Þjóðviljinn - 21.09.1990, Blaðsíða 10
Svlþjóð ísland Noregur ísland með 200 Finnland Danmörk
þús. tonna
álveri Þjóðviljinn/gpm/ÓHT
Gróðurhúsaáhrifín
Álver kollvarp-
ar fyrirheitum
Islands
Islendingar hafa skuldbund-
ið sig á norrænum vettvangi
til þess að draga úr losun koldí-
oxíðs (C02) út í andrúmsloftið,
enda hafa þjóðir heims sívax-
andi áhyggjur af áhrifum efnis-
ins á loftslag. En með nýju 200
þúsund tonna álveri mun losun
koldíoxíðs út í a; drúmsloftið
aukast taisvert.
Þjóðviljinn greindi frá því í
gær að Islendingar losa hlutfalls-
lega meira brennisteinsdíoxíð út í
andrúmsloftið en hver Svíi eða
Norðmaður. Með nýju álveri
eykst munurinn verulega.
Svipað er uppi á teningnum
hvað snertir koldíoxíð.
Árið 1988 fóru 7,4 tonn af
koldioxíði út í andrúmsloftið íyrir
hvem Svía, 8,1 fyrir hvem Norð-
mann, 10 tonn fyrir hvem Finna
og 13 tonn fyrir hvem Dana.
Samkvæmt upplýsingum ffá
Hollustuvemd ríkisins nam losun
á koldioxíði innanlands á Islandi
tveimur miljónum tonna árið
1987. Þá er undanskilin losun
flugvéla og millilandaskipa. Sam-
kvæmt þessu fóm 7,7 tonn af kol-
díoxíði út í andrúmsloffið fyrir
hvem Islending.
Veruleg aukning
Hollustuvemd ríkisins gerir
ráð fyrir að losun koldioxíðs inn-
anlands muni aukast um 17 af
hundraði verði byggt 200 þúsund
tonna álver á íslandi. Samkvæmt
því myndi losun á hvem íbúa fara
í 9,4 tonn á ári. Þá losa aðeins
Danir og Finnar meira koldioxíð
á hvem íbúa.
Koldíoxíð er eitt þeirra efna
sem safnast fyrir í andrúmsloftið
og koma í veg fyrir að hiti ffá
jörðinni komist út fyrir lofthjúp
jarðar. Önnur efni em metan,
köfnunarefnisoxíð (hláturgas),
óson og klórflúorkolvetni (KFK).
Gróðurhúsaáhrifin em raunar
forsenda þess að líf þrífist á jörð-
inni, enda er talið að hitastigið
yrði 30 gráðum lægra ef ekki
væm þessi gróðurhúsaáhrif.
En veruleg aukning gróður-
húsaefnanna i lofthjúpi jarðar er
talin munu valda hitastigsbreyt-
ingum sem geta haft alvarlegar
afleiðingar, meðal annars hækkun
sjávarmáls.
Kenningar um hitastigsbreyt-
ingar af mannavöldum komu
reyndar fyrst ffam á síðustu öld
og orðið gróðurhúsaáhrif kom
fyrst fram á sjónarsviðið árið
1827. Þá uppgötvaði franski
stærðfræðingurinn Fourier að
nokkrar lofttegundir halda hita ffá
Hvaöan kemur koldíoxíð?
Koldíoxið myndast við brennslu eldsneytis sem fengið er úr jarðlög-
um, olíu, jarðgass og kola. Ástæða þess að losun koldíoxiðs eykst svo
vemlega með nýju álveri er sú mikla kolanotkun sem fylgir framleiðslu
hrááls. Nær hálft tonn kola þarf til þess að framleiða eitt tonn af hrááli.
Annars em það bílar, flugvélar og skip sem standa fyrir stórum hluta
þeirrar losunar sem verður á koldíoxíði hérlendis. Fiskiskipaflotinn og
bílaflotinn hafa hér mikið að segja.
