Þjóðviljinn - 17.05.1990, Blaðsíða 5
ERLENDAR FRETTIR
Albanía
Verkföll og mótmæli
Um 2000 verkamenn í vefnað-
arverksmiðju í Berat, sunn-
anvert í Albaníu, gerðu fyrir um
mánuði átta stunda verkfall til að
krefjast hærri launa, að sögn
verkamanna þar sem fréttamenn
Reuters ræddu við. Er þetta
fyrsta verkfallið í sögu landsins í
45 ár, svo vitað sé.
Síðasta sunnudaginn í janúar
safnaðist ungt fólk saman á
Skanderbegtorgi, miðsvæðis í Ti-
rana, höfuðborg landsins, en yfir
það gnæfir risastytta af Hoxha
fyrrum landsdrottni sem lést
1985. Voru fundarmenn hljóðir
en gerðu v-merki með fingrun-
um, eins og algengt var í Austur-
Evrópu meðan lýðræðisbylting-
arnar stóðu yfir s.l. ár. Lið Sigur-
imi, leynilögreglunnar, kom á
vettvang og dreifði fólkinu.
25. mars var knattspyrnuleikur
háður í smáborginni Kavaje
skammt suður af Durres, helstu
hafnarborg landsins, milli félag-
anna Besa þar í borg og Partizani
frá Tirana. Um 600 ungir áhorf-
endur tóku þá að hylla Ramiz
Alia, eftirmann Hoxha og núver-
andi leiðtoga Albana, en báðu
aftur á móti Hoxhafjölskyldunni
einskis góðs. Lögregla kom á
vettvang og dreifði unga fólkinu
með kylfum og gúmkúlum.
Mótmælaaðgerðir þessar eru
nánast einsdæmi þar í landi eftir
heimsstyrjöldina síðari og þykja
benda til þess að umskiptin í
Austur-Evrópu hafi ekki látið
Albani ósnortna, enda munu
margir þeirra hafa fylgst með
þeim áhrifamiklu og örlagaríku
atburðum fyrir framan sjón-
varpstækin sín, sem þeir geta náð
inn á ítölskum, júgóslavneskum
og grískum sjónvarpssendingum.
Sagt er að einkum ungt fólk og
menntað sé mjög tekið að
þreytast á sinni harðráðu stjórn,
litlu neysluvöruframboði, mat-
vælaskömmtun og aðförum Sig-
urimi, sem margir eru hræddir
við. Hinsvegar kvað eldra fólk,
sem man örbirgðina fyrir valdatíð
kommúnista, vera til þess að gera
ánægt með sinn hag.
Haft er eftir andófsmönnum,
sem enn eru lítt skipulagðir, að
eldra fólk í forustu kommúnista-
flokksins spyrni við af hörku gegn
öllum breytingum í frjálsræði-
sátt. Oddviti þeirrar fylkingar
kvað vera Nexhmije Hoxha, 68
ára gömul ekkja Hoxha heitins.
Segja andófsmenn Ramiz Alia
eiga fullt í fangi með að hemja
NýUng-
verjastjóm
Jozsef Antall, einn af forustu-
mönnum Ungverska lýðræðis-
vettngsins, tilkynnti í gær að
hann hefði útnefnt ráðherra í
nýja ríkisstjórn. Að nýju stjórn-
inni standa auk Lýðræðisvett-
vangs, Óháði smábændaflokkur-
inn og Alþýðuflokkur svokallað-
ur, sem mun svipa til kristilegra
demókrata í Vestur-Evrópu.
Arpad Goncz, forseti Ung-
verjalands til bráðabirgða, fól
Antall að mynda stjórn eftir mik-
inn sigur flokks hans í þingkosn-
ingunum 8. apríl s.l. Er þetta
fyrsta ríkisstjórn Ungverja í yfir
40 ár sem er mynduð af öðrum en
kommúnistum. Talið er að nýja
stjórnin sverji sig inn í embætti í
næstu viku. Af 13 ráðherrum í
henni eru átta í Lýðræðisvett-
vangi, tveir í smábændaflokkn-
um, einn í Alþýðuflokknum og
tveir eru utan flokka. í Reuters-
frétt segir að þeir séu allir karl-
menn, allir gáfaðir og menntaðir
vel og allir án reynslu af ráðherr-
astörfum.
hana og stuðningsmenn hennar.
