Þjóðviljinn - 17.05.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.05.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Eyjafjörður Lúðuklak hafið Lúðuklak er hafið í tilraunastöð Fiskeldis Eyjafjarðar annað árið í röð. Fyrstu lirfurnar klöktust út fyrir rúmri viku Yfir þrjátíu stórlúður eru í til- raunastöðinni. Sú fyrsta er byrjuð að hrygna og nokkrar aðrar eru greinilega að búa sig „Segðu ekki nei, segðu kannski, kannski," raula aðdáendur Dy- lans þessa dagana en að öllum lík- indum mætir kappinn hingað í Juni' Listahátíð Mætir Bob Dylan? Nú standa yfir samningavið- ræður við umboðsmann Bobs Dy- lans um tónleika hér á iandi í júní. Bob Dylan hafði komið til greina sem gestur Listahátíðar fyrr en verð það sem kappinn setti upp var sjóðum hátíðarinnar ofviða. Nú hefur hins vegar frést að goðið sé reiðubúið til að lækka verðið og eru nú aðeins smámun- ir sem standa í vegi fyrir því að samningar náist. Heyrst hefur að Dylan ætli að troða upp á Roskilde hátíðinni og gæti hann því millilent hér og sungið fyrir landann. En eins og menn vita eru stórstjörnur oft dyntóttar og enn hefur ekki verið skrifað undir samningana. Þó virðast töluverðar líkur á því að popparinn mæti hingað í lok júní aðdáendum hans eflaust til mik- illar ánægju. BE undir hrygningu. Lirfurnar eru enn á kviðpokastigi og ekki verð- ur byrjað að fóðra þær fyrr en í júnibyrjun þegar þær hafa náð nægjanlegum þroska. Mjög vandasamt er að ala lirf- urnar upp og finna rétt fæði fyrir þær. Allar lirfurnar drápust í fyrra í fyrsta skipti sem þetta var reynt á íslandi. Tekist hefur að ala upp örfá seiði í hverjum ár- gangi í tilraunastöðvum í Noregi en ekki hefur verið hægt að fjöldaframleiða í nægjanlegu magni til að það geti verið arð- bært. Ólafur Halldórsson fiskifræð- ingur og framkvæmdastjóri Fisk- eldis Eyjafjarðar segist samt binda miklar vonir við framtíð lúðueldis. Hann sagði í viðtali við Þjóðviljann að hann teldi að innan nokkurra ára yrði hægt að fjöldaframleiða lúðulirfur á hag- kvæman hátt. Fyrstu forrannsóknir fyrir stofnun lúðueldisstöðvar við Eyjafjörð hófust árið 1987. Ein- göngu er stefnt að klakstöð og eldisstöð fyrir lúðulirfur að svo komnu máli. Rannsóknirnar eru fjármagnaðar af hluthöfum Fisk- eldis Eyjafjarðar hf. sem eru 51 að tölu og er innborgað hlutafé rúmar 40 miljónir. Ennfremur hafa sjávarútvegs- ráðuneytið og Rannsóknasjóður veitt styrki til tilraunanna. Sjá- varútvegsráðneytið lagði fram sex miljón króna styrk í fyrra og sömu upphæð á þessu ári. Styrk- ur Rannsóknarráðs var fjórar miljónir í fyrra en þrjár miljónir í ár. Þá er Fiskeldi Eyjafjarðar í þann veginn að hefja samstarf við Fiskirannsóknarstofu Færeyja sem einnig er að vinna að tilraun- um með lúðuklak og lúðueldi. Fyrirtækin koma til með að skipta með sér verkefnum og skiptast á upplýsingum. Sam- starfsnefnd Vestur-Norðurlanda veitir 400 þúsund danskar krónur í styrk til þessarar samvinnu í ár. -rb Reykjanesbraut 230 miljónir í endurbætur Á nœstu þremur árum verður slitlag Reykja- nesbrautar lagað og endurbœtt. Anæstu þremur árum verða gerðar lagfæringar á slitlagi Reykjanesbrautar, öðru nafni Keflavíkurvegar, sem áætlað er að kosti 230 miljónir króna. Slys- atíðni á Reykjanesbraut er svipuð og á þjóðvegum landsins og eru slys vegna útafaksturs lang al- gengust eða 66%,, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar ríkis- ins. Slys þar sem meiðsl eiga sér stað á fólki eru 78% algengari á Reykjanesbraut en á Suðurlands- vegi, þar sem umferð er svipuð. A blaðamannafundi sem Vegagerðin, lögreglan og um- ferðaráð boðuðu til í gær, kom fram að endanlega verður lokið við gerð nýs slitlags á Reykjanes- braut árið 1993. Rögnvaldur Jónsson umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar sagði djúp för hafa myndast á veginum og væri hann því varasamur í rigningu. Að meðaltali færu um 5.000 bflar um veginn á hverjum degi en áætlanir gerðu ráð fyrir að árið 2005 fari um 8.000 bflar um Reykjanesbraut daglega. Full- trúar lögreglunnar vöktu athygli á því að umferðin væri ekki jöfn yfir daginn, heldur væru ákveðnir álagstímar á veginum. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Þórðarsonar formanns umferðar- ráðs hafa 35 manns látið lífið á Reykjanesbraut frá því hún var gerð. Af þeim hafa 21 dáið í árekstri, 4 í bflveltum, 5 í útaf- keyrslum og 5 einstaklingar hafa orðið fyrir bfl á veginum. í samantekt sem Rögnvaldur Jóns- son hefur gert kemur fram að mun fleiri óhöpp þar sem slys verða á fólki, hafa orðið á Reykjanesbraut en á Suðurlands- vegi á árunum 1984-1988. Ef mið- að er við fjölda slysa á hverja milljón ökutækja sem fara um þessa vegi, er tíðni slysa á Suður- landsvegi 0,23 en 0,41 á Reykja- nesbraut. Telja menn að þetta megi ma. rekja til þess hvað landslag í kring um Reykjanes- brautina er hrjóstrugra en í kring um Suðurlandsveg. -hmp hólmfmannabÚStaðÍr V'ð Hrin9brautina' Reykíavík- Húsbréfakerfinu er ekki ætlað að leysa fólagslega húsnæðiskerfið af Húsnœðislán Húsbréf em happdrætti ann 15. maí varð húsbréfa- kerfið opið öllum til kaupa á notuðu húsnæði. Áður var það einungis opið þeim sem sótt höfðu um lán hjá Byggingarsjóði ríkis- ins fyrir 15. mars í fyrra og voru lánshæfir. Bréfin eru hálfgerð happdrættisbréf í fleiri en einum skilningi. Húsbréfaeigandi gæti fengið allt að 17 prósenta rauná- vöxtun innan árs ef hann er hepp- inn. Og enn er deilt um áhrif húsbréfanna á fasteignamarkað- inn í framtíðinni. Umsóknum um húsbréfafyrir- greiðslu snarfjölgaði við það að húsbréfakerfið var opnað öllum til kaupa á notuðu húsnæði. Um fimm hundruð hafa sótt um hús- bréfafyrirgreiðslu frá því að byrj- að var að taka við umsóknum samkvæmt nýju reglunum um síðustu mánaðamót. Til samanburðar má nefna að einungis 460 umsóknir höfðu borist um húsnæðisbréf frá því að þau voru fyrst tekin upp fyrir rúmu ári. Hluti þeirra umsóícna var endurnýjun á eldri umsókn- um þar sem loforð um húsnæðis- bréfafyrirgreiðslu fellur úr gildi ef það er ekki nýtt innan fjögurra mánaða. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðis- málastofnunar segir að svo virðist sem húseigendur, sem séu að stækka við sig, sæki einna mest í húsbréfin frekar en þeir sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta skipti. Búast má við að ásókn í hús- bréfin aukist enn frekar í haust þegar byrjað verður að afgreiða húsbréf vegna nýbygginga 15. nóvember. Engin áform eru samt um að leggja niður núverandi lánakerfi enn sem komið er þrátt fyrir til- komu húsbréfanna. Áhrif húsbréfanna Enn er óljóst hvaða áhrif hús- bréfin koma til með að hafa á fasteignamarkaðinn. Áhrif eru hverfandi enn sem komið er þai sem einungis um 180 húsk- aupendur hafa fengið húsbréf fr; því að kerfið var fyrst tekið upp. Til samanburðar má nefna að níu til tíu þúsund lán hafa verið afgreidd frá því að núverandi húsnæðislánakerfi var tekið upp í september 1986 og að tæp níu þúsund lánsumsóknir á ýmsum afgreiðslustigum liggja nú fyrir. Þeir sem eiga fullan lánsrétt samkvæmt gamla kerfinu hafa fæstir sýnt húsbréfunum mikinn áhuga enn sem komið er enda er greiðslubyrði þeirra hærri. Þau eru endurgreidd á 25 árum í stað 40 samkvæmt almenna kerfinu og húsbréfin bera hærri vexti. Hins vegar býður húsbréfa- kerfið húseigendum, sem vilja stækka við sig, upp á meiri láns- möguleika en gamla kerfið. Tilkoma húsbréfanna virðist því geta aukið ásókn í stórar íbúðir. Friðrik Stefánsson fast- eignasali hjá Þingholti segist bú- ast við að húsbréfin auki hrey- fingu á markaðnum. Hugsanlega leiði það til nokkurrar þenslu í ákveðnum flokkum húsnæðis, sérstaklega sérbýli í minni kant- inum svo fremi sem ekki verði mikil afföll í