Þjóðviljinn - 19.09.1990, Side 9
FRETTIR
Eigin fjaðrir og annarra
Athugasemd frá Einari Birni
Nýstofnað fyrirtæki ísteka hef-
ur s.l. tvo mánuði haft fyrrum
lyfjaverksmiðju þrotabús G. Ól-
afsson hf. á leigu og er með
skammtímasamning, aðeins um
framhald þeirrar leigu. Engu að
síður má skilja af grein á við-
skiptasíðu Mbl. 13. sept. s.l. að
nú loksins væri framkominn aðili
sem nokkur afrek gæti unnið.
Fylprófið umtalaða er ljóm-
andi gott framlag til lífefnaiðnað-
arins en það er bara ekki framlag
ísteka né hugmynd, einu sinni
ekki hugmynd Harðar Kristjáns-
sonar eins.
Fylprófið og tilurð þess er
lokapunktur prófana og tilrauna
sem hér á landi voru unnin í sam-
vinnu þriggja aðila þ.e. Tilrauna-
stöðvar Háskólans að Keldum,
G. Ólafsson hf. og Lífefnafræði-
stofu læknadeildar Háskóla fs-
lands.
Sannleikur málsins er sá að hið
fyrsta próf í þessari lotu var alger-
lega hannað og unnið af þeim
Eggert Gunnarssyni og Ólafi
Andréssyni sérfræðingum á
Keldum og í raun eru allar aðrar
tilraunir og endurbætur byggðar
á þeim grunni.
Reyndar má gjarna koma hér
fram um leið þakklæti til þeirra
Guðmundar Péturssonar læknis
forstöðumanns Tilraunast. á
Keldum og Páls A. Pálssonar þá-
verandi yfirdýralæknis, sem alla
tíð hafa sýnt þessum þróunar-
verkefnum sérstaka velvild.
Þetta próf var ómissandi þáttur
í skipulagi og hagræðingu fram-
kvæmda við söfnun til hormóna-
vinnslu G. Ólafsson hf. og eins og
að líkum lætur fundu eigendur
hryssa fljótt hversu þýðingar-
mikið prófið var vegna þeirra
eigin rekstrar og því með árunum
æ meiri ásókn, utan blóðsöfnun-
arinnar, í prófið sem slíkt.
Það hefur því um alllangan
tíma verið á dagskrá að fá fram
próf sem sameinaði öryggi hins
fyrra og einföldun framkvæmdar
og helst styttan biðtíma einnig
(hluti einföldunar).
Það var vissan um allnokkurn
markað hérlendis og vonin um
verulegan markað erlendis, sem
var mestur hvati þess að sam-
vinna áðurnefndra þriggja aðila
hélt áfram einmitt um þetta sér-
staka þróunarverkefni.
Miðjumaður og samræmingar-
aðili flestra sameiginlegra verk-
efna þessa þrílita hóps hefur frá
upphafi verið Bergþóra Jónsdótt-
ir, framleiðslustjóri hjá G. Ólafs-
son hf., og æði er langt síðan að
við þrjú, undirritaður, Bergþóra
og Hörður Kristjánsson fyrst
ræddum um áframhaldandi þró-
un fylprófs til þeirrar veru sem
hið nýja próf nú býr yfir.
Það verður að segj ast eins og er
að mér er það mjög til efs að hefði
Hörður Kristjánsson ekki verið
starfsmaður G. Ólafsson hf. og
tekið þátt í framþróun margvís-
legra mála þar og í þróunarverk-
efnum sem fyrirtækið átti með
áðurnefndum innlendum og
reyndar erlendum aðilum einnig,
hefði honum nokkru sinni dottið
fylpróf í hug hvað þá að vinna að
þróun þess.
