Þjóðviljinn - 14.07.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.07.1990, Blaðsíða 10
VIÐ BENDUM A DAGSKRA UTVARPS OG SJONVARPS Válynd veður Sjónvarp kl. 22.40 The Mean Season bandaríska bíómynd frá árinu 1985 sem Sjón- varpið sýnir i kvöld. í aðalhlut- verkum eru Mariel Hemingway og Kurt Russel. Þar segir frá dug- andi rannsóknarblaðamanni sem tekur að sér fréttaöflun vegna morðmáls. Fréttin vekur verð- skuldaða athygli - einnig morð- ingjans. Hann hringir í blaða- manninn og gerir hann að tengilið sínum við lögreglu og almenning. Morðinginn reynist andlega úr lagi færður og blaðamaðurinn flækist æ meir inn i málið. Reyn- ist það einkamálum hans til vansa þar eð kærastan tekur athafhir vinar sins að hjarta og stefnir í samvistarslit. Leikstjóri er Phillip Borsos. Myndin byggir á bókinni In the Heat of the Summer eftir John Katzenbach. Maltin gefur myndinni tvær og hálfa stjömu og segir fyrri helming hennar mun betri en þann seinni. Feðginin Sjónvarp kl. 18.05 Norðurlöndin hafa undanfarin ár sameinast um dagskrárgerð fyr- ir yngsta fólkið úr hópi áhorfenda, undir samheitinu En god historie for de smá. Framlag Sjónvarpsins til þessa verkefnis 1989 var sjón- varpsmyndin Enginn venjulegur drengur eftir handriti Iðunnar Steinsdóttur. Framlag Svía er nú hingað komið og er það ævintýrið um Öskubusku fært i nútímalegt form og staðsett í sænsku borgar- samfélagi samtímans. Öskubuska býr með foður sínum eflir fráfall móðurinnar og feðginunum Iíður hreint ágætlega saman, en gaman- ið kámar þegar litla stúlkan eign- ast óvænt stjúpu og tvær stjúp- systur. Myndin segir frá misjöfn- um samskiptum hinnar nýju móð- ur við bömin og viðbrögðum Öskubusku við hinu nýja hlut- skipti. Lengi lifi goðsagan um vondu stjúpumar... Tópas Stöð 2 kl. 22.25 Stöð 2 sýnir Hitchcock-mynd- ina Tópas í kvöld. Alþjóðlegt leynimakk er viðfangsefni mynd- arinnar, sem byggð er á sannsögu- legum atburðum, sem skóku vest- ræn stjómmál á sínum tíma. Myndin hefst árið 1962 þegar bandarískur leyniþjónustumaður aðstoðar rússneskan vísindamann og fjölskyldu hans við að flýja land. Við yfirheyrslur yfir flótta- manninum fær leyniþjónustan upplýsingar um gagnnjósnara inn- an NATO og úr verður eltingar- leikur mikill. Maltin gefúr mynd þessari, sem er frá árinu 1969, heilar þrjár stjömur. SJONVARPIÐ 14.00 Landsmót UMFf Bein útsend- ing frá 20. landsmóti UMFl í Mos- fellsbae, þar sem 3000 keppendur frá 29 héraössamböndum og ung- mennafélögum keppa í um 100 íþróttagreinum. 18.00 Skytturnar þrjár (13) 18.25 Framandi grannar (Aliens Next Door) Bandarísk teiknimynd um gesti utan úr geimnum. 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Steinaldarmennlmir 19.30 Hríngsjá 20.10 Fólkið í landinu Oddviti, kennari, meðhjálpari og móðir Sig- rún Valbergsdóttir ræðir við Krístinu Thoríacius prestsffú á Staðastað. Dagskrárgerð Plús film. 20.30 Lottó 20.35 Hjónalíf (8) 21.05 Pompeius litli (Peter and Pompey) Áströlsk bfómynd frá ár- inu 1986. Tvö áströlsk ungmenni kynnast með undursamlegum hætti lífi Pompeiusar, sem uppi var á tím- um Nerós keisara. Leikstjóri Mich- ael Carson Þýðandi Ólöf Péturs- dóttir. 22.40 Válynd veður (The Mean Sea- son) Bandarísk bíómynd ffá árinu 1985. Rannsóknarblaöamaður vinnur að fréttaöflun vegna morð- máls en atvikin haga því þannig að hann verður tengiliður morðingjans við umheiminn. Leikstjóri Philip Bor- sos. Aðalhlutverk Kurt Russell, Mariel Hemingway, Richard Jordan og Richard Masur. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 00.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok STÖÐ 2 09:00 Morgunstund Umsjón: Eria Ruth Harðardóttir. 10:30 Júlli og töfraljósið Teiknimynd. 10:40 Perla Teiknimynd. 11:05 Stjörnusveitin Nýr teikni- myndaflokkur 11:30 Tinna 12:00 Smithsonian 12:55 Heil og sæl Allt sama tóbakið Fjallað er um skaðleg áhrif tóbaks á heilsu fólks. Kynnin Salvör Nordal. 13:30 Brotthvarf úr Eden 14:30 Veröld - Sagan í sjónvarpi 15:00 Framadraumar (I Ought To Be In Pictures) Gamanmynd byggð á leikriti Neil Simons. Ung stúlka ferð- ast yfir endilöng Bandaríkin til þess að hafa upp á föður sínum sem hún hefur ekki séð lengi. Þegar hún birt- ist skyndilega á tröppunum hjá karii er ekki laust við að rót komist á líf hans. Aðalhlutverk: Walter Matthau og Ann-MargareL Leikstjóri: Herbert Ross. 17:00 Glys 18:00 Popp og kók Umsjón: Bjami Haukur Þórsson og Siguröur Hlöðversson. 18:30 Bílaíþróttir Umsjón: Birgir Þór Bragason. 19:19 19:19 Fréttir og veður. 20:00 Séra Dowling 20:50 Kvikmynd vikunnar Til bjargar bömum (In Defense of Kids) Mjög athyglisverð mynd sem greinir frá kvenlögfræðingi nokkrum sem sér- hæfir sig í því að berjast fýrir rétti bama sem eiga I baráttu við lögin. Þar með varpar hún starfi sínu fyrir róða en öðlast I staðinn sjálfsvirð- ingu og virðingu krakkanna sem er dýrmæt og alls ekki auöfengin. Að- alhlutverk: Blythe Danner og Sam Waterston. Leikstjóri: Gene Reynolds. 22:25 Tópas (Topaz) Hörkuspennandi njósnamynd sem greinir frá njósn- ara sem kemst á snoðir um gagnnjósnara sem starfar innan NATO. Lítið er vitað um hagi njósn- arans annað en dulnefni hans: Tópas. Myndin er byggð á sam- nefndri skáldsögu Leon Uris. Aðal- hlutverk: John Forsythe. Leikstjóri: Alfred Hitchcock. Bönnuð bömum. 00:25 Undirheimar Miami 01:10 Vopnasmygl (Lone Wolf McQu- ade) Þetta er spennandi hasannynd sem segir frá landamæraverði I Texas sem er harður I hom að taka ef á þarf að halda. Hann á i höggi við hóp manna sem eru að smygla vopnum úr landi. Aðalhlutverk: Chuck Norris, David Carradine og Barbara Carrera. Leikstjóri: Steve Carver. Bönnuð bömum. 02:55 Dagskrárlok. RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Kristján Bjömsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur" Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttirá ensku sagðarkl. 7.30. Frétt- ir sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Péturs- son áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. 9.03 Böm og dagar - Heitir, langir, sumardagar Umsjón: Inga Karis- dóttir. 9.30 Morgunleikfimi - Trimm og teygjur með Halldóru Björnsdóttur. (Endurtekinn þáttur frá mánudegi). 10.00 Fréttir. 10.03 Umferðarpunktar 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Sumar í garðinum Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir. (Einnig út- varpað nk. mánudag kl. 15.03). 11.00 Vikulok Umsjón: Bergljót Bald- ursdóttir. 12.10 Á dagskrá Litið yfir dagskrá laug- ardagsins i Útvarpinu. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. 13.00 Hér og nú Fréttaþáttur I vikulok- in. 13.30 Ferðaflugur 14.00 Sinna Þáttur um menningu og listir. Umsjón: Sigrún Proppé. (Einnig útvarpað á sunnudagskvöld kl. 21.00) 15.00 Tónelfur Brot úr hringiðu tónlist- ariífsins í umsjá starfsmanna tónlist- ardeildar og samantekt Hönnu G. Siguröardóttur og Guðmundar Em- ilssonar. 