Þjóðviljinn - 14.07.1990, Blaðsíða 1
Laugardagur 14. júlí 1990. 129. tölublað 55. árgangur.
Haldið í land. Kerlingarnar í Eyjum hlæja eflaust ekki siður en þær á Skaganumþegarkarlarnirkomaheimádrekkhlöðnumbátunum. Vart sásttil sólarfyrirbrælunni, og peninga
lyktin fyllti vitin þegar Þjóðviljinn var á dögunum úti í Vestmannaeyjum. Mynd: Jim Smart.
Geislamengun
Svíar með vonda samvisku
Júlíus Sólnes: Margir telja sig hafafullvissujyrirþvíað Svíar komi geislavirkum úrgangifyrir íEystrasali.
Ekkifœst uppgefið hvaðFinnar gera við sinn úrgang. Ráðherraferað skoða endurvinnslustöðina í Dounreay
Júlíus Sólnes umhverfismála-
ráSherra segir Svfa vera með
vonda samvisku f umhverfismál-
um. „Staðreyndin er sú að Svíar,
að þvf sagt er en án þess að maður
hafi sannanir fyrir því, eru sjálfir
að lauma kjarnorkuúrgangi frá
kjarnorkuverum sfnum út í
Eystrasalt,“ sagði Júlíus þegar
hann var spurður hvers vegna
ekki vœri samstaða með norrænu
umhverfismálaráðherrunum um
að mótmæla endurvinnslustöð-
inni f Dounreay sameiginlega.
Ráðherra sagði að margir þætt-
ust hafa fullvLssu fyrir því að Sví-
ar hefðu útbúið neðanjarðarhella
undir sjávarbotni undan strönd-
um Svíþjóðar í Eystrasalti og
pumpuðu þar niður geislavirkum
úrgangi. „Það veit sfðan enginn
hvað Finnar gera við sinn úrgang
og ekkert fæst upplýst um það,“
sagði umhverfismálaráðherra.
I samtali við Þjóðviljann sagði
Júlíus, endurvinnslustöðina í Do-
unreay vera fastan lið á sameigin-
legum fundum Norrænu um-
hverfismálaráðherranna. En það
yrði að viðurkennast að hópurinn
væri ekki sammála. Júlíus sagðist
hafa lagt fram tillögu á síðasta
fundi um að ráðherrarnir mót-
mæltu Dounreay stöðinni sam-
eiginlega og þau mótmæli yrðu
síðan tekin upp á fundi með um-
hverfismálaráðherra Bretlands.
Þessu hefðu Svíar og Finnar neit-
að.
Þegar þessi mál ber á góma á
fundum umhverfismálaráðher-
ranna, sagði Júlíus Finna alltaf
tala um að það ætti að fara öðru-
vísi í þessi mál. Það ætti að gera
kröfu um að nota bestu fáanlegu
tækni varðandi endurvinnsluna.
Júlíus sagðist alltaf svara þessum
skoðunum með því að segja bestu
fáanlegu tækni ekki nægja.
Áhætta upp á brot úr prósenti
væri jafnvel of mikil.
Dönsku og norsku umhverf-
ismálaráðherramir eru sammála
sjónarmiðum íslendinga, að sögn
Júlíusar. Danski ráðherrann,
sem er formaður ráðherrahóps-
ins, hefði til að mynda hvatt til
þess að ráðherramir mótmæltu
hver fyrir sig, þegar ekki tókst
samstaða um að mótmæla Do-
unreay sameiginlega. Eftir það
hefðu norsku og dönsku ráðherr-
amir sent Bretum sín mótmæli.
Færeyingar hafa tekið sömu af-
stöðu í þessu máli og íslendingar.
Júlíus sagðist einnig hafa sett sig í
samband við Jónatan Mosfeldt til
að fá Grænledinga til liðs við ís-
lendinga og Færeyinga. Jónatan
kæmi hingað til lands í lok mán-
aðarins og þá yrðu þessi mál
rædd. „Það er verið að reyna
safna saman liði þeirra þjóða sem
em í því umhverfi sem stafar
hætta af Dounreay,“ sagði Júlíus.
