Þjóðviljinn - 05.04.1990, Page 11
I DAG
VIÐHORF
Framhald af 5
innan hæfilegra marka ekki síst
þegar við förum með almanna-
valdið. Það má því ekki vera bara
áhugamál einhverra sérvitringa
að koma í veg fyrir að fólk standi í
þeim sporum í opinberu starfi að
þurfa að vega eigin hagsmuni -
(kannski beina fjárhagslega) - á
móti öðrum hagsmunum sem
e.t.v. eru þá fyrst og fremst af
siðferðilegum eða hugsjóna-
legum toga. Þess vegna eru skýr
lög um „hagsmunaárekstra“ allra
hagur.
Djúp milli þjóðfélagshópa: Þó
eru lög og reglur ekki alltaf mikils
virði ef almenn viðhorf - og tísk-
an - eru þeim andstæð. Þegar
valdsmenn og háttsettir starfs-
menn - sem við viljum öll fá að
bera þónokkra virðingu fyrir -
umgangast lögin af léttúð og hika
jafnvel ekki við að hygla sínum
kumpánum - þá hefur það slæm
áhrif á móralinn í samfélaginu.
Þegar djúp skapast á milli hug-
myndaheima - á milli afkomu-
möguleika fólks á íslandi þá er
hætt við að spennan sem af slíku
leiðir valdi skaða í samfélaginu
og þróunarmöguleikum til fram-
tíðar - þá er ekki bara um að ræða
samstöðu og samkennd íslend-
inga.
Meirihlutaofbeldi: Það meiri-
hlutavald sem ráðandi öfl í
samfélaginu fara með hefur að
minni hyggju misboðið „minni-
hlutanum“ - í þessu tilfelli álít ég
að allur almenningur tilheyri því
sem ég hér kalla minnihluta.
Samstaðan um kjarasamningana
sem nú hafa almennt verið sam-
þykktir er einungis samstaða
valdastéttanna - hvar í
stjórnmálaflokki sem þær skipa
sér. Venjulegur íslendingur veit
og finnur að með þessum samn-
ingum er verið að festa í sessi þá
misskiptingu sem hefur verið að
þróast síðustu ár og einkum á
tímabilinu sem liðið er síðan
vaxtafrelsið og lánskjaravísitalan
náðu saman í þeim „dúett“ sem
nú vegur svo sárlega að afkomu
venjulegra barnafjölskyldna á
voru landi.
Börnum misboðið: Ekki síst
þegar í samningunum felst að
grunnskólinn fær enn rýrðan hlut
(og er hann þó sá rýrasti í okkar
heimshluta og getur ekki einu
sinni séð um börnin hálfan dag
hvað þá meir- víða úti um land fá
yngstu börnin e.t.v. einn dag í
viku; skólaárið í þéttbýlissamfé-
lagi nútíma íslands er ennþá
jafnstutt og þegar flestar mæður
voru heima og mikill hluti þjóð-
arinnar bjó í sveitinni.) Það eru
því hörmuleg rök gegn skóla-
umbótum að lenging skóla-
dagsins - skólamáltíðir og fleiri
óhjákvæmilegir hlutir kosti pen-
inga. Það hefur engin þjóð efni á
því að vanrækja
grunnmenntunina - vanrækja
börnin - og vanvirða skólakerfið
og starfsfólk þess, það bitnar á
mönnum síðar. Hérlendis hefur
sá skollaleikur verið stundaður
að skjóta sér á bak við
skammtímaerfiðleika í efna-
hagsmálum til að þrengja hlut al-
menningsskólans.
