Þjóðviljinn - 31.03.1990, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 31.03.1990, Qupperneq 3
FRÉTTIR Útsvarsklúðrið Endurheimt án skýringa Snorri Olsen: Tökum ekki meira af sveitarfélögunum án þess að rœða við Samband sveitarfélaga. Mannleg mistök Það urðu þarna mannleg mis- tök sem ollu því að sveitarfé- lög fengu of mikið. Það hefur ver- ið ákveðið að endurkrefja þau ekki um þessa peninga fyrr en við höfum rætt við Samband ís- lenskra sveitarfélaga. Það er búið að tryggja að þetta endurtaki sig ekki, sagði Snorri Olsen, skrif- stofustjóri í f] ármálaráðuneyt- inu, í samtali við Þjóðviljann í gær. Þjóðviljinn greindi frá því í gær að sveitarfélög utan höfuðborg- arsvæðisins fengu 200 miljónum króna of mikið af staðgreiðslu út- svars í fyrra. Ríkið er þegar byrj- að að endurheimta þessa peninga án þess að senda viðkomandi sveitarfélögum upplýsingar eða skýringar. „Það hefði auðvitað verið eðli- legast að senda fyrst upplýsingar og semja svo við sveitarfélögin um hvernig féð yrði endurgreitt," sagði Garðar Jónsson hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga í gær. Vestmannaeyjabær lendir einna verst í þessum mistökum ríkisins og þarf nú að endurskoða nýsamþykkta fjárhagsáætlun um 40 miljónir króna. Bæjarráð samþykkti í fyrradag að grípa til aðgerða til þess að mæta afleiðingum þessara mis- taka. í ályktun bæjarráðs segir að það lýsi yfir undrun sinni á þess- um mistökum ríkisins. „í framhaldi af ofangreindu óskar bæjarráð eftir fullnægjandi upplýsingum frá fjármálaráðu- neytinu um hvemig þessi skekkja hefur átt sér stað og væntir þess jafnframt að slík mistök endur- taki sig ekki,“ segir í samþykkt- inni. Þjóðviljinn hafði samband við forráðamenn nokkurra sveitarfé- laga á Iandsbyggðinni í gær, en þeir höfðu yfirleitt ekki fengið Hafnarfjörður Glæsilegt íþróttahús vígt í dag verður nýtt og glæsilegt íþróttahús við Kaplakrika vígt og er þá rúmt ár liðið frá því að fyrsta skóflustungan var tekin. Heildarkostnaður við byggingu hússins er talinn verða um 200 miljónir króna. Það er Hafnarfjarðarbær sem reisir húsið í samvinnu við Fim- leikafélag Hafnarfjarðar sem greiðir 20% byggingarkostnaðar- ins, auk þess sem félagið sér um frágang búningsherbergja og sal- erna. Að sögn Bergþórs Jóns- sonar formanns FH er talið að félagsmenn þess hafi unnið í þegnskylduvinnu við húsið allt að 4.500 vinnustundir. í húsinu verður leikfimi- kennsla fyrir skóla, og æfinga- og keppnisaðstaða fyrir íþróttafélög og almenning. Hafnarfjarðarbær neinar upplýsingar um stað- greiðslumistökin. Einn stjómar- manna Sambands íslenskra sveitarfélaga gat ekki tjáð sig um málið því hann hafði ekki fengið nema óljósar upplýsingar. RJkið hefur þegar endurgreitt sveitarfélögunum sem fengu of lítið af staðgreiðslu útsvars í fyrra. Reykjavík hefur þannig fengið óvæntan glaðning upp á 80 miljónir króna, annað sveitarfé- lag hefur fengið 30 miljónir, en Snorri Olsen vildi ekki upplýsa hvað önnur sveitarfélög en Reykjavík hefðu fengið endur- greitt. Ekki var heldur unnt að fá upp- lýsingar um skell einstakra sveitarfélaga annarra en Vestmannaeyja, enda hafa sveitarstjórnarmenn almennt ekki fengið slíkar upplýsingar sjálfir. Þó er ljóst að nokkur sveitarfélög verða að endurskoða fjárhagsáætlun sína veralega. -gg Mikil íþróttauppbygging hefur verið í Hafnarfirði á undanförnum árum og virðist ekkert lát vera þar á. Enda telja