Þjóðviljinn - 15.08.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR
Samband sveitarfélaga
Suðurland með Húnboga
Átökin um réttfulltrúa Sunnlendinga til setu ístjórn Sambands sveitarfélaga má
rekja til ráðningar framkvœmdastjóra.
Framfærslu-
vísitalan
Rauða
strikið
Það er ljóst að Húnbogi Þor-
steinsson hefði verið ráðinn
framkvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga hefði full-
trúi Suðurlands fengið að sitja
síðasta stjórnarfund sambands-
ins, þar sem ráða átti nýjan fram-
kvæmdastjóra, sagði sveitar-
stjórnarmaður sem Þjóðviljinn
ræddi við í gær vegna deilu sem
komin er upp milli Sambands
sunnlenskra sveitarfélaga og
stjórnar sambandsins um rétt
fulltrúa Sunnlendinga til að sitja
stjórnarfundi.
Grœnlands-
þorskurinn
Grænlend-
ingar auka
veiðamar
Óvíst um áhrifveiða
Grœnlendinga á göng-
una hingað. Jakob
Magnússonfiskifræð-
ingur: Skil vel að þeir
vilji veiða þorskinn
áður en hann fer
Grænlendingar hyggjast auka
veiðar á Grænlandsþorskinum
svokaliaða, áður en hann gengur
hingað til lands. Þorskurinn er
árgangur 1984 og einn stærsti ár-
gangur sem fundist hefur frá því
1973-árgangurinn gekk hingað.
Ef Grænlendingar veiða mikið af
þcssum þorski getur það hafl
áhrif á veiðar á þorski hér við
land.
Jón B. Jónasson skrifstofu-
stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu
segir að þetta hafi komið fram á
fundi sem þeir hafi átt með Græn-
lendingum. „Það var farið yfir
sameiginlega fiskstofna á þessu
fundi, þar á meðal þorskinn. Þá
tilkynntu þeir okkur að þeir
hefðu aukið veiðar og ætluðu að
rýmka kvóta á þorsk, því annars
teldu þeir sig vera að ala hann
upp fyrir íslendinga," segir Jón.
Þorskurinn er innan lögsögu
Grænlendinga og því lítið hægt að
gera fyrir íslendinga.
í tillögum Hafrannsóknastofn-
unar um hámarksafla á næsta ári
er gert ráð fyrir að Græn-
landsþorskurinn komi, en ef það
bregst gæti þurft að endurskoða
tillögur stofnunarinnar. „Það er
ekkert hægt að gera við þessu.
Það er ekkert samkomulag um
nýtingu á þessum kvikindum sem
hrekjast til Grænlands og við get-
um ekki hlutast til um það hvað
þeir gera,“ segir Jón.
Jakob Magnússon fiskifræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun
segir að vitað sé að Grænlending-
ar hafi veitt þennan fisk, séu að
gera og muni gera áfram. „Það
kemur okkur ekkert á óvart að
þeir veiði þennan fisk, allt annað
væri óeðlilegt. Ég veit hins vegar
ekki hvaða áhrif það kann að
hafa á gönguna," segir Jakob.
Hafrannsóknastofnun hefur
lagt til að 300 þúsund tonn verði
veidd af þorski á næsta ári og þá
er gert ráð fyrir Grænlandsgöng-
unni. Tillögur stofnunarinnar
verða endurskoðaðar í ársbyrjun
1991 þegar nýjar upplýsingar um
veiðarnar við Grænland og
ástand stofnsins liggja fyrir. ns.
- Það eru ótvíræð ákvæði í
lögum ©kkar um að fulltrúar í
stjórn sambandsins eru ekki kjör-
gengir í stjórn þess hætti þeir af-
skiptum af sveitarstjórnarmál-
um, sagði Sigurgeir Sigurðsson
formaður sambandsins. Hann
sagði að eftir þessa uppákomu
væri ljóst að taka þyrfi þetta
ákvæði til endurskoðunar og
gerði hann ráð fyrir að það yrði
gert þegar á næsta aðalfundi sam-
bandsins sem haldinn verður í iok
september. Sigurgeir neitaði því
alfarið að ráðning nýs fram-
kvæmdastjóra ætti þátt í þessari
ákvörðun stjórnar um að meina
fulltrúa Sunnlendinga að sitja
stjórnarfund.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans mun það vera nýtt innan
sambandsins að fulltrúum sé
meinað að sitja stjórnarfundi þó
þeir séu hættir afskiptum af
sveitarstjórnarmálum. Þannig
sátu lengi í stjórn sambandsins
þeir Bjarni Einarsson og Ólafur
G. Einarsson þó þeir væru hættir
að starfa á vettvangi sveitar-
stjórnarmála.
