Þjóðviljinn - 19.05.1990, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 19.05.1990, Qupperneq 5
VIÐHORF Berjumst fyrir sigri í borginni Það ríkir óneitanlega deyfð í kringum borgarstjórnarkosning- arnar. Þessi deyfð hjálpar fyrst og fremst ríkjandi meirihluta Sjálf- stæðisflokksins. Þessi deyfð er einhvers konar vítahringur. Menn halda að það sé ekki hægt að fella Sjálfstæðis- flokkinn núna, og því sé til einsk- is að vera að gera mikið úr þessu. Og ef vinstra fólkið, andstæðing- ar Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki baráttuna, þá verður heldur engin barátta. Vinstra fólk þarf að rífa sig upp úr þessari deyfð, og gera grein fyrir því í sínu umhverfi að sveitarstjórnarkosningar eru mikið hagsmunamál, á margan hátt beinna og skýrara hagsmunamál en alþingiskosn- ingar. Við eigum að hætta að láta nið- urstöður skoðanakannana draga úr okkur kjarkinn. Það er líka vítahringur. Úrslit almennra kosninga ráðast nefnilega endan- lega úti á meðal fólksins. Ef vinstra fólk trúir á að skoðana- kannanir tjái hina endanlegu niðurstöðu og hengir svo bara haus í uppgjöf og svartsýni, dreg- ur það heldur enga með sér á vinnustaðnum eða götunni. Og úrslitin verða eins og spáð er. Það er hins vegar nýlegt dæmi um það, frá síðustu borgarstjórnar- kosningum, að Alþýðubandalag- ið fékk sáralítið út úr skoðana- könnunum, en fór ágætlega út úr kosningunum og kom þremur mönnunm í borgarstjórn. 3 menn fyrir G listann Alþýðubandalagið á að stefna Ragnar Stefánsson skrifar á það að fá 3 menn kosna í borg- arstjórn. Ég veit að margir telja alveg fráleitt að tala svona. Ég er ekkert að láta í té með þessu hvað ég tel vera líkleg úrslit. Úrslitin ráðast nefnilega fyrst og fremst af því starfi sem unnið verður fram að kosningum, en ekki spám mín- um eða annarra. Ástæðan fyrir verið svo nátengd venjulegu basl- andi alþýðufólki, og þeirri félags- legu baráttu, jafnréttisbaráttu, sem þetta fólk skilur og styður. Kosningabarátta frá manni til manns Reykvíkingar sem vilja meiri sem getur verið athvarf nemenda allan daginn til bóknáms og listnáms er ekki síður mikilvægt jafnréttismál heldur en dagheim- ili fyrir hina yngstu. Hann er listi þeirra sem vilja meiri aðstoð við aldraða og ör- yrkja, t.d. með stóraukinni heim- ilishjálp. Ástœðanfyrirþví að ég vil sérstaklega leggja áhersluá3. sœtið, eraðþarsiturGuðrún Óladóttir varaformaður Sóknar. Hún ermeð- al hinna baráttuglöðustu í verkalýðshreyfing- unni... því að ég vil sérstaklega leggja áherslu á 3. sætið er að þar situr Guðrún Óladóttir, varaformaður Sóknar. Hún er meðal hinna bar- áttuglöðustu í verkalýðsforyst- unni bæði hvað varðar kjör, fé- lagslegar umbætur og jafnrétti. Þeir sem hafa barist fyrir vígreif- ari og lýðræðislegri verkalýð- shreyfingu eiga skilyrðislaust að stuðla að því að Guðrún verði kosin, svo ég tali nú ekki um alla þá sem gengu niður Laugaveginn með Rauðri verkalýðseiningu 1. maí hér á árum áður. Ég er ekki með þessu að segja að Sigurjón og Guðrún Ágústs- dóttir séu ekki góðir kostir líka. Það sem ég meina er að Guðrún Óla hefur í lífi sínu og baráttu samneyslu og samhjálp eiga að berjast fyrir góðum sigri G- listans, ekki bara af því hann set- ur fram góðar hugmyndir í kosn- ingastefnuskrá, heldur af því hann hefur haft forystu um bar- áttu fyrir slíkum hlutum í áratugi. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins hefur orðið að taka mark á til- lögum Alþýðubandalagsins að einhverju marki. Sigur Alþýðu- bandalagsins er þrýstingur á að tillögur þess nái í gegn, hvort sem íhaldið heldur meirihluta sínum eða ekki. G-listinn er tvímælalaust listi þeirra, sem vilja aukna þjónustu við börn og uppalendur, hvort sem er í sambandi við dagheimili eða skóla. Skóli sem er einsetinn, Alþýðubandalagið í Reykjavík er framboð þeirra sem vilja hjálpa unglingum á glapstigum til betra mannlífs, sem vilja leggja til atlögu við eiturlyfjavandann og orsakir hans. Framboð þeirra sem vilja aðgerðir til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Alþýðubandalagið í Reykjavík er framboð þeirra, sem vilja að- gerðir við lausn húsnæðisvanda, sem vilja bættar almannasam- göngur. Framboð þeirra sem vilja berjast gegn spillingu og sóun á almannafé Reykvíkinga til fjárplógsmanna og til byggingar skrauthalla. Stöndum heils hugar Ég verð að viðurkenna að Kvennalistinn hefur á undan- förnum árum staðið fyrir mörgu því sama og Alþýðbandalagið, og hann hefur traustar og góðar bar- áttukonur í framboði. Munurinn er bara sá að framboð Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík stendur traustari fótum í veruleikanum. Meðan Kvennalistinn hvílir á hugmyndafræði „reynsluheims kvenna" getur hann ekki orðið varanlegur vettvangur alls þess alþýðufólks sem gerir kröfur um félagslegar umbætur. En þessi hugmyndafræði reynsluheims kvenna byggist á því að konur komist að réttari pólitískum nið- urstöðum en karlar vegna sér- stakrar lífsreynslu sinnar. Margir stuðningsmenn og fé- lagar Alþýðubandalagsins eru óánægðir vegna ríkisstjórnarinn- ar. Aðrir eru óánægðir vegna þeirra deilna sem urðu um ákvörðunina um að bjóða fram. Að láta þetta tvennt koma niður á G listanum í Reykjavík, væri að ráðast á þann sem síst skyldi. Alþýðubandalagsmenn eiga nú að styðja sitt fólk heils hugar, ekki bara með því að berjast fyrir fylgi við listann í sínu umhverfi. Það er einmitt þetta sem skiptir mestu máli, meira máli en allir kosningafundir, þótt þeir séu mikilvægir til að safna rök- semdum og styrkja andann. Ég hef tröllatrú á Alþýðu- bandalagsfólki ef það leggur sam- an, og ég trui því að með sam- I stilltu átaki sé hægt að vinna góð- an sigur. Ragnar Stefánsson Ragnar Stcfánssun cr jarðskjálfta- fræðingur. Samskipti borgar yfirvalda og Alþingis íslendinga Gunnlaugur Júlíusson skrifar Löggjafarsamkoma þjóðarinnar hefur sem stofnun á flestan hátt verið hafin yfir margskonar flokkadrætti og hversdagslegt hnotabit, þar sem almenn pólit- ísk samstaða hefur verið fyrir því að umgangast Alþingi á þann veg sem virðingu þess og stöðu í þjóðfélaginu sæmir. Slíkt er eðli- legt miðað við þann sess sem lög- gjafarþing hverrar þjóðar á að skipa. A þessu virðist þó vera orðin breyting í tíð núverandi borgar- stjóra. Athyglisvert er að rifja upp nokkur atriði í þessu sam- bandi. Byggingaráform Alþingis, staðsetning ráðhússins Alþingi hefur lengi verið í húsnæðisvandræðum og er starf- semi þess dreifð víða um miðbæ- inn, eða eftir því sem húsnæði hefur losnað í nágrenni þinghúss- ins. Ástandið í húsnæðismálum alþingismanna er fyrir löngu orð- ið óviðunandi og þarfnast bráðra úrbóta. Um hríð hefur verið rætt um að byggja í einu lagi yfir starfsemi þess, og var sú umræða komin mjög langt fyrir þremur árum síð- an. Þá hafði farið fram samkepp- ni milli arkitekta um nýbyggingu sem staðsett skyldi við hliðina á þinghúsinu og var umræða um byggingaráform komin mjög langt. Þá hefst skyndilega um- ræða um byggingu ráðhúss fyrir Reykjavíkurborg, og er í sjálfu sér allt gott um það að segja. En það merkilega var að ekki virtist