Þjóðviljinn - 17.05.1990, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 17. maí 1990 90. tölublað 55. örgangur
Vextir
Ekki tilefni til breytinga
Stöðugleika náð í vaxtamálum. Vextir óbreyttir síðan 1. apríl og ekki útlitfyrir breytingar.
Raunvextir útlána 7-8%. Vextir neikvœðir á sparisjóðsbókum
Vextir hafa verið óbreyttir trá
1. aprfl og að sögn Oiafs Ól-
afssonar hjá peningamáladeild
Seðlabankans er ekki útlit fyrir
að vextir breytist á næsta vaxta-
ákvörðunardegi 21. maí. Raun-
vextir á algengum útlánum eru nú
á bilinu 7-8%. Vextir á spari-
sjóðsbókum eru hins vegar nei-
kvæðir um þessar mundir.
„Það er ekkert í verðbólguspá
sem bendir til þess að tilefni sé til
frekari lækkunar eða þá hækkun-
ar vaxta,“ sagði Ólafur. Hann
sagði að botninum virtist vera
náð í niðurtalningu verðbólgunn-
ar sem væri nú í kring um 7%. Að
sögn Ólafs hafa bankar og spari-
sjóðir varla svigrúm til frekari
vaxtalækkana á meðan verðbólg-
an lækkar ekki enn frekar.
Meðaltal forvaxta banka og
sparisjóða er nú 13,7% að sögn
Ólafs, sem þýddi 14,8% ávöxtun
á tveggja mánaða tímabili.
Nafnvextir almennra skuldabréfa
væru að meðaltali 14% og að
meðaltali 17,3% á yfirdráttarlán-
um. Almennar sparisjóðsbækur
bera nú að meðaltali 3% vexti
sem þýðir að vextir sparisjóðs-
bóka eru neikvæðir um 4% í 7%
verðbólgu. Miðað við sama verð-
bólgustig eru raunvextir víxla
hins vegar 7,4% og 7% á al-
mennum skuldabréfum. Ólafur
sagði sæmilegt jafnvægi ríkja á
milli raunvaxta verðtryggðra og
óverðtryggðra lána um þessar
mundir.
íslandsbanki gerði einn banka
breytingar á vöxtum sínum á síð-
asta vaxtaákvörðunardegi 11.
maí, þegar bankinn hækkaði
innlánsvexti sérkjarareikninga
um 0,5%. Einhverjar smávægi-
legar breytingar hafa einnig orðið
á vöxtum verðbréfasjóða.
-hmp
Fundaferð
fjármálaráðherra
Óánægja
með borgar-
skatt
Landsbyggðarmenn
taka undir sjónarmið
Ólafs Ragnars um
skattlagningu Reykja-
víkurborgar á lands-
lýð áfjölsóttum fund-
um
Á fundum fjármálaráðherra í
bæjarfélögum úti á landi undan-
farna daga hafa landsbyggðar-
menn tekið undir með Ólafi
Ragnari Grímssyni fjármálaráð-
herra um að óréttlátt sé að
Reykjavíkurborg taki skatta
vegna umsvifa fyrirtækja sem
þjóna öllu landinu.
Fjölmennustu fundirnir voru á
Siglufirði 10. maí og í Neskaup-
stað á þriðjudagskvöld. Á annað
hundrað manns mættu á hvorn
þessara funda og eru þeir með
fjölmennustu fundum á síðustu
árum með stjórnmálamanni.
Góð mæting hefur líka verið á
fundum á Húsavík og á Egils-
stöðum.
Menn hafa verið mjög ánægðir
með skýra framsetningu fjár-
málaráðherra á stöðu ríkisfjár-
mála og líflegar umræður hafa
verið eftir framsöguerindí hans.
Sigurður Hlöðversson formað-
ur bæjarráðs á Siglufirði segir að
fjármálaráðherra hafi sérstak-
lega verið þakkað fyrir að vekja
athygli á því hvernig Siglfirðingar
og aðrir landsbyggðarmenn
greiða ekki bara skatta og útsvar
á Siglufirði heldur líka skatta í
Reykjavíki í gegnum viðskipti sín
við fyrirtæki sem eru staðsett í
borginni.
