Þjóðviljinn - 19.05.1990, Page 10

Þjóðviljinn - 19.05.1990, Page 10
VIÐHORF Lýðræðislegt og mannúðlegt samfélag Eftir örfáa daga fáum við að kjósa. Loksins eftir 4 ár fáum við að láta í ljósi skoðanir okkar á því sem ráðamenn borgarinnar hafa gert eða látið hjá líða að gera. Á milli kosninga fá borgarbúar litlu sem engu að ráða um mál sín. Þeir sem fara með stjórn borgar- innar hafa þarafleiðandi sáralítið aðhald. Stjórnendur sem hafa lítið aðhald hafa mikil völd. Vald leiðir oft til spillingar. Algjört vald leiðir til algjörrar spillingar. Lýðræðislegt samfélag Lýðræðið er ekki atkvæðataln- ing á fjögurra ára fresti. í hugtak- inu lýðræði felast réttindi og skyldur kjósenda og kjörinna fulltrúa. Lýðræði felur það meðal annars í sér að áður en komist er að niðurstöðu skuli fara fram rökræða. Stjórnendur borgarinn- ar sem koma sér undan pólitísk- um rökræðum eru með því að auka vald sitt. Kjósandi sem Einar Gunnarsson skrifar skiptir sér ekki af stjórnmálum styður þann flokk sem hefur mest völd. Ég er þeirrar skoðunar að brýnasta verkefni væntanlegra borgarfulltrúa sé einmitt að finna leiðir til þess að veita stjórnend- um borgarinnar meira aðhaid en þeir hafa nú. Virkt lýðræði er að mínu mati besta vörnin gegn því að valdið spilli. Ég er líka þeirrar skoðunar að lýðræði sé besta trygginging fyrir því að borgin fái mannúðlegra yfirbragð en hún hefur nú. Ég hef trú á þvf að rökræða borgarbúa um máleíni barna, rökræða um málefni aldraðra og rökræða um önnur félagsleg málefni muni leiða til mannúðlegra borgarlífs. Eini flokkurinn sem hefur mót- aða stefnu í því hvernig má dreifa valdinu og auka lýðræðið er Al- þýðubandalagið. Því miður vant- ar okkur aukin áhrif í stjórnkerf- inu til þess að þessi stefna nái fram að ganga. >yÁ stæðanfyrir þessu er ekki eingöngu sú að Kópavogur greiðir mun betri laun, heldur líka sú að allur aðbúnaður starfsfólks er tilfyrir- myndar... “ Mannúðlegt samfélag Fólk sem af einhverjum ástæð- um fer á mis við það skjól og ör- yggi sem heimilið á að veita þarfnast stuðnings samfélagsins. Ungt fólk, sem mætir afskipta- leysi samfélagsins þegar það þarfnast umönnunar þess, verður tilfinningasljótt. Biturð og ör- vænting einkennir framkomu þess. Tilfinningasljótt, biturt og örvæntingarfullt fólk getur orðið umhverfi sínu hættulegt. Stjórn- endur sem gera sér þetta ekki ljóst eru því ennþá hættulegri. Umhyggja er að mínu mati virkari uppeldisaðferð þegar til lengdar lætur en refsing. Góð umönnun barna og unglinga er í - mínum huga fyrirbyggjandi starf. Þess vegna tel ég hana arðbæra þegar til lengdar lætur þó hún til skamms tíma sýnist dýrari en refsingin. Með góðri umönnun aldraðra erum við sem yngri erum ekki aðeins að endurgreiða það sem við skuldum þeim heldur einnig að leggja drög að framtíð- aröryggi okkar sjálfra. Ég er þeirrar skoðunar að samfélagið eigi fremur að sýna þegnum sín- um umhyggju en refsivöndinn. Kannski er það þess vegna sem ég er vinstri maður en ekki hægri maður. í komandi borgarstjórnar- kosningum veljum við á milii þess hvort áhersla verður lögð á mannúðleg sjónarmið eða sjón- armið markaðshyggjunnar. Mannfyrirlitning markaðshyggj- unnar hefst þar sem fjárráðin enda. Við sem erum vinstri menn beygjum okkur ekki undir þetta. Enda sjáum við það sem hlutverk okkar að hamla gegn mannfyrir- litningu markaðarins með því að halda á lofti virðingu fyrir mann- inum. Tökum málstað mannúðar. Markaðshyggja er mannskemm- andi. Öruggt val til vinstri. Velj- um G-listann. Einar Gunnarsson er formaður Fé- lags blikksmiða og skipar 6. sætið á G-Iista Alþýðubandalagsins í Reykja- vík. Al iR Utboö Efnisvinnsla á Vestfjörðum 1990 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í vinnslu á efni í 10 námum í ísafjarðar- og Barðastrandar- sýslum, nánar tiltekiö á svæðinu frá Skutulsfirði til Kollafjarðar. Áætlað magn 50.000 rúmmetrar. Verkskil skulu vera þannig: 12.500 m3 fyrir 15. júlt 1990, 13.000 m3 fyrir 1. nóvember 1990, 10.500 m3 fyrir 10. júll 1991 og 14.000 m3 fyrir 1. september 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 21. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 28. mai 1990. Vegamálastjóri V/M Utboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: w 1. Klæðlngar á Norðurlandl vestra 1990. V Magn: T vöföld klæðing 67.000 fermetrar, ein- föld klæðing 115.000 fermetrar. v'tííki skal kikið 1. saptember 1990. 