Þjóðviljinn - 14.07.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.07.1990, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ÍÞRÓTTIR Eftir er enn yðar hlutur Við fréttaneytendur erum orðnir svo vanir því seinni misserin, að sögð séu góð tíðindi af afvopnun, niðurskurði vígbúnaðar, fækkun eldflauga búinna kjamoddum, að okk- ur hættir til að gleyma því, hve takmarkaðir þeir sigrar eru sem hafa unnist á þessu sviði. Bandaríska vikuritið Time tekur það að sér í þeirri viku sera nú er að líða, að minna okkur rækilega á það hve löng leið er enn ófarin þar til heimurinn verður sæmilega friðvæn- legur. Og þá er ekki aðeins átt við oft ræddan háska af víg- búnaðarkapphlaupi í þriðja heiminum, heldur blátt áfram við risaveldin tvö og það sem Time kallar „dómsdagsmaskínu Bandaríkjanna”. Við íslendingar höfum að sönnu fengið af því smjörþef- inn (vegna tillagna íslenskra stjómvalda um niðurskurð her- skipaflota) hve erfitt þeir sem ráða ferðinni í vígbúnaðarmál- um í Bandaríkjunum hafa átt með að breyta stórbreyttum á- stæðum í heiminum í raunhæfa afvopnun. Það ersama hve margir traustvekjandi matsmenn komast að þeirri niður- stöðu að sovéska hættan hafi lengst af verið stórýkt og sé nú svo smá orðin, að ekki einu sinni íhaldssöm herforingja- stjóm í Moskvu gæti byrjað aftur á vígbúnaðarkapphlaupi og endurreist Varsjárbandalagið. Það er enn furðu mikið eft- ir af þeirri bandarísku stefnu sem heldur til streitu vígbúnað- arstigi sem er í hróplegri andstöðu við stórbreyttar aðstæð- ur í stjómmálum heimsins. Tlme vitnar í ýmsa áhrifamenn, ekki síst úr flokki Demókrata, sem bera nú fram kröfur um að tekin sé til end- urskoðunar sú stefna í kjamorkuvígbúnaði sem byggir á „overkill” - á því að margdrepa andstæðinginn. Time segir að þótt aðeins þriðjungur þeirra 12000 kjam- orkuskeyta sem Bandaríkin ráða yfir kæmust í gegnum sov- éskar vamir, þá mundi það naegja að breyta í duft og ösku hverri einustu borg í Sovétríkjunum sem hefði fleiri en 25 þúsundir íbúa (og vitanlega margar smærri að auki). Samt sem áður hafa bandarískir samningamenn í afvopnunarvið- ræðum haldið áfram að taka fýrst og fremst mið af þeirri „dómsdagsbók” hermálaráðuneytisins, sem skráir öll hugs- anleg skotmörk í Sovétrikjunum, og vísa því frá sovéskum tillögum um róttækan niðurskurð á kjamorkuvopnabirgðum beggja aðila. Dómsdagsbókin svonefnda er skrá yfir 15000 skotmörk í Sovétríkjunum og hvemig á að ná til þeirra með eldflaug- um og flugvélum: hér er um að ræða geymslustaði fyrir kjamorkuvopn, önnur hemaðarmannvirki, en einnig um 100 þúsund sovéska áhrifamenn í stjómmálum, her og atvinnu- lífi sem tortíma skal, og svo allskonar verksmiðjur sem tald- ar eru geta komið hemum að haldi. Gagnrýnendur, sem Time vitnar í, segja að stefna sú sem birtist í Dómsdagsbók- inni sé bæði feiknadýr og hættuleg. Hinn gífuriegi fjöldi skot- marka í Dómdagsbókinni (bandaríska opinbera skammstöf- unin er SIOP) þvingar Bandaríkin í þá stöðu, þegar það verður næstum því nauðsynlegt til að ná tilætluðum árangri, að Bandaríkin bregðist við tvísýnu ástandi með því að verða fyrst til að beita kjamorkuvopnum - hvað sem líður opinber- um yfiriýsingum um að Bandaríkin muni aðeins svara fyrir sig með kjamorkuvopnum EFTIR sovéska árás. (Time vitn- ar um þetta til Bruce Blairs við Brookings-stofnunina). Gam- alreyndur samningamaður um afvopnun, Paul Nitze, sem aldrei hefur verið kenndur við einhliða afvopnun, hann telur að 3000 kjamorkuvopn mundu nægja til að viöhalda þeirri „fælingu” sem hefur verið lykilhugtak í vígbúnaði um langt skeið. Harold Brown fyrrum vamarmálaráðherra telur að 1000 stykki nægi. En til að svo stór stökk verði tekin frá ríkj- andi ástandi, þá þarf að rífa niður SIOP, Dómsdagsáætlun- ina, sem enn stýrir öllu: útgjöldum til hemaðar, eftirliti með vígbúnaði - og miklum háska. Mú þegar íslandsmótið í knattspyrnu, Hörpudeildin er