Þjóðviljinn - 14.07.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.07.1990, Blaðsíða 6
Átak Slysavarnafélagsins KOMUM HEIL Slysvarnafélag íslands er með sérstakt átak í gangi í sum- ar. Þetta er gert til að vara fólk við haettum sem geta fylgt ferðalögum innanlands. Átakið hefurfengið nafnið „Komum heil heim". Fjölskyldan er farin að undirbúa kvöldmatinn. Foreldrarnir eru úti en strákurinn að rannsaka gastækið nánar. Eldurinn gýs upp og breiðist út ð svipstundu um tjaldið. Pabbi kemur i loftköstum og bjargar stráknum á síðustu stundu. Tjaldið brennur til kaldra kola og allt sem í því er. Feröln verður öðruvisi en ætfað yar. Þetla hefði getað farið enn verr. Förum gætilega með eld. Gastækl eru hættuleg og tjöld og viðlegubúnaður eru búin tll úr eldflmum efnum. örtitil gætnl getur skipt sköpum og skllið milli Iffs og dauða. Vísindaráð Rúmar 120 miljónir til 202 rannsókna- verkefna Nýverið tilkynnti Vísindaráð um styrkúthlutanir úr Vís- indasjóði fyrir árið 1990. í ár út- hlutar sjóðurinn 202 styrkjum til visindarannsókna að upphæð rúmar 121 miljónir króna, en 290 umsóknir um styrki bárust sjóðn- um að upphæð 277 mkr. Vísindasjóður er í vörslu Vís- indaráðs, en hlutverk ráðsins er að efla íslenskar vísindarann- sóknir. Vísindaráð skiptist í þrjár deildir: náttúruvísindadeild, líf- og læknisfræðideild og hug- og félagsvísindadeild. Stjórn Vís- indaráðs ákveður hvernig ráð- stöfunarfé Vísindasjóðs skiptist milli deilda, en stjórnir deildanna úthluta styrkjum. Af styrkveitingunum nú fer lang mest til rannsókna á sviði raunvísinda, náttúrufræða og læknisfræða eða samtals ríflega 91 miljón króna. Til vísinda- iðkana á sviði hugvísinda eru að þessu sinni veittir styrkir fyrir tæpar 30 miljónir króna. Eins og gefur að skilja eru verkefnin sem styrkt eru með fjárframlögum úr Vísindasjóði ærið mismunandi að eðli og um- fangi. Hæstan styrk, samtals 4 miljónir króna, hlaut að þessu sinni verkefni þeirra Hafliða P. Gíslasonar, Jóns Péturssonar og Viðars Guðmundssonar er nefn- ist „Ljómunarmælingar og segul- hermingar. Mælingar á ljómun- artíma. Víxlverkun rafeindagass og veilna í málmi“. Á sviði vísindarannsókna í hug- og félagsvísindum voru að þessu sinni veittir samtals 68 styrkir. Þar af flestir til sagnfæðirannsókna eða 12 talsins og bókmenntafræði 11. Því næst voru veittir flestir styrkir til forn- leifafræði eða alls sex. Þær Bergljót Kristjánsdóttir og Guðrún Ingólfsdóttir hlutu hæsta styrkinn sem veittur er í ár á sviði hug- og félagsvísinda eða 1500.000 krónur til verkefnis er nefnist „Lykilbók íslendinga sagna og þátta“. Þótt vel flestir styrkjanna séu veittir til rannsókna einstaklinga, veitir Vísindaráð einnig nokkra styrki til stofnana og til útgáfu á rannsóknaniðurstöðum. Þannig fær Héraðsskjalasafn Skagfirð- inga 200.000 króna styrk til gerð- ar nafna- og efnislykla yfir skjala- kost safnsins og Sögufélag styrk til að ljúka útgáfu á skjölum Landsnefndarinnar fyrir 1770- 1771 og er þá aðeins fátt upp tal- ið. Veittir styrkir til rannsókna á sviði líf- og læknisfræða eru 56 að tölu og nemur heildarstyrkfjár- hæð rúmlega 40 miljónum króna. Flestir styrkir eru veittir til verk- efna í lyflækningum eða átta og næst flestir styrkjanna eða sex eru til rannsókna í líffræði. Hæstan styrk á sviði líf- og læknisfræði hlutu Jórunn Erla Eyfjörð og Helga M. Ögmunds- dóttir til rannsókna á eðli og erfð- afræðilegum þáttum brjóst- krabbameins, eða 1.800.000 krónur. Meðal annarra verkefna sem styrk hlutu má nefna athugun á orsökum dægursveiflna líkams- hita og svefns, ratvísi taugafruma í miðtaugakerfi fóstra, lengd fengitíma sauðfjár og hreyfistarf- semi endaþarms og vélinda í börnum með eða án líkamlegra fötlunar. Þetta árið eru flestir styrkir veittir til náttúruvísinda eða 78. Heildar upphæð styrkja er tæp 51 mkr. Flesta styrki hljóta jarðvísind- arannsóknir eða 25, þar af 15 til verkefna á sviði jarðfræði og 10 á sviði jarðeðlisfræði. Níu styrkir eru veittir til vistfræðirannsókna. Styrkir til verkefna á vettvangi annarra greina náttúruvísinda eru færri. Eins og áður var frá greint hlutu þeir Hafliði P. Gíslason, Jón Pétursson og Viðar Guð- mundsson hæstu styrkupphæðina sem úthlutað er í ár. Áf öðrum verkefnum sem styrkir eru veittir til má nefna athugun á veðurfari í ísaldarlok, gerð jarðfræðikorts af Heklu, rannsókn á áhrifum veðurfars á hafstrauma og sjó- gerðir norðan íslands, gerð reiknilíkans fyrir grunnsjávar- strauma og til sjávarstöðumæl- inga. -rk Síðasti pöntunardagur næsta hluta ríkissamningsins til kaupa á Macintosh tölvubúnaði með veruiegum afslætti er: Innkaupastofnun ríkisins Ú Apple-umboðið Radíóbúðiu hf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.