Þjóðviljinn - 24.05.1990, Side 6

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Side 6
VIÐHORF Breyttar áherslur í málefnum aldraðra Guðrún Kr. Óladóttir skrifar Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig umhorfs verður þegar „kurteisa kynslóðin" líður undir lok. Kynslóðin sem nú telst ald- raðir íslendingar. Kynslóðin sem með elju og dugnaði braust út úr kreppu og gerði ísland að svo- kölluðu velferðarríki. Þessi kynslóð sem við hömpum á hátíðar- og tyllidögum, en kom- um fram við eins og börn eða vandamál sem þyrfti að leysa. Vandamál, sem hinir öldruðu fá ekki að taka þátt í að finna lausn á! Nútímaþjóðfélagið ísland er nefnilega hannað fyrir fólk á aldr- inum 30 til 60 ára, sem helst á að hafa komið sér upp húsnæði, allir hinir aldurshóparnir eru vanda- mál. Börnin eru vandamál, því hver á að gæta þeirra meðan pabbi og mamma eru að komast í hönnunarklassann, eigið hús- næði, sem er skilyrði fyrir því að teljast maður með mönnum á fs- landi? Unglingar eru líka alveg svakalegt vandamál, því þeir eiga það til að gera óskunda í bænum um helgar vegna þess að þeir hafa engan almennilegan stað til að koma saman á. Námsmenn eru líka bölvað vandamál, því jafn- framt því sem við keppumst að því að koma okkur upp kofanum, neyðumst við til að halda þeim uppi á meðan á námi stendur. Allt þetta truflar klifur okkar upp í meðalmennskuna. Og svo er það stóra vandamál- ið, - þessir gömlu, fólkið sem á engan rétt á sér af því það er ekki lengur markaðshæf söluvara. „Æ, það verður að leysa þetta vandamál, við þyrftum helst að byggja sérhannaðar nýlendur fyrir þessa kynslóð, þar sem það getur dundað sér við föndur og dútl og helst í engum tengslum við okkur, klassafólk, hvað þá þá sem yngri eru!“ Skyldum við, kröfuharða klassakynslóðin láta bjóða okkur slíkt virðingarleysi þegar við komumst á þeirra aldur? Ætlum við að láta líta á öldrun sem sjúkdóm og aldraða sem frávikshóp þegar við verðum gömul? Ætlum við að hætta að fá að ráða nokkru um okkar mál þegar við eldumst? Kurteisa kyn- slóðin sem kepptist við að skapa okkar þjóðarauð, og skóp þetta klassafýrirkomulag,því viðhorfið var: „Börnin mín eiga sko ekki að þurfa að hafa það jafn skítt í lífinu og ég“, kann svo ekki að fóta sig í einstiginu, því hún var alin upp við allt aðrar aðstæður en við hin. Hún var alin upp innan um afa sína og ömmur, frændur og frænkur, á heimilum þar sem all- ar kynslóðirnar voru ein eining. Við sem erum í framboði fyrir G-listann viljum gjörbreyttan hugsunarhátt varðandi málefni aldraðra. - Við viljum í fyrsta lagi, að aldraðir Reykvíkingar fái að taka þátt í ákvarðanatöku um eigin málefni. Síðastliðinn vetur flutti fulltrúi G-listans í Félags- málaráði tillögu þess efnis að Fé- lag eldri borgara, sem er félags- skapur um 700 aldraðra Reykvík- inga, fengi áheyrnarfulltrúa í ráð- inu þegar málefni sem snerta aldraða eru rædd. Tillaga sem þótti fráleit var felld af íhalds- meirihlutanum í ráðinu en fyrir nokkrum árum þótti sjálfsagt að fulltrúi kaupmanna sæti alla fundi skipulagsnefndar. Þetta er dæmigert um verðmætamat borg- arstjórnarmeirihlutans. Við viljum að aldraðir Reykvíkingar fái valkosti um það hvernig þeir hyggist eyða ævi- kvöldinu, hvort sem um er að ræða eigin heimili, í sambýli, þjónustuíbúðum, sérhönnuðum leiguíbúðum eða í stofnunum - Við viljum að aldraðir eigi allir, án tillits til efnahags, jafnan rétt á öruggu húsnæði, aðstoð og að- hlynningu í ellinni. í Reykjavík hefur engin sérhönnuð