Þjóðviljinn - 24.05.1990, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Qupperneq 12
Vilja Reykvíkingar að við séum sameinuð? Kristín Á. Ólafsdóttir: Svarið mun koma upp úr kössunum á laugardag „Hún mamma? Hún er útí bæ að semja eitthvert lag, svo fer hún upp í útvarp og svo upp í Kringlu og svo kemur hún beint heim og verður þar!“ Níu ára gömul dóttir Kristínar Á. Ólafsdóttur var greinilega búin að fá alveg nóg af kosningabaráttunni, þegar blaðamaður hóf leitina að frambjóðandanum í öðru sæti H-lista Nýs vettvangs í vikunni. Eftir mikla eftirgrennslan hafðist þó upp á Kristínu Ágústu og við gátum mælt okkur mót. „Síðasti spretturinn er harður og það er ekki nema von að börnin séu orðin þreytt á þessu!" segir hún og hlær við þegar ég segi henni frá viðbrögðum dóttur hennar. Kristín Á. Ólafsdóttir: „Nýr vettvangur ætlar að berjast fyrir því að þau kolkrabbatök sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur á borginni verði losuð." Mynd Jim Smart. En það eru stefnumál Nýs vett- vangs sem eru til umræðu og við gefum Kristínu orðið: „Helstu stefnumál okkar eru að komið verði á nútímaþjónustu við Reykvíkinga. Það þýðir að börn geti búið við þroskandi um- hverfi á meðan foreldrarnir eru að vinna og að gamalt fólk geti búið við öryggi. Það er eins og borgaryfirvöld hafi ekki tekið eftir þeim þjóðfélagsbreytingum sem hafa orðið hér síðustu áratugina. Þjónustan miðast við það að mamma sé heima og jafnvel að afi og amma búi hjá börnum og barnabörnum. Ein skýringin á því að Reykvík- ingar fá ekki almennilega þjón- ustu er auðvitaö sú að borgin launar starfsfólk sitt verr en önnur sveitarfélög í landinu. Það kom í Ijós við samanburð í des- ember sl. að Reykjavík var alls staðar á botninum og á grunn- launum munaði allt frá 8-19.000 krónum." Fimmþúsundkallinn ómerkilegt útspil „Sjálfstæðisflokkurinn hefur rétt sett fram það kosningaloforð að borga þeim foreldrum sem vilja vera heima hjá börnum sín- um. Fyrir marga hljómar þetta sjálfsagt mjög freistandi en það er nú ljóst að Sjálfstæðismenn eru að tala um 5.000 kr. á mánuði með barni þannig að þetta er ekk- ert annað en ómerkilegt útspil rétt fyrir kosningar. í fyrsta lagi spyr ég: Hvaða foreldrar myndu svipta barnið sitt leikskóladvöl- inni gegn því að fá 5000 kall í budduna sína? Allir þeir sem kynnst hafa góðum leikskólum vita hversu mikils virði sá þroski, sem börnin fá þar, er. Og það sér hver heilvita maður að manneskja sem þarf heilsdags- vist fyrir barnið sitt vegna úti- vinnu er engu bættari með því að fá 5.000 kr. í staðinn fyrir mánað- arlaunin. Málefni gamla fólksins eru einnig eitt af stærstu stefnumál- um Nýs vettvangs. Sem betur fer lifa margir af elstu Reykvíking- unum góðu og innihaldsríku lífi, sérstaklega þeir sem búa við ör- yggi í húsnæðismálum og hafa góða heilsu. Hins vegar býr hóp- ur þeirra við ömurlegar húsnæð- isaðstæður og sumir þeirra eiga jafnvel hvergi heimili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gleymt þörfum þessa fólks. Hann hefur eingöngu keyrt á stefnu sinni um söluíbúðir þar sem ódýr- asta íbúðin kostar sex miljónir. Nýr vettvangur lofar því að komist hann í meirihluta muni bætast við 2000 íbúðir í einhvers konar félagslegu kerfi á kjörtíma- bilinu. Þær íbúðir eiga að nýtast bæði gömlu og ungu fólki, t.d. námsfólki. Sjálfstæðisflokkurinn felldi bæði árið 1987 og árið 1989 til- lögu frá okkur í minnihlutanum um að borgin sækti um lán til Húsnæðismálastofnunar fynr kaupleiguíbúðir. Árið 1988 sam- þykktu þeir að sækja um lán fyrir 40 íbúðum þegar eðlilegt hefði verið að borgin hefði fengið hátt í 200 íbúðir bara það ár. Þar með missti fjöldi Reykvíkinga af gullnu tækifæri til að komast á auðveldan hátt yfir öruggt hús- næði. Þar fyrir utan hefur bygg- ingarbransinn í Reykjavík misst af hátt í tveimur miljörðum í framkvæmdum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki á þessu kjörtímabili bætt við einni einustu sérhannaðri leiguí- búð fyrir aldraða á þessu kjörtím- abili. Síðasta verk hans í þeim efnum var opnun Seljahlíðar rétt fyrir kosningar árið 1986.