Þjóðviljinn - 14.07.1990, Blaðsíða 2
Arbœjarsafn
Lifandi fortíð
Afjölskylduhátíð á Arbæjar-
safni um heigina verður fort-
íðin gædd lífi með sýningu á
starfsháttum og handverki fyrri
tíma.
Tún verður slegið með orfí og
Ijá, og smíðað verður úr járni í
smiðjunni, tóvinna verður sýnd,
netagerð og útskurður aska.
Grautarlummur verða bakaðar
og boðið upp á spenvolga mjólk,
og margt fleira. Gestir geta barið
augum elsta bO landsins, og séð
prentara og bókbindara að störf-
um í aldamótaprentsmiðjunni. í
Dillonshúsi býðst mönnum að
hressa sig á molasopa eða öðrum
veitingum, og hlýða á harmon-
íkutónlist á meðan. Krambúðin
verður opin fyrir þá sem girnast
kandísstangir og þurrkaða ávex-
ti.
Helgi Sigurðsson safnvörður
sagði í viðtali við Þjóðviljann í
gær að sýningar og dagar eins og
nú um helgina hefðu hafist fyrir
alvöru á síðasta ári. Helgi segir
slíkar uppákomur lífga mikið upp
á safnið, og er stefnt að því að
auka hlut þeirra í starfsseminni á
næstunni. Að sögn Helga koma
íslendingar frekar þegar eitthvað
sérstakt er að gerast. Yfir árið eru
um tveir þriðju hlutar gestanna
íslendingar, en hlutur innlendra
og erlendra gesta er svipaður á
sumrin.
„...og svo kom blessað stríðið"
er ein sýninganna sem standa yfir
í safninu nú. Að sögn Helga voru
stríðsárin tímabil mikillar óvissu
og alls konar rasks, en um leið
lauk kreppunni og góðæristímar
gengu í garð í atvinnumálum
landsins.
Á sýningunni er reynt að koma
til skila anda þessara ára, einu
herbergi hefur verið breytt í
bragga, þar sem sýnt er hvernig
þeir voru notaðir sem bústaðir
eftir stíðið. Einnig er á sýning-
unni kaffistofa, en þær spruttu
upp eins og gorkúlur á stríðsárun-
um, segir Helgi, og voru oft ekki
annað en eitt herbergi. Á sama
tíma spruttu líka upp þvottahús
víða. Húsmæður bæjarins reyndu
að drýgja tekjur sínar með því að
þvo af hermönnunum. Velmeg-
unarfjallið svonefnda hefur einn-
ig vakið athygli gesta, en hér
verður ekki ljóstrað upp hvað
það er.
Að lokum vildi Helgi Sigurðs-
son safnvörður koma því á fram-
færi að safnið væri ekki síður
skemmtilegt í rigningu, enda í
næg hús að venda skelli skúrin á.
Fjölskylduhátíðin verður síðan
endurtekin að mánuði liðnum.
Árbæjarsafn er opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 10-18.
BE
ísafjörður
ÁaHið
þnklofið
Uppábúnar upphlutsstúlkur eins og þessi taka á móti gestum á fjöl-
skylduhátíðinni í Arbæjarsafni um helgina. Myndina tók Kristinn fyrir
utan Krambúðina einn sólfagran dag fyrir skömmu.
Hvolsvöllur
Til höfuðs atvinnuleysinu
Héraðsnefnd Rangæinga skorar á ríkisstjórnina að kaupa húseign
Sláturfélags Suðurlands við Laugarnes
etta er innanhússmál og ég vil
ekkert tjá mig um það, sagði
Hans Georg Bæringsson annar
maður á lista Sjálfstæðisflokksins
á ísafirði þegar hann var spurður
hvort hann væri hættur að vinna
með meirihlutanum þar í bæ.
í gær var haldinn fundur í full-
trúaráð sjálfstæðismanna á ísa-
firði þar sem Hans Georg gerði
grein fyrir þeim ágreingi sem
kominn er upp og tilkynnt hann
að hann myndi ekki lengur starfa
með bæjarmálaflokki sjálfstæðis-
manna. Hans Georg sagði hins
vegar á fundinum að hann væri
ekki hættur að styðja meirihlut-
ann að svo stöddu.
