Þjóðviljinn - 24.05.1990, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Qupperneq 11
__X>1?V1^TA'\7T1^ _________KJlL jl JVIAV JJv__ Deilt um grundvallaratriðin Sviptingar og deilur innan minnihlutans hafa einkennt aðdraganda kosninganna. Sérstaða flokka óljós vegna áherslu á málefnasamstöðu síðast liðin fjögur ár. Deilt um grundvallaratriði en einstök kosninga- mál lítið afgerandi. Fá ný andlit í borgarstjórn næstu fjögur árin Umræðan um sameiginlegt framboð á vinstri vængnum í komandi sveitarstjórnarkosningum var hvergi jafn áköf og í Reykjavík, en Sjálf- stæðisflokkurinn hefur þó sjaldan eða aldrei séð andstæðinga sína jafn sundraða og nú. Framboðsmálin í Reykjavík hafa ekki aðeins valdið upphlaupum í öflugasta andstöðuflokknum sem nú er, fram- boðin hafa heldur aldrei verið jafn mörg og nú. Þó er deilt um grund- vallaratriði í þessum kosningum eins og áður. Sjálfstæðisflokkinn og minnihlutaflokkana greinir á um grundvaliaratr- iði í pólitík. Minnihlutinn gagnrýnir glæsihallastefnu Sjálfstæðisflokks- ins og vanrækslu hans í málefnum barna, aldraðra og annarra þeirra sem mest þurfa á samhjálpinni að halda. Mynd Kristinn. Víða um land hefur tekist sam- fylking með ýmsum flokkum og hópum á vinstri væng stjórnmál- anna. Þetta hefur gerst með ýms- um formerkjum, en yfirieitt hef- ur frumkvæðið verið Alþýðu- bandalagsins. Það hefur síðan fengið til liðs við sig Alþýðu- flokk, Kvennalista, Framsóknar- flokk eða aðra. I stærstu sveitarfélögunum hef- ur samfylkingarhugmyndin þó ekki fengið hljómgrunn. í Kópa- vogi, í Hafnarfirði, á Akureyri og ekki síst í Reykjavík eru framboð jafn mörg eða fleiri en síðast. Fá ný andlit Það er athyglisvert að ef úrslit- in í Reykjavík verða nokkurn veginn í samræmi við skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar frá því fyrir helgi, verður sáralítið „nýtt blóð“ í borgarstjórn á kom- andi kjörtímabili. Líklegt er að hjá minnihlutaflokkunum verði eina breytingin sú að Ólína Þor- varðardóttir komi í stað Guðrún- ar Ágústsdóttur. Niðurstöður sömu könnunar benda til þess að hlutfall milli minnihluta og meirihluta verði óbreytt, en aðrar kannanir hafa gefið Sjálfstæðisflokknum mun meira fylgi. Það er eðlilegt að athyglin beinist að nýja framboðinu, Nýj- um vettvangi, sem fæddist eftir miklar sviptingar. Skoðanakann- anir virðast sýna að Nýr vettvang- ur er að taka við hlutverki Al- þýðubandalagsins í minnihlutan- um, en meirihluti Sjálfstæðis- flokksins virðist standa nokkuð traustum fótum. Deilur á deilur ofan Tilraunir til þess að mynda sameiginlegt framboð minnihlut- aflokkanna fóru endanlega út um þúfur í febrúar og í mars. Flokk- arnir ákváðu að setja saman framboðslista hver fyrir sig. í Alþýðubandalaginu ákvað meirihluti að bjóða fram G-lista, en það var langt í frá góð sam- staða um það í ABR. Um miðjan mars voru svo stofnuð Samtök um nýjan vett- vang með það að markmiði að bjóða fram til borgarstjórnar. Fé- lagið ákvað síðan að efna til próf- kjörs í samvinnu við Alþýðu- flokkinn og fleiri aðila, m.a. ÆFR. Kristín Ágústa Ólafsdóttir borgarfulltrúi ákvað að ganga til liðs við Nýjan vettvang. Það vakti litla hrifningu hjá ABR og urðu af því miklar deilur í fjölmiðlum. En deilum innan minnihlutans var alls ekki lokið með því. Þegar úrslit í prófkjöri H-listans lágu fyrir fór einn frambjóðendanna, Bjarni P. Magnússon, í fýlu í viku eða svo. í kjölfarið var þeirri hug- mynd jafnvel hreyft að bjóða fram sérstakan A-lista með Bjarna P. í forystu og fjölga þannig enn framboðum gegn Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hresstist þó og tók sæti sitt á H- listanum. Yfirlýsinga- stríö Alþýðubandalagið hefur orðið verst fyrir barðinu á H-listanum, enda eru fjölmargir Alþýðu- bandalagsmenn