Þjóðviljinn - 19.05.1990, Síða 2

Þjóðviljinn - 19.05.1990, Síða 2
Skoðanakönnun Davíð á undanhaldi Miðað viðfyrri kannanirferfylgi Sjálfstœðisflokksins minnkandi. Nýr vettvangur í sókn Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer minnkandi ef marka má niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið og birt var í gær. Að sama skapi virðist sem Nýr vettvangur sé það framboð sem einna helst getur velgt sjálfs- tæðismeirihlutanum undir ugg- um. Samkvæmt niðurstööum könn- unarinnar á fylgi flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnark- osninganna fengi Sjálfstæðis- flokkurinn 55,9% atkvæða og 9 borgarfulltrúa. Það er all miklu minna en flokkurinn fékk í skoð- anakönnun sem DV gerði í lok . síðasta mánaðar en þá bentu nið- urstöður könnunarinnar til þess að hann fengi allt að 14 borgar- fulltrúa. í könnun Félagsvísindastofn- unar fær Nýr vettvangur 23,3% atkvæða og 3 borgarfulltrúa, Kvennalistinn 7,2% og einn full- trúa, Alþýðubandalag 6,7% og einn mann kjörinn og Framsókn- arflokkur 6,1% og einn fulltrúa í borgarstjórn. Grænt framboð fékk 0,6% atkvæða og engan mann en Flokkur mannsins ekk- ert. Spurt var í gegnum síma og í úrtakinu voru 918 manns í Reykjavík sem var slembiúrtak úr þjóðskrá. Fjöldi þeirra sem svöruðu var 618 eða 67% en 103 neituðu að svara eða 11%. Um 130 manns fundust ekki, fluttir, fjarverandi eða alls 14%. Sími . var lokaður hjá 7 manns eðá 1% og látnir, sjúkir eða erlendir ríkisborgarar voru 60 talsins eða 7%. Sigrún Magnúsdóttir efsti maður á B-lista Framsóknar- flokksins sagði niðurstöður könnunarinnar benda til þess að flokkurinn væri á réttri leið þó að þær sýndu jafnframt að á bratt- ann sé að sækja. Sigrún sagði að Framsóknarflokkurinn fengi ávallt meira fylgi þegar talið er upp úr kjörkössunum en í skoð- anakönnunum. Sigurjón Pétursson oddviti G- Iista Alþýðubandalagsins sagði könnuna sýna verri stöðu hjá flokknum en hann hafði búist við. Sigurjón sagði að ef þetta hefði verið niðurstaðan úr kjör- kössunum væri það mjög slæmt. Hins vegar hafí fylgi flokksins Hafís Varasamur skipum Enn er mikið af hafís skammt undan Vestfjörðum og er hann varasamur skipum. Þór Jakobs- son veðurfræðingur segir að fátt eitt bendi til þess að hann hrekist á brott á næstunni þar sem spáð er hægviðri á þessum slóðum. í ískönnunarflugi Landhelgis- gæslunnar í fyrradag kom í ljós að gisin ísspöng er í aðeins 15 sjó- mílna fjarlægð út frá ísafjarðar- djúpi en aðalísjaðarinn er 40 míl- ur norðvestur frá Barða. Þá er ísinn 23 mflur norðvestur frá Straumnesi, 19 mflum norður frá Kögri, 20 mflur norður frá Homi, 32 mflur norður frá Skaga, 30 mfl- ur vestur frá Kolbeinsey og 26 mflur norður frá eynni. Þá hefur ísinn borist austur á bóginn og í könnunarflugi Gæsl- unnar reyndist hann vera í 80 sjómflna fjarlægð frá Rauðanúp. -grh iðulega mælst mun verr í skoð- anakönnunum en reyndin hafi síðan orðið. Ólína Þorvarðardóttir sem skipar efsta sæti á H-lista Nýs vettvangs segir að niðurstöðurn- ar sýni það og sanni sem þau hafi fundið fyrir síðustu daga og vik- ur. Ólína segir að nú sjáist það svart á hvítu að Nýr vettvangur er eina raunhæfa mótvægið við of- urefli Sjálfstæðisflokksins í borg- inni sem er ágætis niðurstaða og hvetur til frekari dáða. Elín G. Ólafsdóttir sem er í efsta sæti á V-lista Kvennalistans segir niðurstöðurnar sýna að hlutfall D-listans sé alltof hátt og að V-listinn þurfi nauðsynlega að bæta við sig fylgi. Þó sé ekki öll nótt úti enn því vika sé til stefnu áður en kosið verður. -grh Þau sem hlutu dvalarstyrki Menningarsjóðs í ár ásamt formanni menntamálaráðs við afhendinguna í Næpunni í gær. Mynd:Jim Smart. Menntamálaráð Út vil ek Menningarsjóður styrkir listamenn til utanfarar Rithöfundarnir Birgir Sigurðs- son og Vigdís Grímsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir myndlista- maður og Blásarakvintett Reykjavíkur hlutu f gær styrki Menningarsjóðs að upphæð 100 þúsund krónur til þess að fara utan og dvelja þar við listiðkanir. Auk þess hlutu tólf listamenn ferðastyrki að upphæð 50 þúsund krónur. Sólrún Jensdóttir formaður Menntamálaráðs afhenti lista- mönnunum styrkina í gær. Alls bárust ráðinu um 60 umsóknir um utanfarastyrkina. Heildar- upphæð styrksins í ár er lægri en í fyrra vegna slæmrar fjárhags- stöðu sjóðsins af því að bókaút- gáfan stendur höllum fæti. Menntamálaráð er kosið af