Skólaskelfingar — skólaumbæt-
ur: Auðvitað er margt að laga í
skólunum - stjómun er í molum -
vinnumórallinn allt of slakur - og
það mætti lengi telja - en flest
það sem aflaga hefur farið í
grunnskólunum á síðustu árum
má rekja með einum eða öðmm
hætti til hinnar almennu niður-
lægingar sem skólarnir hafa sætt
um nokkurt skeið. Það vita allir
að skólunum er ætlað að sinna
fleiri og fleiri þáttum uppeldisins
á sama tíma og fjármunir fást
ekki. Fjölmiðlun - neysla og allar
aðstæður í samfélaginu gera skól-
unum erfiðara um vik í sam-
keppninni um athygli barnanna.
Við sem þar störfum bemm okk-
ar ábyrgð á ástandinu - við höf-
um bmgðist ef svo má segja - og
það hafa allir brugðist okkur.
Kannski hefur „kjaraþráhyggja“
- og viðvarandi óánægja með lé-
leg laun orðið til þess að kennarar
og skólastjórnendur hafa látið
þetta skilningsleysi yfir sig ganga.
Við emm oft sökuð um að vinna
ekki vinnuna okkar - standa ekki
í stykkinu. Því miður er talsvert
af gagnrýni í okkar garð á rökum
reist - of margir vinna ekki vinn-
una sína - of margar stofnanir
menntakerfisins skortir metnað -
og margir em óhamingjusamir í
skólunum bæði starfsmenn og
nemendur.
Auðvitað verðum við að taka
til í okkar eigin garði - við verð-
um að bæta stjórnun - og við
verðum að losa okkur undan því
ámæli að við vinnum ekki nema
fáeina mánuði á ári og þá bara
rétt fram yfir hádegi.
Þetta eru verkefni fýrir kenn-
ara og skólastjóra að vinna, en
um leið verðum við að treysta því
að það sé hægt að skapa meiri
skilning á mikilvægi
grunnmenntunar - á mikilvægi
uppeldisins - bæði fyrir lífsham-
ingju einstaklinganna og fyrir
þróunarmöguleika samfélagsins
alls.
Það má enn þrauka: En góðir
áheyrendur ennþá hlýtur að vera
von - við erum ekki komin á upp- ■
boð í útlöndum - við höfum enn-
þá einhverjar hæstu þjóðartekjur
sem þekkjast - við búum við
lægra skatthlutfall en flestir ná-
grannar okkar - jafnvel miklu
lægra. Þess vegna er svigrúm til
að auka og bæta ókeypis starf-
semi dagvistarbarnaskóla - og al-
mennrar heilbrigðis- og öldrun-
arþjónustu - hvað sem líður
miskunnarlausum áróðri til ó-
frægingar opinberri þjónustu.
- Við höfum nægan þjóðarauð
en við verðum að huga vel að
jafnari skiptingu þeirra gæða.
Græðgi er það viðhorf sem
verðbólgan nærist á- forréttinda-
hyggja og forræðishyggja er það
viðhorf sem vaxandi kjaramunur
hefur stuðst við.
Sjálfsskilningur þjóðarinnar
verður þvert á móti að byggjast á
því viðhorfi að við getum og að
við megum vera íslendingar.
Hvernig okkur vegnar á er-
lendum mörkuðum byggist nefni-
lega ekki síst á því að við trúum
því að við höfum eitthvað að
bjóða - eitthvað sem enginn ann-
ar hefur.
Við vitum að við höfum ennþá
tiltöiulega ómengað umhverfi og
við vitum líka að við höfum
BÆKUR
menningu sem er einstök og
skiptir máli á vettvangi þjóð-
anna. Þetta tvennt eru verðmæti
sem við höfum að selja öðrum -
ekki í eitt skipti fyrir öll - heldur
alla daga um ókomna framtíð.
Þess vegna megum við ekki láta
skammsýna stundarhagsmuni
óvandaðra sölumanna eyðileggja
fyrir okkur það sem við eigum
saman - og það sem við erum.
Við eigurn möguleika á er-
lendum vettvangi sem fram-
leiðendur vöru sem á engan sinn
líka - og við verðum að keppast
við að skapa ímynd hins einstaka
- þess ómengaða - þess áreiðan-
lega.
