Þjóðviljinn - 24.05.1990, Síða 14

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Síða 14
,X—REYKJAVIK r Guðrún Agústsdóttir Þyrftum lengri kosninga- baráttu Guörún Ágústsdóttir (haldiö hefur neyöst til aö grfpa til ósanninda til að reyna að rétta sinn hlut.Mynd: Jim Smart. Guðrún Ágústsdóttir er í öðru sæti G-lista Alþýðubandalags- ins í Reykjavík. Hún hefur ver- ið borgarfulltrúi frá 1982 og varaborgarfulltrúi 1978 til 1982. Þá var hún líka formaður Strætisvagna Reykjavíkur og situr þar enn í stjórn. Hún hefur m.a. verið fulltrúi AB í Félags- ráði, Skipulagsnefnd Reykja- víkur og Byggingamefnd aldr- aðra og frá því í október 1988 hefur hún verið aðstoðarmaður menntamálaráðherra. - Hvað fínnst þér helst hafa einkennt kosningabaráttuna að þessu sinni? Kosningabaráttan fór mjög seint af stað, ekki síst vegna þess að Sjálfstæðismenn vilja ekki heyja kosningabaráttu. Þeir hafa ekki áhuga á því að draga fram í dagsljósið vanrækslusyndir sínar í uppbyggingu félagslegra þátta í borginni. I öðru lagi er það óvenjulegt svo að ekki sé meira sagt að formaður Alþýðubanda- lagsins hefur ekki treyst sér til að lýsa stuðningi við framboð G-list- ans í Reykjavík. I þriðja lagi skul- um við gera okkur grein fyrir að flokkurinn hefur mælst með lítið fylgi á landsvísu að undanfomu. I nýlegri skoðanakönnun fékk hann ekki nema sjö prósenta fylgi sem er langlægsta prósentutala sem sést hefur. - Um hvað hefur kosninga- baráttan fyrst og fremst snúist? Hún hefur fyrst og fremst snúist um aðalbaráttumál AI- þýðubandalagsins til margra ára. Borgin er rík og gæti verið félags- Ieg fyrirmyndarborg á heims- mælikvarða. Peningum hefur ver- ið varið á rangan hált í minnis- merki og steinsteypu í stað upp- byggingar í þágu barna, aldraðra og unglinga. Við höfum ráðist gegn ger- ræðislegum stjómarháttum íhaldsins og lagt fram mótaðar til- lögur um raunverulegt hverfalýð- ræði. Þá hefur kosningabaráttan líka snúist um umhverfismál og samgöngumál í borginni. Síðast en ekki síst hefur hún svo snúist um spillinguna sem þrifst í skjóli meirihlutavalds íhaldsins og höf- um við bent á fjölmörg dæmi um slíkt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt mjög erfitt með að svara gagn- rýni okkar í þessum málum. í hvert skipti sem við höfum haft tækifæri til að kynna málstað okkar í opinni umræðu á jafnrétt- isgrundvelli hafa Sjálfstæðis- menn farið halloka. Ihaldið hefur neyðst til að grípa til ósanninda til að reyna að rétta sinn hlut. - Geturðu nemt dæmi um ósannindi íhaldsins? Þeir fullyrða til dæmis að búið verði að leysa dagvistar- vandann næsta haust. Staðreynd- in er hins vegar sú að yfir tvö þús- und böm em á biðlistum eftir dagvistarplássi og búið er að banna skráningu giftra foreldra eftir dagheimilisplássi. Borgarbú- um hefur fjölgað um 14 þúsund á síðustu átta ámm sem er svipaður fjöldi og býr á Akureyri. Og sam- kvæmt könnun Byggðastofnunar er hér aðallega um ungt fólk að ræða sem borgin hefúr vemlegar tekjur af og á böm. Það er langt frá þvl að upp- bygging dagvistarheimila hafí náð að haldast í hendur við þessa miklu Ijölgun enda hefur biðtími einstæðra foreldra eftir dag- heimilisplássi fjórfaldast á síð- ustu átta árum. Þá hefur íhaldið forðast eins og heitan eldinn að ræða öldran- armálin fyrir opnum tjöldum, ekki síst vegna þess að þeir hafa ekki byggt eina einustu sérhann- aða leiguíbúð fyrir aldraða allt kjörtímabilið þrátt fyrir að tólf hundmð manns em á biðlista eftir slíku húsnæði og þar af hefúr Elli- máladeild borgarinnar metið að sex hundmð manns hafi brýna þörf fyrir úrvinnslu þegar í stað. Unglingamálin hafa líka setið á hakanum með þeim afleiðing- um að vandamál meðal unglinga hafa stóraukist og vil ég þar benda á aukið ofbeldi og notkun vímuefna. Þessi mál hafa verið dregin fram í dagsljósið í kosningabar- áttunni og aukin vitneskja al- mennings um þetta er þegar farin að draga úr því mikla fylgi sem skoðanakannanir sýndu að Sjálf- stæðisflokkurinn hafði við upp- haf kosningabaráttunnar. Við vildum gjaman hafa lengri tíma fram til kosninga til að koma slefnumálum okkar enn betur á framfæri við almenning. - Nú sýna skoðanakannanir I Reykjavík að margir af stuðn- ingsmönnum Alþýðubanda- lagsins virðast ætla að greiða H- Iistanum atkvæði sitt að þessu sinni. Hvernig skýrirðu þetta? Neitun formanns á að lýsa yfir stuðningi við framboð flokksins í Reykjavík gæti orðið til þess að einn og einn maður sem annars hefði kosið G-listann lítur ekki á það sem pólitísk vista- skipti að fara yfir á H-listann. Ljóst er að hluti af okkar fólki hefúr gengið til liðs við Alþýðu- flokkinn, Borgaraflokkinn og fleifi aðila án þess að það geri sér raunverulega grein fyrir að í því felst stuðningur við stefnu ann- arra flokka, ekki bara í borgar- málum heldur á landsvísu. Það hlýtur að vera umhugsun- arefni fyrir vinstrafólk að Al- þýðuflokkurinn kemur til með að eigna sér kosningaútkomu H-list- ans og telja hana stuðning við íyr- irvaralausa inngöngu í Efnahags- bandalagið og álver hvað sem það kostar, skítt með skatta og lágt raforkuverð sem Islendingar verði að niðurgreiða. Okkar fólk vildi sameiginlegt framboð gegn íhaldinu I Reykja- vík. Því var ég hjartanlega sam- mála. Bæði Kvennalisti og Fram- sókn lýstu sig á móti því og Al- þýðuflokkurinn var aldrei heill í sinni afstöðu. Það voram við hins vegar. Framboð Nýs vettvangs hefur ekki fækkað ífamboðum í Reykjavík og það er athyglisvert að samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum fær það framboð færri atkvæði en G-Iistinn fékk í síðustu kosningum. Mér finnst að fólk verði líka að muna að ágreiningur innan minnihlutans í borgarstjóm hefur aðallega verið við Alþýðuflokk- inn. Þar má nefna andstöðu við foreldrarekin dagheimili, and- stöðu við raunvemlegt lýðræði, sem er eitt helsta baráttumál okk- ar G-listafólks. Sú lýðræðisand- staða kom skýrt ffam síðastliðið vor þegar borgarfúlltrúi Alþýðu- flokksins gekk með íhaldinu gegn eindregnum vilja foreldra og kennara í Ölduselsskóla um ráðn- ingu skólastjóra þar. Þá lýsti hann því yfir að hugmyndir um sam- eiginlegt framboð stjómarand- stöðunnar í borginni væm dauðar vegna þess að við sýndum lýð- ræði í verki og þar með fékk Sjöfn Sigurbjömsdóttir krati ekki skólastjórastöðuna. Þá má minna á tillögu þeirra um að selja Hitaveituna og Raf- magnsveituna en þau fyrirtæki mala borgarbúum gull. - Hvað viltu segja að lok- um? Meginpólamir í borgarstjóm em Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðubandalag. Það er hætta á jafnvægisleysi í borgarstjóm ef í- haldið hefúr ekki það sterka mót- vægi sem Alþýðubandalagið hef- ur verið. Nýr vettvangur getur ekki verið sá póll. Þar er fólk úr öllum áttum og óvíst hvort það geftir starfað saman eftir kosningar. Ég skora á vinstrafólk að hugsa sig vel um hvemig atkvæði þess er best varið til að tryggja vinstri- stefnu og vinna að því að gera Reykjavíkurborg að fyrirmyndar- borg félagslegrar þjónustu. Hvort telur vinstrafólk Guð- rúnu Kr. Óladóttur varaformann Sóknar frambjóðanda G-listans líklegri til að vinna í anda vinstri- stefnu eða Ásgeir Hannes Eiríks- son frambjóðanda H-listans? -rb % FERDASKRIFSTOFA ÍSLANDS Skogarhlið IM 101 Rcykjavik Simi: 91 -2SMSS Idcx - 2019 Tdcfax: 9I -62SH95 HVÍTASUNNUFERÐ UM SUDURLAND 1.-4. júni Dvalið verður ó Hótel EDDU, Kirkjubæjarklaustri, og farið þaðan í skoðunar- og skemmtiferðir. Á meÓal óhugaverðra staða mó nefna: Meðalland - Skarðsfjöruviti - Skaftóreldahraun - Núpsstaðaskógur - Skaftafell - Kapellan Núpsstað - Byggðasafnið Skógum Verð kr. 16.650,- ó mann. Aukagjald fyrir eins manns herbergi kr. 1.650.- Innifalið í verði er: Akstur og leiðsögn 3 gisfinætur með morgunverði 2 nestispakkar 3 kvöldverðir HRINGFERÐ UM ISLAND 14. - 23. iúli 10 daga hringferð um landið undir leiðsögn hins reynda fararstjóra Guðmundar Guðbrandssonar. Farið verður um helstu héruð londsins þar sem fólki gefst kostur ó að skoða fagra og merka stoði, rifja upp atburði og sögur þeim tengdar og njóta nóttúru londsins óhyggjulaust um mat, næturstað og leiðir. Verð kr. 58.850,- ó mann. Aukagjald fyrir eins monns herbergi kr. 7.950.- Veittur er 10% afslóttur fyrir lífeyrisþega. Innifalið í verði er: Akstur og leiðsögn 9 gistinætur með morgunverði 9 kvöldverðir Hódegisverður siðasta daginn Allar nónari upplýsingar veitir: FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS, Skógarhlíö 18, 101 Reykjavík, sími 25855. 14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 24. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.