endursölu húsbréf- anna. Ólíklegt er samt að húsbréfin leiði til mikillar verðhækkunar. Fasteignaverð á Reykjavíkur- svæðinu hefur haldist mjög hátt frá 1986. Það hefur aldrei haldist hátt lengur en í fjögur ár svo að undir venjulegum kringumstæð- um mætti búast við nokkurri lækkun á raunverði innan árs. í BRENNIDEPLI Húsbréfin gætu hugsanlega frestað þeirri verðlækkun sem annars væri fyrirsjáanleg. Ekki er samt hægt að útiloka að þau leiði til þess að litlar íbúðir lækki til- tölulega í verði samanborið við stærra húsnæði. Það gæti gerst ef eigendur smáíbúða notfærðu sér húsbréfin til að flytja í stærra húsnæði. Heildarupphæð húsbréfalána er ekki komin upp í nema um 500 miljónir króna. Þar af virðist sem 100 miljónir gangi enn kaupum og sölu við húsnæðiskaup eða að fólk hafi ákveðið að halda bréf- unum. Þetta er tiltölulega lág upp- hæð. En ef mikið magn húsbréfa kemst í umferð á verðbréfam- örkuðum gætu sveiflur á mark- aðnum haft áhrif á húsnæðisverð til hækkunar eða lækkunar eftir því hvernig vextir breytast. Nýtist hátekju- fólki betur Samkvæmt húsbréfakerfinu er lánsréttur umsækenda reiknaður út á grundvelli greiðslugetu hans. Hátekjufólk og þeir sem eiga skuldlaust húsnæði fyrir hafa því möguleika hærra láni en lág- tekjufólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Húsbréfalán getur samt aldrei orðið hærra en 65 prósent af kaupverði eða bruna- bótamati eftir því hvort er lægra. Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ segir að ASÍ hafi verið á móti húsbréfakerfinu vegna þess að með því sé ráðist gegn kerfi sem stefndi til jöfnuðar og hafði enn ekki fengið tíma til að sanna sig. Ari segir að húsbréfakerfið sé ófélagslegra en það kerfi sem sé fyrir. Það nýtist þeim betur sem hafa mikla greiðslumöguleika en lágtekjufólki. Hann óttist að þessi mikla innspýting á pening- um hafi ósækileg áhrif á peninga- markaðinn og leiði til hærra húsnæðisverðs en ella og hærri vaxta. Sigurður Geirsson forstöðu- maður húsbréfadeildar segir að húsbréfakerfinu hafi aldrei verið ætlað að leysa allan vandann. Það verði að leysa húsnæðismál þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu með öðrum hætti í gegnum félagslega húsnæðiskerf- ið. Sigurður segist ekki muna til þess að neinum hafi enn verið al- veg hafnað um húsbréfalán vegna of lítillar greiðslugetu. Hins veg- ar hafi lánsheimildin verið svo lág í nokkrum tilvikum að viðkom- andi hafi verið bent á að snúa sér frekar til félagslega íbúðakerfis- ins. Húsbréfin eru happdrættis- fjárfesting Húsbréfin eru að því leyti frá- brugðin öðrum verðbréfum að þau hafa ekki fasta innlausnar- daga. Þess í stað er notuð tölva í Háskólanum til að draga árlega út númer eins húsbréfs af hverj- um 25 og greiða það að fullu. Það er þannig algjört happ- drætti hvort húsbréfaeigandi fær bréf sitt greitt strax á fyrsta ári, eftir tíu ár eða kannski ekki fyrr en eftir 25 ár. Húsbréfalánin bera 5,75% vexti en eru seld með afföllum á verðbréfamarkaðnum. Afföll þeirra eru nú um og yfir 9,2%. Það gerir 6,2% raunvexti á ári ef þau eru ekki innleyst fyrr en eftir 25 ár. En ef númer húsbréfs, sem keypt er núna samkvæmt gang- verði, kemurupp strax í febrúar á næsta ári fær eigandi þess um 17% raunvexti sem er einhver besta ávöxtun sem býðst. Það hlýtur samt að teljast ólík- legt að almennir sparifjáreigend- ur séu sólgnir í slík happdrættis- bréf sem þeir vita ekki hvenær þeir fá greidd. Mun líklegra er að stórir fjárfestingaaðilar eins og lífeyrissjóðir kaupi húsbréfin vegna þess að þeir kaupa mörg bréf og geta verið öruggir um að fá 4% þeirra greidd á ári. Fyrirmyndin að þessu útdrátt- arfyrirkomulagi mun komin frá T inum. Markmið þess mun vera ao tryggja jafnvægi í inn- og út- borgunum innan kerfisins. -rb Fimmtudagur 17. maí 1990 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.