“ Skömm að neyðarlistanum „En stærsta skömmin er sú að á neyðarlista Félagsmálastofnunar eru núna 150 gamalmenni sem verða að komast á hjúkrunarhei- mili. Auk þess er fyrirséð með nokkurri vissu að fram að alda- mótum munu bætast við 200 ald- raðir í Reykjavík sem þurfa á hjúkrunarrýmum að halda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur og aftur við fjárhagsáætlun fellt tillögur okkar um að setja talsvert fé í byggingu hjúkrunar- heimila. Hann setur í ár 1,8 milj- ón í B-álmu Borgarspítalans. Ríkið hefur dregið lappirnar í þeim framkvæmdum. B-álman hefur verið í byggingu í 13 ár og það er fyrirséð að ef ekki verða settir meiri peningar í hana frá ríki og borg en gert hefur verið undanfarin ár, þá muni hún ekki verða tilbúin fyrr en árið 2023. Með þennan langa neyðarlista og ekki fleiri úrræði fyrir augun- um höfum við sagt og segjum enn: Borginni ber að greiða meira en lögboðin 15% til að tryggja þessa þjónustu." Skólpiö burt „f umhverfismálum viljum við að hreinsun strandlengjunnar verði lokið á fimm árum, þ.e. árið 1995, í staðinn fyrir árið 2000 eins og Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að núna. í lok síðasta kjörtímabils, þegar verkið var hafið, var sagt að því yrði lokið 1993. En í dag segir Sjálfstæðisflokk- urinn að fyrst árið 1993 eigi að vera búið að safna klóakinu í leiðslur og þær eiga að liggja að- eins 500 metra út í sjó. Ekki fyrr en árið 1998 á að leiða skólpið þrjá kflómetra frá landi. Þannig að þangað til megum við eiga von á því í norðanveðrunum að fá yfir okkur ansi hressilegar sendingar af saurgerlum og öðru ógeði. Við leggjum mikið upp úr því að útivistarsvæði borgarinnar verði miklu fleiri, fjölbreyttari og skemmtilegri en nú er. Mörg opin leiksvæði eru mjög niðurdröbbuð hjá borginni og hefur illa verið sinnt.“ Lýöræöiö til íbúanna „Að okkar mati verður að gjörbreyta stjórnarháttum í borg- inni. Vissulega búum við við að kjósa á fjögurra ára fresti og sumir telja að það sé lýðræðið með stórum staf en við teljum það lágmarkslýðræði. Við teljum að með margvíslegum aðferðum megi tryggja að íbúarnir hafi miklu meiri áhrif á það sem ákveðið er, t.d. með því að hafa bindandi atkvæðagreiðslur um stórmál og með því að styrkja hverfasamtök og koma á laggirn- ar hverfastjórnum. Slík hverfar- áð ættu að hafa mikið að segja um umhverfið, um starfsemi dagvist- arheimila og skóla í hverfinu, um félagslíf barna og unglinga og um íþróttastarf. Reykjavík er á vissan hátt orð- in stórborg þar sem miklu fleira fólk verður einmana en t.d. í litlu þorpi. Til að vinna á móti þessum ókostum þéttbýlisins viljum við nýta kosti hverfanna. Við sjáum t.d. fyrir okkur hverfahús þar sem allir íbúar eiga sameiginlega félagsaðstöðu.“ Topparnir ekki spuröir Framboð Nýs vettvangs hefur verið mjög umdeilt og m.a. hefur oft verið spurt að því hvaða sam- leið Ásgeir Hannes Eiríksson eigi með félagshyggjufólki? „Fyrir mér er það ósköp ein- föld skynsemi að fólk, sem hefur svo til sömu skoðanir um hverju þarf að breyta í borginni, taki höndum saman til þess að hafa eitthvað að segja í ofurveldi Sjálf- stæðisflokksins. Því miður tókst ekki að fá alla minnihlutaflokk- ana í sameiginlegt framboð og þegar það lá fyrir heyrði ég marga segja að þeir ætluðu ekki að kjósa í vor því að það væri óskiljanlegt að fólk sem væri í pólitík til að breyta hlutunum gæti ekki unnið skynsamlega saman. Ég var því mjög fegin þegar í ljós kom