Al- þingi eftir hverjar þingkosningar. Ráðið er skipað fimm fulltrúum sem annast stjóm Menningar- sjóðs. Meginverkefni sjóðsins er að standa að útgáfu ritverka sem almennir bókaútgefendur ráða síður við. BE Hæstiréttur Máli Halls vísað fra Meirihluti dómara í Hæstarétti hefur vísað máli ákæruvaldsins gegn Halli Magnússyni blaða- manni á Tímanum frá dómi. Þrír dómarar af flmm voru sammála um þetta og ástæðan er ófullnægj - andi málatilbúnaður ákæruvald- sins. Framhald málsins er óljóst. Undirréttur hafði fundið Hall sekan um ærumeiðandi ummæli í garð séra Þóris Stephensens, staðarhaldara í Viðey. Hallur hafði verið dæmdur til þess að greiða séra Þóri miskabætur og til þess að greiða sakarkostnað. Tveir dómarar Hæstaréttar vildu staðfesta dóm undirréttar yfir Halli. -gg Sorpmót- mæli ítekuð Bæjarráð Mosfellsbæjar ítrek- aði í gær fyrri mótmæli gegn fyrirhugaðri sorpböggunarstöð í Gufunesi. í ályktun bæjarráðs segir m.a. að í ljósi þeirrar umfjöllunar sem orðið hafi að undanförnu um sorpböggunarstöð í Gufunesi vilji bæjarráð Mosfellsbæjar enn og aftur ítreka mótmæli sín gegn urðun sorps í Álfsnesi. Bæjarráð krefst þess af stjórn Sorpeyðingar höfuðborgasvæðis- ins að sorpböggunarstöðin verði byggð á lóð byggðarsamlagsins í Hafnarfirði og að sorpið verði urðað í Trygghólamýri við Krísu- vík fjarri mannabyggð. Bæjarráð Mosfellsbæjar telur að með þessu geti skapast friður milli allra sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu um málið. -rb Vöruskipti Hagstæð um 3,6 miljaröa Vöruskiptajöfnuðurínn á fyrstu þrem mánuðu þessa árs var hagstæður um 3,6 mijjarða króna, sem er mjög svipað og á sama tíma í fyrra, en þá var hann hagstæður um 3,5 mijjarða króna á sama gengi. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 19,9 miljarða króna en inn fyrir 16,3 miljarða. _sáf Grundarkjör Farið fram á rannsókn Félag íslenskra stórkaupmanna óskar rannsóknar á meintri lagersöfnun fyrir hönd félagsmanna sinna Félag íslenskra stórkaupmanna hefur farið fram á það við Rannsóknarlögreglu ríkisins að hún rannsaki viðskipti Grundar- kjörs við ellefu fyrirtæki sem að- ild eiga að FÍS. Samkvæmt til- kynningu frá FIS skuldar Grund- arkjör þessum heildsölufyrir- tækjum 14,6 miljjónir króna. í tilkynningu FÍS segir að Grundarkjör hafi allt fram að lokun verslana þess, fengið af- greiddar vörur frá fyrirtækjunum ellefu. í fjölda tilvika hafi engar greiðslur fengist fyrir vörurnar frá Grundarkjöri. Þá hafi Grund- arkjör ekki boðist til að skila því sem eftir var af birgðum við lok- un verslana fyrirtækisins. Félag íslenskra stórkaup- manna óskar eftir því að rann- sókn Rannsóknarlögreglu beinist að fjórum þáttum og kannað verði hvort um refsiverða hátt- semi hafi verið að ræða. í fyrsta lagi hvort Grundarkjör hafi af- hent þriðja aðila ógreiddar vörur og þannig skotið eignum sem Grundarkjör hafi ekki borgað fyrir undan óumflýjanlegu gjaldþroti. I öðru lagi hvort Grundarkjör hafí með lagersöfn- un sinni vísvitandi svikið vörur út úr heildverslunum. í þriðja lagi hvort eigendur Grundarkjörs hafi á síðustu mánuðum tekið fé út úr rekstri fyrirtækisins til einkanota og þannig rýrt greiðslugetu Grundarkjörs með óeðlilegum hætti og að lokum hvort eigendur hafi haldið rekstri áfram löngu eftir að ljóst var að greiðslugeta fyrirtækisins var þorrin. FÍS vill einnig vita hvort um refsivert athæfi hafi verið að ræða þegar Grundarkjör gaf út ávísanir sem reyndust innistæðu- lausar. . -hrnp Nemendafélag listaskólanna Svavar kaupi SS-hús Listnemar skora á menntamálaráðherra að kaupa nýbyggingu Sláturfélags Suðurlands undir listaskóla Nemendur IVlyndlista- og hand- íðaskóla Islands, Tónlistar- skóla Reykjavfkur og Leiklistar- skóla íslands skora á menntamálaráðherra að kaupa nýbyggingu Sláturféiags Suður- lands til að leysa húsnæðisvanda skólanna. Listnemar hafa undanfarið safnað undirskriftum undir áskorun til menntamálaráðherra og verða þær afhentar Svavari Gestssyni á Kjarvalsstöðum á morgun, þar sem nú stendur yfir sýning á lokaverkefnum nem- enda Myndlista- og handíða- skólans. Safnast hafa nokkur þúsund undirskriftir nemenda og kenn- ara skólanna, auk þess hefur fjöldinn allur af starfandi lista- mönnum og fleira listelskandi fólk sknfað undir áskorun list- nema. 2 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. maf 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.