í forystu fyrir nýja aflinu. Birting og hluti ÆFR styðja H-listann en ekki G- listann og vafi hefur leikið á af- stöðu formanns Alþýðubanda- lagsins til framboðanna tveggja. Yfirlýsingar Ólafs Ragnars um framboðsmálin í Reykjavík leiddu til mikils fjölmiðlastríðs milli hans og Sigurjóns Péturs- sonar í apríl. Ólafur Ragnar lýsti hvorki yfir stuðningi við G- listann né H-listann og Sigurjóni fannst sú afstaða Ólafs tilefni til formannsskipta í flokknum. Þannig hafa framboðsmál minnihlutaflokkanna og einkum þó Alþýðubandalagsins ein- kennst af deilum og sundurlyndi, enda þótt góð málefnasamstaða hafi náðst með flokkunum um flest mál í borgarstjórn á kjörtím- abilinu. Litlar breytingar Sjálfstæðisflokkurinn virðist hins vegar ganga heill og óskiptur til þessara kosninga, enda þótt ágreiningur sé þar um ýmis mál. Kannski réði það nokkru um þá ákvörðun flokksins að efna ekki til prófkjörs fyrir þessar kosning- ar. Davíð Oddsson fer fyrir meiri- hlutanum sem fyrr og að öðru leyti hafa orðið sáralitlar breytingar á D-listanum síðan síðast. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson hefur færst upp í fjórða sæti listans á kostnað Páls Gíslasonar, sem nú skipar átt- unda sætið. Anna K. Jónsdóttir skipar nú fimmta sætið, en hún var í þrettánda sæti síðast. Borgarfulltrúarnir Árni Sigfús- son, Júlíus Hafstein og Páll Gísla- son eru í öruggum sætum, en Jóna Gróa Sigurðardóttir hefur verið látin víkja fyrir Guðrúnu Zoéga í níunda sætinu. Guðrún var í 17. sæti 1986. Hilmar Guð- laugsson borgarfulltrúi hefur jafnframt verið færður niður í 12. sæti, en hann var í því sjötta við síðustu kosningar. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur níu borgarfull- trúa. Fylgishrun G-listans? G-listi Alþýðubandalagsins hefur annan svip en síðast. List- inn var settur saman eftir forval, þar sem Sigurjón Pétursson vald- ist til forystu. Hann á að baki 20 ára feril í borgarstjórn. Guðrún Ágústsdóttir borgar- fulltrúi var í þriðja sæti listans síð- ast, en skipar nú annað sætið. Guðrún Kr. Óladóttir, varafor- maður Sóknar, skipar þriðja sæt- ið, Ástráður Haraldsson lögfræð- ingur það fjórða og Stefanía Traustadóttir, félagsfræðingur og formaður ABR, er í því fimmta. Alþýðubandalagið vann nokk- uð á í síðustu kosningum og náði þremur borgarfulltrúum, en skoðanakannanir benda til fylgis- hruns flokksins að þessu sinni. Kvennalistinn í skugganum Ólína Þorvarðardóttir sigraði í prófkjöri Nýs vettvangs, en hún hefur ekki áður tekið þátt í pólit- ísku starfi. Kristín Á. Ólafsdóttir skipar annað sætið, en Bjarni P. Magnússon það þriðja. Bjarni er í raun eini Alþýðuflokksmaður- inn á meðal tíu efstu á H- listanum. Fái H-listinn það fylgi sem skoðanakannanir gera ráð fyrir verða þessi þrjú líklega borgarfulltrúar, en Guðrún Jóns- dóttir, Hrafn Jökulsson og Ás- geir Hannes Eiríksson varaborg- arfulltrúar. Alþýðubandalags- menn munu því hafa nokkuð sterka stöðu í borgarmálaráði Nýs vettvangs. Nýr vettvangur á eins og gefur að skilja ekki fulltrúa í borgar- stjórn, en Bjarni P. Magnússon situr þar fyrir hönd Alþýðu- flokksins og Kristín Ágústa fyrir hönd Alþýðubandalagsins. Elín G. Ólafsdóttir borgarfull- trúi skipar efsta sæti Kvennalist- ans. Hún var í öðru sæti síðast en tók við borgarfulltrúastarfinu af Ingibjörgu S. Gísladóttur á miðju þessu kjörtímabili. Kvennalist- inn tók aðeins að litlu leyti þátt í opinberum deilum um sameigin- legt framboð, þótt leiða megi að því líkur, að afstaða þeirra hafi átt stóran þátt í að koma í veg fyrirsamfylkingu. Konurnarhafa að sama skapi verið lítt áberandi í kosningabaráttunni. Kvennalist- inn á einn borgarfulltrúa. Obreytt hjá Framsókn Tvö efstu sæti Framsóknar- flokksins eru áfram skipuð þeim