Þjóðviljinn - 17.05.1990, Blaðsíða 7
X-ÍSAFJÖRÐUR
X-ÍSAFJÖRÐUR
Smári Haraldsson framhaldsskólakennari
Samstarf meirihlutans
hefur gengiö vel
„Samstarf félagshyggjuflokk-
anna þriggja sem hafa haft meiri-
hluta í bæjarstjórn ísafjarðar á
þessu kjörtímabili og hinu fyrra
hefur gengið alveg Ijómandi vel. I
sjálfu sér sé ég ekkert því til fyrir-
stöðu að þessu samstarfi verði
haldið áfram svo framarlega sem
við fáum til þess nægilegan stuðn-
ing og fylgi frá ísfirskum kjósend-
um“, segir Smári Haraldsson
framhaldsskólakennari og bæjar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins í
bæjarstjórn fsafjarðar.
Tók við á miðju
kjörtímabili
Smári tók við sem aðalfulltrúi
Alþýðubandalagsins í bæjar-
stjórninni á miðju kjörtímabilinu
eftir að Þuríður Pétursdóttir, sem
skipaði efsta sæti á G-listanum
vorið 1986, flutti úr bænum.
Smári er nú formaður bæjarráðs
og hefur verið það síðustu miss-
eri. Hann skipar nú annað sæti á
framboðslista Alþýðubandalags-
ins að eigin ósk til að geta sinnt
betur fjölskyldu sinni og kennslu-
störfum við Menntaskólann á
ísafirði en Smári er líffræðingur
að mennt.
Fjármál bæjarins
Smári segir að honum sé engin
launung á því að fjármál bæjar-
sjóðs mættu vera mun betri en
þau eru í dag. Skuldir bæjarsjóðs
eru um 430 miljónir króna. Óldr-
unarstofnun skuldar um 110 milj-
ónir og hafnarsjóður um 20 milj-
ónir króna. Samtals skuldar því
bæjarfélagið um 560 miljónir
króna. Þrátt fyrir þessa miklu
skuldastöðu er bæjarsjóður þó
ekki kominn á vonarvöl þó hann
sé kominn óæskilega nálægt
hættumörkum. Af þeim sökum
telur Smári að hagsmunir bæjar-
ins hljóti að kalla á að dregið
verði úr útgjöldum á næstu árum.
Að mati Smára er það hægt
með tvennum hætti. Annars veg-
ar með því að draga úr fram-
kvæmdum eða með því að skera
niður rekstur og þar með að
draga úr þeirri félagslegri þjón-
ustu sem bærinn veitir. Það sé
hins vegar stefna Alþýðubanda-
lagsins að hægja á framkvæmdum
og halda þess í stað þeirri stöðu
sem félagsleg þjónusta hefur náð
í bænum. Þessi stefna Alþýðu-
bandalagsins er skýr og afdráttar-
laus.
Af hverju þessar
miklu skuldir?
Smári segir að ástæðumar fyrir
þessari miklu skuldasöfnun
bæjarins séu ýmsar en einkum
vegna þess að við upphaf þessa
kjörtímabils höfðu framkvæmdir
í bænum að mestu legið niðri í
fjögur ár vegna afleitrar fjár-
hagsstöðu bæjarsjóðs árið 1982.
Þá var beðið með ýmsar fram-
kvæmdir og í því sambandi má
meðal annars nefna grunn-
skólann, sjúkrahúsið, höfnina og
íþróttahúsið. Þá má ekki gleyma
því að um 90 miljónir af skuldum
bæjarins eru tilkomnar vegna
Hlífar2. í því máli var bæjarsjóð-
ur að bjarga mörgum af eldri íbú-
um frá alvarlegum fjárhagsvand-
ræðum sem stofnað var til af ein-
staklingum úti í bæ.
Frjálshyggjufárið
Eins og flestum er kunnugt um
var geysileg þennsla á höfuðborg-
arsvæðinu sem sogaði til sín fólk
frá landsbyggðinni og því varð
núverandi meirihluti í bæjar-
stjórn ísafjarðar að bregðast við
á einhvern máta. Átti hann að
stuðla að lækkun skulda bæjar-
sjóðs eða að fara af stað með
eitthvað af þeim brýnu viðfang-
sefnum sem höfðu hrannast upp
frá fyrra kjörtímabili?. Á meðan
frjálshyggjufárið reið yfir lands-
byggðina sem ísafjörður fór ekki
varhluta af, fækkaði íbúum og
íbúðabyggingar drógust saman.