Andófsmenn telja að Alia og aðr-
ir ráðamenn hafi ákveðið
breytingar þær í frjálsræðisátt,
sem nýlega voru tilkynntar þar-
lendis, eftir að hafa fylgst með
gangi mála undanfarið í Austur-
Evrópulöndum, sérstaklega hafi
þeim þótt mikið til koma hvernig
Rúmenar fóru að við sinn foring-
ja, Ceausescu, og konu hans.
Hafi Alia og hans menn óttast að
þannig kynni einnig að fara fyrir
þeim, ef þeir gæfu ekki eitthvað
eftir.
Andófsmenn eru enn hræddir
við að tala við erlenda frétta-
menn, en láta sig þó hafa það
sumir hverjir. Segja fréttamenn
það vera gagngera breytingu frá
því sem áður hafi verið, því að
þangað til eftir s.l. áramót hefðu
andófsmenn alls ekki hætt á að
ræða ónáægjuefni sín við útlend-
inga.
Reuter/-dþ.
■*' <* S * ti! tms ‘ . „V
- ~ ■ ' -•"r ...................................................I'“"“
Hátíðahöld við Menningarhöllina í Tirana, sem byggð var í stalínskum stíl — ólga vex í síðasta víqi rétttrúnaðarkomm-
unismans í Evrópu.
Krafíst að því sé lokað strax
Kjarnorkuverið við Greifswald
F
rá því að Tsjernobylslysið
varð hafa menn augun hjá sér
meira en áður var, gagnvart
hættunni sem stafað getur af
kjarnorkuverum og um þessar
mundir er kjarnorkuverið við
Greifswald í Austur-Þýskalandi
talið eitt það hættulegasta í Evr-
ópu. Sérfræðingar á vegum
þýsku ríkjanna beggja hafa nú
komist að þeirri niðurstöðu eftir
rækilega rannsókn að loka beri
veri þessu tafarlaust.
Sérfræðingarnir telja að ef
haldið verði áfram að starfrækja
kjarnorkuver þetta sé hætta á að
þar verði slys á við það, sem varð í
Tsjernobyl. Að sögn þeirra er
verið svo gallað að ekki myndi
duga til útilokunar hættunni að
endurbyggja það að meira eða
minna leyti. Að sögn vesturþýska
vikuritsins Der Spiegel kom upp
eldur í verinu 1976 og munaði þá
litlu að illa færi. Fleiri óhöpp hafa
orðið þar síðan og er mál margra
að full ástæða hefði verið til að
hætta starfrækslu versins fyrir
löngu.
Greifswald er á strönd Pom-
mernsflóa, skammt fyrir sunnan
eyna Rugen. Alvarlegt slys í ver-
inu gæti haft hinar hroðalegustu
afleiðingar í norðurhluta Austur-
Þýskalands, norðvestan til í Pól-
landi, á dönsku eyjunum og í
Suður-Svíþjóð, en hvar tjónið
yrði mest á fólki og lífríki myndi
ráðast af því hvert vindurinn blési
þá stundina. dþ.
Sovétríkin
í GATT
Sovétríkin hafa fengið aðild
sem áheyrnaraðili að Alþjóðlega
tollabandalaginu (GATT) og
voru tekin inn í það formlega í
Genf í gær. Er þetta til marks um
þá viðleitni Sovétríkjanna að
taka vaxandi þátt í efnahags- og
viðskiptamálum yfir heiminn all-
an. Óvissa um sovésk efna-
hagsmál og áhyggjur vestrænna
ríkja út af gangi mála viðvíkjandi
Eystrasaltsríkjum verða þó að
líkindum til að draga þessa þróun
á langinn. T.d. er talið að
allnokkur bið verði á því að So-
vétríkin fái aðild að Alþjóðlega
gj aldeyrissj óðnum.
Sammy Davis
látinn
Frá Los Angeles er tilkynnt að
Sammy Davis jr., einn frægustu
skemmtikrafta heims á þessari
öld, hafi látist í gær, 64 ára að
aldri. Banameinið var krabba-
mein í hálsi.