Fulltrúar Sunnlendinga í full-
trúaráði sambandsins hafa sent
stjórn sambandsins mótmæli
vegna þessa máls og stjórn Sam-
bands sunnlenskra sveitarfélaga
tók undir þau á fundi sínum í
fyrrakvöld. Fulltrúarnir gera þá
kröfu að þessi ákvörðun verði
tekin til endurskoðunar og að
Ölver Karlsson fyrrum oddviti
Ásahrepps fái að sitja stjórnar-
fundi áfram. Til vara gera þau
kröfu um að einn fulltrúi
Sunnlendinga í fulltrúaráði sam-
bandsins fái seturétt á stjórnar-
fundum. Sigurgeir segir að ekki
sé hægt að verða við þessari kröfu
Sunnlendinga, þeir verði að bíða
fram að aðalfundi með að fá full-
trúa í stjórn sambandsins.
Málið snýst, eins og fyrr segir,
um hver verður næsti fram-
kvæmdastjóri sambandsins. Á
stjórnarfundi s.l. föstudag náðist
eícki samstaða um hver það ætti
að vera. Lárus Jónsson fyrrver-
andi alþingismaður og banka-
stjóri fékk 3 atkvæði og Húnbogi
Þorsteinsson einnig 3 atkvæði.
Málinu var að lokum frestað og
ákveðið að ganga frá því á næsta
fundi sem haldinn verður 30 ág-
úst. -Sg
Bæjarleiðir buðu öldruðum íbúum Langholtssóknar í ökuferð til Grindavíkur í gær og þekktist
fjöldi fólks boðið. Kristinn tók myndina áður en lagt var í hann.
héttekki
- Við lýstum því yfir þegar i
vor að við myndum sækja allar
þær hækkanir sem færu yfir
rauða strikið. Við munum að
sjálfsögðu standa við það, sagði
Ogmundur Jónasson formaður
BSRB. Framfærsluvísitalan er nú
komin í 146,8 stig eða 0,4 stigum
fram yfir rauða strikið sem sett
var 1. september við gerð síðustu
kjarasamninga.
- Okkur þykir það miður að
hækkunin skyldi vera fyrir ofan
þau mörk sem við settum okkur.
Þessi hækkun verður rædd í
launanefnd samtaka vinnumark-
aðarins, sagði Einar Oddur Krist-
jánsson formaður Vinnuveit-
endasambandsins. Hann sagðist
ekki vera í neinum vafa um að
aðilar næðu samkomulagi í
nefndinni. Ekki vildi hann tjá sig
að svo stöddu um hvernig launa-
fólki yrði bætt þessi hækkun um-
fram rauða strikið sem fyrirsjáan-
leg er.
- Þessi hækkun umfram rauða
strikið er aðvörun til þeirra sem
stjórna verðlaginu í landinu, það
er á þeirra ábyrgð að halda verð-
lagi niðri og þar með verðbólgun-
inni Við lýsum fullri ábyrgð á
hendur atvinnurekendum og öðr-
um þeim sem selja vöru og þjón-
ustu, sagði Ögmundur og bætti
við að launafólk hefði gert sitt til
þess að koma á stöðugleika í
efnahagsmálum, og að nú stæði
það upp á aðra að sjá til þess að
hann héldi.
Framfærsluvísitalan hækkaði
milli júlí og ágúst um 0,3%. Mest
munar um 5% hækkun á orlofs-
ferðum til útlanda. Einnig varð
dálítil hækkun á ávöxtum og
grænmeti. Þá hækkaði þjónusta
opinberra aðila sem varð til þess
að vísitalan hækkaði um 0,1%. Á
móti þessum hækkunum kemur
lækkun sem varð vegna niðurfell-
ingar á virðisaukaskatti við
endurbætur og viðhald íbúðar-
húsnæðis. -sg
Aðalverktakar
Ríkið eignast meirihluta
Samkomulag um breytta eignarhlutdeild ííslenskum aðalverktökum.