Hans Georg skrifað Ólafi
Helga Kjartanssyni forseta
bæjarstjórnar og oddvita sjálfs-
tæðismanna bréf þar sem hann
krefst skýringa á ýmsu sem hann
hefur verið óánægður með í
bæjarstjómarmálum á ísafirði að
undanfömu. Upp úr sauð þegar
Sigrún Halldórsdóttir var kjörin
formaður skólanefndar, en sjálf-
stæðismenn höfðu gert ráð fyrir
að Helga Sigmundsdóttir hlyti
það embætti. Sigrún var kjörin
með atkvæðum hennar sjálfrar
og minnihlutaflokkanna.
Krefst Hans Georg skýringar á
þessu og einnig að gerður verði
ákveðinn ráðningarsamningur
við Harald Haraldsson sem ráð-
inn hefur verið bæjarstjóri. Eins
og kunnugt er leiddi hann í-
listann sem var klofningsframboð
úr Sjálfstæðisflokknum. Sjálf-
stæðismenn á ísafirði sem Þjóð-
viljinn ræddi við gær voru sam-
mála um að ástæðna þessa ág-
reinings sem nú er upp kominn sé
að leita til klofningsins sem varð í
vor.
-sg
Isóifur Gylfi Pálmason sveitar-
stjóri á Hvolsvelli segir að ein af
forsendunum fyrir því að Slát-
urfélag Suðurlands geti flutt kjöt-
vinnslu sína til Rangárvallasýslu
sé að ríkið eða einhver annar
kaupi húseign SS við Laugarnes.
„Við lítum svo á, með nokkr-
um sanni, að ef ríkið kaupir þessa
húseign undir menningarstarf-
semi, eins og rætt hefur verið um,
þá séu þau kaup ígildi byggða-
stefnu í reynd gagnvart íbúunum
hér “ sagði ísleifur Gylfi.
Á fyrsta fundi Héraðsnefndar
Rangæinga á þessu kjörtímabili
lýsti nefndin yfir ánægju sinni
með fyrirhugaðan flutning kjö-
tvinnslu Sláturfélags Suðurlands
til Rangárvallasýslu. Ennfremur
skorar Héraðsnefndin á ríkis-
stjómina að kaupa eign Sláturfél-
agsins við Laugarnes í Reykjavík
til þess að flýta fyrir flutningi
Sláturfélagsins.
Sveitarstjórinn segir að öll að-
staða sé fyrir hendi á Hvolsvelli
til að taka á móti kjötvinnslu Slát-
urfélagsins í fullkomnu sláturhúsi
þorpsins. Að vísu þurfi að kosta
einhverju til við breytingar á því
fyrir kjötvinnsluna en það sé ekki
óyfirstíganleg hindrun. „Það er
áætlað að með tilkomu kjöt-
vinnslunnar hingað á Hvolsvöll
muni bætast allt að 110-130 ár-
sverk við það sem fyrir er. Þar
með væri hægt að útrýma öllu því
atvinnuleysi sem hér er“, sagði
ísleifur Gylfi.
Rangæingar muna tímanna
tvenna í atvinnumálum og að
undanförnu hefur ástandið í þeim
efnum verið slæmt og þá sérstak-
lega hjá konum. í síðasta mánuði
voru 50 manns á atvinnuleysiskrá
á Hellu og Hvolsvelli þar af 40
konur. í maí var tala atvinnu-
lausra mun meiri eða alls 71 á
Fornleifarannsóknir
Fomleifar annað en ritleifar
þessum stöðum og þar af 50 kon-
ur.
-grh
BorRarráð
Gunnlaugur Haraldsson, form. Þjóðminjaráðs: Mikilvœgt er að ís-
lendingar hafi sjálfir forrœði yfir fornleifarannsóknum hér á landi
Astæða þess að við synjuðum
Thomas McGovern um leyfi
til að grafa upp húsdýrabein á
Ströndum í sumar er sú, að við
teljum að það eitt og sér réttlæti
ekki fornleifauppgröft. McGo-
vern getur fengið næg bein að láni
hér á landi tU að rannsaka, sagði
Gunnlaugur Haraldsson, for-
maður Þjóðminjaráðs er hann
var inntur eftir ákvörðun ráðsins
um að synja McGovern um leyfi
tU fornleifauppgraftrar hér á
landi í sumar.
Fomleifanefnd hafði áður veitt
McGovem rannsóknarleyfi með
þremur atkvæðum nefndar-
manna gegn tveimur. Minnihluti
Fornleifanefndar vísaði þá mál-
inu til Þjóðminjaráðs sem er
lögum samkvæmt æðsti aðili í
þessum efnum.
