Þjóðviljinn - 21.09.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.09.1990, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGSFRÉTTIR Húsnœðisstofnun Reksfrarkostnaður tvöfaldast Ríkisendurskoðun: Kostnaðurinn hækkar um 92 prósent. Þrátt fyrir aukin umsvif er ástœða til endurskoðunar stjórnsýslu Húsnæðisstofnunar ríkisins. Sigurður E. Guðmundsson: Látlausar stórbreytingar á húsnæðiskerfinu hafa verið kostnaðarsamar Rekstrarkostnaður Húsnæð- isstofnunar ríkisins hefur hækkað um 92 prósent að raun- gildi frá árinu 1985 til ársloka 1989, kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fjár- hagsstöðu Byggingasjóða ríkis- ins og verkamanna. Húsnæðisstofnun hafa verið falin mörg ný verkefni á þessum árum. Engu að síður sér Ríkisend- urskoðun ástæðu til þess að fram fari stjómsýsluendurskoðun hjá stofnuninni í ljósi þeirrar raun- hækkunar sem hefúr orðið á rekstrarkostnaði. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofhunar, sagði að skrifa megi alla aukningu á rekstrarkostnaði á stórfelldar breytingar á húsnæðis- kerfinu á síðustu ámm. „Það er ekki að undra þótt stórbreytingar á húsnæðiskerfinu á örfáum ámm hafi hafl nokkra aukningu á rekstrarkostnaði i for með sér. Breytingamar hafa verið kostnaðarsamar að því er varðar breytingu á tölvukerfúm og síma- kerfum og þær hafa krafist ráðn- inga fleiri starfsmanna en áður, auk stóraukinnar yfirvinnu,“ sagði Sigurður og bætti við að hann teldi víst að Alþingi hafi gert sér grein fyrir þessu þegar það setti lög hvað eftir annað. „Mér finnst undarlegt að stjómvöld og ríkisendurskoðun láti fara fram stjómsýsluendur- skoðun annað hvert ár,“ sagði r Alver Óvandaður málflutningur í álmálinu Eyfirðingar og Aust- firðingar senda frá sér mótmælaályktun vegna staðsetningar- umrœðunnar Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. og Atvinnuþróunarfélag Austurlands samþykktu mót- mælayfirlýsingu á sameiginleg- um fundi sínum í gær, þar sem því er haldið fram að hlutur þeirra sé affluttur á opinberum vettvangi. Yfirlýsingin hljóðar svo: „Þar sem fyrirliggjandi skýrsla Atl- antsál um staðarval fyrir álver (Site selection study for a 200.000 tpy aluminium smelter on Iceland August 1990 by Meemo Trepp), sýnir ekki marktækan mun á stofn- og rekstrarkostnaði milli staða, er ljóst að fúllyrðingar ráðamanna um yfirburði Keilis- ness em beinlínis rangar. Niður- staða skoðanakönnunar um stað- setningu álvers sýnir best hversu mikil áhrif óvandaður málflutn- ingur ráðamanna hefúr haft á skoðanir almennings. Félögin skora því á ríkis- stjómina og Alþingi að glata ekki því einstaka tækifæri, sem þjóðin hefur nú fengið í hendur, til að treysta byggð í landinu öllu“. ÓHT Sigurður. Hann sagðist engu að síður fagna endurskoðuninni, sérstak- lega ef hún skilaði árangri líkt og sú endurskoðun sem stofnunin lét sjálf fara fram fyrir um tveimur ámm. Þeirri endurskoðun lauk fyrir ári og hefúr hún leitt til margvíslegrar hagræðingar. Stofúunin hefúr aukið tekjutöku sína af starfseminni í kjölfarið. Fram kemur í skýrslu ríkis- endurskoðunar að þó útlánastarf- semi Byggingasjóðanna yrði hætt nú þegar yrði ekki komið í veg fyrir að eigið fé Byggingasjóðs ríkisins gengi til þurrðar eftir 15 ár og eigið fé Byggingasjóðs verkamanna eftir 11 ár. -gpm Líftryggingar Meiri- hlutinn ótryggður Tvö líftryggingafélög sameinuð í eitt Stærstur hluti landsmanna á aldrinum 18-49 ára er ekki Iíf- tryggður, eða 68,9%. Líftryggð- ir á þessum aldri eru aðeins 31,1%. Af þeim sem ekki eru líftryggðir í þessum aldurshópi, hafa 54% áhuga á að tryggja sig en 46% ekki. Þetta kom fram í könnun sem gerð var á íslenska liftrygginga- markaðnum, samhliða undirbún- ingi að stofúun Líftryggingafé- lags Islands. Stofúendur þess og hluthafar era BI Líftryggingar g.t., Líftryggingafélagið Andvaka g.t. og Vátryggingafélag íslands hf. Hlutafé hins nýja félags er 40 miljónir króna. Stefnt er að því að líftryggingafélögin flytjí líftrygg- ingastofúa sína í hið nýja félag um næstu áramót, en Líftrygg- Stjómarfonnaður hins nýstofnaða