íslendingar gefa þakkað auðlindunum jarðvarma og vatnsorku að
losun á koldíoxíði er ekki meiri en raun ber vitni hérlendis. Löndþar sem
olia og kol em notuð til orkuframleiðslu standa mun verr að vígi. Það er
til dæmis tilfellið í Danmöiku, en Danir losa hlutfallslega mest alira
Norðuriandabúa af koldioxíði.
Ríkar þjóöir og fátækar
Hins vegar losa Norðmenn minnst koldíoxíð, enda hafa þeir beislað
vatnsorku sína og nýtt í miklum mæli. Þar kemur nær helmingur koldí-
oxiðs ffá fararfækjum.
í alþjóðlegu samhengi er vert að veita því athygli að Bandaríkjamenn
eiga sök á um fjórðungi alls koldíoxíðs sem losað er út i andrúmsloftið.
Sovélmenn koma næstir með tæplega 20 af hundraði. Á hixrn bóginn
koma aðeíns 14 prósent koldíoxíðs frá þróunarlöndunum svonefndu. Það
er svo hægt að ímynda sér hvað myndi gerast í þessum efnum ef allir ibú-
ar heims lifðu við svipuð skílyrði og Islendingar og aðrir íbúar Vestur-
Evrópu. Svo ekki sé talað um ef til dæmis Kínverjar tækju allir upp lífs-
hætti Bandaríkjamanna.
-gg
Sænska
HÓPNAMSKEIÐIN
„Byrjun frá byrjun" og
„Áfram" að hefjast!
Einstaklingar - pör - foreldrar starfsfélagar - fyrirtæki - félög Biðjið um kennslu og nám- skeið eftir eigin höfði! Verð eftir fjölda / hóflegt verð.
Kennsla á dag- og kvöldtímum alla T.d. íslenska, réttritun, málfræði.
daga fyrir einstaklinga, pör og smá- stærðfræði grunnskóla, verslunar-
hópa. enska, símaenska, verslunarreikn-
Helstu efni grunn- og framhalds- ingur, verslunarbréf.
skóla o.fl.
Farartæki losa gífúriegt magn koldíoxlðs. Islendingar eiga hlutfallslega fleiri
bíla og skip en flestar aðrar þjóðir og losa koldloxíö I samraemi við það.
sólu innan loflhjúps jarðar.
Síðan hafa komið fram ýmsar
kenningar um áhrif manna á þessi
áhrif og nú eru vísindamenn al-
mennt sammála um að hitastig
muni hækka nokkuð á næstu ára-
tugum ef ekki verður að gert. Tal-
ið er að vægi koldíoxíðs í þessum
ferli sé yfir 50 af hundraði.
Fyrirheit
og efndir
Því er talsvert Iagt upp úr því í
alþjóðlegum samningum að
draga úr losun koldíoxíðs og ann-
arra efha sem valda gróðurhúsa-
áhrifunum. Islendingar hafa með-
al annars skrifað undir norræna
umhverfisáætlun þar sem Norð-
urlöndin skuldbinda sig til þess
að vinna að því að draga úr losun
koldíoxíðs. Norðurlöndin hafa
einnig sett sér að stuðla að alþjóð-
legum samningum um gróður-
húsaefnin.
En sem fyrr segir mun nýtt ál-
ver leiða til þess að losun koldí-
oxíðs út í andrúmsloflið á Islandi
eykst um 17 af hundraði.
Á hinn bóginn hafa Norð-
menn sett sér að auka ekki losun
koldíoxíðs frá árinu 1989. Svíar
hafa einsett sér að losun koldiox-
íðs verði sú sama árið 2000 og
hún var í fyrra, en síðan á hún að
minnka þar í landi. Danir setja
markið á að losun C02 verði sú
sama árið 2000 og hún var árið
1988, en í upphafi næstu aldar
ætla Danir að draga verulega úr
losun koldíoxíðs út í andrúmsloft-
ið- -gg
Veðriö á laugardag og sunnudag
Horfur á laugardag og sunnudag: N-átt um allt land, él norða Js, elnkum
austantil, en léttskýjað syðra. Lægir smám saman. Hiti 2-7 stig að deginum en
vlða talsvert næturfrost.
10 SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. september 1990