Þjóðviljinn - 15.08.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.08.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Hið tilkomumikla sektarleysi Það birtist í fýrradag lofgrein í DV um Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta. Höfundurinn, ritglaður flokksbróðir jámfrúarinnar hérlendur, byrjaði á því að slá því föstu, að frú Thatcher væri „tilkomumesti stjómmálamaður okkar tíma”. Þetta mat er reist á þeirri merkilegu fræðikenningu að „allir séu nú sammála” um þetta. Sem er í fyrsta lagi rangt eins og fallandi gengi frú Thatcher heima fyrir bendirtil. í öðru lagi er einkunnagjöf af þessu tagi álíka merkileg stjómmálafræði og sú náttúrufræði sem hér áður fyrr kom fram í prófspum- ingum í bamaskóla sem hljómuðu á þessa leið: Hver er fegursti fugl íslands? En þessi einkaskoðun íhaldssams íslensks stjómmála- fræðings skiptir náttúriega engu máli, hvort sem hann finnur fleiri eða færri sem eru honum sammála. Hitt er svo forvitni- legt, hvers vegna hann telur Margaret Thatcher svo mikil- fenglega. Svarsins er að leita í ritgerð eftir breskan prófess- or sem er einn þeirra „allra” sem greinarhöfundur tekur mark á. En þessi prófessor, sem hingað mun hafa komið til fyrir- lestrarhalds, lýsir mikilfenglegri sérstöðu frú Thatcher á þessa leið (orð greinarhöfundar í DV); „Minogue telur að Thatcher sé ólík flestum öðrum vestrænum stjómmála- mönnum í því að hún er laus við sektariænnd. Hún leggur á- herslu á ábyrgð einstaklingsins. Með þessu ógnar hún öll- um óánægjuiðnaðinum. Hún ögrar þeim sjálfskipuðu tals- mönnum ýmissa minnihlutahópa, sem gera beinlínis út á sektarkennd áhyggjulausra góðborgara.” Þetta er merkilegt fagnaðarerindi. I fyrsta lagi er lýsingin rétt: frú Thatcher tilheyrir þeim hugsunarhætti sem viður- kennir ekki „sekt” - með öðrum orðum; viðurkennir ekki samábyrgð manna. Þetta heitir í jákvæðri formúlu, að menn beri ábyrgð á sjálfum sér, sem er ekki slæm kenning út af fyrir sig. En hún þýðir ekki síst í hinu pólitíska samhengi að menn beri EKKI ábyrgð á öðrum. Með öðrum orðum: við stöndum frammi fyrir hinni hörðu speki sérgæskunnar: hver hugsi um sjálfan sig og andskotinn hiröi þann aftasta. Hér leiðir hvað af öðru. Þeir sem taka að sér að tala máli þess fólks sem fer halloka í lífsbaráttunni, þeir eru einhverj- ir fyrirlitlegir starfsmenn „óánægjuiðnaðarins”. Með slíku og þvílíku tali er reyndar ekki verið að sparka í félagsmálapóli- tík vinstriflokka, eins og ætlunin mun vera, heldur er fyrst og síðast veist að þeirri hefð kristninnar sem mest er um verð. Hefð Samverjans sem spurði ekki, hverernáungi minn, eða hvenig stendur á því að hann liggur særður og allslaus við veginn, heldurtekur hann upp á sinn eyk og hjálpar honum. Slík túlkun á hrifningu íslensks stjómmálafræðings á af- rekum og afstöðu frú Thatcher, hrifningu sem hann lepur eft- ir breskum kollega sínum, er enn betur staðfest í þessum orðum hér: „Það er ekki okkur að kenna að hungursneyð er í Eþíópíu. Það er stjómvöldum í landinu að kenna.” Hér er málið einfaldað: hungursneyð i Eþíópíu er að kenna stjóm- völdum, og arfi frá stórveldatafli sem ýmist gerði Eritreu að nýlendu eða lagði hana undir keisarastjóm eða offísera- stjóm í Addis Ababa, hún er líka að kenna þeim miklu þurrk- um sem gera æ stærri svæði Afríku óbyggileg. En það er ekki ástæðan fyrir hungri í Eþíópíu sem skiptir máli frá mennsku sjónarmiði, heldur hungrið sjálft, þjáningar fólks- ins. Glósumar um að hungursneyð sé sjálfskaparvíti stjóm- valda í tilteknu landi eru ekki annað en einskonar „fræðileg” réttlæting á því að þetta mál komi okkur ekkert við, við skul- um því