Tii að snúa vörn í sókn var valin
sú leið að ráðast í eitthvað af
þessum framkvæmdum, sem
áður er getið í stað þess að missa
fleira fólk suður. Þó sú ákvörðun
hafi kostað sitt og kemur glögg-
lega fram í bágri fjárhagsstöðu
bæjarins, hefur verið komið í veg
fyrir áframhaldandi fækkun íbú-
anna sem hlýtur að vera eitt af
höfuðmarkmiðum hvers bæjarfé-
lags.
Minni tekjur í
staðgreiðslunni
Þá segir Smári að bæjarsjóður
hafi fengið mun minna út úr
skattkerfisbreytingunni en reikn-
að var með og nemur sá mismun-
ur allt að 20 miljónum króna og
munar um minna. Bæjarstjórn
samþykkti á dögunum að láta
kanna hvaða ástæður liggja fyrir
þessum mismun. Þá hafi vaxta-
okrið haft sitt að segja um slæma
fjárhagsstöðu. Ennfremur hafi
ýmislegt farið á verri veg en gert
var ráð fyrir og þá einkum hvað
snertir hinar ýmsu kostnaðará-
ætlanir sem gerðar hafa verið um
rekstur og annað í þeim dúr. Hins
vegar séu öll teikn á lofti um að
vextir fari lækkandi þó svo að
raunvextir séu ekki inni í þeirri
mynd og eins hitt að ef sá stöðug-
leiki í efnahagsmálum þjóðarinn-
ar verður viðvarandi, sé allt útlit
fyrir betri tíð. Gangi það eftir og
verði uppsveifla í efnahagslífinu
verði ekki svo erfitt að greiða nið-
ur þær skuldir sem bærinn hefur
stofnað til á yfirstandandi kjört-
ímabili.
Framhaldsskoli
Vestfjarða
Eins og gefur að skilja eru
skólamál Smára mjög hugstæð og
eitt af höfuðviðfangsefnum AI-
þýðubandalagsins á þessu kjört-
ímabili hefur verið að berjast
fyrir því að stofnaður verði fram-
haldsskóli á Vestfjörðum með
miðstöð á ísafirði. í þeim skóla
verði nemendum gert kleift að
Þau þrjú efstu á framboðslista Alþýðubandalagsins á Isafirði við bæjarstjórnar-
kosningarnar sem fram fara í næstu viku. F.v. Smári Haraldsson framhalds-
skólakennari og bæjarfulltrúi sem skipar annað sætið, Bryndís Friðgeirsdóttir
kennari sem skipar efsta sætið og Hulda Leifsdóttir verkakona í þriðja sæti.
Mynd: grh
ljúka sem flestum verknáms-
greinum heima í héraði auk bók-
legra greina. Verði skólinn að
veruleika, sem stefnt er að, mun
hann reka skólaútibú á öðrum
þéttbýlissvæðum á Vestfjörðum
og þannig tengja saman byggð-
irnar. Með tilkomu jarðgang-
anna verður algjör bylting í sam-
göngumálum fjórðungsins, þann-
ig að svæðið frá Dýrafirði til ísafj-
arðadjúps verður ein heild með
öllum þeim ávinningum sem það
mun hafa í för með sér.
Máttlaus
stjórnarandstaða
Eins og gefur að skilja hafa
bæjarfulltrúar íhaldsins haft allt á
hornum sér varðandi fjármála-
stefnu meirihlutans í bæjarstjórn-
inni og látið í veðri vaka að ef þeir
væru við stjórnvölinn væri allt
miklu betra. Hins vegar hefur
reyndin verið sú að íhaldið hefur
verið afar ósannfærandi í mál-
flutningi sínum allt þetta kjör-
tímabil og bæjarfulltrúar þeirra
hafa ekki getað komið sér saman
um málefni. Þegar á reyndi við
uppstillingu framboðslista þeirra
fyrir kosningarnar, sprungu
margir þeirra á limminu og niður-
staðan varð sérframboð.