Samkomulag hefur tekist á
milli ríkisins, Sameinaðara
verktaka og Regins um breytta
eignaraðild þessara aðila á ís-
lenskum aðalverktökum. Með
því að Regin tekur út arð upp á
rúmar 670 milljónir, Sameinaðir
verktakar upp á tæplega 1,4
milljarða og ríkið upp á 400
milljónir, kemst ríkið í meirihluta
í fyrirtækinu. Regin og Samein-
aðir verktakar hafa gefið út vilja-
yfirlýsingu um að Aðalverk-
tökum verði breytt í almenn-
ingshlutafélag innan fimm ára, en
endanlegt samkomulag þar að
lútandi er ekki tilbúið.
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra kynnti
breytingarnar á eignaraðild Að-
alverktaka á blaðamannafundi í
gær. Eftir breytingarnar á ríkið
52% í Aðalverktökum en átti
áður 25%, Regin á 16%, átti áður
25% og Sameinaðir verktakar
eiga nú 32% í stað 50% áður.
Utanríkisráðherra rifjaði upp að
hann hefði sem stjórnarand-
stöðuþingmaður talið fyrirkomu-
lagið á Aðalverktökum óviðun-
andi. Gagnrýnin á Aðalverktaka
hefði fyrst og fremst snúið að
eignaraðildinni og því hvort rétt
væri að hafa framkvæmdir fyrir
herinn bundnar einkaleyfi. Einn-
ig hefði verið gagnrýnt að arður
safnaðist upp hjá fyrirtækinu,
eins og gerst hefði, í stað þess að
greiðast út til almennings.
Utanríkisráðherra sagði ýmsar
leiðir hafa komið til greina varð-
andi breytingar á Aðalverk-
tökum. Það hefði til að mynda
mátt slíta fyrirtækinu og rjúfa þar
með einkaleyfið og bjóða al-
menningi hlutabréf til sölu á al-
mennum markaði. Þetta sagði
Jón Baldvin mjög flókna og erf-
iða leið, meðal annars vegna þess
að Aðalverktakar væru bundnir
verksamningum fram í tímann,
og raunar sagðist utanríkisráð-
herra telja þessa leið ófram-
kvæmanlega. Þess vegna hefði
verið valin sú leið að gera ríkið að
meirihlutaaðila og reka fyrirtæk-
ið þannig í fimm ár en breyta því
síðan í almenningshlutafélag.
Regin og Sameinaðir verk-
takar taka út mun meiri arð en
ríkið gerir og þannig fæst breytt
eignaraðild. Það hafa því engin
kaup og engin sala átt sér stað við
breytingarnar, að sögn utanríkis-
, ráðherra. Aðilar taka arðgreiðsl-
umar bæði út í fjármunum í formi
bankabréfa og með því að skipta
á milli sín fasteignum sem ekki
eru nauðsynlegar í rekstrinum.
Hér er um að ræða aðalstöðvar
Aðalverktaka á Höfðabakka og
húseign í Keflavík. Allar vélar og
tæki verða hins vegar eftir í fyrir-
tækinu. Jón Baldvin sagði eigin-
fjárstöðu Aðalverkataka engu að
síður vera sterka, en hún lækkar
úr 3,4 milljörðum í 1,48
milljarða. Þessi eiginfjárstaða
ætti að tryggja að Aðalverktakar
gætu staðið við allar sínar skuld-
bindingar, verði ákveðið að slíta
fyrirtækinu.
Áður en arðgreiðslur fara fram
áttu Aðalverktakar í bankainni-
stæðum og öðrum veltufjármun-
um 4,8 milljarða króna. Fast-
eignir voru metnar á 345
milljónir, vinnuvélar og tæki á
114,5 milljónir og aðrar eignir
vora metnar á 35,4 milljónir.
Stefán Friðfinnsson aðstoðar-
maður utanríkisráðherra, sagði
enga samninga liggja fyrir um
eignarhlut Regins og sameinaðra
verktaka þegar fyrirtækið verður
almenningshlutafélag. En ef
sameinaðir verktakar dreifðu
eign sinni í Aðalverktökum til
sinna hluthafa, ætti enginn stærri
hlut en 2% í Aðalverktökum.
Hins vegar væru hluthafar Regins
færri og því þyrfti að semja um
þetta atriði. Utanríkisráðherra
sagði ríkið m.a. annars tryggja
sér meirihlutaeign í Aðalverk-
tökum, svo það verði tryggt að
hvorki nýir aðilar né gömlu aðil-
arnir komist aftur í afgerandi
meirihluta innan Aðalverktaka.
-hmp
Mlðvlkudagur 15. ágúst 1990 ÞJÖ0VIUINN - SÍÐA 3