láta okkur fátt um finnast og kaupa nýjan bíl hið snarasta. Eða sumarbústað. Án „sektarkenndar”. Niður með slíka stjómmálafræði! ÁB Hver ræður? Nú etja saman kappi nær dag- lega löglærðir spekingar Tímans og Morgunblaðsins um stjómar- skrá og völd í samfélaginu. En þeir eru allir lögffæðingar að mennt, Ingvar Gíslason ritstjóri Tímans, Styrmir Gunnarsson rit- stjóri Morgunblaðsins og Bjöm Bjamason aðstoðarritstjóri þess. Það hefur skýrt komið fram, að Tíminn hefúr skömm á bar- áttuaðferðum BHMR, eins og for- síðufyrirsögnin sl. laugardag bar með sér: „BHMR vill banana í skjaldarmerkið”. Hugsunin er nú ekki alveg tær hjá Tímanum þama, því það er einmitt BHMR sem sakar ríkisvaldið um að haga sér eins og í „bananalýðveldi”, ráðskast með þegnana og beita of- ríki í suður-amerískum stíl. Tíminn byrjaði á miðvikudag- inn í síðustu viku með leiðaranum „Lögspeki á villigötum”. Þar sagði: „Ekki er minnsti vafi á því að málflutningur forystumanna BHMR er um margt öfgafullur. Þótt skiljanlegt sé að þeim sé heitt í hamsi, eru takmörk fyrir því hvað hægt er að ganga langt í full- yrðingum. Bráðabirgðalög ríkis- stjómarinnar styðjast við lög og venjur bæði að formi og efni. Með setningu þeirra hefúr hvorki verið gengið gegn anda stjómar- skrárinnar né nokkurt ákvæði hennar brotið.” Síðan áfellist Tíminn Davíð Þór Björgvinsson, dósent í lög- ffæði við Háskóla Islands, sem hefur ritað greinar um fræðigrein sína fyrir Morgunblaðið á sunnu- dögum. Davíð hefur ítrekað tjáð sig um niðurstöðu Félagsdóms og bráðabirgðalögin og telur reyndar ekki að aðgerðir ríkisstjómarinn- ar stangist á við stjómarskrá. En Tíminn segir: „Hins vegar er ekki sömu hóf- semi fyrir að fara hjá honum þeg- ar hann endurtekur í hverjum fjöl- miðli á fætur öðmm, að nú sé komið að því að „skerpa þurfi þau ákvæði stjómarskrárinnar sem ætlað er að takmarka hið pólitíska vald”, því þar er hann að vekja máls á býsna alvarlegu efni. Dós- entinn er allt að þvi að gefa í skyn að völd Alþingis og rikisstjómar séu (samkvæmt gildandi stjómar- skrá) of mikil.” Tíminn finnur ill- an þef af þeim hræringum sem em í gangi hjá skrifflnnum Moggans: „En hvað er það í íslensku skipulagi sem gerir það svo brýnt að nú skuli takmarka völd lýð- kjörinna alþingismanna og ráð- herra sem lúta þingræði? Og hver á að fá það vald sem fyrirhugað er að taka af ríkisstjóm og Alþingi? Eða er lögspekin á villigötum?” Bráðabirgðalögin fæddust1866 í Reykjavíkurbréfi sl. sunnu- dag er Tíminn svo ásakaður fyrir fáfræði og skilningsleysi vegna þessara orða og telur bréfritarinn þau ónýtt framlag í alvarlega um- ræðu um setningu bráðabirgða- laga. Höfúndur Reykjavíkurbréfs fjallar fyrst um völd Saddams Husseins í írak og heldur síðan á- fram í beinu samhengi við Hussein: „Spumingin um vald stjómarherra hefur orðið áleitin hér á landi eftir að ríkisstjómin beitti valdi sínu til að setja bráða- birgðalög um launamál.” Svo vitnar bréfritarinn í fýrrgreindan leiðara Tímans og hefúr kennsl- una: „Þessi orð í forystugrein Tím- ans gefa til kynna, svo ekki sé meira sagt, að höfundi þeirra sé ekki fyllilega Ijóst, hvað felst í hugtakinu bráðabirgðalög. Það em lög sem ríkisstjómin setur án atbeina Alþingis, þannig að þeir sem telja að takmarka eigi rétt stjómvalda til að gefa út bráða- birgðalög vilja fremur styrkja vald Alþingis en veikja.” Morgunblaðið rifjar svo upp: „Heimildina í stjómarskránni til útgáfu bráðabirgðalaga má rekja til dönsku grundvallarlag- anna ffá 1866. Hún var því veitt stjómvöldum við allt aðrar þjóð- félagsaðstæður en nú ríkja og rannsóknir sýna, að frá 1874- 1914 var farið mjög sparlega með þetta