Þjóðviljinn - 31.03.1990, Síða 7

Þjóðviljinn - 31.03.1990, Síða 7
raskráa læknir ekki öfundsverður af hlut- verki sínu. Fyrirvara um „hagsmuni“ sjúklinga til að fá afhentar sjúkraskrár á að felia brott með öllu. Fyrir utan það að vera rök- leysa er erfitt að ímynda sér hvaða skaða fullveðja fólk getur beðið af því að sjá sjúkraskrár sínar. Hvað á að geyma skýrslur lengi eftir síðustu innlögn sjúklings? Eitt ár, tíu ár, þrjátíu ár? Til dauða sjúklings, tíu ár eftir dauða sjúklings eða á jafnvel aldrei að farga skýrslunum? Og hér komum við að aðal- atriði málsins. Það er út í hött að setja lög um afhendingu sjúkraskráa nema jafnframt sé höfð hliðsjón af fyrn- ingartíma. Gert er ráð fyrir að heilbrigðisráðherra ákveði geymslutímann með reglugerð að fengnum tillögum landlæknis og Læknafélags Islands. Það þýðir í raun að læknar ráða þar mestu. Mér hefur ekki tekist að afla upp- lýsinga um fyrirhugaðan geymslutíma sjúkraskýrslna í þeirri reglugerð sem nú er í smíð- um. En hvernig hefur geymslu þeirra verið háttað hingað til? Um það hafa ekki verið til nein landslög. Sjúkrahúsin hafa ráðið því upp á eigin spýtur. í dreifi- bréfi landlæknis nr. 6/1985 segir svo um þetta: „Útskriftarbréf (læknabréf eða hliðstætt bréf) skal geyma um ótakmarkaðan tíma... Sjúkraskrár heilsugæslu- stöðva, læknastofa og sjúkrahúsa skal geyma í minnst 30 ár frá síð- ustu færslu eða 10 ár frá andláti sjúklings". Síðan er nánar kveðið á um hvaða gögn þetta eru og greint frá geymslu ýmissa ann- arra gagna. Ef sú reglugerð sem nú er í smíðum líkist þessum reglum, verða þeir, sem leggjast inn á sjúkrahús, þó ekki sé nema stutt- an tíma á yngri árum, að una því að vera í skjalasöfnum stofnunar- innar alla ævi sína og heilan ára- tug eftir lát sitt hvað venjulega sjúkraskrá varðar, en til dóms- dags hvað útskriftarbréf snertir. Alþingi á ekki að láta læknum og heilbrigðisráðuneyti eftir að ákvarða geymslutíma sjúkra- skráa. Alþingi á sjálft að setja lög um það jafnhliða afhendingu. Leiðrétting og eyðing á sjúkraskrám Gerum nú ráð fyrir að breytingartillagan við 16. gr. læknalaga verði samþykkt og fólk fái afrit af sjúkraskrám. Þá telur einstaklingur að skráðar upplýs- ingar séu rangar og villandi eða hafi jafnvel misst gildi sitt í heild (það er auðvelt að sýna fram á það að sjúkraskrár geti misst gildi sitt). Getur hann þá krafist þess að villurnar séu leiðréttar eða skránum eytt að hluta til eða al- veg? I læknalögum um sjúkraskrár er ekki kveðið á um þetta mikil- væga atriði. En gildir þá 14. grein laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga nr. 121 1989 um sjúkraskrár? En sú lagagrein tryggir hinum skráðu þessi rétt- indi þar sem hún á við. Það er ólíklegt að læknar muni þegjandi og hljóðalaust fallast á að þetta ákvæði eigi við um sjúkraskrár. En fái einstaklingur að lesa sjúkraskrá sína, en geti engu um hana þokað, þó hann telji hana ranga og villandi, eða að hún hafi misst gildi sitt, en skráin eigi að síður geymd alla ævi hans og jafnvel lengur, er það hrein ógn- un við mannréttindi einstaklings- ins. Ekki síst þegar um geðskýrsl- ur er að ræða. Um þetta vísa ég til greinar minnar „Sjúkraskrár og mannréttindi“ í Morgunblaðinu 