2. Efnisvlnnsla á Norðurlandi vestra 1990. Magn: 22.000 rúmmetrar. Verki skal lokið 15. ágúst 1990. Útboðsgögn veröa afhent hjá Vegagerð rlkisins á Sauðárkróki og f Fteykjavfk (aðalgjaldkera) frá ogm eð 21. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 28. maí 1990. Vegamálastjóri MENNTAMÁLARÁÐUNiEYTIÐ Laus staða Við Kennaraháskóla íslands er laus til umsóknar staða lektors á sviði upplýsingatækni og tölvunotkunar I námi og kennslu. Umsækjandi skal hafa lokið viðurkenndu háskólanámi á sviði tölvunarfræði, upplýsingatækni eða kennslutækni, ásamt háskólaprófi I uppeldis- og kennslufræðum, t.d. kennaraprófi. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af kennslu og skólastarfi og hafi starfað að verkefnum tengdum upp- lýsingatækni og tölvunotkun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjandi skal láta fylgja umsókn sinni ítarlega skýrslu um ritsmíðar sínar og rannsóknir, svo og upplýs- ingar um námsferil sinn og störf. Þau verk, sem umsækj- andi óskar að dómnefnd fjalli um, skulu einnig fylgja. Umsóknir skulu hafa borist til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. júní n.k. Menntamálaráðuneytið, 17. maí 1990 AUGLYSINGAR (ff Utboð Félagsmalastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39, sími 678500 Staða áfengisfulltrúa Laus er staða áfengisfulltrúa Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar. Starfið felur í sér samhæfingu þjónustu stofnunarinnar á þessu sviði, ráðgjöf, forvarnir og meðferð mála áfengis-og vímuefnasjúklinga. Krafist er félagsráðgjafamenntunar eða sam- bærilegrar háskólamenntunar. Reynsla í meðferðarvinnu með áfengis- og vímuefnasjúklingum er mjög æskileg. Frekari upplýsingar veitir Gunnar Sandholt vfir- maður fjölskyldudeildar, sími 678500. Umsóknurr. skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 2. hæð á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 4. júní n.k. Slökkvistöðin í Reykjavík Laus staða í slökkviliðinu í Reykjavík er laus staða starfs- manna í eldvarnaeftirliti. Umsækjandi skal hafa tæknimenntun eða hafa langa starfsreynslu í slökkviliði. Umsóknir berist undirrituðum fyrir 17. júní 1990. Reykjavík 18. maí 1990 Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík AUGLÝSINGAR Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Reykjavíkur- hafnar óskar eftir tilboðum í byggingu kranabrautar fyrir Reykjavíkurhöfn, og nefnist verkið: Kleppsbakki - lenging í vestur - kranabraut Verkið er fólgið í rekstri steyptra staura undir kranabraut, byggingu brautarbita og frágangi regnvatnslagna og burð- arlags. Helstu verkþættir eru: 1. Rekstur á 34 steyptum straurum. 2. Bygging brautarbita alls 102 metrar. 3. Uppsetning kranaspora alls 102 metrar. 4. Lagning regnvatnslagna, alls 250 metrar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr.10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 12. júní 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í frágang á lóð, lagnir, byggingu spennistöðvar, geymslu ofl. við Útsýnishús á Öskjuhlíð. Helstu magntölur eru: Gröftur 2300 m2 Fylling og jöfnun 8900 m2 Landmótun 8300 m2 Hellulagnir 4000 m2 Malbik 3900 m2 Snjóbræðslulagnir 7900 m2 Pípulagnir 1600 m Verklok eru 1. október 1990. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 5. júní 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKÚRBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Borgarverkfræð- ings í Reykjavík óskar eftir tilboðum í að fullgera III. áfanga Grandaskóla. Stærð hússins er 855 m2. Lokið er að steypa undirstöður og botnplötu. Skilatími verks er 1. júlí 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 25.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 14. júní 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 Útboð Suðurlandsvegur um Múlakvísl 1990 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan greint verk. Lengd kafla 3,8 km, fyllingar 24.000 rúmme*ra og burðarlag 4.000 rúmmetrar. Verki skal lokið 10. september 1990 Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisini á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá o< með 21. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.0( þriðjudaginn 5. júní 1990. Vegamálastjóri

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.