Þjóðviljinn - 15.08.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.08.1990, Blaðsíða 11
I DAG LESANDI VIKUNNAR Hvað ert þú að gera núna? Frá því ég kom heim frá námi hef ég að mestu leyti unnið sjálfstætt, en þó verið í íhlaupa- vinnu á auglýsingastofum af og til. Nú vinn ég á auglýsingastof- unni Hvíta húsið og er ánægður þar. Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? Fyrir tiu árum var ég tiltölu- lega nýkominn heim frá fimm ára námi í auglýsingateiknun. Ég lærði í Englandi; fyrst fjög- urra ára grunnnám og síðan mastersnám í myndbanda- og filmugrafik sem var eitt ár til viðbótar. Þetta er orðið tiltölu- lega algengt í auglýsingagerð núna, t.d. i sjónvarpi. Þetta er skemmtilegt fag og ég hef aldrei séð eftir því að fara út í þetta. Ég átti mér draum í menntaskóla um að fara í arkitektúr, en eftir að hafa unnið eitt ár á arkitekta- stofú eftir stúdentspróf ákvað ég þetta. Ég datt eiginlega inn á auglýsingamar gegnum fag- tímarit sem opnaði augu mín fyrir heimi þeirra, og þar með var ég fallinn fyrir grafiskri hönnun. Ég hef mikinn áhuga á alls konar hönnun, hvort sem það er iðnhönnun, húsgagna- hönnun, arkitektúr og slikt, og Tómas Jónsson auglýsingateiknari. Mynd; Sigurður S. Jónsson. Þjóðarsál með húmor ég myndi jafnvel geta hugsað mér að fara út í frekara nám í því. Þetta er einfaldlega allt mjög heillandi. Fyrir mig er það lykilatriði að menn finni sér skemmtilegt ævistarf. Ég get varla ímyndað mér neitt eins ömurlegt og að daga uppi í starfi sem manni leiðist í. Ég hef hvatt son minn, sem var að ljúka stúd- entsprófi í vor, til að gefa sér tíma til að finna hvert hugur hans stefnir áður en hann fer í ffekara nám. Þetta er ákvörðun sem skiptir sköpum fyrir ffarn- tiðina. En þama fyrir tíu ámm vomm við nýbúin að kaupa ibúð í gömlu húsi í Þingholtunum sem við búum reyndar enn í. Um sama leyti opnuðum við í félagi við aðra veitingastað sem hét A næstu grösum og var eiginlega tímamótaveitingastaður í bæn- um. Fyrir utan þessa hefð- bundnu veitingastaði vom bara staðir þar sem hægt var að fá hamborgara og franskar en lítið annað. Við buðum upp á jurta- fæði, vomm með myndlistar- sýningar á veggjunum og djass- tónleika einu sinni I viku. Þar með var ísinn brotinn fyrir fjöl- breyttara úrval af matsölustöð- um í Reykjavík. Ég vil alls ekki gera lítið úr matstað Náttúm- Iækningafélagsins, sem þá var Iíka til, en ég held að við höfúm boðið upp á fjölbreyttari mat- seðil og öðmvísi andrúmsloft. Nú em til góðir salatbarir í borg- inni og góðir kokkar á venjuleg- um veitingahúsum geta matreitt mun betri grænan mat en áður. Við kynntumst þessu mataræði á Englandsámnum, og þótt við borðum stundum kjöt og oft fisk þá er grænmeti aðaluppistaðan í matreiðslunni heima fyrir. Aftur að auglýsingum, mér er sagt að veltan í þeim iðnaði sé um 3 miljarðar á ári hér á íslandi, og að miðað við höfða- tölu sé sú tala sambærileg við t.d. Bretland. Hvað segir þetta okkur? Að við emm skemmtilega ffamarlega í þessum iðnaði. Ut- lendingar, t.d. ffá Evrópu, segja mér að það sé góður stíll yfir ís- lenskum auglýsingum og góð framsetning á auglýsingaefni héma. I Cannes er árlega hægt að sjá það besta í heiminum í auglýsingagerð og við erum engir eftirbátar annarra í gerð sjónvarpsauglýsinga t.d. Hvert sækja íslenskar aug- lýsingastofur hugmyndir sínar eða stílinn? Til að fá einhverja hugmynd um hvað er gott og ekki gott leit- um við talsvert að samanburði í gegnum erlend fagtímarit. En auðvitað þýðir ekkert annað en að reyna að mynda íslenska línu í þessu sem öðru, en taka mátu- lega lítið ffá öðrum löndum. Þetta er skapandi vinna sem mest er unnin í hópvinnu. Sumir em í textagerð, aðrir vinna við það myndræna o.s.frv. Þetta er hópvinna sem gengur upp og það er eitt af því skemmtilega við að vinna á stórri stofu í sam- anburði við að vinna einn. Hug- myndimar láta aldrei á sér standa og svo fer það auðvitað eflir viðskiptavininum hvort hann er opinn fyrir því að leyfa okkur að vera ffumleg. Á þessari stofú em viðskiptavinimir það oftast. Er þá til íslenskur stíll í auglýsingagerð? Já. Ég veit ekki hvort útlend- ingar skynja hann en við sjáum það. Þetta er eitthvað sem endur- speglar íslenska þjóðarsál að okkar mati. Við emm dálitlir sérvitringar finnst mér og höfum