að það var nógu margt fólk til staðar, þar á meðal Al- þýðubandalagsfólk, sem vildi ekki sætta sig við það ástand sem blasti við fyrir nokkrum mánuð- um. Það vildi ekki færa Sjálfstæð- isflokknum borgina á silfurfati fyrirhafnarlaust og þess vegna varð Nýr vettvangur til. Það sem mér finnst merkilegt við tilurð hans er m.a. að þetta gerðist allt neðan frá. Topparnir voru ekki spurðir, krafan frá fólkinu var svo sterk að það var ekki um annað að ræða. Og nú eru tvö Alþýðubanda- lagsfélög sem styðja H-listann, Birting og Félag ungra Alþýðu- bandalagsmanna. “ Ásgeir Hannes grýla „Ég hef orðið vör við að Ásgeir Hannes hefur verið notaður sem grýla á fólk og menn hafa m.a. minnt á hugmyndir hans um fóst- ureyðingar. Það hefur komið mér mjög skemmtilega á óvart að kynnast Ásgeiri Hannesi. Þetta er húmanisti sem hefur á mörgum sviðum alveg sömu hugmyndir og ég um hvernig má tryggja fólki, og sérstaklega þeim sem eiga undir högg að sækja, meira rétt- læti í lífinu. Hins vegar er ég ós- ammála honum um hvernig á að bregðast við fóstureyðingum. En það vill nú svo til að borgarstjórn tekur ekki á fóstureyðingamálum og svo vill líka þannig til að Ás- geir Hannes, eins og allir aðrir frambjóðendur Nýs vettvangs, er bundinn af stefnuramma sem hefur verið samþykktur og undir- ritaður af okkur. Ég hef orðið mjög hissa að heyra sum flokkssystkini mín nota glundroðakenninguna á Nýjan vettvang, þessa gömlu kenningu sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur beitt gegn öllum sín- um andstæðingum í áratugi. Mér finnst þetta næstum því spaugi- legt en líka dálítið sorglegt og vísa einfaldlega til þess sem ég sagði áðan um þann ramma sem við erum öll bundin af. Nýjum vettvangi ofbjóða, al- veg eins og Alþýðubandalags- fólki almennt, þær einræðis- kenndir sem einkenna stjórn borgarinnar. Okkur ofbýður ótt- inn sem við finnum hjá mörgum sem vinna hjá borginni, sérstak- lega hjá þeim sem vinna að hönnun og þeim sem vinna sem verktakar. Það fólk veit að það er hættulegt að sýna andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er það sem við eigum við þegar við segj- um að hugtakið „borg óttans" svífi hér yfir höfuðborginni. Nýr vettvangur ætlar að berjast fyrir því að þau kolkrabbatök sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur á borginni verði losuð. Þessi tök koma í veg fyrir jafnræði fyrir- tækja í atvinnulífinu og þau koma í veg fyrir jafnræði Reykvíkinga allra til að lifa sómasamlegu lífi. Ég lít þannig á að öll þau at- kvæði sem eru greidd Nýjum vettvangi tjái kröfu fólks um að við, sem viljum svipaða hluti í borgarmálefnum, eigum að sam- eina kraftana og nýta atkvæðin. Það sem mun koma upp úr kjörk- össunum er svar við því hvort Reykvíkingar vilja að við séum sundruð eða hvort þeir vilja að við vinnum saman svo að við get- um orðið aflið sem gerir draumana að veruleika." -vd. H-listi Nýs vettvangs 1. Ólína Þorvarðardóttir 2. Kristín Á. Ólafsdóttir 3. Bjarni P. Magnús- son 4. Guðrún Jónsdóttir 5. Hrafn Jökulsson 6. Asgeir Hannes Eiríks- son 7. Gísli Helgason 8. Aðalsteinn Hallsson 9. Pálmi Gestsson 10. Kristín Dýrfjörð Birgisdóttir 11. Sigurður Rúnar Magnússon 12. Ás- björn Morthens 13. Rut L. Magnússon 14. Reynir Ingibjartsson 15. Helgi Björnsson 16. Árni Indriðason 17. Aðalheiður Fransdóttir 18. Björn Einarsson 19. KristrúnGuðmundsdóttir20. GunnarH. Gunnars- son 21. Halldóra Jónsdóttir 22. Kristín B. Jóhannsdóttir 23. Haraldur Finnsson 24. Vilhjálmur Árnason 25. Skjöldur Þorgrímsson 26. Guð- rún Ómarsdóttir 27. Ragnheiður Davíðsdóttir28. Magnús H. Magnús- son 29. Magnús Torfi ðlafsson 30. Guðrún Jónsdóttir. 12 SlÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Flmmtudagur 24. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.