Smári segir að það þurfi vart að
minna ísfirðinga á það hvernig
staða bæjarsjóðs var eftir stjórn-
arsetu íhaldsins á árunum fyrir
1982. í stuttu máli má segja að
hún hafi nánast engin verið, sem
skýrir það út af hverju félags-
hyggjuflokkarnir urðu að fresta
mikilvægum framkvæmdum þeg-
ar þeir tóku við eftir kosningarn-
ar vorið 1982. Smári segir það
mikilvægt fyrir ísfirska kjósendur
að hafa þetta í huga nú þegar
íhaldið reynir í tveimur hlutum
að sannfæra þá um annað.
-grh
G-
listinn
1 Bryndís Friðgeirsdóttir kennari
2 Smári Haraldsson framhaldsskólakenn-
ari
3. Hulda Leifsdóttir verkakona
4. Ftögnvaldur Þ. Óskarsson bakari
5. Elísabet Gunnlaugsdóttir húsmóðir
6. Herdfs M. Hubner kennari
7. Elín Magnfreðsdóttir bókavörður
8. Svanhildur Þórðardóttir verslunarmaður
9. Valdimar Birgisson sjómaður
10. Haraldur Tryggvason verkamaður
11. Reynir Sigurðsson sjómaður
12. Gísli Skarphéðinsson sjómaður
13. Tryggvi Guðmundsson lögfræðingur
14. Guðrún Sigurðardóttir skrifstofumaður
15. Gunnar Tryggvason nemi
16. Guðrún Hauksdóttir lyfjafræðingur
17. Eiríkur Guðjónsson verkamaður
18. Pétur Pétursson netagerðameistari
Bryndís Friðgeirsdóttir kennari
Stöndum vörð um
félagslega þjónustu
„Forgangsverkefni okkar er að
grynnka á skuldum bæjarsjóðs og
Ijúka framkvæmdum við grunn-
skóla og íþróttahús. Að öðru leytl
teljum við ekki forsvaranlegt að
ráðast í frekari stórframkvæmdir
fyrr en fjárhagsstaða bæjarsjóðs
hefur batnað. Þess í stað stað
leggjum við áherslu á fegrun og
snyrtingu umhverfis, viðhald
eigna og að Ijúka við að leggja
bundið slitlag á allar ófrágengnar
götur. En síðast en ekki síst að
staðið verði vörð um þá félags-
legu þjónustu sem bæjarfélagið
veitir, sem er meðal þess besta í
sambærilegum bæjarfélögum“,
segir Bryndís Friðgeirsdóttir
kennari sem skipar efsta sæti á
framboðslista Alþýðubandalags-
ins á Isafirði.
Úr áttunda sæti
í það fyrsta
Bryndís Friðgeirsdóttir kenn-
ari skipaði áttunda sæti á fram-
boðslista Alþýðubandalagsins
við síðustu kosningar en leiðir G-
listann íþeim kosningum sem fra-
mundan eru. Síðustu tvö árin á
yfirstandandi kjörtímabili hefur
Bryndís verið varabæjarfulltrúi
Alþýðubandalagsins í bæjar-
stjórn ísafjarðar.
Það sem einkennir G-listann
öðru fremur frá öðrum framboð-
um þar vestra er hversu hátt hlut-
fall kvenna er í fyrstu tíu sætum
listans. Þar eru sex konur á móti
fjórum körlum og sýnir glögglega
þá áherslu sem Alþýðubandalag-
ið leggur á jafnréttismál.
Fleiri skip og kvóta
Að mati Bryndísar er knýjandi
þörf á því að iðnráðgjafi taki til
starfa á ísafirði og þá í tengslum
við útibú Byggðastofnunar og
lögð áhersla á að skapa fjöl-
breyttara atvinnulíf og styrkja
stoðir þess sem fyrir er. Mark-
miðið með því er að allir fái vinnu
við sitt hæfi.
Fiskveiðar og vinnsla sjávaraf-
urða er sú atvinnugrein sem at-
vinnulíf bæjarins byggir svo til
alla afkomu sína á auk ýmissa
þjónustustarfa. Af þeim sökum
leggur Bryndís þunga áherslu á
það að kappkostað verði að auka
hlutdeild Isfirðinga í kvótanum
sem ekki hafa farið varhluta af
þeirri kvótaskerðingu sem verið
hefur. Til að svo megi verða verð-
ur að kaupa skip og kvóta til
bæjarins eftir því sem efni og að-
stæður leyfa. Bryndís telur að
berjast verði gegn núverandi
kvótakerfi og í stað þess er bent á
byggðakvóta sem heppilega
lausn fyrir staði eins og ísafjörð.