Sem listamaður var Sammy
Davis einkar fjölhæfur; hann
söng, dansaði, lék í kvikmyndum
og í leikhúsum, lék á þó nokkur
hljóðfæri og er þá ekki allt upp
talið sem hann kunni fyrir sér.
Hann fæddist í Harlem í New
York 8. des. 1925 og hóf listaferil
sinn þriggja ára að aldri, enda
stundaði fjölskylda hans dans- og
söngmennt. Mikið var jafnan um
hann fjallað í fjölmiðlum og ekki
einungis vegna listaafreka hans,
heldur og t.d. í tilefni þess að
hann tók gyðingatrú og út af
svalli hans með mönnum á borð
við Frank Sinatra, Dean Martin,
Joey Bishop og Peter Lawford.
Hann var kvæntur þremur kon-
um um dagana.
Reuter/-dþ.
Franskir gyðingar
Vilja til ísraels
Yfir 2000 franskar gyðingafjöl-
skyldur hafa undanfarna viku
haft samband við skrifstofu Jew-
ish Agency í París og spurt um
möguleika á að setjast að í Israel.
Venjulega eru fyrirspurnir um
það um 50 á viku, og fer ekki leynt
að vaxandi ótti franskra gyðinga
um öryggi sitt liggur að baki
aukningunni.
Sá ótti stafar af vanhelgun
grafreits gyðinga í Carpentras í
Provence í s.l. viku, og eru gyð-
ingar raunar ekki einir um að
finna til óhugnaðar af því tilefni.
Á mánudag voru um 100.000
manns með í göngu í París, er til
var stofnað til að mótmæla hryll-
ingsverkinu. Um 700.000 gyðing-
ar búa í Frakklandi, eða fleiri en í
nokkru öðru Vestur-Evrópu-
landi.
Jewish Agency er óháð stofn-
un, en í nánu sambandi við ísrael
og aðstoðar fólk sem þangað vill
flytjast.
Reuter/-dþ.
Bræðravíg kristinna Líbana
Bardagar héldu í gær áfram
milli hersveita þeirra Michels
Aoun og Samirs Geagea, her-
stjóra þeirra tveggja er takast á
um völdin í Austur-Beirút, þar
sem kristnir menn búa. Var m.a.
beitt fosfórsprengjum og skrið-
drekum. í bardögum þessara að-
ila, sem staðið hafa með litlum
hvfldum í um 14 vikur, hafa nærri
1.100 manns verið drepnir og yfir
3.100 særðir og limlestir. Ekki
ber enn á því að annar aðilinn sé í
þann veginn að sigrast á hinum og
enn sem komið er hafa allar til-
raunir til að stilla til friðar með
þeim mistekist.
r
Forval
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. gatnamála-
stjórans í Reykjavík, auglýsir forval vegna fyrirhugaðs út-
boðs á undirbyggingu nyrðri akbrautar Sæbrautar (Sæt-
úns) frá Kringlumýrarbraut að Kalkofnsvegi.
Valdir verða 4-5 verktakar til að bjóða í verkið að loknu
forvali.
Heildarlengd gatna er um 2.200 m.
Gröftur um 40.000 m3.
Fyllingar um 40.000 m3.
Frárennslislagnir um 1.500 m.
Verkið skal hefja um miðjan júní og skal lokið eigi síðar en
15. september næstkomandi.
Forvalsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Forvalsgögnum skal skilað á sama stað eigi síðar en
miðvikudaginn 23. maí 1990, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKlfRBORGAR.
Frikirk|uvegi 3 - Simi 25800.
fsa
Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri
Laus er til umsóknar ein staða læknaritara á
lyflækningadeild.
Staðan er laus frá 1. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar veitir María Ásgrímsdóttir
læknafulltrúi.
Umsóknir sendist Vigni Sveinssyni skrifstofu-
stjóra fyrir 1. júní n.k.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
sími 96-22100
Fimmtudagur 17. maí 1990 ÞJÓÐVIUJINN - SÍÐA 5
Aðalfundur SIM
Aðalfundur SÍM, Sambands íslenskra mynd-
listarmanna, verður haldinn laugardaginn 19.
maí kl. 14.00 á Holiday Inn, Sigtúni 38, Reykja-
vík.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin