Þjóðviljinn - 24.05.1990, Page 15

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Page 15
X-STYKKISHÓLMUR H-listinn 1. Davíð Sveinsson, skrifstofu- maður. 2. ína H. Jónasdóttir, verkakona. 3. Ásgeir Þór Ólafs- son, rafveitustjóri. 4. Bryndís Guðbjartsdóttir, skrifstofumaður. 5. Hilmar Hallvarðsson, rafvirki. 6. Elín G. Sigurðardóttir, Ijós- móðir. 7. María Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 8. Jón Helgi Jónsson, símaverkstjóri. 9. Eirík- urHelgason, sjómaður. 10. Guð- rún Erna Magnúsdóttir, leiðbeinandi. 11. Emil Þór Guð- björnsson, sjómaður. 12. Guðrún Marta Ársælsdóttir, verkakona. 13. Guðmundur Lárusson, fram- kvæmdastjóri. 14. Einar Karls- son, verkamaður. NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15 X-Vopnafjörður óháðir AB og sigrnðu Framsókn missti meirihlutann og Sjálfstœðisflokkurinn galt afhroð. Enginn formlegur meirihluti á kjörtímabilinu Alþýðubandalagið varð ásamt óháðum sigurvegari kosninganna á Vopnafirði síðast og náði tveimur mönnum í hreppsnefnd. Framsókn missti hins vegar meirihlutann og Sjálfstæðisflokk- urinn tapaði nær helmingi fylgis síns. Hreppsnefnd er því þannig skipuð að Alþýðubandalagið hef- ur tvo menn, Framsóknarflokk- urinn þrjá, Sjálfstæðisflokkurinn einn og óháðir einn. Sömu listar eru í framboði nú. Kristján Magnússon er eftir sem áður efstur á B-listanum, Aðal- björn Björnsson er efstur á G- listanum. Steindór Sveinsson er nýr oddviti D-listans og Ingólfur bróðir hans fer fyrir H-lista óháðra. Enginn formlegur meirihluti hefur starfað í hreppsnefnd á kjörtímabilinu. „Við náðum því langþráða tak- marki að eignast tvo bæjarfull- trúa í síðustu kosningum og ætl- um okkur að halda þeim nú. Bar- áttan stendur á milli annars manns okkar og fjórða manns hjá Framsókn, segir Aðalbjörn Björnsson, yfirkennari og hreppsnefndarmaður Alþýðu- bandalagsins á Vopnafirði, við Þjóðviljann. Helstu baráttumál G-listans eru að sögn Aðalbjörns bygging smábátahafnar, ný skólabygging og leikskóli. „Framkvæmdir við byggingu leikskólans eru hafnar og við telj- um að þeim eigi að ljúka á næsta ári. Það er einnig brýnt að bæta íþróttaaðstöðuna með því að koma upp malarvelli, skapa ung- lingum betri aðstöðu til félags- starfs og að koma hér upp fram- haldsdeild og öldungadeild í tengslum við Menntaskólann á Egilsstöðum. Verkefnin eru næg,“ segir Aðalbjörn. Hann segir sveitarsjóð hafa komið mjög vel út úr nýjum lögum um verka- og tekjuskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Hreppurinn losnaði við dýra rekstrarliði og ráðstöfunarfé er mun meira í ár en í fyrra. -gg ■ Aðalbjöm Björnsson: Unnum mann síðast og viljum halda hon- um. Frá Vopnafirði. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur þar töpuðu verulegu fylgi síðast, en Alþýðubandalagið og óháðir unnu á. Minnihlutaflokkarnir sameinaðir á Vett- vangi. Gömlu bæjarfulltrúarnir draga sig í hlé. Sjálfstœðisflokkur hefur haft meirihluta í sextán ár Eftir sextán ára meirihluta Sjálfstæðismanna í hreppsnefnd og bæjarstjórn Stykkishólms hafa minnihlutafiokkarnir og óháðir tekið höndum saman. Hólmarar hafa aðeins tvo kosti í þessum kosningum, D-lista Sjálfstæðis- flokksins eða H-lista Vettvangs. Að Vettvangi standa Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur og S- listi félagshyggjumanna, en eng- inn núverandi bæjarfulltrúa þess- ara lista er í vonarsæti á H- listanum. Hver þessara lista fékk einn bæjarfulltrúa árið 1986, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjóra. Þess má geta að núverandi bæj- arstjórn var hreppsnefnd í upp- hafi kjörtímabils, en Stykkis- hólmur varð bær á kjörtímabil- inu. Davíð Sveinsson skrifstofu- maður skipar efsta sæti Vett- vangs, en hann hefur áður starfað með Alþýðuflokknum og hefur setið í bæjarstjórn sem varamað- ur. ína H. Jónasdóttir verkakona var neðarlega á S-listanum síðast, en skipar nú annað sæti Vett- vangs. Ásgeir Þór Ólafsson er í Kraftar minnihlut- ans sameinaðir Davíð Sveinsson, oddviti Vettvangs: Erum viss um að starfokkar mun skila betri árangri með sameiginleguframboði i\ .rkmiðið með þessu sam- eiginlega framboði er að sameina krafta minnihlutaflokkanna. Við vildum reyna nýjar leiðir í stað þess að hjakka áfram í sama far- inu og crum viss um að starf okk- ar skilar mun betri árangri með þessum hætti, segir Davíð Sveins- son, oddviti Vettvangs í Stykkis- hólmi, í samtali við Þjóðviljann. Davíð var áður á framboðsiista Alþýðuflokksins og hefur setið sem varamaður í bæjarstjórn. „Samstarf minnihlutaflokk- anna hefði mátt vera meira á þessu kjörtímabili, en málefna- ágreiningur hefur ekki verið áberandi. Við erum samtök áhugafólks um bæjarmál og mun- um starfa á vinstri sinnuðum nót- um. Hér í Stykkishólmi hafa verið í gangi stór verkefni sem nauðsyn- legt er að halda áfram. Það þarf að klára íþróttahúsið, halda áfram með byggingu íbúða fyrir aldraða, ljúka framkvæmdum í höfninni og fleira. Það er nauðsynlegt að gera átak í atvinnumálum bæjarins. Það er ekki mikið atvinnuleysi hér, en atvinna er með minna móti. Það ríkir nokkur óvissa um önnur verkefni í framtíðinni. Það ræðst dálítið af því hvernig ríkið gerir upp skuld sína við okkur. Ríkið skuldar okkur 70 miljónir króna og okkur munar um minna. Við rennum auðvitað dálítið blint í sjóinn með þetta framboð okkar, en við erum vongóð um árangur og starf okkar mun nýt- ast betur hvort sem við verðum í meirihluta eða minnihluta. Við höfum breiðan hóp fólks að baki okkur,“ segir Davíð Sveinsson. -gg Sjálfstæðisflokkur hefur haft meirihluta í Stykkishólmi s.l. 16 ár, en nú er aðeins við einn andstæðing að etja, H-lista Vettvangs. þriðja sæti og Bryndís Guðbjarts- dóttir er í því fjórða. Þessir fjórmenningar þurfa að verða bæjarfulltrúar ef fella á meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins. Bæjarfulltrúar listanna þriggja víkja sem fyrr segir fyrir nýju fólki. Einar Karlsson, bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins, skipar heiðurssæti H-listans, en Guð- mundur Lárusson Alþýðuflokki er í þrettánda sætinu. Bæjarfull- trúi S-listans, Magndís Alexand- ersdóttir, er ekki á listanum. Sturla tekur við Sturla Böðvarsson bæjarstjóri hefur tekið efsta sæti D-listans, en Ellert Kristinsson er kominn niður í baráttusætið. Hann var efstur á lista Sjálfstæðisflokksins við síðustu kosningar. Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins af fjórum hafa hins veg- ar dregið sig í hlé eða því sem næst. Það eru þau Kristín Björns- Davíð Sveinsson, oddviti Vett- vangs. DV-myndir. dóttir, Pétur Ágústsson og Gunn- ar Svanlaugsson. Gunnar er þó í fimmta sæti listans. Bæring Guðmundsson og Auður Stefnisdóttir eru í öðru og þriðja sæti D-listans. Ljóst er að það verður minni- hlutaflokkunum erfitt að Sturla Böðvarsson bæjarstjóri og efsti maður á D-listanum. hnekkja meirihluta Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram með óháðum árið 1978 og náði þá fimm fulltrúum af sjö í hreppsnefnd. Sagan endurtók sig í kosningunum 1982, en síðast tapaðist maður af D-listanum. -gg Stykkishólmsframboðin Nýtt afl og mikil endumýjun

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.