Krafa Alþýðubandalagsins er
að verði reist stóriðja í landinu,
verði kvóti fluttur frá því svæði
sem hennar nýtur og til þeirra
staða sem ekki njóta góðs af stór-
iðjunni.
Græða upp opin svæði
Umhverfismálin eru ofarlega í
huga Bryndísar sem telur að
mikið vanti ennþá uppá að þau
séu í viðunandi horfi. Meðal þess
sem hún leggur þunga áherslu á
er að græða upp opin svæði með
gróðursetningu blóma og áhersla
verði lögð á skógrækt. Þá telur
Bryndís nauðsynlegt að settir
verði upp bekkir og borð á fleiri
stöðum í bænum. En eins og
kunnugt er hafa þeir sem fyrir
eru, verið einn aðalsamverustað-
ur yngri sem eldri bæjarbúa til
skrafs og ráðagerða.
Lokið verði við frágang aðal-
skipulags ísafjarðar sem og
deiliskipulagningu alls bæjarins.
Skipulagt verði útivistarsvæði í
þeirri paradís sem Tungudalur er
og einnig í Hnífsdal. Jafnframt að
gert verði svæðaskipulag fyrir
norðanverða Vestfirði.
Sýna gott fordæmi
Til að ná því markmiði að fegra
umhverfi bæjarins telur Bryndís
að fyrirtæki og stofnanir í bænum
þurfi að ganga á undan með góðu
fordæmi með því að halda lóðum
sínum og næsta umhverfi vel til
haga. Hið sama gildir um bæjar-
búa að þeir hirði vel í kringum
lóðir sínar og hýbýli. I þessu sam-
bandi verði lögð rík áhersla á að
bæta umhverfi á athafnasvæði ná-
lægt höfninni með samstilltu
átaki bæjarsjóðs, atvinnurek-
enda og annarra hagsmunaaðila.
Meðal þess sem Bryndís telur
mikilvægt í fegrun bæjarins er að
Hafnarstræti verði steinlagt og
gert að aðlaðandi vistgötu. Enn-
fremur verði greitt fyrir umferð
gangandi vegfarenda, meðal ann-
ars með göngubrautum, ská-
brautum og handriðum. Einnig
að framkvæmd verði húsa-
könnun í bænum og gerð áætlun
um að viðhalda svipmóti elsta
hluta bæjarins.
Fleiri gæsluvelli
Þó svo að félagsleg þjónusta
sem ísafjarðarbær veitir sé með
því besta í sambærilegum bæjar-
félögum má alltaf gera betur.
Bryndís segir að fjölga þurfi
gæsluvöllum í Holtahverfi og í
Hnífsdal. Jafnframt sé brýnt að
það fólk sem vinnur við dagvist-
unarmál fái viðunandi laun því
lítið gagn er af því að hafa nóg af
stofnunum ef ekki fæst fólk til
starfa sökum lágra launa. Þessu
þarf að breyta.
Fyrir alla unglingastarfsemi
þarf að efla félagsmiðstöð bæjar-
ins frá því sem nú er og jafnframt
að koma upp frjálsiþróttaað-
stöðu við íþróttavöllinn við Torf-
nes. Þá er fyrir löngu orðið tíma-
bært að komið verði fyrir al-
menningssalerni og síma fyrir al-
menning á Eyrinni sem yrði til
mikilla bóta. Sérstaklega þegar
hafðar eru í huga þær væntingar
sem heimamenn hafa til að efla
ferðaþjónustuna við þá sem
leggja leið sína til ísafjarðar. í
sama tilgangi verði allar merking-
ar í bænum stórbættar, bæði með
yfirlitsskiltum og götuskiltum.
Málefni aldraðra
Að mati Bryndísar verður að
gera vel við aldraða á ísafirði og
kappkosta að bjóða þeim upp á
fjölbreytta þjónustu, samkvæmt
þeirri áætlun sem bæjarstjórn
hefur samþykkt. Uppfylltar verði
þær þarfir fyrir heimilshjálp og
heimahjúkrun meðal annars á
Hlíf. Þá er ófrágengin langlegu-
deild á nýja Fjórðungssjúkrahús-
inu sem nauðsynlegt er ganga frá
hið fyrsta enda þörfin brýn. Enn-
fremur verði kannaður sá mögu-
leiki að koma upp hjúkrunarhei-
mili eða elliheimili á neðstu hæð-
inni í Hlíf.