A fundi fjármálaráðherra með
bæjarráði sáu menn ástæðu til að
þakka honum sérstaklega að
hann skyldi hafa haft kjark til að
vekja athygli á þessum staðr-
eyndum. I hvert sinn sem
Siglfirðingur kaupir farmiða með
j Arnarflugi er hann að greiða
; skatt til Davíðs borgarstjóra.
j Viðbrögð annars staðar hafa
verið mjög á sömu lund. Veru-
; legur áhugi kom frm á fundunum
á Egilsstöðum og Neskaupsstað á
að álver yrði reist við Reyðar-
fjörð. Ólafur svaraði því til að
stefna ríkisstjórnarinnar væri að
álver risi utan Reykjavíkursvæð-
isins. -rb
Valddreifing Ihaldsins
Katrín Fjeldsted, þriðji maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gott dæmi um þá valddreifingu sem væri í borg Davíðs. Kristinn Ijósmyndari
lýsti því yfir á sameiginlegum framboðsfundi framboðanna í Reykjavík, sem var Þjóðviljans brá sér á staðinn og myndaði valddreifingu sjálfstæðismanna i
sjónvarpað beint sl. sunnudag, að hverfamiðstöðvar gatnamálastjóra væru hverfamiðstöðinni í Elliðaárdal.
Umhverfisráðstefnan í Björgvin
Bann við losun úrgangs í sjó
Bandaríkin komu í vegfyrir skuldbindingar gegn kolsýru-
útblœstri og um fjárframlög til umhverfisverndar íþróunar-
löndum
Umhverfismálaráðstefnu 34
Evrópu- og Norður-Ameríku-
ríkja lauk í Björgvin í gær og eru
skoðanir nokkuð skiptar um ár-
angur hennar. í lokayfirlýsingu
ráðstefnunnar, sem setin var af
umhverfismálaráðherrum hlut-
aðeigandi ríkja, segir m.a. að los-
un úrgangs í sjó skuli ekki leyfð
nema sannað sé að slík losun valdi
ekki neinum skaðlegum umhverf-
isáhrifum.
Þetta atriði yfirlýsingarinnar
olli miklum deilum milli banda-
rísku sendinefndarinnar og
þeirrar íslensku, en Bandaríkja-
menn hafa stundað losun úrgangs
í sjó um langt skeið og eru ekki
aðilar að Lundúnasamningnum
um það efni. En með því að sam-
þykkja yfirlýsinguna hafa Banda-
ríkin nú skuldbundið sig að fara
að reglum samningsins.
Enn harðar var þó deilt á ráð-
stefnunni um tillögu Evrópuríkja
um að hert yrði á kröfum um tak-
mörkun á kolsýruútblæstri í and-
rúmsloftið, aðallega frá bifreið-
um. Var gert ráð fyrir því í til-
lögunni að séð yrði til þess að árið
2000 yrði útblástur kolsýru í and-
rúmsloftið ekki meiri en nú og
helst minnkaður verulega.
Bandaríska sendinefndin féllst
ekki á þetta og lá við að ekkert
samkomulag næðist um þetta atr-
iði. Sæst var um síðir á orðalag á
þá leið, að flest aðildarríki ráð-
stefnunnar teldu að kolsýruút-
blásturinn mætti ekki aukast til
aldamóta. Ekki féllust Bandarík-
in heldur á tillögu Evrópuríkja
um að iðnríki skyldu skuldbinda
sig til að veita ríkjum þriðja
heimsins og Austur-Evrópu bein
fjárframlög til umhverfisbóta.
Ekki ríkti almenn ánægja á
ráðstefnunni með yfirlýsingu
hennar og umhverfisverndar-
sinnar sumir, sem með henni
fylgdust, kváðu hana hafa litlu til
leiðar komið eða jafnvel verið
merki um undanhald í baráttunni
fyrir umhverfisvernd.
Umhverfisráðuneytið/
-Reuter/-dþ.