Sigrúnu Magnúsdóttur borgar- fulltrúa og Alfreð Þorsteinssyni. Hallur Magnússon blaðamaður hefur tekið þriðja sætið, en hann skipaði fjórða sæti listans síðast. Þessir þremenningar bera hitann og þungann af baráttu B-listans, sem hefur einn borgarfulltrúa. Önnur framboð eru ekki líkleg til stórræða, en þó skal ekki gert lítið úr fylgi Flokks mannsins í síðustu kosningum. Þá fékk M- listinn eitt atkvæði á móti hverj- um fjórum hjá Kvennalista og eitt á móti hverjum fimm at- kvæðum Alþýðuflokksins. Framboð græningja sýnir kannski þá auknu áherslu á um- hverfismál sem orðið hefur, en framboðið er þó ekki líklegt til þess að höggva skörð í fylgi ann- arra framboða. Deilt um grund- vallaratriði Því var spáð í fréttaskýringu í Þjóðviljanum þegar deilur um Nýjan vettvang stóðu sem hæst að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti ekki að hafa verulegar áhyggjur af tilburðum vinstri manna. Það virðist ætla að ganga eftir. Sterk staða Davíðs Oddssonar og hörð andstaða hans við óvinsæla ríkis- stjórn eru minnihlutaflokkunum heldur ekki til framdráttar. Einstök kosningamál hafa öll verið minna afgerandi nú en fyrir fjórum árum, en engu minna er þó deilt um grundvallaratriði. Samstaða minnihlutans á kjör- tímabilinu gerir þeim erfiðara um vik að skapa sér sérstöðu nú, enda sameinast þeir um að gagnrýna félagsmálapólitík Sjálf- stæðisflokksins og glæsihalla- stefnu þeirra. Þeir deila á van- rækslu Sjálfstæðisflokksins í mál- efnum barna, aldraðra og ann- arra þeirra sem helst þurfa á sam- hjálpinni að halda. NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 11 D-listinn Sjálfstæðisflokkur: 1. Davíð Oddsson borgarstjóri. 2. Magnús L. Sveinsson formaður VR. 3. Katrín Fjeldsted læknir. 4. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lögfr. 5. Anna K. Jónsdóttir lyfjafræð- ingur. 6. Árni Sigfússon fram- kvæmdastjóri. 7. Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri. 8. Páll Gísla- son læknir. 9. Guðrún Zoéga verkfræðingur. 10. Sveinn Andri Sveinsson laganemi. V-Hstinn Samtök um kvennalista: 1. Eh'n G. Ólafsdóttir borgarfullt- rúi. 2. Guðrún Ögmundsdóttir fél- agsráðgjafi. 3. Ingibjörg Hafstað skrifstofustúlka. 4. Elín Vigdís Ólafsd. kcnnsluk. og húsm. 5. Margrét Sæmundsdóttir fóstra og húsmóðir. 6. Hólmfriður Garðars- dóttir framkv.stjóri. 7. Guðrún Erla Geirsdóttir myndlistarkona. 8. Helga Tulinius jarðeðlisfræð- ingur. 9. Kristín A. Ámadóttir. 10. ína Gissurardóttir deildar- stýra. B-iistinn Framsóknarflokkur: 1. Sigrún Magnúsdóttir borgarf- ulltrúi. 2. Alfrcð Þorsteinsson for- stjóri. 3. Hallur Magnússonblaða- maður. 4. Áslaug Brynjúlfsdóttir fræðslustjóri. 5. Osk Guðrún Ara- dóttir. 6. Sigurður Ingólfsson tæknimaður. 7. Margeir Daníels- son framkvæmdastjóri. 8. Arn- þrúður Karlsdóttir fjölmiðlafr. 9. Anna Kristinsdóttir húsmóðir. 10. Þorsteinn Kári Bjarnason bóka- vörður. M-listinn M-Iisti Flokkur mannsins: 1. Áshildur Jónsdóttir markaðs- stjóri. 2. Sigríður Hulda Richards. verslunarm. 3. Halldóra Pálsdóttir sölumaður. 4. Friðrik Valgeir Guðmundsson málmiðn.m. 5. Einar Leo Erlingsson nemi. 6. Sig- urður Sveinsson leigubflstjóri. 7.Guðmundur Garðar Guð- mundsson. 8. Svanhildur Óskars- dóttir fóstra. 9. Guðmundur Sig- urðsson bréfberi. 10. Áslaug Ó. Harðardóttir kennari. Z-listinn Grænt framboð: 1. Kjartan Jónsson verslunarmað- ur. 2. Óskar D. Ólafsson verka- maður. 3. Gunnar Vilhelmsson ljósmyndari. 4. Sigrún M. Krist- insdóttir nemi. 5. Sigurður P. Sveinsson sölumaður. 6. Sigríður E. Júiíusdóttir nemi. 7. Metúsal- em Þórisson markaðsstjóri. 8. Guðmundur Þórarinss. kvikm.gerðarm. 9. Árni Ingólfs- son myndlistarmaður. 10. Sigurð- ur M. Grótarsson endurskoðandi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.