bæjaryfirvöld með þá Magnús Jón Árnason forseta bæjarstjórnar t.v. og Guðmund Áma Stefánsson bæjarstjóra í broddi fylkingar, að þeim fjármunum sé vel varið. Mynd: Jim Smart. annast rekstur hússins næstu árin, en árið 2005 fær FH öll um- ráð yfir húsinu. Salur hússins er um 2 þúsund fermetrar að stærð og sá stærsti á landinu. Sæti eru fyrir 2500 áhorfendur. Fyrsti handboltaleikurinn verður síðan 7. apríl þegar Valsmenn sækja FH-inga heim í slagnum um ís- landsmeistaratitilinn í 1. deild karla. -grh Laugardagur 24. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Vínardrengjakórinn þarf vart að auglýsa en hann heldur þrenna tónleika í Reykjavík og á Akureyri um hvítasunnuna. ur sovétmaðurinn Leonid Chiz- hik. íslenskir tónlistarmenn leggja að sjálfsögðu fram sinn skerf til hátíðarinnar og ber þar hæst framflutning tónverks eftir Leif Þórarinsson og kirkjuópera eftir John Speight. Einnig verða tón- leikar tileinkaðir verkum Magn- úsar Blöndals Jóhannssonar, tón- leikar Mótettukórsins og flutn- ingur ungra tónlistarmanna á verkum erlendra nútímahö- funda. Áðurnefndur Leonid Chizhik brúar bilið á milli klassískrar tónlistar og annarra greina því hann er jafnvígur á klassík og djass og heldur djasstónleika þar sem einnig koma fram fjórir ís- lenskir djassistar. Dægurtónlistin á sér tvenna fulltrúa að þessu sinni, frönsku rokksveitina Grænu svertingjakonurnar og Salif Keita og hljómsveit hans frá Malí í Afríku. Á blaðamannafundi sem hald- inn var til að kynna dagskrá há- tíðarinnar var að sjálfsögðu spurt af hverju ekki væri boðið upp á þekkta engilsaxneska tónlistar- menn og fengust þau svör að þeir sem til var leitað hafi ýmist verið allt of dýrir (Bob Dylan, Gypsy Kings), ekki getað komið (Poul McCartny ofl.) eða lofað öllu fögra en ginið svo við gylliboði frá Ameríku (Pixies). Vonandi vega gæði Grænu svertingjak- vennanna og Salif Keitas upp þann missi. Það sætir talsverðum tíðindum að hingað til lands kemur Helgi Tómasson ballettdansari, -hö- fundur og -stjómandi með flokk sinn kenndan við San Francisco. Hann hefur stjómað þessum flokki í fimm ár við góðan orðstír og semur dansana sem hann sýnir. í tilefni af komu hans á- kvað stjórn Listahátíðar að festa kaup á færanlegu dansgólfi fyrir ballett en hérlendis fannst ekkert gólf nógu mjúkt fyrir heimsdans- ara. Á þessu gólfi mun auk San Francisco ballettsins leika hstir sínar María Gísladóttir og Is- lenski dansflokkurinn sem verður með sérstaka barnasýningu. Stjómin ákvað að reyna að þessu sinni að hugsa fyrir þörfum yngri listunnenda landsins og af því tilefni var efnt til verðlauna- samkeppni meðal ungs fólks undir tvítugu þar sem veitt verða 400 þúsund króna verðlaun fyrir listaverk. Þegar hafa á þriðja hundrað verka borist og era þau að ýmsu tagi. Þá ber einnig að geta bamadagskrár sem Sjón stjórnar í Gerðubergi. Bókaunnendur fá einnig sinn skammt því nígeríski nóbelsverð- launahöfundurinn Wole Soyinka kemur til landsins á Listahátíð. Þá verða einnig fyrirlestrar hald- nir um listir í Háskóla íslands í tilefni hátíðarinnar. Þá hefur flest verið upp talið utan þess að til stendur að halda uppi fjörinu í Austurstræti með- an á hátíðinni stendur. Verður efnt til grasrótarhátíðar sem að sögn skipuleggjenda verður próf- steinn á þrennt: sköpunarkraft, lýðræði og veður. Vonandi verð- ur þetta allt í essinu sínu dagana 2.