sem betur fer mátulega léttan húmor gagnvart sjálfúm okkur. Það selur alltaf að hafa húmor í auglýsingum, virðist vel þegið. Erlendis er kosningaáróð- ur mikið unninn af auglýs- ingastofum í samvinnu við við- komandi stjórnmálaflokk, er þetta eitthvað sem þér finnst eiga heima á íslandi? Ég kann persónulega ekki við auglýsingaskmm í sambandi við kosningar. Það er hægt að skmmskæla vemleikann og sannleikann svo mikið í svoleið- is áróðri. í valdabaráttu stjóm- málaheimsins á þetta ekki við, mér fmnst það beinlínis rangt þótt ég sé sjálfur ffekar ópóli- tískur. Hvert er þá vald auglýs- inga? Eðli auglýsinga er skoðana- myndandi. Það er verið að fá fólk til að mynda sér skoðanir á öllu mögulegu. Það liggur orðið mjög beint við fyrir marga að nota fjölmiðla og auglýsingar til að mynda skoðanir á póiítík líka. En það er hættulegt að nota svo sterk vopn sem auglýsingar em í þessu skyni. Þetta hefur verið notað með miklum árangri er- lendis. Ég man t.d. eftir frægri auglýsingaherferð sem farin var í Bretlandi þegar Thatcher komst til valda, og það er ekki spuming, hún hafði úrslitaáhrif í þeirri kosningabaráttu. Það em miklir peningar í þessu og valda- fikn og peningagræðgi geta ör- ugglega notið sín mikið fyrir þá sem vilja. En sem betur fer er megnið af fóikinu í auglýsinga- iðnaðinum heiðarlegt fólk sem hefúr fyrst og fremst gaman af faginu og er í því af þeirri á- stæðu. En þetta er flókið dæmi. Þegar svona lygilega miklir pen- ingar em með í spilinu þá er þetta eflaust spennandi iðnaður fyrir þá sem hafa gaman af að velta sér upp úr peningum og völdum. En hefur þú alltaf kosið sama stjórnmálafiokkinn? Nei, nei, ég hef eiginlega sjaldnast kosið. Ertu ánægður með þann flokk sem þú kaust síðast? Já. Hann er þó ekki sá sami og ég kaus nú í vor. Ég vil meira jafnvægi í hlutina og mér fannst vera farið að halla á þá sem minna mega sín. Rödd þeirra þarf að heyrast betur, koma nær ákvarðanatöku í stjómmálum. Er landið okkar varið land eða hernumið? Hemumið, engin spuming. Við eigum að vera algjörlega hluttaus í þessum stórveldaslag. Við erum miklu frekar i árásar- hættu með því að hafa herinn. Á sínum tíma var líklega nauðsyn- Iegt að taka þátt í vamarbanda- lagi en í dag er þetta úrelt. Við myndum sýna gott fordæmi i af- vopnun í heiminum ef við losuð- um okkur við herinn. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Þetta kæruleysi mitt sem læðist að mér í sambandi við fjármál og bókhald. Hvaða eiginleika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Þetta sama kæruleysi. Hvað gerir þig glaðastan á heimilismatseðlinum? Glæný ýsa og kartöflur með smjöri. Hvaða spurningu viltu svara að lokum? Spurðu mig hvenær ég ætli að láta verða af því að fara á Stonestónleika. Hvenær ætlarðu á tónleika með Rolling Stones? í september. Guðrún ÞJOÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Ungur íslenzkur rafvirkjanemi handtekinn af brezku her- stjóminni. Honum er gefið að sök að hafa starfandi stutt- bylgjustöð. Brezka herstjómin hefur engan rétt yfir þessum manni. Hann á tafarlaust að afhendast íslenzkum yfirvöld- um og dæmast eftir íslenzkum lögum. 15. ágúst miðvikudagur. Maríumessa hin fýrri. 227. dagur ársins. Sólar- upprás kl. 5.17 - sólarlag kl. 21.45. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Suður- Kóreu og Kongó. Ólafur Frið- riksson fmmkvöðull verkalýðs- hreyfingar og sósíalisma á Is- landi fæddur 1886. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búða vikuna 10. til 16. ágúst er (Lyfja- bergi og Ingólts Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fridögum). Síðamefnda apó- tekið eropið á kvöidin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam- hliða hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavík.... Kópavogur..... Seltjamames. Hafnartjöröur. Garðabær..... Akureyri..... .« 1 11 66 .« 4 12 00 .« 1 84 55 .« 5 11 66 .r» 5 11 66 2 32 22 Slökkvilið og sjúkrabílar Reykjavik.....................» 1 11 00 Kópavogur..................« 1 11 00 Seltjamames...............tr 1 11 00 Hafharijöröur..............» 5 11 00 Garðabær....................* 511 00 Akureyri...................» 