Við verðum að koma fram af
sanngirni og heiðarleika og sýna
sjálfstæða stefnu sem ekki sveifl-
ast af skyndilegri hagnaðarvon á
þingi þjóðanna.
Með slíku móti munum við
verðskulda eitt atkvæði sem veg-
ur þá hátt upp í það sem hin efna-
hagslegu stórveldi fara með á al-
þjóðavettvangi.
Til þess að svona megi takast
verðum við auðvitað að breyta
um áherslur - breyta um viðhorf
og víkja til hliðar græðginni og
skyndihagnaðarvoninni.
Við þurfum líka að víkja til
hliðar þeirri hugsun valdbeiting-
ar sem tekur formlega skil-
greiningu meirihlutasamþykktar
framyfir eðlilega kröfu um virð-
ingu fyrir rétti minnihlutans.
Og kannski er eitt brýnasta
hagsmunamál lýðræðis á Islandi
nútímans að komið verði á nokk-
urs konar „úreldingarsjóði" fyrir
notaða pólitíkusa og aðra valda-
menn. Þar sem sett verði mjög
afgerandi ákvæði um að enginn
geti setið nema takmarkaðan
tíma í valdastöðum. Slík breyting
ætti e.t.v. að tengjast hugsanlegu
afnámi æviráðningar opinberra
starfsmanna. Við þær aðstæður
væri tekinn frá mönnum sá bikar
að geta með hyglingum skapað
sér velvilja sem framlengir póli-
tískt líf manna.
Hér hefur aðeins verið stiklað
á stóru og ekki gefist tóm til að
gera neinu efni fullnægjandi skil.
Eg vona þó að ljóst sé að mér er
töluvert niðri fyrir - og ég leyfi
mér einnig að vona að meðal les-
enda Ieynist einhverjir skoðana-
bræður og systur.
„Við megum aJdrei samþykkja
leikreglur alræðisins;“ sagði for-
seti Tékkóslóvakíu hér á dögun-
um - og þeir hafa haft erindi sem
erfiði.
Við megum heldur ekki sam-
þykkja þá breytingu sem kjara-
munurinn og viðhorfsmunurinn
framkallar á íslandi - slíkt stríðir
gegn réttlætisviðmiðunum fólks -
og það án tillits til stjórnmála-
skoðana.
Við höfum nokkuð að varð-
veita og við höfum einnig margt
að læra af hræringum samtímans
úti í hinum stóra heimi. Þar er
ekki bara að finna gróðavon á ný-
jum mörkuðum - þar er líka að
finna hugmyndir og hugsun sem
kann að gagnast okkur.
Ég veit að auðvitað er hægara
um að tala en í að komast, en vita
megum við það að „heilbrigð
skynsemi“ þarfnast liðsauka í
baráttunni fyrir betra lífi venju-
legra íslendinga.
Rit um upphaf norrænnar sagnaritunar
Út er komin bókin Die Anfange
der islándisch-norwegischen
Geschightsshreibung eftir Gu-
drun Lange. Hún er gefin út af
Bókmenntastofnun Háskóla ís-
lands og Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs og er 47. bindi í ritröðinni
Studia Islandica.