Llftryggingafélags Islands hf. er Ingi R. Helgason t.v. og forstjóri þess er Axel Gísla- son. Mynd: Kristinn. ingafélag Islands hf. taki þegar nýja líftryggingafélags er þörfin á meðaltali munu skuldir fjögurra við öllum nýtryggingum. að líftryggja sig nátengd ljárhags- manna fjölskyldu vera 2-2,5 milj- Að mati forráðamanna hins skuldbindingum fólks. En að ónirkróna. -grh Geðrœn vandamál barna Tíu þúsund án meðferðar Sjálfsmorðstíðni unglingsdrengja á Islandi þriðja hæsta í Evrópu. Slysatíðni ungbarna sú hœsta. Yfir 10.000 börn og unglingar fá ekki meðferð vegna geðrænna vandamála Slysatíðni ungbarna á íslandi er 37.9% og er sú hæsta í Evrópu. Sjálfsmorðstíðni drengja á aldrinum 15-24 ára er þriðja hæsta í Evrópu og reikna má með að yfir 10.000 börn og unglingar með geðræn vandamál séu í þjóðfélaginu og fá enga aðstoð eða meðferð. Þessar óhugnanlegu tölur hafa Undanfarið hafa ráðherrar verið gagnrýndir fyrir að taka ekki mark á álitsgerðum umboðsmanns Alþingis, en komið þess í stað með álit eigin lögfræðinga. Leó Löve lögfræð- ingur segir þetta framferði vera móðgun við Alþingi og í sama streng tekur Guðrún Helga- dóttir forseti Sameinaðs þings. Guðrún segir að sér finnist að það beri að taka álitsgerðir um- komið út úr rannsóknum sem gerðar hafa verið hér á landi og á Norðurlöndunum. Þetta verður m.a. viðfangsefni ráðstefnu sem haldin verður dag- ana 24.-29. september og er skipulögð af norrænum rann- sóknahópi bama- og unglinga- geðlækna. Helga Hannesdóttir bamageðlæknir segir að ráðstefú- boðsmanns Alþingis alvarlega og í sumum tilvikum hafi ráðherrar ekki tekið þær nægilega alvar- lega. Ljóst er að umboðsmaður Alþingis er ekki ánægður með viðtökur álitsgerða sinna og hefur hann haft orð á því við forseta þingsins. Guðrún segir að málið verði tekið fyrir á næsta fúndi for- seta þingsins, en vildi ekki segja neitt nánar um þann fúnd. ns. an sé um faraldsfræðilegar rann- sóknir, en þær fjalla m.a. um hvemig einangra eigi áhættuþætti í rannsókmnn á bamageðlækn- ingum og bregðast við þeim. Að sögn Helgu hefúr ísland dregist veralega aftur úr hvað varðar rannsóknir á þessu sviði og nán- ast engar hafi verið gerðar hér á landi. Ef tekið er mið af lágmarks tíðni á geðlæknisffæðilegum vandamálum bama erlendis má reikna með að um 10.600 böm þyrftu árlega á meðferð að halda hér á landi. Helga segir að innan við 1000 böm fái einhvers konar meðferð, þannig að ljóst er að vandinn er mikill og brýnna úr- bóta er þörf. „Það þarf að breyta forgangsröð í verkefúavali þjóð- félagsins. Þetta er pólitísk ákvörðun og spuming um vilja og skilning um að taka á málinu,“ segir Helga. Astæður þessa ástands og versnandi þróun þess segir Helga vera margþættar og flóknar. „Bömin era i raun spegill þjóðfé- lagsins og með því að skoða ástand bama og unglinga, getum við séð ástand þjóðfélagsins. Það virðist ekki vera vilji eða skiln- ingur á geðvemdarmálum bama, en við verðum að hugsa um að bömin era ffamtíðin og það þarf að huga vel að henni,“ segir Helga Hannesdóttir. ns. Flugleiðir Fargjöld hækka Samgönguráðuneytið hefur heimilað Flugleiðum að hækka fargjöld sín um 3,5% frá og með 1. október nk. Hækkunin er vegna hækkana á eldsneyti og ákvörðun þessi er tekin í Ijósi mikillar óvissu um þróun elds- neytisverðs vegna ástandsins við Persaflóa. Um er að ræða fargjöld frá ís- landi til landa í Evrópu og til Bandaríkjanna. Litið er á þessa hækkun sem bráðabirgðahækkun og samgönguráðuneytið og Flug- eftirlitsnefnd munu fylgjast grannt með þróun verðlags á eldsneyti á næstu vikum. Ef breyting verður þar á verður þessi ákvörðun tekin til endurskoðunar ef þörf krefúr. Hækkunin er þó mun minni en Flugleiðir fór ffam á. ns. Forseti Sameinaðs þings Á að fara eftir álitsgerðunum Oft ekki tekið mark á álitsgerðum umboðsmanns Al- þingis. Guðrún Helgadóttir forseti Sameinaðs þings: Alvarlegt mál sem tekið verður jyrir á nœsta fundi forsetanna Föstudagur 21. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5 ------------------

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.