsdóttir nemi,
Kristín Dýrfjörð fóstra, Margrét
Haraldsdóttir stjórnmálafræð-
ingur, Skjöldur Þorgrímsson sjó-
maður, Hlín Daníelsdóttir kenn-
ari, Kristrún Guðmundsdóttir,
Kristján Ari Arason og Egill
Helgason. -gg
lendum athugunum á kvörtunum
starfsfólks um vanlíðan, sem oft
er rakin tU áhrifa innUofts.
Algengustu kvörtunarefnin
voru augnóþægindi, sviði, óþæg-
indi í nefi, óeðlileg þreyta og
höfuðverkjaköst. Þær tillögur til
úrbóta, sem settar voru fram, fela
í sér að reykingabanni verði skil-
yrðislaust framfylgt, loftræsti-
kerfi yfirfarið og gert hreint í hólf
og gólf.
Þetta kemur fram í fréttabréfi
mönnum 12 fyrirtækja í Flugstöð-
inni og svöruðu alls 267 manns
eða 45% þeirra sem fengu spurn-
ingalista senda.
I skýrslu þeirra Hólmfríðar
Gunnarsdóttur, Vilhjálms
Rafnssonar og Víðis Kristjáns-
sonar hjá Vinnueftirlitinu kemur
fram að þegar svörin voru athug-
uð kom í ljós að tíðni einkenna
augum, nefi og húð enn tíðari
meðal starfsfólks í Flugstöðinni
en komið hefur fram í hliðstæð-
um erlendum rannsóknum.
Að áliti skýrsluhöfunda kemur
fram að ef ofangreindar tillögur
til úrbóta duga ekki verður farið
út í hreisnun á loftræstikerfi Flug-
stöðvarinnar og gerðar mælingar
eftir því sem þurfa þykir. -grh
,Varnarsamningur‘
Stjómin segi hemum upp
Hjörleifur Guttormsson: Stjórnin óski eftir endurskoðun
jörleifur Guttormsson þing-
maður Alþýðubandalagsins
hefur lagt fram til kynningar í
utanríkismálanefnd Alþingis
þingsályktunartillögu um að
ríkisstjórnin fari fram á endur-
skoðun á svo kölluðum „varnars-
amningi“ á milli Islands og
Bandaríkjanna, samkvæmt 7.
grein samningsins frá 1952, með
það að markmiði að bandaríski
herinn hverfi frá landinu sem
fyrst.
í samtali við Þjóðviljann sagði
SFR
U
Sigríður sigraði
rslit í stjórnarkjöri Starfs-
mannafélags rikisstofnana
fóru á þann veg að Sigríður Krist-
insdóttir og stuðningsmenn henn-
ar sigruðu með miklum mun en
Einar Ólafsson og stuðningsmenn
hans urðu að láta í minni pokann.
Sigríður fékk 779 atkvæði í emb-
ætti formanns en Einar einungis
632. Þá voru allir stuðningsmenn
Sigríðar kjörnir í sjö manna aðal-
stjórn félagsins, og auk þess þrír
af fjórum varamönnum.
„Úrslitin komu mér veruiega á
óvart, enda væri til lítils að fara í
kosningar ef úrslitin væru vituð
fyrirfram," sagði Sigríður við
Þjóðviljann í gær.
Sigríður sagði að framundan
væri að efla starf stjórnar félags-
ins, sem að vísu hefði verið virk
hingaðtil, en alltaf mætti betur
gera. Félagar SFR hefðu frá því
að kjarasamningar voru undirrit-
aðir, ekki orðið varir við að verð-
lag héldist eins stöðugt og gert
var ráð fyrir, þessvegna væri
mjög mikilvægt að hafa vakandi
auga með verðlagsþróuninni,
þannig að forsendur samning-
anna héldu.
-hmp
Hjörleifur að hann vildi að til-
lagan fengi góða umræðu í utan-
ríkismálanefnd áður en hún kæmi
fyrir Alþingi, til að kanna hvaða
samstöðu mætti fá um málið.
„Þetta er löngu tímabær tillaga en
við vinnum þetta ekki einir Al-
þýðubandalagsmenn," sagði
Hjörleifur.
Þingmaðurinn sagði það þver-
sögn í skýrslu Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráð-
herra til Alþingis, miðað við á-
standið í alþjóðamálum þar sem
óvinur NATO væri horfinn og
sýndi sig í breytingum í Evrópu,
að gert væri ráð fyrir frekari upp-
byggingu hernaðaraðstöðu hers-
ins hér á landi ma. með byggingu
varaflugvallar. SagðistHjörleifur
hafa leitt að því líkur að þröngir
viðskiptalegir hagsmunir réðu
þarna ferðinni og hann hefði orð-
ið var við að þeir sem hirtu mol-
ana sem féllu af borðum hersins,
væru farnir að ókyrrast.