hálfnuð, eru Valsmenn í fyrsta sæti með 19 stig eftir 9 leiki en á hæia þeim koma KR- ingar með 18 stig. Frammistaða þeirra hefur verið óvenjugóð það sem af er og svo góð að rót- grónir Vesturbæingar eru þeg- ar farnir að gæla við þann draum, sem þeir hafa alið með sér á þriðja áratug, að íslands- meistaratitillinn verði þeirra í haust. Tveimur stigum á eftir þeim kemur lið Fram með 16 stig sem vann góðan sigur á efsta liði deildarinnar á þriðju- dag eftir að hafa tapað illilega fyrir nýliðum Stjörnunnar í 8. umferð með þremur mörkum gegn einu á Laugardalsvellin- um. I fótboltanum skiptast á skin og skúrir, en þegar sigur vinnst leynir fögnuöurinn sér ekki meðal stuön- ingsmannanna. Mynd: Ari. heitt þegar seinni umferðin hefst. Þá sækja þeir iið Víkings heim í Fossvoginn og verður sá leikur á sunnudag. Framliðið byrjaði mótið af miklum krafti og eftir fimm leiki hafði liðið ekki fengið á sig mark en skorað þrettán og leiddi deild- ina með þrettán stig. Eftir það dalaði liðið verulega og tapaði þrem næstu leikjum en náði að rífa sig upp í níundu umferð þeg- Hörpudeildin leiki en þeir hafa unnið þijá, gert fjögur jafntefli og tapað aðeins tvisvar sinnum. Þeir hafa skorað tíu mörk og fengið á sig niu. Markahæstir í liðinu er þeir Gor- an Micic með fjögur mörk og Atli Einarsson með þijú. FH hefur trúlega valdið stuðningsmönnum sínum tölu- verðum vonbrigðum í sumar mið- að við árangur þeirra í fyrra en þá urðu þeir í öðru sæti deildarinnar Lokaspretturinn að hefjast Valur leiðir í hálfleik en fast á hæla þeirra kemur lið KR Hlíðarendastrákamar sigurstranglegir Valur er eina liðið sem leikur nú í Hörpudeildinni sem ekki hef- ur fallið niður í aðra deild og seg- ir það meira en mörg orð um þann stöðugleika sem virðist einkenna liðið. Það sem af er íslandsmótinu hafa margir lykilmenn Valsmanna verið tíðir gestir á sjúkralistanum en þó virðist það ekki hafa háð liðinu að neinu marki og komið andstæðingum þess að litlu gagni. I þessum níu leikjum hafa Valsmenn unnið sex, tapað tveimur og gert eitt jafntefli. Þeir hafa skorað fimmtán mörk og fengið á sig átta. Markahæstur í liðinu er Siguijón Kristjánsson sem hefúr skorað fimm mörk en hann hefur ekki verið með i síð- ustu leikjum liðsins vegna meiðsla. Þá hefúr Anthony Karl Gregory skorað þijú mörk. Miðað við reynslu undanfar- inna ára má telja Valsmenn ansi sigurstranglega í lok mótsins í þessari stöðu. Þeir hafa oflast nær byijað mótið slælega en sótt i sig veðrið þegar liðið hefur á keppn- ina. Hvort sú verður reyndin í ár verður að koma í ljós, en óneitan- lega eru likumar þeim í vil. Fyrsti leikur þeirra í seinni umferðinni verður á móti Skagamönnum uppi á Skaga í dag, laugardag. Hvað gera Fram og KR? Eins og staðan er í dag eru aðal keppinautar Valsmanna um íslandsmeistaratitilinn KR og Fram. Þeir svarthvítu hafa byijað mótið mjög vel og eru nú í öðru sæti með 18 stig. Þeir hafa skorað fjórtán mörk og fengið á sig níu. Unnið sex leiki, tapað þremur og ekkert jafntefli gert. Markahæstir í liðinu eru þeir Pétur Pétursson og Ragnar Margeirsson sem hafa skorað þrjú mörk hver. Mikil pressa er á leikmönnum liðsins að þeir klári dæmið að þessu sinni og vinni mótið og hef- ur ekkert verið til sparað að ná því takmarki i ár. Nýir leikmenn hafa komið til liðs við KR og má þar nefna þá Ragnar Margeirsson og Atla Eðvaldsson. Hvort það næg- ir til að ná settu marki skal ósagt látið en óneitanlega er liðið ansi ar langþráður sigur náðist gegn Val á Hlíðarenda. Markahæstur liðsmanna Fram er sem fyrr Guð- mundur Steinsson með 6 mörk og er markahæstur í deildinni ásamt Herði Magnússyni úr FH. Þá hef- ur Rikharður Daðason skorað þijú mörk fyrir Fram. Ef þeir bláklæddu úr Safa- mýrinni leika eins vel og þeir gerðu i byijun mótsins stenst ekk- ert lið þeim snúning og þá eru þeir til alls líklegir. Hinsvegar virðist þá skorta stöðugleika sem er nauðsynlegur