Þjóðviljinn - 15.08.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.08.1990, Blaðsíða 7
MENNING Ég reyni að yrkja mig út úr grámyglu borgarinnar, segir Þom Jóhannsson Ijóðskáld. Mynd: Jim Smart. Infemo 5. Stundum syng ég þau að vísu við tónlist, en ég legg mikið upp úr flutningi á Ijóðum. Það er þessi gamla hefð, ég nota stundum trommu við upplestur því að skáld verða að hafa ryþma finnst mér. Ég tel mikilvægt að skáld Iesi vel upp og oft. Ég fæ al- veg sérstaklega útrás við það að lesa upp. Mér finnst maður ekki geta miðlað ljóðinu alveg rétt nema að fólk heyri mann lesa það upp líka. Ljóðin úr Sýklum minn- inganna hef ég lesið upp síðustu árin, því að ég hef verið að safna í bókina undanfarin þijú ár. Yrki gegn grámyglu Myndskreytingar i bókinni eru eftir Oskar Thorarensen. Ég lét hann hafa handritið, og hann reyndi að túlka andann í bókinni. I myndunum reynir hann ekki að myndskreyta hvert atriði, heldur túlkar hvemig hann skynjar ljóð- in. Oskar skynjar þau allt öðmvísi en aðrir og allt öðmvísi en ég líka. Við höfum áður unnið saman, hann gerði myndimar í bókinni Hættulegð nálægð. En getur þú sett þig ofan i einhvem isma-kassa? Maður hefur auðvitað orðið fyrir áhrifum frá svo mörgu, sér- staklega frá öllum þessum ismum á 20. öldinni, eins og dadaisma, súrrealisma og symbólisma. En þegar ég byijaði að yrkja vil ég ekki viðurkenna að ég hafi verið meðvitað undir einhveijum áhrif- um. Ég fór frekar að leita uppi isma og listamenn eftir að ég byijaði til að sjá einhverja sam- svömn og til þess að læra að sjálf- sögðu líka. Einnig er hægt að tengja mig við beat-skáldin, en ég er ekki meðvitaður um einhvem sérstakan isma, þótt ég hafi helst viljað telja mig til dadaista. Fyrsta bókin mín var skyldust dada. Ég þykist vera eitthvað dýpri núna en þegar ég byrjaði að yrkja. 1 gagn- fræðaskóla skrifaði ég anarkískar greinar, enn er mikill anarkískur boðskapur í mínum Ijóðum þvi að ég hef alltaf reynt að yrkja gegn valdinu. Fyrsta bókin var mikið gegn því og fyrringu borgarinnar, grámyglunni héma sem er sér- staklega leiðinleg. Ég leitast við að yrkja mig út úr henni. Ég yrki fyrst og fremst til að lifa af, hefði maður ekki yrkingamar veit ég ekki hvað yrði um mann í þessu grámyglusamfélagi. Ef ég skrifa ekki verð ég þunglyndur. Langauðveldast er að setja hugs- anir í það stutta og hnitmiðaða form sem ljóðið er. Ljóðið er það listform sem nálgast kjama hluta hvað mest og mér finnst þægi- legra að setja hugsanir mínar í sem mestan kjama. Ég reyni einnig að bregða upp myndum sem aðrir geta haft gaman að. Ég veit ekki hvort ég yrki til að lifa eða lifi til að yrkja. Þetta em kannski örlög mín. Að lokum valdi Þorri ljóð úr bókinni til að gefa Iesendum smjörþef af skáldskapnum. Kall- ast Ijóðið Marssól: Tœr frostsól á glitrandi malbiki i mars. Geng um bœinn léttstígur með úttroðinn heila á stilltum klakanum. Heiður er himinn marssólar þœgilega góður andvarinn til að bera öryggi frakkans. Það er gott að sœkja ekki vinnu á svona degi. Sjá, sementfallnir vinnumenn koma þreyttir úr mat án þess að horfa til himins. Eins og áður sagði em Sýklar minninganna gefhir út af List- miðlun Infemo 5, bókin er 48 bls. og inniheldur 31 ljóð. BE Smáprent Blá mjólk handa Breton Ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson gefið út hjá Örlaginu Minnsta bók ársins kom út hjá bókaútgáfunni Örlaginu nýverið. Ber ritið heitið Smáprent Örlags- ins og inniheldur aðeins eitt ljóð; Biáa mjólk eftir Jóhann Hjálm- arsson ljóðskáid. Blá mjólk var ort í Stokkhólmi árið 1962 og tileinkað skáldinu André Breton, forkólfi súrrealista- hreyfmgarinnar. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem ljóðið birtist á prenti en höfundur hefur flutt það opinberlega nokkmm sinnum á undanfomum 28 ámm. Blá mjólk var ætluð Breton sjálfum og sendi Jóhann honum hana í pósti, en skáldið lést áður en Ijóðið barst honum í hendur. Jóhann hefur gefið út þrettán ljóðabækur, og kom sú síðasta út í fyrra; Gluggar hafsins. Fyrirhugað er að Smáprent Ör- lagsins komi út nokkmm sinnum á ári með óreglulegum hætti og sé höfundur efnis aðeins einn hveiju sinni. Fyrsta tölublað ritsins er átta blaðsíður í litlu broti, og er forsíðu- myndin eftir þýsk-ffanska myndlist- armanninn Max Emst. Miðvikudagur 15. ágúst 1990 ÞJÓÐVIUINN — SfÐA 7 Ljóðlist Dauðinn er heillandi Sýklar minninganna kallast ný Ijóðabók eftir skáldið Þorra Eg á satt að segja dálítið erfitt með að skýra út ljóð mín, því að þau sækja mig yfirleitt heim og þarfnast ekki frekari útskýringa en þau eru þegar, segir Þorri Jóhannsson um ljóð sín í Sýklum minninganna, sem hann sendi frá sér nýlega. Bók- in er gefin út af Listmiðlun In- ferno 5, og myndskreytingar gerði Óskar Thorarensen. Mér þykir það mjög hæpið þegar verið er að ræða mikið um ljóð mín og skýra þau út. Hægt er að ræða um sjálft skáldið, bak- gmnn ljóðanna, og úr hverju þau em sprottin. Ljóð mín spretta úr minni skynjun á samtímanum og fortíðinni. Þegar ég byijaði að skrifa ljóð þá ákvað ég ekki að gerast ljóðskáld, heldur var þetta einhvers konar trans. Sum ljóðin þarf síðan að vinna betur, önnur koma strax og er ekki breytt frek- ar. Efasemdar- maður I Sýklum minninganna má segja að ég haldi áfram að yrkja um dauðann, sem ég hef verið gagrýndur og þekktur fyrir. En ég sé svo marga heiilandi möguleika við dauðann, og hef ekki sömu skoðanir um hann og eingyðistrú- arbrögðin boða. Ég er opinn og hef enga sérstaka trú í sambandi við dauðann. Ég er ekki viss í minni sök. Væri ég það þyrfti ég ekki að yrkja. Fólk lítur á dauðann sem svartsýni, en það má sjá á ljóðum mínum að ég lít ekki dauðann þeim augum. Ég tel í raun og veru vera bjartsýni í bókinni. Fólk er ekki með á hreinu hvað er svart og hvítt, hvað er guð og hvað djöfullinn. Ég held í þessari bók áfram á þeirri braut sem byrjaði með bókinni Hættuleg nálægð, sem út kom árið 1985. Síðan kom prósabókin Svart dýr, þar sem ég fór mikið út í dauðann. Kannski einum um of fannst sumum, en mér fannst það nú ekki. Ljóðin eru líka trúarleg á vissan hátt, ekki eingyðistrúar, heldur fjalla ég um heiðin viðhorf. Ég er að ef- ast um hvað er gott og hvað er illt, enda er ég mikill efasemdarmað- ur og hef heimspekileg og sögu- leg viðhorf til trúarbragða. Ég myndi segja að ljóð mín væru ekki dæmigerð fyrir það sem fólk af minni kynslóð er að yrkja um í dag. Mér finnst ein- kenna þau ljóð sem menn eru að yrkja nú hvað þau eru geðlaus. Yrkisefnin eru almenn, og mikið af þeim eru fremur hefðbundin. Margir yrkja um það sama og atómskáldin voru að yrkja um fyrir löngu. Ég íhuga ekki hvað ég má segja og hvað ekki, og það skilur mig frá hinum. Svo er það kannsi stíllinn, það er einhver tónn í mínum ljóðum sem mér finnst vera öðruvísi en hjá öðrum ungum ljóðskáldum. Útrás við upplestur Listmiðlun Infemo 5 gefur bókina út og þetta er fyrsta bókin sem kemur út hjá henni. Infemo 5 er félagsskapur nokkurra lista- manna. Við viljum stunda alhliða list, bijóta niður allt og taka okk- ur allt fyrir hendur. Sýklar minn- inganna er byijunin á bókaútgáf- unni. I haust er svo von á bók með gemingarhandritum eftir okkur sjálfa. Við höfum verið mjög aktífir síðari árin, sérstaklega á þessu ári. í hópnum er myndlistarmenn, tónlistarmenn og fleiri, sem leggja saman krafta sína. Við emm með alhliða sýningar svo- kallaða geminga. Ekíri er hægt að kalla sýningamar leikhús, þær falla ekki undir það því að þetta er ekki neitt sem er leikið, heldur einfaldlega listrænar aðgerðir. En ljóðagerð mín er algerlega aðskil- in frá gemingum og tónleikum Óskar Thorarensen myndskreytti Sýkla minninganna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.