„Ég mótmæli því að breyta eigi
herstöðinni í Keflavík og því sem
henni tengist í eftirlitsstöð undir
sömu formerkjum og hún er nú,
þe. undir stjórn Bandaríkjanna,“
sagði Hjörleifur. Alþjóðleg eftir-
litsstöð sem fylgjast ætti með al-
þjóðlegum afvopnunarsamning-
um gæti ekki verið undir stjórn
annars aðilans. Fyrsta skrefið
fyrir íslendinga væri að segja upp
svo kölluðum „varnarsamningi“.
-hmp
l'TTúT
Borginni
Samtök herstöðvaandstæðinga
verða með dagskrá á Hótel Borg í
dag í tilefni þess að nú eru liðin 41
ár síðan ísland gekk í NATÓ.
Fjallað verður um þróunina í
Austur-Evrópu og áhrif hennar á
ísland.
Dagskráin hefst á Borginni
klukkan tvö. Árni Bergmann,
Guðrún Agnarsdóttir og Jón
Torfason flytja þar stutt ávörp og
sitja síðan fyrir svörum. Þá flytja
Bjartmar Guðlaugsson, Tómas
R. Einarsson, Guðmundur Ing-
ólfsson og fleiri tónlist og Orð-
menn Iesa ljóð. Atli Gíslason
stjórnar fundinum.
Litháar:
Reykjavík hefur
tákngildi
Vel færi á því, að fulltrúar Lit-
háa og sovéskra stórnvalda
ræddu ágreiningsefni sín einmitt í
Reykjavík. Vegna þess að
Reykjavík hefur jákvæða tákn-
ræna merkingu: það var þar sem
þeir Gorbatsjov og Reagan byrj-
uðu að ræðast við.
Þessi ummæli eru höfð eftir
varaforseta þings Litháens, Kaz-
imieras Moteka, í viðtali við
franska blaðið Liberation.
Moteka segir í viðtalinu, að
gott væri að slíkar viðræður færu
fram annaðhvort í Póllandi (sem
Litháar eiga mörg söguleg tengsl
við) eða áíslandi. En ísland væri
heppilegasti fundarstaðurinn - af
þeim ástæðum sem fyrr greinir.
emj.
Listahátíð
Lýðræði, sköpun
og veður
Tœplega 40 listviðburðir boðaðir 2. -16. júní. Umhverfislist í Viðey,
Pingholtunum ogAusturstrœti. Dylan var ofdýr og McCartney átti
ekki heimangengt
Orleikhúsið
Gleymdist að skrúfa fyrir?
Nýtt leikhús frumsýnir Logskerann, einþáttung eftir
Magnus Dahlström
Mýtt leikhús, Örleikhúsið, hef-
ur tekið til starfa í Reykjavík
með sýningum á Logskeranum,
einþáttungi eftir sænska leik-
skáldið Magnus Dahlström.
Fyrsta frumsýning var á Litla-
Hrauni á fimmtudag og önnur í
Skuggasal Hótels Borgar í hádeg-
inu í gær, en fyrirhugað er að
Logskerinn verði hádegis- og
kvöldsýning á Borginni út leikár-
ið, auk þess sem farið verður með
sýninguna á vinnustaði og í skóla.
Logskerinn eða Skárbránnar-
en er saminn 1985 í tengslum við
leikritasamkeppni Fria Pro
leikhússins í Svíþjóð og hlaut þar
fyrstu verðlaun sem besta frum-
raun höfundar.
Leikurinn gerist í búningsher-
bergi járnsmiðju. ÚIli og Jonni,
sem báðir hafa tekið sér frí á
miðjum degi, eru að búa sig til
heimferðar. Jonni reynir að fá
Úlla til að karpa við sig og það
tekst þegar hann vænir hann um
að hafa gleymt að skrúfa fyrir
gasið í logskeranum áður en hann
fór. Spenna leikritsins byggist á
þeirri óvissu hvort gasið lekur
eða ekki og hvaða afleiðingar það
geti haft ef það streymir út í illa
loftræstan suðusalinn.
Aðstandendur Örleikhússins
eru Kjartan Árnason rithöfund-
ur, sem hefur þýtt Logskerann,
Finnur Magnús Gunnlaugsson
leikstjóri, leikararnir Hjálmar
Hjálmarsson og Steinn Ármann
Magnússon, Kristín Reynisdóttir
leikmyndahönnuður og Alma
Guðmundsdóttir framkvæmda-
stjóri.