ef þeir ætla sér titilinn í haust. Framarar fá Eyja- menn í heimsókn í Laugardalinn á mánudaginn í sínum fyrsta leik í seinni umferð. Nýliðarnir koma á óvart Það sem hefur komið mest á óvart í Hörpudeildinni er árangur nýliða Eyjamanna sem eru í fjórða sæti með 15 stig og áttu fæstir von á þeim svo sterkum i fyrri umferðinni. Þeir hafa unnið fjóra leiki, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað tveimur leikjum. Þeir hafa skorað tólf mörk en fengið á sig fjórtán. Markahæstur þeirra er Hlynur Stefánsson sem hefur skorað fjögur mörk. Stjaman úr Garðabæ sem vann aðra deild í fyrra er í sjö- unda sæti deildarinnar með ellefú stig. Þeir hafa einnig komið á ó- vart með frammistöðu sinni en liðið er blanda af ungum leik- mönnum og gömlum refúm sem virðist gefa góða raun. Stjaman hefúr unnið þijá leiki og þar á meðal bæði Val og Fram, tapað fjómm og gert tvö jafntefli. Liðið hefur skorað ellefú mörk en feng- ið á sig fimmtán. Markahæstir em þeir Ami Sveinsson og Láms Guðmundsson sem hafa gert þijú mörk hvor. Stjaman mætir Þór frá Akureyri í Garðabæ á mánudag. VíkingurogFH ummiðjadeild Hæðargarðspiltamir hafa einnig komið á óvart í sumar og sjaldan verið sterkari ef undan- skilin em gullaldarár þeirra í upp- hafi síðasta áratugar, en þá vom þeir með yfirburðalið í deildinni. Víkingar hafa þrettán stig eftir níu eftir hörkukeppni við KA sem hafði sigur á endasprettinum. Hafnfirðingamir hafa tólf stig, skorað fjórtán mörk en fengið á sig þrettán. Markahæstur þeirra er markakóngur síðasta árs Hörður Magnússon með 6 mörk og þá hefúr Pálmi Jónsson skorað þijú. FH hefur unnið fjóra leiki, tapað fimm og ekkert jafntefli gert. Næsti leikur þeirra verður á Akur- eyri á mánudag þegar þeir sækja KA heim. Fallbaráttan Eftir fyrri umferð íslands- mótsins heyja þrjú lið harða fall- baráttu en það em Skagamenn og norðanliðin tvö, KA og Þór. Skagamenn hafa aðeins átta stig, hafa unnið tvisvar, tapað fimm sinnum og gert tvö jafntefli. Þeir hafa skorað tíu mörk en fengið á sig sextán. Markahæstur þeirra er Bjarki Pétursson með þijú mörk. Skagamenn eiga því ekki að venj- ast að þurfa að beijast fyrir vem sinni í deildinni og því má búast við hörkuleik á Skaganum á laug- ardag þegar þeir fá Valsmenn í heimsókn. I næstneðsta sæti deildarinnar er Þór frá Akureyri með 8 stig. Þeir hafa skorað sex mörk en fengið á sig tólf, unnið tvo leiki, tapað fímm og gert tvisvar jafn- tefli. Markahæstur þeirra er Bjami Sveinbjömsson sem hefúr gert þijú mörk. Of snemmt er að afskrifa Þórsara þar sem þeir hafa löngum orðið að beijast við fall á liðnum sumrum en bjargað sér á síðustu stundu. Hvort sú verður reyndin í ár skal ósagt látið en róðurinn verður þungur. Núverandi Islandsmeistarar KA reka síðan lestina í Hörpu- deildinni en þeir hafa aðeins feng- ið sjö stig úr níu leikjum. Þeir hafa unnið tvo leiki, tapað sex og gert eitt jafntefli. Liðið hefúr skorað átta mörk en fengið á sig fjórtán. Markahæstur þeirra er Ormarr Örlygsson sem hefúr gert þijú mörk. Trúlega er það eins- dæmi í íslenskri knattspymusögu að Islandsmeistarar fyrra árs vermi neðsta sæti deildarinnar að ári, eins og KA gerir þegar leikn- ar hafa verið níu umferðir af átján. —grh þJÓÐVILJINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ Friðþjófeson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Blertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guömundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davíðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristfn Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gisladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrífstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingan Siðumúla 37, Rvik. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingan 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Askriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.