Vatn og holræsi
Bryndís leggur þunga áherslu á
að komið verði upp hreinsibún-
aði fyrir vatn í Hnífsdal og í Holt-
ahverfi auk þess sem auka þarf
neysluvatn í Hnífsdal. Sömu-
leiðis verði gert átak til þess að
frárennsli verði lagt út fyrir stór-
straumsfjörumörk utan við
Eyrina. Þegar byrjað verður að
bora fyrir væntanlegum jarð-
göngum gæti sá möguleiki
skapast að þar sé að finna neyslu-
vatn fyrir Eyrina.
Skilvirkara stjórnkerfi
Að mati Bryndísar er
stjórnkerfi bæjarins þyngra í
vöfum en eðlilegt má teljast og
því nauðsynlegt að gera það skil-
virkara á þann hátt að bæjarbúar
fái fljóta og örugga afgreiðslu
sinna mála. Ennfremur þarf að
gefa bæjarbúum betri tækifæri til
að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri. Þá þarf að kalla fleiri til
ábyrgðar í nefndir bæjarins þann-
ig að sama fólkið sitji ekki í mörg-
um þýðingarmiklum nefndum. í
því sambandi verði leitast við að í
störfum og nefndum hjá bænum
verði ætíð fulltrúar frá báðum
kynjum.
Bryndís segir að veita þurfi
stofnunum og nefndum bæjarins
meira sjálfforræði og frumkvæði í
sínum málum. Einnig þurfi að
auka samstarf á milli stofnana
bæjarins, aðskilja þarf störf bæj-
arstjóra og hafnarstjóra og að
stofnaðar verði ferli- og vinabæj-
jarnefndir.
Ólafur Helgi Kjartansson D-lista
Við síðustu kosningar til
bæjarstjórnar á ísafirði buðu
fram hinir hefðbundnu fjórflokk-
ar en núna hefur flokkunum
fjölgað um tvo. Þar ber fyrst að
telja í-listann sem er borinn fram
af óánægðum sjálfstæðismönnum
og Kvennalistinn sem bíður fram
í fyrsta skipti til bæjarstjórnar.
Úrslit 1986
Niðurstöður kosninganna 1986
ísafjörður
Nýtt fólk og nýir
voru þær að Alþýðuflokkurinn
fékk 578 atkvæði og þrjá menn
kjörna og bætti þá verulega við
sig frá því í kosningunum 1982.
Þá fékk A-listinn 440 atkvæði og
tvo menn kjörna. Miklar
breytingar hafa orðið á fram-
boðslista flokksins frá því síðast
og oddviti flokksins er nú Ingi-
björg Ágústdóttir sem tekur við
af Kristjáni Jónassyni.
Framsóknarflokkurinn fékk
síðast 231 atkvæði og einn mann
kjörinn sem er nákvæmlega sama
atkvæðamagn og í kosningunum
1982. Litlar breytingar hafa orðið
á framboðslista Framsóknar frá
því síðast og er oddviti hans nú
sem fyrr Kristinn Jón Jónsson.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 842
atkvæði í kosningunum 1986 og
fjóra menn. 1982 fékk flokkurinn
Haraldur L. Haraldsson í-lista
flokkar
675 atkvæði og jafnmarga menn
kjörna. Oddviti flokksins er sem
fyrr Ólafur Helgi Kjartansson en
töluverðar breytingar hafa átt sér
stað á framboðslistanum frá því
sem áður var. Aðalbreyting frá
því síðast er að nú bíður íhaldið
fram klofið.
Alþýðubandalagið fékk í síð-
ustu kosningum 196 atkvæði og
einn mann kjörinn sem er hið
Ágústa Gísladóttir V-lista
sama og hann fékk í kosningun-
um 1982. Þá buðu Óháðir borgar-
ar fram og fengu 150 atkvæði og
einn mann. Þó nokkrar breyting-
ar hafa orðið á framboðslista Al-
þýðubandalagsins frá því í kosn-
ingunum 1986. Oddviti flokksins
er nú Bryndís Friðgeirsdóttir.
-grh
Kosningabaráttan
íhaldið höfuðandstæðinguriim
Alþýðubandalagið einbeitir sér að málefnalegri umrœðu og heiðar-
legum málflutningi. Látum aðra um hið hefðbundna skítkast.
Takmarkið hjá okkur er að
Bryndís fái góða kosningu til
bæjarstjórnar og að því stefnum
við með okkar kosningabaráttu.