Leikurinn tekur um 45 mínútur
í flutningi og verður sýndur á
Hótel Borg á þriðjudags- og
fimmtudagskvöldum í samvinnu
við Bjartmar Guðlaugsson al-
þýðuskáld, sem flytur sérstaka
tónlistardagskrá að lokinni
leiksýningu. Hádegissýningar
verða á sama stað kl. 12 virka
daga frá 14. apríl og verður þá
léttur hádegisverður innifalinn í
miðaverði. Auk þess verður farið
með Logskerann á vinnustaði og
að leikári loknu stendur til að
fara með hann í leikför um alla
landsfjórðunga.
LG
Leikhús frá þremur löndum,
umhverfislistaverk í Viðey,
franskt og afrískt rokk,
rússnesskur djass, Helgi Tómas-
son og San Francisco ballettinn,
skúlptúrar í görðum Þingholt-
anna og grasrótarhátíð í Austur-
stræti. Þannig hljómar boð-
skapur Listahátíðar í Reykjavík
að þessu sinni en hátíðin verður
að vanda fyrri hluta júnímánaðar
í vor.
Það sem að ofan er nefnt er þó
ekki nema brot af því sem boðið
verður upp á af hálfu Listahátíðar
og annarra þeirra sem fara á
kreik í skjóli hennar. Alls er boð-
ið upp á tæplega fjóra tugi listvið-
burða og er rúmlega helmingur
þeirra erlendur en 17 atriði ís-
lensk. Leiklist er óvenjumikil á
þessari hátíð og myndlistin fær
allnokkurt svigrúm. Hins vegar
eru unnendur engilsaxneskrar
dægurtónlistar væntanlega held-
ur daufir í dálkinn því sú grein á
engan fulltrúa á hátíðinni.
Myndlistardeild hátíðarinnar
skartar tveimur alþjóðlegum
nöfnum. Bandaríski myndhöggv-
arinn Richard Serra er þessa dag-
ana að reisa 18 stuðlabergssúlur
úti í Viðey en þær mynda um-
hverfislistaverk sem Serra gefur
Listahátíð og þjóðinni. Einu
launin sem hann þiggur eru þau
að stofnaður verði sjóður til
styrktar ungum íslenskum mynd-
(talska sópransöngkonan Fiam-
ma Izzo d'Amico er aðeins 26 ára
en hefur sungið á móti flestum
þekktustu stórsöngvurum heims
síðan Herbert von Karajan upp-
götvaði hana fyrir fjórum árum.
höggvurum. Frakkinn André
Masson sem dó árið 1987 var einn
af frumherjum súrrealismans en
sýning á verkum hans verður í
Listasafni íslands meðan hátíðin
stendur yfir.
íslenskir myndlistarmenn láta
heldur ekki deigan síga á Listahá-
tíð. Á Kjarvalsstöðum verður
efnt til stórrar yfirlitssýningar á
íslenskri höggmyndalist, í Ný-
höfn og á Lækjartorgi verða sýnd
verk eftir Magnús Tómasson.
Hreinn Friðfinnsson sýnir verk
sín í Gallerí 11 og í Þjóðminja-
safninu verður sýning á sjávar-
myndum íslenskra myndlistar-
manna. Síðast en ekki síst efnir
hið húsnæðislausa Nýlistasafn til
sýningar undir beru lofti og fer
hún fram í görðum og á götum
Þingholtanna.
Mestum tíðindum á sviði
leiklistarinnar sætir heimsókn
pólska leikhópsins Cricot 2 og
leiðtoga hans Tadeusz Kantor
sem er 75 ára gamall og höfundur
verkanna sem hópurinn flytur.
Frá Hollandi kemur leikhópur
sem nefnir sig Mexíkanskur
hundur og frá Finnlandi kemur
Lilla Teatern með Borgar Garð-
arsson innanborðs.
Tónlistin er fjölbreytt að
vanda. Af klassíska sviðinu ber
að nefna komu rússneska píani-
stans Andrej Gavrilov, ítölsku
sópransöngkonunnar Fiamma
Izzo d‘Amico, japanska fiðlu-
leikarans Yuzuko Horigome,
svissneska kvartettsins I Salonisti
og tékkneska kvartettsins Koci-
an. Þá er ótalinn Vínardrengja-
kórinn sem heidur þrenna tón-
leika í Reykjavík og á Akureyri.
Bandaríski hljómsveitarstjórinn
Gunther SchuIIer stjómar Sin-
fóníunni sem leikur bandaríska
tónlist en einleikari á píanó verð-
2 SÍÐA - ÞJÓÐVIlJINN Laugardagur 31. mars 1990