-16. júní, þá er mér sama þótt rigni á sautjándann. -ÞH HELGARRÚNTURINN ÞJÓÐARÁTAKIÐ gegn krabbameini nær hápunkti nú um helgina með því að gengið verður í hús og safnað fjármunum fyrir þennan góða málstað. Sunnudaginn 1. apríl sýna svo allir tóbaksunnendur þá sjálf- sögðu tillitssemi að neita sér um uppáhalds löstinn og drepa í vind- lingum sínum og pípum, því sá dagur verður lengi í minnum hafður þar sem enginn reykur mun menga andrúmsloftið. KVIKMYNDAUNNENDUR geta hinsvegar iðkað sína uppáhalds- skemmtun af miklum móð um helgina. í Regnboganum hefst í dag Frönsk kvikmyndavika með pomp og prakt og verður boðið upp á myndirnar Kvennamál eftir gamla meistarann Claude Chabrol og Leiðarlýsingu dekurbarns eftir Claude Lelouch, annan meistara í fag- inu og að eigin sögn einhvers konar dekurbarn sjálfan. í Norræna húsinu er haldið uppteknum hætti með kvikmyndasýningar fyrir börn á sunnudaginn kl. 14 og sýndar sænskar myndir, sem að vísu eru ótextaðar en þar á móti kemur að aðgangur er ókeypis. Meðlimir Kvikmyndaklúbbs íslands geta á laugardaginn notið tuttugu og átta ára gamals Sólmyrkva ítalska snillingsins Antonionis og þeir sem vilja bregða sér ókeypis í bíó á sunnudaginn fara auðvitað og sjá Grimmi- lega ástarsögu í bíósal MÍR við Vatnsstíg. MYNDLISTARMENNIRNIR láta ekki sitt eftir liggja frekar en endra- nær, í dag opnar Gerhard Zeller sýningu í Ásmundarsal, Guðmunda Andrésdóttir, Jón Axel og Sóley Eiríksdóttir opna sýningar á Kjarvals- stöðum og í FÍM-salnum við Garðastræti opnar Örn Ingi sýningu. Þeir sem ekki ætla sér að missa af samsýningu þeirra Kristins G. Harðar- sonar, Sólveigar Aðalsteinsdóttur, Eggerts Péturssonar og Ingólfs Arnarssonar flýta sér í Norræna húsið um helgina því sýningunni lýkur á sunnudagskvöld. TÓNLISTARLÍFIÐ blómstrar sem aldrei fyrr og aðdáendur J.S. Bachs geta farið að hlakka til því Tónafórn hans verður leikin í Skálholtskirkju í kvöld og í Kristskirkju á sunnudagskvöldið. Það eru þau Helga Ingólfsdóttir, Kolbeinn Bjarnason, Ann Wallström, Lilja Hjaltadóttir og Ólöf Sesse(ja Óskarsdóttir, sem standa fyrir tónlistar- flutningnum og láta sig ekki muna um að flytj a Tónafórnina á upprana- leghljóðfæri. IHafnarborg,Hafnarfirðiverðurhaldiðáframmeð Sunnudagstónleikana en þar leika Stefán Ómar Jakobsson og Helgi Bragason á básúnu og orgel á sunnudaginn kl. 15:30. Lúðrasveit verkalýðsins stofnar til mikillar hornablásturssamkomu í Langholts- kirkju í dag kl. 17 en þeir sem vilja frekar hlusta á tónlist á lægri nótunum bregða sér f Laugarneskirkju á sama tíma og hlusta á þær Laufeyju Sigurðardóttur og Ann Toril Lindstad, sem þar leika á fiðlu ogorgel. DANSKAR BÓKMENNTIR verða um helgina kynntar í Norræna húsinu en þar mun Keld Gall Jörgensen sendikennari segja frá mark- verðustu bókmenntum dönskum árið 1989 og rithöfundurinn Helle Stangerup segja frá ritstörfum sfnum og lesa úr verkum sínum og hefst ky nning þeirra kl. 16 í dag. Aðdáendur Tove Ditlevsen storma hinsveg- ar í Norræna húsið á sunnudaginn kl. 16 en þá heldur Auður Leifsdótt- ir cand .mag. fyrirlestur um Tove, ævi hennar og störf. Þeir sem heldur vilja leggja stund á útivist um helgina geta byrjað daginn á að bregða sér í bæjarrölt með Hana nú í Kópavogi, sem leggur upp frá Digranes- vegi 12 kl. 10 í dag eða farið í Árstíðarferð í Viðey, sem Ferðafélag íslands leggur upp í frá Viðeyjarbryggju kl. 13 í dag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.