Þjóðviljinn - 15.08.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.08.1990, Blaðsíða 1
 Húsnœðisnefnd Dagsbrún í klemmu Davíð biðurDagsbrún, VR ogStarfsmannafélagReykjavíkurborgarað tilnefnaíhúsnœðisnefnd. HalldórBjörnsson, varaformaður Dagsbrúnar: Teljum aðfulltrúaráð verkalýðsfélaganna eigi að tilnefna tvofulltrúa. Félagsmálaráðuneytið. Einstökfélög eiga ekki að tilnefna „Ef þið vissuð hvað ég væri að hugsa yrði ykkur ekki um sel,“ gæti þessi spekingslegi selur verið að hugsa. Mynd: Jim Smart. Davíð Oddsson borgarstjóri hefur beðið Dagsbrún, Versl- unarmannafélag Rcykjavíkur og Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar að tilnefna einn fulltrúa hvert í húsnæðisnefnd borgarinn- ar. Þetta er gert þvert á vilja fé- lagsmálaráðuneytisins og skiln- ing þess á lögum um húsnæðis- nefndir. Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, seg- ist telja að fulltrúaráð verkalýð- sfélaganna en ekki einstök félög eigi að tilnefna í húsnæðisnefn- dina. „Það er klaufalegt af ráðuneyt- inu að kveða ekki á um það í lög- unum að fulltrúaráð skuli til- nefna í húsnæðisnefndir þar sem þau eru fyrir hendi. Það er okkar skoðun að fulltrúaráð eigi að til- nefna tvo fulltrúa í húsnæðis- nefnd Reykjavíkurborgar, en við verðum að taka afstöðu til þessa bréfs frá borginni. Sú staða getur komið upp að við verðum að til- nefna í nefndina,“ segir Halldór í samtali við Þjóðviljann. Lög um húsnæðisnefndir 'kveða ekki skýrt á um hverjir skuli tilnefna fulltrúa verkalýðs- hreyfingarinnar í húsnæðisnefnd- ir, en reglugerð er enn ókomin. í gær sendi félagsmálaráðherra leiðbeiningar til sveitarfélaga um húsnæðisnefndir, meðal annars um hvernig nefndirnar skuli skip- aðar. Húsnæðisnefndir eru teknar til starfa víða um land og eiga að hafa umsjón með félagslegu húsnæði á vegum sveitarfélaga. í Reykjavík hefur ríkt óvissa um skipan nefndarinnar og því starf- ar stjórn verkamannabústaða enn í borginni. Samkvæmt lögum um húsnæðisnefndir á borgin að kjósa fjóra fulltrúa í nefndina og koma þrír þeirra frá Sjálfstæðis- flokknum. Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna tilnefndi tvo full- trúa í stjórn verkamannabústaða, en nú hefur borgin ákveðið að hunsa fulltrúaráðið. Með því er talið að Sjálfstæðisflokkurinn tryggi sér meiri áhrif en ella í nefndinni. Félagsmálaráðuneytið telur hins vegar að fulltrúaráðið eigi að tilnefna fulltrúa í nefndina og varaformaður Dagsbrúnar, for- seti ASÍ og fleiri taka undir það. ~«g Persaflói Jórdanía boð- beri fríðar Hussein konungur í Jóardaníu hitti Saddam Hussein forseta íraks á mánudag og mun hitta George Bush Bandarflcjaforseta á fimmtudag. Tilgangur heimsókn- anna var sagður sá að konungur- inn hefði hug á að koma í veg fyrir stríð. Jórdanía liggur á milli steins og sleggju sem helsta stuðningsland íraks og svo líta Bandaríkjamenn á Jórdani sem góða vini sína. írak hefur helst möguleika á aðdrátt- um S gegnum Jórdanfu. 1 gær sást til fjölda vörubíla á leið frá jórdönsku höfninni Aqa- Aldraðir Abyigð lýst á hendur alþingi Við í yfirstjórn ríkisspítaianna tökum gagnrýni vegna lokana deilda ekki til okkar. Lokanirnar nú og í fyrra eru meiri en nokkru sinni áður, en við hefðum getað leyst þetta á viðunandi hátt í ár ef við hefðum haft 60 miljóna króna hærri fjárveitingu en við höfum. Ábyrgðin er alþingis, segir Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkis- spítalanna, í samtali við Þjóðvilj- ann. Eins og kom fram í Þjóðviljan- um í gær, gagnrýna félagsráðgjaf- ar í öldrunarþjónustu og á sjúkra- húsum í borginni mjög harkalega að deildum á spítölum skuli hafa verið lokað í svo miklum mæli sem raun ber vitni um. Fél- agsráðgjafarnir segja neyðará- stand ríkja á mörgum heimilum aldraðra vegna þessa og spyrja hvort raunverulegur sparnaður felist í því að loka deildum yfir sumartímann. Þegar mest var í sumar var 309 rúmum á Landspítalanum, Land- akotsspítala og á Borgarspítalan- um lokað. Hins vegaT er kreppu- ástandið að líða hjá og nú eru 263 rúm lokuð. Um