Þjóðviljinn - 15.08.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.08.1990, Blaðsíða 9
Tímarit Líklega er ekki næsta mörgum það kunnugt að nálægt síðustu aldamótum var merkilegur hugvitsmaður vestur á Snæfells- nesi að glíma við að finna upp vél, sem gæti létt íslenskum sjó- mönnum hinn 1100 ára langa ára- burð. Átti þetta að vera einskon- ar róðrarvél. Hinn snjalli hugvitsmaður hét Guðbrandur, sonur séra Þorkels Eyjólfssonar prests í Ásum í Skaftártungu og á Borg á Mýrum og konu hans, frú Ragnheiðar Pálsdóttur. Meðal barna þeirra prestshjóna má, auk Guðbrands, nefna dr. Jón „forna“, þjóð- skjalavörð og Eyjólf Þorkelsson úrsmið, annan hugvitsmanninn til, sem fyrstur íslendinga tók próf í úrsmíði erlendis. Smíðaði m.a. klukku, sem sýndi flóð og fjöru, tunglkomur, mánaðardaga o.fl. Eyjólfur er einnig talinn hafa fengist fyrstur manna við rafmagn hér á landi. Pað mun hafa verið 1901 að kveikt var á þremur 16 kerta rafmagnsperum í Reykjavík. Þar var Eyjólfur úr- smiður að verki. Eyjólfur bauðst einnig til þess um aldamótin að útvega tilboð frá Þjóðverjum um að raflýsa Reykjavík og yrði raf- magnið leitt frá Varmá. Átti framkvæmdin að kosta 100 þús. kr. en var talin bæjarfélaginu of- viða. En annars er það róðrarvélin, sem er á dagskrá. Það eru engin ný sannindi að það kostar fjár- muni og þá oftast mikla, að gera snjallar hugmyndir að áþreifan- legum veruleika. Þá fjármuni hafði hugvitsmaðurinn Guð- brandur ekki handbæra. Og hann fékk ekki þá fyrirgreiðslu, sem honum var nauðsynleg. Öefað hefur það valdið Guðbrandi sár- um vonbrigðum að fá ekki óyggj- andi sönnur á notagildi hug- myndar sinnar. Not hennar hefðu þó ekki orðið langæ. Árastritið var brátt að baki. Árið 1902 var fyrst sett olíuvél í bát á íslandi. Vélbátaöldin var gengin í garð. Frá því sem hér hefur verið tæpt á, segir Lúðvík Kristjánsson rit- höfundur í nýútkomnum Breið- firðingi, hinum 48. í röðinni. Þessu næst kemur yfirgrips- mikil og fróðleg grein, „Fróðleiksmolar um Skarðs- verja“, eftir Einar G. Pétursson. Fjallar fyrsti hlutinn um Skarðs- verja allt frá Lofti ríka til Eggerts Björnssonar. Kvæðið mun ort um 1677 en höfundur þess er óþekktur. í þriðja kafla ritgerð- arinnar eru deili sögð á þeim Skarðsverjum, sem um er getið í Bændahætti. Loks er svo rakin ætt Skarðsverja allt frá Ingólfi Arnarsyni og til þessa dags. Enginn vafi er á því, að bú- skapurinn í Breiðafjarðareyjum hefur á margan hátt verið heil- landi en um leið oft erfiður þegar um var að ræða aðdrætti, flutning á búfé milli eyjanna og meginl- andsins, heyflutninga, læknis- vitjanir o.fl. Það var ekki fyrr en með komu vélbátanna, á árunum fyrir 1930, sem þessu striti var létt af mannshöndinni. Bergsveinn Breiðfjörð bregður hér upp lýs- andi mynd af þessari hörðu lífs- baráttu. - Jón Sigurðsson rifjar upp minningar frá bernsku- árunum, þegar hann flutti með foreldrum sínum frá Litla- Langadal á Skógarströnd og út í Gvendareyjar. - Hinn 21. okt. 1979 var minnst aldarafmælis Stykkishólmskirkju. Við það tækifæri flutti séra Ingiberg Hannesson erindi þar sem hann minnist þeirra presta er þjónað hafa Stykkishólmi allt frá séra Eiríki Kúld, en hann fékk veitingu fyrir Helgafelli árið 1860 og hélt því til æviloka. Er út- dráttur úr þessu erindi nú birtur í Breiðfirðingi. - Á öndverðu ári 1918 efndi SÍS til þriggja mánaða námskeiðs í Reykjavík og mun þar einkum hafa verið fjallað um samvinnumál. Einn þeirra, sem það sóttu, var Flosi Jónsson frá Hörðubóli í Dölum. Hér segir hann frá ferð sinni á námskeiðið og heim, þátttakendum og fyrir- lesurum og komu þar margir merkir menn við sögu. Eru og birtar myndir af þeim öllum. Þá á Jón Samsonarson þarna mjög skemmtilega grein, sem hann nefnir: „Frá breiðfirskum skemmtunarmönnum á liðinni öld - fátt eitt“. í þessum hópi er hvað fyrirferðarmestur Hannes Hannesson, að auknefni hinn stutti, en ýmsir fleiri eru þarna á kreiki. f þættinum er að finna mikið af ýmiss konar kveðskap eftir Hannes en einnig ýmsa fleiri, svo sem þann snjalla hag- yrðing, Harastaða-Einar. Þá er þarna grein eftir Jón Guðmunds- son, Skáldsstöðum, er hann nefn- ir „Farðu varlega með dauðs manns bein“. - Enn ber að nefna grein Benedikts Jónssonar um merkiskonuna Theódóru Guð- laugsdóttur frá Hóli í Hvamms- sveit, grein Ásgeirs í Ásgarði um Jónas Jóhannsson, fyrrum bónda á Valþúfu á Fellsströnd níræðan, grein eftir Jónas um leiki barna og leikföng í hans ungdæmi og