Við höfum látið hina flokkana um
þetta hefðbundna skitkast sem
virðist loða við allar kosninga-
baráttunnar sem háðar eru hér. í
staðinn höfum við einbeitt okkur
að málefnunum og kappkostað að
koma þeim á framfæri við kjós-
endur á sem heiðarlegastan hátt,
segir Hulda Leifsdóttir kosninga-
stjóri G-listans á ísafirði.
Hulda segir að kosningaslagur-
inn á milli framboðanna taki
mikið mið af þeim klofningi sem
varð hjá Sjálfstæðisflokknum og
svo virðist sem þeirra tími fari í
það að berja hvor á öðrum. Hins
vegar ber kosningabarátta félags-
hyggjuflokkanna merki þess að
þeir hafa verið í meirihluta í
bæjarstjórninni í nær tvö kjörtím-
abil samfellt og beri því sameigin-
lega ábyrgð á stjórn bæjarins á
þessum tíma.
Hulda segir að sem fyrr sé
íhaldið klofið sem óklofið höfuð-
andstæðingur G-listans. Hins
vegar gráti það fáir nema þeir
sjálfir að þeir skuli hafa klofnað
út frá persónulegum ágreiningi
fremur en málefnalegum. Aftur á
móti sé svona klofningsbrölt
innan Alþýðubandalagsfélagsins
á ísafírði algjörlega óþekkt fyrir-
bi.gði. Hulda sagði ennfremur að
þeir vestra findu lítið fyrir því
brölti sem verið hefur hjá fé-
lögum þeirra í Reykjavík, sem
betur fer.
Mikil blaðaútgáfa
Þegar kosningar eru í nánd
vakna mörg blöð aftur til lífsins
sem legið hafa í dróma frá því
síðast var kosið. Þó með þeirri
undantekningu þegar þau koma
út í sínum hefðbundna jólabún-
ingi. Þessi blöð eru: Skutull sem
Alþýðuflokkur gefur út, ísfirð-
ingur hjá Framsóknarflokki,
Vesturland sem Sjálfstæðisflokk-
urinn gefur út, Vestfirðingur blað
Alþýðubandalagsins. Til við-
bótar hafa komið út vegna kosn-
inganna svonefnt í-lista blað sem
sérframboð óánægðra íhalds-
manna stendur að og nú síðast
hefur Kvennalistinn hafið blaða-
útgáfu vegna kosninganna og
nefnir málgagn sitt Piisaþytur.
Að sögn Huldu er stefnt að
gefa út Vestfirðing út eins oft og
mögulegt er fyrir kosningar enda
sá vettvangur sem hentar best til
að kynna viðhorf og stefnumál G-
listans.
Sem fyrr kemur jafnréttis-
sjónarmið Alþýðubandalagsins
hvað gleggst fram í niðurröðun á
framboðslista flokksins við þess-
ar bæjarstjórnarkosningar. Af
fyrstu tíu sætum listans eru sex
konur á móti fjórum körlum.
Jafnframt er það áberandi hvað
listinn endurspeglar vel þann
uppruna sem Álþýðubandalagið
á fsafírði er sprottið upp úr.
Verkmenn, sjómenn, verkakon-
ur, kennarar, verslunarmaður,
bakari, nemi, lögfræðingur,
lyfjafræðingur og fleira í þeim
dúr segja meira en fögur orð á
hátíðarstundum fyrir hvaða mál-
stað flokkurinn stendur.
Að sögn Huldu er stefnt að því
að halda sameiginlegan framboð-
sfund hið fyrsta og einnig er á
döfinni að svæðisútvarpið verði
með útsendingar frá þeim fundi.
Það var þó ekki búið að ganga
endanlega frá þessum málum nú
fyrir skömmu.
Sem fyrr eykst barátta flokk-
anna sín á milli um atkvæði kjós-
enda þegar nær líður sjálfum
kosningadeginum. Því er það
nauðsynlegt fyrir alla þá sem vilja
leggja sitt af mörkum til að efla
Alþýðubandalagið á ísafirði að
gerast sjálfboðaliðar til hinna
ýmsu starfa sem til falla í baráttu
sem þessari. Kosningaskrifstofa
G-listans er í gamla embættis-
mannaústað sýslumannsins við
Hrannargötu og er hún opin alla
daga frá klukkan 14-18. _grj,
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. maí 1990
Fimmtudagur 17. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7