4. mars 1988. Að mínum dómi er það skylda löggjafans að tryggja sjúklingum með lögum ámóta rétt varðandi sjúkraskrár og lög nr. 121 1989 veita fólki almennt varðandi skýrslur um einkahagi þess. Rétt- ur manna varðandi einkamálask- ýrslur á hvergi að vera meiri en um sjúkraskrár, af því að þær eru viðkvæmustu og nærgöngulustu persónuupplýsingar sem til eru. Vernd fyrir „vísindarannsóknum“ Réttleysi fólks hvað snertir notkun sjúkraskýrslna í hvers kyns „vísindatilgangi“ sem ekk- ert kemur meðferð á því við er algert. Nefni ég þar um þetta dæmi: í Læknablaðinu 3. tbl. 1982 ritar Lárus Helgason yfir- læknir Kleppsspítalans greinina „Athugun á tíðum endur- innlagningum sjúklinga á Kleppsspítala.“ Rannsóknin náði til sjúklinga er lagðir voru inn á Kleppsspítalann árið 1976, en þó ekki til þriggja flokka sjúklinga sem nánar voru skilgreindir. Nú lagðist ég einmitt inn á spítalann árið 1976 og telst mitt tilfelli eng- an veginn til þeirra undantekn- inga er féllu utan við rannsóknina. Um upplýsingarnar sem rannsóknin byggði á segir svo í greininni: „Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskýrslum spítalans". Það er því augljóst að sjúkraskrá mín frá 1976 var notuð en um það vissi ég ekki fyrr en mörgum árum síðar. Ég tel hik- laust að Lárus Helgason hafi þarna brotið trúnaðarleynd. Þá er vert að muna að vestræn læknisfræði hefur tilhneigingu til ofrannsókna er stundum þjóna í það minnsta umdeilanlegum vís- indalegum tilgangi að dómi lækn- anna sjálfra. Og frami lækna á vísindasviðinu er mældur eftir rit- störfum en til að skrifa þurfa menn að „rannsaka" og þá er stundum leitað í sjúkraskrár. Sjúklingar eiga heimtingu á laga- legri vernd gegn því að læknar noti sjúkraskýrslur þeirra til framdráttar eigin frama eða sjúk- lingar þurfi á þennan hátt að gjalda fyrir faglegan vöxt fræði- greinarinnar. Stjórnsýsluskyldur lækna Eins og ác)ur getur hafa yfir- læknarnir Tómas Helgason og Hannes Pétursson ekki virt við- lits ítrekaðar beiðnir mínar um afhendingu sjúkraskráa. Þeir gefa engar ástæður fyrir þeirri töf sem orðið hefur á afhendingu eða skýra sjónarmið sín einu orði. Hins vegar les ég það í áliti um- boðsmanns alþingis að land- læknir hefur leitað til Tómasar Helgasonar varðandi afhendingu sjúkraskráa til mín. Þannig vitnar umboðsmaður í bréf landlæknis er aftur vitnar til „Þriðja svarb- réfs“ Tómasar, er telur að lögin séu ekki afturvirk. Yfirlæknirinn gerir sem sagt embættismönnum grein fyrir viðhorfum sínum í til- teknu máli þó hann virði borgar- ann sjálfan ekki viðlits. Athugum þetta nánar: Lög eru sett um rétt þegnanna gagnvart ýmsum stofnunum samfélagsins. Lögin leggja yfirmönnum stofn- ana vissar samskiptaskyldur á herðar: Sjúklingar biðja til að mynda skriflega um afhendingu sjúkraskráa og viðkomandi lækn- ir verður því að svara slíkri beiðni og útskýra ef eitthvað stendur í vegi fyrir rétti sjúklingsins. Hirði læknirinn hins vegar ekki um óhjákvæmilegar leikreglur í þessu sambandi óvirðir hann ekki aðeins fullveðja þegna, er leita réttar síns að lögum, heldur gerir blátt áfram að engu þau réttindi manna, sem lögin eiga að tryggja. Hann bregst þannig skyldum sín- um og grefur beinlínis undan