Umhverfismálaráðherra fer til
Skotlands þann 30. júlí til að
skoða af eigin framkvæði endur-
vinnslustöðina í Dounreay.
Ráðherrann hefur skrifað bresk-
um stjómvöldum og mótmælt til-
vist stöðvarinnar og einnig mót-
mælt því við þýsk, hollensk og
spönsk stjómvöld að þau skuli
senda geislavirkan úrgang til
endurvinnslu í Dounreay. Þá hef-
ur verið lögð fram fyrirspurn í
hollenska þinginu um viðskipti
Hollendinga við endurvinnslu-
stöðina og verður henni svarað í
næstu viku.
Bandaríkjamenn hafa bannað
innflutning á geislavirkum úr-
gangi vegna mengunarhættu. Jú-
Uus sagði Þjóðviljanum að hlut-
imir væra að snúast við frá árinu
1970, þegar Bretar lokuðu á innf-
lutning á geislavirkum úrgangi,
en þá hefði hann verið fluttur til
Bandaríkjanna í staðinn. Nú
tækju Bretar við þessu, sem væri
ekkert gamanmál. Júlíus sagðist
bíða eftir frekari viðbrögðum við
mótmælum sínum og sagði mót-
mæli streyma til breskra
stjómvalda úr öllum áttum.
Reynt væri að byggja upp. víð-
tækan og stöðugan þrýsting í
þeirri von að Bretar létu loks
undan honum. -hmp
Sovétríkjn
Borgarstjórar úr kommún istaflokknum
Popov og Sobtsjak, borgarstjórar íMoskvu ogLeníngrad, segjast œtla
að stuðla að myndun fjölflokkakeifis
Tilkynnt var á fréttamanna-
fimdl í gær að borgarstjórar
Moskvu og Leníngrad, tveggja
mestu borga f Sovétríkjunum,
hefðu ákveðið að ganga úr
Kommúnistaflokki Sovétríkj-
anna og stuðla framvegis að því
að koma á fjölflokkakerfi. Ekki
var þó beinlínis tekið fram í til-
kynningunni að þeir hefðu í hyg-
gju að beita sér fyrir stofnun nýs
stjóramálaflokks.
Stofnun nýrra stjórnmála-
flokka er lögum samkvæmt
heimil í Sovétríkjunum síðan fyrr
á árinu, er kommúnistaflokkur-
inn afsalaði sér formlega einka-
rétti á völdum.
Borgarstjóramir, Gavríl Pop-
ov í Moskvu og Anatolíj Sobtsjak
í Leníngrad, tilgreindu sem ást-
æðu til úrsagnanna að 28. þingi
kommúnistaflokksins hefði ger-
samlega mistekist að bjóða upp á
nýja stefnuskrá með það fyrir
augum að breyta Sovétríkjunum í
nýtt samfélag.
Popov er hagfræðingur og
fyrram prófessor við Moskvuhá-
skóla. Sobtsjak hefur getið sér
orðstírs sem snjall lögfræðingur
og prófessor við Leníngradhá-
skóla. Hann hefur verið borgar-
stjóri síðan í júní, Popov síðan í
mars. Báðir eru þeir hliðhollir
róttæka armi flokksins, en Popov
hefur þó verið talinn standa ná-
lægt miðjumönnunum kringum
Gorbatsjov.
Þetta vekur bollaleggingar um
hvort fjöldaúrsagnir róttækra og
frjálslyndra í flokknum séu fram-
undan. Borís Jeltsín, forseti
Rússlands, hafði áður sagt sig úr
flokknum og sumir liðsmanna
hins róttæka Lýðræðisvettvangs
slíkt hið sama. Lýðræðisvett-
vangurinn er þó klofinn um
þetta, því sumir þingfulltrúa hans
neituðu að segja sig úr flokknum
eftir að Jegor Lígatsjov, leiðtogi
íhaldsmanna, hafði fallið í kosn-
ingu tU hins nýstofnaða og valda-
mikla embættis aðstoðaraðalrit-
ara flokksins.
Rcuter/-dþ.