leiguíbúð fyrir aldraða verið tekin í notkun síðan á vordögum 1986, þrátt fyrir að fyrir liggi gífurlegir bið- listar. - Við viljum stórelía heimaþjónustu og að átak verði gert í því að laða til hennar gott starfsfólk. - Við viljum að ald- raðir Reykvíkingar sem kjósa að dvelja á eigin heimili, eigi kost á vaktaskiptri heimaþjónustu allan sólarhringinn, en þeir fáu sem nú fá einhverja þjónustu, eiga henn- ar eingöngu kost á virkum dögum, ádagvinnutíma, þjónust- an er bönnuð um helgar. - Til að leysa úr brýnustu umönnunar- vanda og húsnæðismálum aldr- aðra, viljum við verja um 20% af framkvæmdafé borgarinnar, sem alls eru 3 miljarðar á ári, það er fyrir utan framkvæmdafé til gatna og holræsa. Þegar þessum brýnustu vandamálum hefur ver- ið mætt, getum við farið að hugsa fram á veginn, hvernig við, klass- akynslóðin, ætlum okkur að eyða ævikvöldinu. Sjálf vildi ég búa í húsnæði þar sem allar kynslóð- irnar eru undir einu og sama þaki. - Húsnæðiseiningu, þar sem barnaheimili væru í einu horni, skóli í öðru, íbúðir fyrir venjulegar fjölskyldur og svo sér- hannaðar íbúðir fyrir aldraða. Einingin þyrfti ekkert endilega að vera stór, en það sem máli skiptir er að til þess að brjóta upp þetta andstyggilega þjóðfélags- mynstur klassakynslóðarinnar þarf að brúa bilið milli kynslóð- anna, þannig að þær geti lifað í sátt og samlyndi frá vöggu til grafar. Við hjá G-listanum í Reykja- vík viljum fyrirmyndarborg í fé- lagslegum efnum sem íbúarnir skapa sameiginlega, ungir sem aldnir. - Til þess að svo megi verða er valið x-G Guðrún Kr. Óladóttir er varaformað- ur Sóknar og skipar 3ja sæti G-Iista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. 1. kjördeild: 2. kjördeild: 3. kjördeild: 4. kjördeild: 5. kjördeild: AUGLYSING um bæjarstjórnarkosningarnar i Hafnarfirði laugardaginn 26. maí 1990 Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 23:00. Kosið verður í Lækjarskóla, Víðistaðaskóla, á Hrafnistu og á Sólvangi. Kjósendur skiptast á kjörstaði og í kjördeildir eftir lögheimili 1. desember 1989 sem hér segir: LÆKJARSKÓLI Óstaðsett hús, Álfaberg til og með Bæjarhraun. Dalshraun til og með Hringbraut. Hvaleyrarbraut til og með Melabraut. Melholt til og með Suðurbraut 4-10. Suðurbraut 12-28 til og með Öltutún, svo og óstaðsett hús (Berg, Brandsbær, Haukaberg, Hraunberg, Jófríðar- staðir, Krýsuvík, Lindarberg, Lyngberg, Reykholt, Setberg, Skálaberg, Stóraberg og Stórhöfði). VÍÐISTAÐASKÓLI Blómvangur til og með Hjallabraut 1-17. Hjallabraut 19-96 til og með Miðvangur 1-107. Miðvangur 108-167 til og með Þrúðvangur, svo og óstaðsett hús (Brúsastaðir 1, Brúsastaöir 2, Eyrarhraun, Fagrihvammur, Langeyri, Ljósaklif og Sæból). HRAFNISTA 9. kjördeild: Vistfólk með lögheimili á Hrafnistu. SÓLVANGUR 10. kjördeild: Vistfólk með lögheimili á Sólvangi. Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í kennarastofu Lækjarskóla. Talning fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst strax að loknum kjörfundi. Undirkjörstjórnir mæti í Lækjarskóla kl. 9:00. YFIRKJÖRSTJÓRN HAFNARFJARÐARKAUPSTAÐAR 21. MAÍ1990 Gísli Jónsson oddviti Jón Ólafur Ðjarnason Hlöðver Kjartansson 6. kjördeild: 7. kjördeild: 8. kjördeild: HÚSGÖGN OG ^ INNRÉTTINGAR eo cn nn 'ARMÚLA 3 OO Ot/ UU Möppuhillur - bókahillur fyrir skrifstofur og heimili. Gengið inn frá Hallarmúla. Eik, teak, beyki, mahogny, fura og hvít- ar með beikiköntum Athugið! Verslunin er flutt í Ármúla 3.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.