Ég hefi aldrei dregið í efa hæfni
eða kunnáttu Harðar Kristjáns-
sonar og trúi því ennþá staðfast-
lega að hann sé sá dugandi vís-
indamaður sem við bundum í
upphafi vonir við, en því sorg-
legra er að sjá hann brjóta, ég
vona í gáleysi, þá sjálfsögðu
skyldu hvers alvöruvísindamanns
að geta hverju sinni grundvallar
verka sinna og frumkvöðla, en þó
umfram allt samstarfs síns við
aðra vísindamenn um framgang
Markaðsnefnd landbúnaðar-
ins hefur gefið út vandaðan
bækling á fjórum tungumálum
fyrir erlenda ferðamenn um ís-
lenskar matvörur, þann fyrsta
sinnar tegundar. Nefnist hann á
ensku „The Shopper‘s Guide to
Icelandic Food“.
Bæklingurinn er litprentaður
og í handhægu formi, ætlaður til
að kynna erlendum ferða-
mönnum mikið úrval innlendra
matvara og auðvelda þeim
innkaup. Fjallað er um uppruna
íslenskra matvæla, gæðakröfur
sem hér eru gerðar og fram-
leiðslueftirlit.
Texti bæklingsins er á 4 tung-
umálum, ensku, þýsku, frönsku
og sænsku, auk þess sem
tegunda- og vöruheiti eru á ís-
lensku. Honum verður dreift í 40
þús. eintökum fyrir næsta sumar
og þróun þess verkefnis, sem um
er rætt hvort sem um áfanga-
skýrslu eða lokskýrslu er að
ræða.
Það voru eðlilegir hlutir og í
samræmi við stöðu mála þá að hið
fyrra próf var fullunnið að Keld-
um. Það var á sama hátt eðlilegt
að lokaþáttur nýja prófsins yrði
hjá Herði Kristjánssyni og nú
vona ég að hann geri sjálfum sér
þann greiða að gera rétta grein
fyrir sameiginlegum afrekum sín-
um og sinna samstarfsaðila.
íslenskum fyrirtækjum trúi ég
að sé almennt óskað velfarnaðar
hér á landi einnig ísteka nýju fyr-
irtæki, en hingað til hefur fáum ef
nokkrum fyrirtækjum dugað
lánsfjaðrir til flugsins og allra síst
séu þær tíndar af dauðum búki.
ísteka ætti að reyna fyrst sínar
eigin fjaðrir og sjá hvað þær
duga. Reynslu annarra gætu þeir
nýtt sé hún þeim tiltæk en
skreyting með lausum lánsfjöðr-
um er vita haldlaus.
Reykjavík, 14. september 1990
Einar Birnir
Ferðaþjónusta
Útlendingar og
íslenskur matur
Markaðsnefnd gefur út kynningarbœkling í
40 þús. eintökum
RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS
LAUGAVEGI13
W1 REYKJAVlK
BRÉFSlMI NR. 29814
SlMI 21320
Auglýsing um forverkefni
Rannsóknaráð ríkisins hefur ákveðið að veita
styrki til forverkefna er miði að því að kanna
forsendur nýrra áhugaverðra rannsókna- & þró-
unarverkefna. Um slíkastyrki getasóttfyrirtæki,
stofnanir og einstaklingar. Við mat á umsóknum
verður sérstaklega litið til röksemdafærslu um
tæknilegt og hagrænt mikilvægi verkefnisins og
hugmynda um leiðir til að koma niðurstöðum
verkefnisins í framkvæmd, ef það skilar já-
kvæðum árangri.
Markmiðið með stuðningi við forverkefni ér að
kortleggja betur tæknileg og þróunarleg vanda-
mál og markaðsþörf, svo og forsendur sam-
starfs, áður en lagt er í umfangsmikil r & þ
verkefni, sem hugsanlega verða styrkt úr Rann-
sóknasjóði.
Gert er ráð fyrir að upphæð stuðnings við for-
verkefni geti numið allt að 500.000,- krónum.
Umsóknarfrestur er til 15. október nk.
á m.a. erlendar ferðaskrifstofur,
helstu ferðamiðstöðvar og bfla-
leigur.
Fjallað er um 8 helstu ma-
tvörutegundir, kjöt, fisk, fugia og
egg, ost og smjör, mjólkurvörur,
brauð og álegg, þorramat og ann-
an hefðbundinn mat. Fylgja
helstu matvöruheiti á íslensku og
þýðing þeirra á erlendu málun-
um.