miðjan septemb- er verða þau aðeins 42. DavíðÁ. Gunnarsson,forstjóri ríkisspítalanna: Ástandið hefðigetað verið viðunandi með 60 miljóna króna hcerrifjárveitingu „Stjórnarnefnd ríkisspítalanna meira svigrúm nú. Á hinn bóginn gerði fjármálaráðherra og urðu sjúkrastofnanir að þola heilbrigðisráðherra grein fyrir því strax í vor að þetta ástand myndi koma upp nema til kæmu auknar fjárveitingar. Hins vegar horfir þetta ekki beint upp á þá, því alþingi samþykkir fjárlög," segir Davíð Á. Gunnarsson. Hann segir að aðeins tvö síðast liðin sumur hafi öldrunardeildum ríkisspítalanna verið lokað á sumrin. Það þekktist ekki áður. , „Enmennerufljótiraðgleyma svona hlutum og það er hætta á að þetta verði gleymt við gerð fjárlaga næsta árs. En hluti af þessum vanda er sá að heimahjúkrun á ýmsum stöð- um á landinu er vanbúin til þess að taka við ýmsum af þeim verk- efnum sem aðrar þjóðir teldu eðlilegt að leysa með þeim hætti,“ segir Davíð. Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, segir hins vegar í samtali við Þjóðviljann að ástandið sé ekki verra nú en verið hefur. Hann segir að fjárveitinga- valdið hafi tekið meira tillit til sjúkrastofnana nú en í fyrra og því ættu stofnanirnar að hafa niðurskurð í fyrra. „Ástandið er mjög slæmt. Ég á ekki von á að við getum gert neitt við þessu ástandi nú, en það þarf að koma í veg fyrir að þetta end- urtaki sig á næsta ári,“ segir Guð- mundur. -«g ba við Rauða haf á leið til Bagh- dad, höfuðborgar íraks. Fahd konungur í Saúdi-Arabíu sagði í gær að hann hann myndi ekki gefa eftir eitt einasta sand- kom úr ríki sínu. Ýmsar grasrót- arhreyfingar í arabaheiminum hafa mótmælt vem vestrænna herja í og við Persaflóa en þessi átök hafa gerbreytt pólitísku yfir- bragði þessa heimshluta. Jórdanía sem hefur hingað til hallað sér mikið að vestrinu tekur nú máli Husseins íraksforseta meðan Sýrland, sem Vesturlönd hafa sakað um að ýta undir hryðjuverkastarfsemi, styður lið- safnað Bandaríkjamanna í Saúdi- Arabíu og sendir þeim herlið til aðstoðar. Ástandið í Kúvæt er slæmt og segja þeir sem flúið hafa að til landsins berist engin matvæli. Vesturlandabúar sem em þar fastir þora ekki að hreyfa sig um set af ótta við innrásarliðið en fréttir hafa borist af fjölda nauðgana og annara ofbeldis- verka. Siðferðisþrekið er í lág- marki hjá innrásarliðinu og eins baráttuviljinn. Til Saúdi-Arabíu flúðu t.d. 12 írakskir skriðdreka- hermenn í gær. Reuter/gpm Kvikmyndir Böm náttúmnnar tekin FriðrikÞórFriðriksson og samstarfsmenn hans hófu tökuránýrri íslenskri kvikmynd í gœr Kvikmyndatökulið og leikarar við kvikmyndina Böm nátt- úrunnar, sem kvikmyndafélagið íslenska kvikmyndasamsteypan stendur að, heldur áleiðis vestur á land í dag. Tökur við myndina hófust í Reykjavfk í gær. Leikstjóri myndarinnar er Friðrik Þór Friðriksson, og samdi hann einnig handritið ásamt Ein- ari Má Guðmundssyni rithöf- undi. Kvikmyndatökumaður er Ari Kristinsson, leikmynd gerir Geir Óttarr og framkvæmda- stjóri er Vilhjálmur Ragnarsson. Vilhjálmur sagði í viðtali við Þjóðviljann í gær að efni myndar- innar væri á þá leið að bóndi nokkur brygði búi og héldi til borgarinnar til dóttur sinnar og tengdasonar. En hjónakomin em lítt hrifin af sambýlinu við karlinn, sem kallast Geiri, og koma honum fyrir á elliheimili. Þar hittir Geiri Stellu æskuvin- konu sína og ákveða þau að hlaupast á brott til heimahag- anna, vestur í Aðalvík. Greinir myndin frá ferðalagi þeirra þang- að. Með hlutverk Geira fer Gísli Halldórsson en Stellu leikur Sig- ríður Hagalín. Aðrir leikarar em Valgerður Dan, Hallmar Sig- urðsson, Baldvin Halldórsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og fleiri. Áætlað er að tökur standi fram í október, en myndin verður frumsýnd fyrir jól. íslenska kvik- myndasamsteypan fékk 25 milj- ónir úr Kvikmyndasjóði til gera myndina, en að sögn Vilhjálms er verið að vinna að því nú að fá meira fé, m.a. hefur verið sótt um styrki í sjóði erlendis. BE

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.