Ritið, sem samið er á þýsku,
fjallar um „Upphaf norrænnar
sagnaritunar“. I því er m.a. leitað
svara við þeirri spurningu, hvaða
stöðu hið latneska verk norska
munksinsTheodoricusar, Histor-
ia de antiquitate regum Nor-
wagiensium, sem er meðal
þriggja elstu varðveittra yfirlits-
verka um sögu Noregskonunga,
gegni innan norrænnar sagna-
ritunar og hvernig tengslum þess
sé háttað við íslenskar bók-
menntir. Höfundur telur ekki
eingöngu dróttkvæði, heldur líka
bækur Sæmundar fróða og Ara
fróða, Elstu Ólafs sögu helga og
Ólafs sögu Tryggvasonar eftir
Odd munk Snorrason vera heim-
ildir Theodoricusar, sem sýni, að
hin norska konungasagnaritun á
12. öld hafi verið háð þeirri ís-
lensku. Þá eru könnuð tengsl
Historia de antiquitate regum
Norwagiensium við hin tvö elstu
yfirlitsverkin, Historia Norvegiæ
og Ágrip af Noregskonunga sög-
um, og er niðurstaðan sú, að öll
þrjú yfirlitsverkin hafi m.a. notað
sameiginlegar íslenskar ritheim-
ildir. Tilurð og þróun konunga-
sagna fá þannig á sig fleiri myndir
en hingað til hefur verið talið.
Höfundur beitir bæði sögulegri
og samtímalegri rannsóknar-
aðferð og skoðar verkefni sitt í
samhengi við evrópska miðalda-
sagnaritun almennt, en það hafa
fæstir gert til þessa.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
tllÁAllll 111111 fimmtudagur. 95.dagurársins.
IJlUliV iy I Rlll Sólarupprás í Reykjavík kl. 6.32
FYRIR50ÁRUM
Lögreglan bannar sýningar á
gamanleik. Fannsteinhverjum
háttsettum nærri sér vegið?
Sjónleikurinn „Stundumog
stundum ekki“, sem Leikfélagið
ætlaði að hefja sýningar á i gær-
kvöld, var bannaður af lögregl-
unni með þeim forsendum að
hann yrði að teljast „ósiðferði-
legur" og höggvaof nærri pers-
ónum í pólitískum stöðum.
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla
lyfjabúða vikuna 30. mars til 5. apríl
er í Háaleitis Apóteki og Vesturbæjar
Apóteki.
Fyrrnefnda apótekið eropið um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22 til 9
(til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er
opið á kvöldin 18 til 22 virk daga og á
laugardögum 9 til 22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
LÖGGAN
Reykjavík...........sími 1 11 66
Kópavogur...........sími 4 12 00
Seltjarnarnes.......sími 1 84 55
Hafnarfjörður ......sími 5 11 66
Garðabær............sími 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabílar:
Reykjavík...........sími 1 11 00
Kópavogur...........simi 1 11 00
Seltjarnarnes ......sími 1 11 00
Hafnarfjörður ......sími 5 11 00
Garðabær............sími 5 11 00
LÆKNAR
Læknavaktfyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes, og Kópavog er í Heilsuverndar-
stöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17
til kl. 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, síma-
ráðleggingarog tímapantanir í síma
21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja-
þjónustu eru gefnar í símsvara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt virka daga f rá kl.
8 til 17 og fyrir þá sem ekki haf a heimilis-
lækni eða ná ekki til hans. Landspítal-
inn: Göngudeildin eropin kl. 20 til 21.
Slysadeild Borgarspítalans er opin all-
an sólarhringinn simi 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan
sími 53722. Næturvakt lækna sími
51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt
sími65666, upplýsingar um vaktlækna
sími51100.
Akureyri: Dagvakt kl 8 til 17 á Lækna-
miðstöðinni slmi: 23222, hjáslökkvilið-
inu sími 22222. hjá Akureyrar Apóteki
sími 22445. Farsfmi vaktlæknis 985-
23221.
Keflavík: Dagvakt. Uppjýsingar s. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna
sími 1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartimar. Landspitalinn: Alla
daga 15 til 16 og 19 til 20. Borgarspital-
Inn: Virkadaga 18:30 til 19:30, umhelg-
ar 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæð-
ingardeild Landspítalans: 15 til 16.
Feðratimi 19.30 til 20.30. Öldrunar-
lækningadeild Landspitalans Hátúni 10
B. Aila daga 14 til 20 og eftirsamkomu
lagi. Grensásdelld Borgarspitala: Virka
daga 16 til 19, helgar 14 til 19.30.
Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg
opin alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19.30.
Landakotsspitali: Alla daga 15 til 16 og
18.30 til 19. Barndeild: Heimsóknirann-
arraenforeldrakl. 16til 17daglega.
St.Jósefsspitali Hafnarfiröi: Alladaga
15 til 16 og 19 til 19.30. Kleppsspftal-
inn: Alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19.
Vestmannaeyjum: Alla virka daga 15 til
16 og 19 til 19.30. Sjúkrahús Akra-
ness: Alla daga 15.30 til 16 og 19til
19.30. Sjúkrahúsið Húsavík: Alladaga
15til16og 19.30 til 20.
YMISLEGT
Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf fyrir
unglinga, Tjarnargötu 35. Simi: 622266,
opið allan sólarhringinn.
Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræði-
legum efnum. Sími: 687075.
MS-félagið, Álandi 13. Opiðvirkadaga
frá kl. 8 til 17. Síminn er 688620.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vest-
urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20 til 22,
fimmtudaga 13.30 til 15.30 og kl. 20til
22, sími 21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra, sem oröið
hafa fyrir sifjaspellum, sími 21500, sím-
svari.
Upplýslngar um eyðni. Sími 622280,
beint samband við lækni/hjúlrunarfræð-
ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars
símsvari.
Samtök um kvennaathvarf, simi
21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur
sem beittar hafa verið ofbeldi eða
orðið fyrirnauðgun.
Samtökin 78. Svarað er i upplýsinga-
og ráðgjafarsima félags lesbía og
homma á mánudags- og fimmtudags-
kvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum
tímum. Siminn er 91 -28539.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: sími:
27311. Rafmagnsveita bilanavakt sími:
686230.
Rafveita Hafnarf jarðar: Bilanavakt,
sími: 652936.
Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími
21260allavirkadaga kl. 13til 17.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 áfimmtudagskvöldum.
„Opið hús“ krabbameinssjúklinga
Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla
krabbameinssjúklinga og aðstandendur
þeirra á fimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um alnæmis-
vandann sem vilja styðja smitaðaog
sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í
sima 91 -2240 alla virka daga.
Stígamót, miðstöð tyrir konur og böm sem
orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar,-Vestur-
götu3, R.
Símar: 91 -626868 og 91 -626878 allan sól-
arhringinn.
GENGIÐ
30. mars 1990
Bandaríkjadollar........... 61,14000
Sterlingspund.............. 100,50500
Kanadadollar................. 52,20500
Dönsk króna................... 9,44610
Norsk króna................... 9,32300
Sænsk króna................... 9,98370
Finnskt mark................. 15,27160
Franskur franki............ 10,72490
Belgískur franki.............. 1,74460
Svissneskur franki........... 40,86350
Hollenskt gyllini............ 32,05660
Vesturþýskt mark............. 36,10590
(tölsk líra................... 0,04896
Austurrískur sch.............. 5,12940
Portúg. escudo................ 0,40810
Spánskur peseti............... 0,56330
Japanskt jen.................. 0,38844
írskt pund................... 96,57400
KROSSGÁTA
Lárétt: 1 ragn4glyrna
6stefna7spé9fyrir-
höfn 12 deila 16 draup
15planta 16karl-
mannsnafn 19 kyrrð 20
karl21 vondir
Lóðrétt: f 52 áþekk 3
fjöri4frumelnd5
mánuður 7 hungraði
8gat10skordýr11
gleði 13 fax 17 gljúfur
18 leiði
. Lausn á siðustu
krossgátu
Lárétt: 1 geig4hýri6
eir 7 haft 9 ósar 12 laust
14æða15eik16svani
19tæki20ánar21 at-
aöi
Lóðrétt: 2 eða3 geta4
hrós 5 óa 7 hvæsti 8
flaska10Steini11
rökkri13una17vit18
náð
Flmmtudagur 5. april 1990 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11