minningargrein um Þorstein B. Pétursson frá Ytrafelli, eftir Ólaf Proppé. Loks segir Birgir Krist- jánsson frá starfi Breiðfirðinga- félagsins. Allmargar myndir prýða ritið, sem er um 200 bls., bæði efnismikið og -gott. Ritstjórar eru þeir Árni Björnsson og Einar G. Péturs- son. Afgreiðslu Breiðfirðings annast Jón Magnússon, Baróns- stíg 24, símar: 622579 og 21194. Breiðfirðingur er nú allur fáan- legur frá byrjun. Þarf enginn að efast um að það sé eigulegt safn. mhg LESENDABRÉF KÍ KENNARASAMBAND ÍSLANDS Verðbólgupúkamir Ríkisstjórnin núverandi á að fara hið snarasta frá? Þetta segja íhaldsmálgögnin Mogginn og DV og eru hin hróðugustu, og telja að nú verði Sjálfstæðisflokkurinn að taka við stjórninni, rétta þjóðar- haginn, eins og þeir séu vanir eftir óstjórn rauðliða, og áfram halda þessi málgögn: Það er ljóst að stærsti flokkur þjóðarinnar verður að gera þessum deli- kventum það ljóst, að lystisemdir ráðherra og þeirra gæðinga verð- ur að stöðva svo betri menn fjalli um þau mál eftir alla óstjórnina, svo mörg eru þau orð. Nú væri ekki úr vegi að minnast dálítið á íhaldsgaurana er stjórn- uðu í tíð Þorsteins Pálssonar og Alberts Guðmundssonar, stjórn- inni er talin hefur með réttu ein hin alversta stjórn er starfað hef- ur í landinu síðan lýðveldið var stofnað á Þingvöllum 1944. Þessi stjórn þeirra kumpána setti allt efnahagskerfið úr skorðum, og verðbólguhraðinn jókst jafnt og þétt, og vextir ruku upp úr öllu valdi eins og fólk man, sérstaklega unga fólkið er var að baksa að koma þaki yfir höfuðið, en lenti svo í klóm okr- ara er svifust einskis ef því var að skipta. Þá komst í gang neðanjarðar- kerfið fræga þar sem okrarar og peningamenn möluðu gull á þessu óhamingjusama fólki er átti í engin hús að venda þegar ættingjar og venslafólk gátu ekki leyst dæmið, svo þá varð að snúa sér annað og banka upp hjá kerfi púkanna. Þetta er ljót saga er íhaldið getur ekki þvegið af sér, ennfremur óð þá uppi í þjóðfé- laginu allskonar braskaralýður er virtist hafa greiðan aðgang að stjórnvöldum til að stoftía fyrir- tæki á fyrirtæki ofan jafnvel á 10 mínútum einsog frægt er orðið. Svona voru stjórnarhættir þeirra er nú vilja ólmir komast í stjórn. Og nú þegar haustar að situr þessi rumpulýður um líf ríkis- stjórnarinnar, þegar brimið eykst við varnargarða rauðu strikanna, og á sér enga ósk betri en að stjórnin spryngi í loft upp, svo hægt sé að byrja sama leikinn upp á nýtt einsog 1986. En það er engin ástæða að svo fari, stjórnin hefur eftir atvikum staðið sig vel, minnkað verðbólg- una, þó að lendi að vísu mest á láglaunafólki, þá er það ólíkt skárra en á svalltímum íhaldsins. Það er vissulega ánægjulegt að frétta um þann mikla áhuga sem mörg verkalýðsfélög sýna í sam- bandi við verðgæslu í landinu. Það er eins og verkalýðsforingj- unum sé orðið það ljóst að það þýðir ekkert að steyta hnefanum framan í fólk í sjónvarpinu, það verður að gera eitthvað raun- hæft. Þessi doði og kyrrstaða sem hefur ríkt í þessum málum verður að hverfa, fólk verður að rísa upp gagnvart þeim gegndarlausu verslunarháttum þar sem kaupmangararnir mala gull á varnarlausu fólki, eins og að drekka vatn. Verðbólgupúkarnir halda því hiklaust áfram sinni iðju, það er þeirra eðli. En fólk má ekki gef- ast upp. Það getur varist þessum ófögnuði með því að efla verð- skyn sitt og halda verkalýðsfor- ingjunum hræddum, því það eru sviíc þeirra hvernig fépúkarnir hafa fengið að vaða um þjóðfé- lagið til bölvunar fyrir það fólk, sem ber lítið úr býtum. Með kveðju Páll Hildiþórs Verkefna-og námsstyrkjasjóður Kennara- sambands Islands auglýsir eftir umsóknum um námslaun Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að úthluta náms- launum til kennara sem hyggjast stunda nám skólaárið 1991-1992. Um er að ræða styrkveit- ingar skv. a-lið 6. greinar um Verkefna- og námsstyrkjasjóð KÍ frá 15. febrúar 1990. Væntanlegir styrkþegar munu fá greidd laun á námsleyfistíma í allt að 12 mánuði eftir lengd náms. Hlutfall launagreiðslna verður í samræmi við umfang námsins. Umsóknum ber að skila á eyðublaði sem fæst á skrifstofu Kennarasambands íslands, Grettis- götu 89, 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur ertil 10. september n.k. Umboðsmaður óskast Þjóðviljann vantar um- boðsmann í Hveragerði Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu blaðsins í síma 91-68 13 33. Miðvikudagur 15. ágúst 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.