annað koma til greina en að troða því niður í Tjarnarendann, beint fyrir framan fyrirhugaða nýbygg- ingu Alþingis, og var því hrint í framkvæmd í slíku hasti að borg- arstjórinn kom þrælkvefaður beint úr rúminu til að taka fyrstu Kaup borgarinnar á Hótel Borg Um tveggja ára skeið, eða eftir að bygging ráðhússins var ákveð- in og áform um nýbyggingu lögð á hilluna, þá hefur Alþingi haft augastað á Hótel Borg sem fram- tíðarhúsnæði fyrir skrifstofuað- stöðu þingmanna. Hótelrekstur á Borginni var orðinn óviðunandi á margan hátt, þrátt fyrir forna frægð þess, og var ekki séð að . .þá kemur einnig betur í Ijós að hún virðist hafa haft þann tilgang einan að sýnaAlþingi hver vœri húsbóndi í sínum heimabœ... “ skóflustunguna. Þar með var fæti brugðið fyrir öll byggingaráform Alþingis í miðbænum, bæði af jarðvegsfræðilegum ástæðum, svo og skipulagslegum. Það kem- ur æ betur í ljós eftir því sem ráð- húsið rís hærra upp úr grunnin- um, hve staðsetningin er mis- heppnuð og fáránleg. Þá kemur einnig betur í ljós að hún virðist hafa haft þann tilgang einan að sýna Alþingi hver væri húsbóndi í sínum heimabæ. hraðfara hrörnun hennar héldi vöku fyrir borgaryfirvöldum frekar en niðurníðsla miðbæjar- ins almennt. Menn geta síðan haft á því mismunandi skoðanir hvort eigi að reka hótel í „mið- bænum“ eða ekki en það er allt annað mál. Ekki var hægt að merkja að borgaryfirvöld sæu neitt athuga- vert við fyrirhuguð áform Al- þingis um kaup á Borginni, alla- vega var málið rætt á ýmsum stig- um um tveggja ára skeið, m.a. við borgaryfirvöld. Síðan ber svo við að þegar þessi umræða er komin á lokastig og fyrirhugað að ganga frá kaupunum innan mjög skamms tíma, þá er eins og mý- fluga hafi stungið borgarstjórann og hann gerir eigendum Borgar- innar tilboð sem þeir gátu ekki hafnað fyrir framan nefið á Al- þingi. Þa er allt í einu orðið afar mikilvægt að tryggja hótelrekstur í miðbænum, endurnýjun hótels- ins og viðbygging fyrirhuguð og mikið að gerast, þrátt fyrir að ekki hafi verið íað orði í þessa átt í þau tvö ár sem Alþingi var að velta því fyrir sér að kaupa Borg- ina. Tilgangur slíkrar framkomu virðist augljós eða sá að niður- lægja Alþingi og sýna því fram á hvar Davíð keypti ölið. Umhverfi Þinghússins Ekki verður svo skilið við þessa umræðu nema minnast á nánasta umhverfi þinghússins. Það er til slíkrar stórskammar að með eindæmum er. Niðurnídd hús og illa máluð eru í næsta ná- grenni og þar á bakvið er malar- holt sem notað er fyrir bflastæði og liggja á því trjádrumbar tvist og bast sem eiga að afmarka bfl- um pláss. Ég er hræddur um að íslendingum þætti tíðindum sæta ef umhverfi erlendra þjóðþinga væri háttað eins og hér er því mið- ur staðreynd. Það ætti að vera sjálfgefið stolt hverrar borgar þar sem þjóðþing er staðsett að um- hverfi þess sé á þann veg að sómi sé að, eða allavega stórskammar- laust. Flæmist Alþingi úr Reykjavík? Hér að framan hefur verið lýst á hvern hátt samskiptum Reykja- víkurborgar og Alþingis hefur verið háttað í nokkrum veiga- miklum atriðum á undanförnum árum. Sú lýsing er ófögur. Því hlýtur Alþingi að gera upp við sig innan tíðar hvort það muni starfa áfram í bakgarði ráðhússins og verða sífellt fyrir olnbogum hrokafulls borgarstjóra eða neyðist það til að flytja í annað sveitarfélag þar sem því yrði að öllum líkindum sýndur sá sómi sem því ber. Gunnlaugur Júlíusson er hagfræðing- ur og skipar 7. sæti G-listans í Revkja- vik. Laugardagur 19. maf 1990 [ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.