16.00 Fréttir. 16.15Veöurfregnir. 16.20 Horft í Ijósið Umsjón: Bryndís Baldursdóttir. 17.20 Stúdíó 11 Nýjar og nýlegar hljóðritanir Otvarpsins kynntar og rætt við þá listamenn sem hlut eiga að máli. Sverrir Guðjónsson kontra- tenór syngur. Snorri Öm Snorrason leikur á gítar. Laufey Sigurðardóttir leikur á fiðlu „Various pleasing stu- dies" eftir Hróðmar Sigurbjömsson. Sigurður Einarsson kynnir. 18.00 Sagan: „Mómó“ eftir Michael Ende Ingibjörg Þ.Stephensen les þýöingu Jórunnar Sigurðardóttur (21). 18.35 Dánarffegnir. 18.45 Veöurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Ábætir Tónmynd við skáldsögu Williams Heinesens „Tuminn útá heimsenda" eftir Odd Jacobsen og Ólaf Jacobsen, Torben Kjær útsetti. Léttsveit danska útvarpsins og ein- leikarar leika. 20.00 Sveiflur Samkvæmisdansar á laugardagskvöldi., 20.30 Sumarvaka Útvarpsins Söng- ur, gamanmál, kveðskapur og frá- sögur. Umsjón: Gísli Helgason. 22.00 Fréttir. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Dansað með harmoníkuunn- endum Saumastofudansleikur í Út- varpshúsinu. Kynnir Hermann Ragnar Stefánsson. 23.10 Basil fursti - konungur leynl- lögreglumannanna Leiklestur á ævintýnrm Basils fúrsta, að þessu sinni „Lifs eða liðinn" fýrri hlut'. Flytj- endur: Gísli Rúnar Jónsson, Harald G. Haraldsson, Andri Öm Clausen, Grétar Skúlason, Þóra Friðriksdóttir, Ingrid Jónsdóttir og Andrés Sigur- vinsson. Umsjón og stjóm: Viðar Eggertsson. (Einning útvarpaö nk. þriðjudag kl. 15.03). 24.00 Fréttir. 00.10 Um lágnættlð Ingveldur Ólafs- dóttir kynnir sígilda tónlisL 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS 2 FM 90,1 8.05 Nú er lag Létt tónlist I morgunsár- ið. 11.00 Helgarútgáfan í beinni útsend- ingu frá Landsmótl UMFÍ í Mos- fellsbæ Allt það helsta sem á döf- inni er og meira til. Helgamtvarp Rásar 2 fýrir þá sem vilja vita og vera með. Umsjón: Kolbrún Hall- dórsdóttir og Skúli Helgason. 12.20 Hádegisftéttir - Helgarútgáfan heldur áfram. 16.05 Söngur villiandarínnar fslensk dæguriög frá fým tið. (Einnig útvarp- að næsta morgunn kl. 8.05) 17.00 Með grátt í vöngum Gestur Einar Jónasson sér um þáttinn. (- Einnig útvarpaö ( næturútvarpi að- faranótt fimmtudags kl. 01.00). 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Blágresið blíða Þáttur með bandarískri sveita- og þjóðlagatón- list, einkum „bluegrass"- og sveit- arokk. Umsjón: Halldór Halldórsson. (Endurtekinn þáttur frá liönum vetri). 20.30 Gullskífan 21.00 Úr smiðjunni (Endurtekinn þáttur frá liðnum vetri). 22.07 Gramm á fóninn Umsjón: Mar- grét Blöndal. 00.10 Nóttin er ung Umsjón: Glódís Gunnarsdóttir. (Broti úr þættinum út- varpað aðfaranótt laugardags kl. 01.00). 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.20,16.00,19.00,22.00 og 24.00. ÚTVARP RÓT FM 106,8 EFFEMM FM 95,7 BYLGJAN FM 98,9 STJARNAN FM 102,2 AÐALSTÖÐIN FM 90,9 Rás 1 kl. 23.10 á laugardag: Basil fursti - konungur leynilögreglusagn- anna. F.v. Andri Öm Clausen, Gísli Rúnar Jónsson og Harald G. Haralds- son, sem eru meöal leiklesara. Þegar maður er lítill er maður sonur, 1 bróðursonur, frændi eða barnabarn. ^ i Vá, þessar myndir munu svara hundruðum spurninga um líffræði og hegðun risaeðla. Risaeðlufræðingar munu slefa yfir þessum myndum. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.