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamar- nes og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga firá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðlegg- ingar og tlmapantanir i« 21230. Upplýs- ingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar I slmsvara 18888. Borgarspítal- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 tíl 21. Slysadeild Borgarspltalans er opin allan sólarhring- inn, tr 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan, tt 53722. Næturvakt lækna, ” 51100. Garðabær. Heilsugæslan GarðaflöL « 656066, upplýsingar um vaktiækna, «51100. Akureyri: Dagvaktfrá kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni, « 22311, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis frá k) 17 til 8 985-23221 (farsimi). Keflavfk: Dagvakt, upplýsingar i « 14000. Vestmannaeyjar Neyðarvakt lækna, «11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar Landspitalinn: Alla daga ki. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spítalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspitalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðratími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingarheimili Reykjavíkur v/Eiriksgötu: Almennurtími kl. 15-16 aila daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunarfækningadeild Land- spitalans, Hátúni fOB: Alla daga k). 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stöðin við Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til 16og 18:30 til 19:30. Landakotsspítall: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heimsóknir annanra en for- eldra Id. 16 til 17 alla daga. SL Jósefs- spftali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 0119:30. Kleppsspítalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjamargötu 35,« 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og nomma á mánudags- og fimmtudagskvoldum M. 21 til 23. Símsvari á öðrum tímum. « 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum,« 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er ve'itt i síma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17,« 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur fieina I Skógarhlíð 8 á fimmtudögum kl. 17 tii 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeinra í« 91-22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: « 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræð- ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars slmsvari. Samtök um kvennaathvarf:« 91- 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fýrir nauðaun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opiö þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22,» 91-21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröið hafa fyrir siflaspellum:« 91-21500, símsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: » 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miðstöð fýrir konur og böm sem oröiö hafa fyrir kynferöislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitave'itu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt i « 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt ® 652936. GENGIÐ 14. ágúst 1990 Sala Bandarikjadollar.............57,18000 Steriingspund................107,81300 Kanadadollar.................49,85000 Dönsk króna...................9,49910 Norsk króna....................9,36230 Sænsk króna....................9,86710 Finnskt mark..................15,38540 Franskur ftanki...............10,79780 Belgískur firanki..............1,76160 Svissneskur franki............43,44980 Hollenskt gyllini.............32,18600 Vesturþýskt mark..............36,25760 Itölsk lira....................0,04937 Austurrískur sch...............5,15530 Portúgalskur escudo.......... 0,41150 Spánskur peseti...............0,59060 Japanskt jen................. 0,38214 Irskt pund....................97,30000 KROSSGÁTA Lórótt: 1 kyndill4jörð6 krot7fjöri9kven- mannsnafn 12 lykt 14 eyktamark15kyn16 bátar19vagn20 nudda21 veikt Lóðrétt: 2 lána 3 leikur 4skjóta5dauði7 kveikja8böggul 10 bandiðH hindrar13 fax 17 þjóta 18eiri Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 stig4dýrð6 Eir7fast9ópal12 passa 14lúi 15ref 16 Ijóst 19 enda 20 óaði 21 Agnar Lóðrétt: 2 tla 3 geta 4 drós5róa7falleg8 spilda 10 partar 11 lyftir 13sjó17jag18sóa Miðvikudagur 15. ágúst 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.