Gunnlaugur sagði að með
þessari ákvörðun Þjóðminjaráðs
væri ekki með neinu móti verið
að kasta rýrð á störf og hæfni
McGovems. Heldur gmndvall-
aði ráðið þessa ákvörðun sína á
tvennu: Annars vegar því að þar
sem fomleifar væm um margt
mjög einstæðar minjar, væri ekki
réttlætanlegt að fomleifaupp-
gröftur færi fram nema um mjög
altæka rannsókn væri að ræða.
- Þegar fomleifauppgröftur
hefur einu sinni farið fram verður
hann ekki endurtekinn. Það er
því mikill miskilningur sem kem-
ur fram í samþykkt stjómar Fé-
lags íslenskra fræða um þetta mál
þar sem fomminjar og handrit og
skjöl em lögð að jöfnu. Skjöl og
handrit er hægt að rannsaka aftur
og aftur. Öðm máli gegnir með
fomleifar. Þegar einu sinni er
búið að hrófla við þeim, er ekki
unnt að rannsaka þær aftur frá
granni. Þess vegna skiptir miklu
að fomleifauppgreftir taki til sem
flestra þátta sem máli skipta, en
ekki eins afmarkaðs þáttar eins
og í þessu tilfelli McGoverns,
sagði Gunnlaugur og bætti við að
þar skipti engu þjóðemi manns-
ins. Það sama gilti um íslenskar
rannsóknir.
í annan stað sagði Gunnlaugur
að það væri orðið löngu tímabært
að íslendingar hefðu sjálfir forr-
æði yfir fomleifarannsóknum hér
á landi. - Aðeins í undantekning-
artilfellum er réttlætanlegt að
fela erlendum mönnum forræði
yfir slíkum rannsóknum.
í nágrannalöndum okkar em
skýrar reglur um þetta tvennt.
Því miður hefur viljað brenna við
að erlendir fornleifafræðingar
hafi litið á ísland eins og nokkurs-
konar nýlendu í þessum efnum.
Hér gætu menn komið og grafið í
hverjum haug og hól eins og þeim
helst lysti í krafti þess að við vær-
um öllu þar sem fjármunir til
fomleifarannsókna væm mjög
takmarkaðir, sagði Gunnlaugur.
Gunnlaugur benti á að McGo-
vem hefði verið neitað um leyfi
til fomleifauppgraftrar á Græn-
landi fyrir nokkrum áram á við-
líka forsendum og Þjóðminjaráð
byggði sína synjun.
Þá nefndi Gunnlaugur að hér á
landi hefði verið staðið með mjög
vafasömum hætti að útlánum
fommuna. - McGovern hefur
allt frá 1980 fengið að láni mikið
af húsdýrabeinum til rannsókna
og eftir því sem ég best veit hefur
þeim ekki verið skilað aftur. Það
skal þó tekið fram að hann er
ekki einn um það að hafa fengið
gripi til láns og flutt með sér er-
lendis til rannsókna.
Þjóðminjaráð óskaði eftir
greinargerð frá þjóðminjaverði
um þá gripi sem em í útláni, þar
sem hann hafði yfiramsjón með
slíkum útlánum þar til Þjóð-
minjaráð var sett á fót. Slíka
greinargerð höfum við ekki enn
fengið, sagði Gunnlaugur.
Þá sagði Gunnlaugur að hann
reiknaði með þvi að Þjóðminja-
ráð myndi senda stjórn Félags ís-
lenskra fræða tilskrif vegna
þeirrar yfirlýsingar sem hún sendi
frá sér og birtist í Nýju Helgar-
blaði Þjóðviljans í gær. - Þar gæt-
ir miskilnings sem ekki er hægt að
láta ósvarað, sagði Gunnlaugur.
-rk
Stöð 2 ekki
á dagskrá
Umsókn stjórnar Stöðvar 2 um
að borgin ábyrgist lán til handa
stöðinní var ekki á dagskrá borg-
arráðs í gær. Að sögn Hjörleifs
Kvarans þjá Reykjavíkurborg er
inálið í almennri frestun.
Þá var einnig frestað umræðum
um tillögu minnihlutans um að
hluta af andvirði því sem borgin
fékk vegna sölu á
skemmtistaðnum Glym verði
varið til að koma upp unglinga-
húsi í miðbænum.
Borgarráð samþykkti hins veg-
ar tillögu frá minnihlutanum um
að ítreka umsókn borgarinnar
um framkvæmdalán til bygginga-
sjóð ríkisins vegna byggingar
leigu- og hlutdeildaríbúða við
Lindargötu, en eins og kunnugt
er hafnaði stjórn Húsnæðisstofn-
unar umsókn borgarinnar fyrir
skemmstu.
-sg
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. júlí 1990