(Fréttatilkynning)
Leiðrétting
Þess misskilnings gætti í blað-
inu í gær þar sem sagt var frá til-
lögu um að gerð yrðu göng undir
Miklubraut við Rauðagerði fyrir
fótgangandi, að Kristín Á. Ólafs-
dóttir hefði flutt tillöguna. Það
rétta er, að það voru fulltrúar
allra minnihlutaflokkanna í
borgarstjórn Reykjavíkur sem
fluttu tillöguna. Það var hins veg-
ar Kristín sem lagði fram fyrir-
spurn í borgarráði fyrir rúmri
viku um hvað liði þessu máli þar
sem tillögunni hefði verið vísað
frá borgarstjórn til borgarráðs í
apríl sl.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
þlÓÐVIUINN
Þjóðviljinn óskar eftir bílstjóra í afleysinga-
útburð. Verður að hafa bíl. Vinsamlegast
hafið samband við afgreiðslu blaðsins. S.
681333.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra
Aðalfundur kjördæmisráðs
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðuriandi
vestra verður haldinn ( Suðurgötu 10 Siglufirði, laugardaginn 22.
september og hefst klukkan 13.
Dagskrá:
1. Aðalfunbdarstörf
2. Undirbúningur kosninga og framboðsmál.
3. Flokksstarfið.
4. Stjómmálaástandið.
Stjómin.
Alþýðubandalagið Norðurlandskjördæmi
eystra
Alþýðubandalagið Raufarhöfn
Fundur í Alþýðubandalagsfélagi Raufarhafnar fimmtudagskvöld
20. sept. kl. 20.30.
Á dagskrá:
Kosning fulltrúa á kjördæmisþing og
umræður um þjóðmál og stjórnarsamstarfið.
Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og samgönguráðherra
mætir á fundinn.
Alþýðubandalagið Húsavík
Fundur í Alþýðubandalagsfélaginu Húsavík laugardaginn 22.
sept. kl. 10.00 árdegis í Snælandi.
Á dagskrá:
Kosning fulltrúa á kjördæmisþing og
umræður um þjóðmál og stjórnarsamstarfið.
Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og samgönguráðherra
mætir á fundinn.
Alþýðubandalagið Akureyri
Fundur í Alþýðubandalaginu Akureyri laugardaginn 22. sept. kl.
14.00 í Lárusarhúsi.
Á dagskrá:
Kosning fulltrúa á kjördæmisþing og
umræður um þjóðmál og stjórnarsamstarfið.
Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og samgönguráðherra
mætir á fundinn.
Alþýðubandalagið Ólafsfirði
Fundur í Alþýðubandalaginu Ólafsfirði sunnudagskvöldið 23.
september kl. 21.00 í Tjarnarborg.
Á dagskrá:
Kosning fulltrúa á kjördæmisþing og umræður um þjóðmál og
stjórnarsamstarfið.
Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og samgönguráðherra
mætir á fundinn.
Ármann Sigurbjörg Stefanía Arni Þór
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Starfshættir og skipulag ABR
Félagsfundur ABR verður haldinn í kvöld kl. 20.30 miðvikudag 19.
september, að Hverfisgötu 105. Fundarefni:
1. Starfshættir og skipulag Alþýðubandalagsins í Reykjavík.
Frummælendur:
Ármann Ægir Magnússon, Sigurbjörg Gísladóttir og Stefanía
Traustadóttir. —
2. Önnur mál.
Fundarstjóri: Árni Þór Sigurðsson. Stjórn ABR
A.B.R. á Borginni
Auðlindir íslands
Verömætasköpun meö
bættum vinnubrögðum
í sjávarútvegi
Laugardaginn 22. september
nk. kl. 10 verður Skúli
Alexandersson alþingismaður
frummælandi á fundi á Hótel
Borg. skúli
Efni fundarins er spurningin um hvort hægt sé að auka ha-
gvöxt með bættum vinnubrögðum í sjávarútvegi.
Félagar fjölmennið á fundinn og takið þátt í umræðum.
Stjórn ABR