rétt- aröryggi þegnanna. Og þetta ger- ir hann skýringarlaust í krafti valds. Þessi viðbrögð lækna jeru ekki einsdæmi og þekki ég sjálfur fleiri dæmi. Þess vegna er brýnt, ef menn láta sig rétt sjúklinga ein- hverju skipta, að setja reglur um afgreiðslu lækna á óskum sjúkl- inga um afhendingu sjúkraskráa. Rætur þessara laga í gamla daga datt fáum í hug að biðja um sjúkraskrá sína enda viðbúið að hún væri „öll á lat- ínu“. Og þeim fáu, sem mönnuðu sig upp í þetta, vísuðu læknar á bug. En með tímanum varð rétt- arvitund almennings næmari og þeir urðu æ fleiri er kröfðust þess að komast í sjúrnala sína. Og læknar gáfu eftir. Þegar þeir sáu ástæðu til leyfðu þeir fólki að lesa sjúkraskrá í viðurvist læknis. Á allra seinustu árum hafa menn jafnvel fengið ljósrit af sjúkra- skrám. Af þessu sést að ákvæðið um „afhendingu" sjúkraskráa í formi „afrits“ er lögfesting hefðar sem læknar hafa sjálfir skapað með tímanum. Skilyrðið um „ótvíræða hagsmuni sjúklings“ er einnig beinlínis komið frá lækn- um. I reglum Læknaráðs Land- spítalans um gerð og færslu sjúkraskráa frá 16. mars 1988, segir t.d. í 2. grein: „Sjúklingi skal heimill aðgangur að sjúkra- skrá í viðurvist læknis að fenginni heimild þess sérfræðings sem stundaði hann, enda þjóni það ótvíræðum hagsmunum sjúk- lings“. Þegar löggjafinn setur lög um réttindimanna varðandi sjúkra- skrár lýsir það furðulegri þröng- sýni, lftilþægni og skilningsleysi á mannréttindum, að hann skuli láta sér nægja að lögfesta einung- is hefðbundin viðhorf lækna í stað þess að hyggja að fleiri sjón- armiðum til að ákvarða sann- gjörn og eðlileg réttindi manna í þessum efnum. Slíka kröfu verð- ur að gera til alþingis íslendinga. Tillögur og niðurlag greinar Eftirfarandi tillögur eru til at- hugunar. Það þarf að hugsa þær betur. Alþingi á ekki að samþykkja þá breytingartillögu sem ráðherra hyggst gera á 16. grein lækna- laga. Þess í stað ætti þingið að endur- skoða vandlega lög um afhend- ingu og meðferð sjúkraskráa og hafa samráð við ýmsa aðila, svo sem heimspekideild háskólans og að sjálfsögðu félög sjúklinga og tryggt verði að tekið verði mark á sjónarmiðum þeirra. Þessara atriða ber helst að gæta hvað rétt sjúklinga varðar að mínum dómi: Enginn fyrirvari verði á rétti sjúklings til að fá afhenta sjúkra- skrá. Alþingi ákveði geymslutíma og fyrningar sjúkraskráa cins og af- hendingu þeirra. Sjúklingum verði tryggð álíka réttindi um leiðréttingar á sjúkraskrá og eyðingu á henni og eru í 14. grein laga nr. 121 1989 um almenna skrásetningu á pers- ónuupplýsingum. Óháð nefnd skeri úr ágreiningi er upp kann að rísa. Bannað verði að nota skýrslur í rannsóknar- eða vísindatilgangi nema með skriflegu leyfi sjúkl- ings eða forráðamanna og þeim sé gerð fullnægjandi grein fyrir eðli og tilgangi rannsóknanna og hverjir fái aðgang að skránum. Settar verði reglur um meðferð lækna á bciðnum sjúklinga um af- hendingu sjúkraskráa. Að lokum vona ég að alþingis- menn hafi hugrekki til að hugsa upp á eigin spýtur við afgreiðslu á 16. grein læknalaga. Og gleymi því ekki að hafa almannaheill að leiðarljósi. Sigurður Þór Guðjónsson 101047-2969 Laugardagur 31. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.