vald...hafa stjómlagafræð- ingar á síðari ámm bent á að tíð útgáfa bráðabirgðalaga á síðari ámm beri því vitni, að skilyrði stjómarskrárinnar um brýna nauðsyn fýrir lagasetningunni hafi ekki ætíð verið stranglega túlkuð...Morgunblaðið hefúr lýst þeirri skoðun...að ástæða sé til að taka til alvarlegrar umræðu að af- nema rétt ríkisstjóma til útgáfú bráðabirgðalaga. Alþingi sé tii þess að setja lög. Forystugrein Tímans á mið- vikudag er þvi miður ekki ffam- lag til alvarlegra umræðna um réttinn til útgáfu bráðabirgðalaga, þar sem hún byggist á röngum forsendum eða misskilningi. Rétturinn til slíkrar lagasetningar heyrir til algjörra undantekninga í lýðræðisríkjum...” Krókur Tímans En ritstjórar Tímans ansa þeim áróðri Moggans náttúrlega engu að þeir hafi ekki vit á stjóm- arskrárumræðum og birta ágætt innlegg í málið í leiðara blaðsins í gær undir heitinu „Völd og vald- dreifing”. Og röksemdafærsluna sækir blaðið beint til fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, Bjama Benediktssonar, og gmnar kannski að sonur hans og núver- andi aðstoðarritstjóri Morgun- blaðsins, lögfræðingurinn Bjöm Bjamason, hafi eitthvað komið nálægt samningu Reykjavíkur- bréfsins þar sem Tíminn var snupraður. Tíminn segir: „Dr. Bjami Benediktsson var stjómlagafræð- ingur og mikilhæfúr kennari við Háskóla íslands fyrr á ámm. Hann benti manna skýrast á þá staðreynd, að þegar stjómarand- stæðingar agnúast út í bráða- birgðalög og efni þeirra, sé það ffemur af pólitískum toga spunn- ið en umhyggju fyrir lögffæðileg- um réttlætishugmyndum. Þessari háðbeittu og raunsæislegu at- hugasemd dr. Bjama hefur aldrei verið hnekkt...” Síðan bendir Tíminn á hve fá- fræðin um eðli ríkisvaldsins hamlar vitrænni umræðu um ýmis gmndvallaratriði: „Stjómarskrá í lýðræðisríki hefúr enga sérstöðu að því leyti að hún fjalli ekki um völd og valdbeitingu. Á þeim orðum hvíl- ir ekkert helgibann, heldur ber að nefna þessi hugtök réttum nöfn- um í pólitískri og ffæðilegri um- ræðu, þau á hvorki að lofsyngja né bannfæra, ekki pukrast með þau eins og þau séu ljósfælin, hvað þá að ýta undir fáffæði um eðli ríkisvalds, sem er þó, að segja má, landlægur ósiður í hvert sinn sem ríkisstjóm á Islandi nýt- ir sér stjómarskrárvarinn rétt sinn til að gefa út bráðabirgðalög...” Loks minnir leiðarahöfundur á athyglisverða þingsályktunartil- lögu frá Haraldi Olafssyni á sín- um tíma, sem Alþingi samþykkti, en lítt hefúr verið framfylgt. Beindist hún að því að kannað sé, „...hvort öll völd séu á hendi þeirra valdhafa sem stjómarskrá- in geri ráð fyrir, eða hvort hugs- anlegt sé að vaxið hafi upp valda- aðilar „utan við stjómarskrána”, ef svo má segja...” Og í niðurlagi leiðarans er svo bent á að líklegt sé, „...að færri verði til að reka á eftir slíkri könnun en æskilegt væri. Ýmsum þjóðfélagsöflum er það síst á- hugamál að rótað sé í viðteknum skilningi á hvar völdin séu. Trú og hjátrú um ofúrvaldshneigð rík- isvaldsins hentar mörgum vel.” ÓHT ÞJOÐVILJINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir blaöamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur Þorieifeson, Elias Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davíðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Signjn Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Augiýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrnn Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar Siðumúla 37, Rvik. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310,681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. 4 S(ÐA — ÞJÓÐVIUINN Miövikudagur 15. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.