Þjóðviljinn - 25.10.1990, Síða 2

Þjóðviljinn - 25.10.1990, Síða 2
FRETTIR Utanríkisráðherra NATO hætt við varaflugvöll Steingrímur J. Sigfússon: Sýnir að rökþeirra sem börðust fyrir öðrum NATO-flugvelli voru falsrök. Getum vel séð um þessi mál sjálf Arnarbakki SVR réttsælis og rangsælis Ijúlímánuði barst utanríkis- ráðherra bréf frá yfirmanni Atlantshafsflota Atlantshafs- bandalagsins, þar sem það er tilkynnt að hætt hafi verið við frekari áætlanir um varafiug- völl bandalagsins á Norður Atl- antshafi. I bréfinu kemur einn- ig fram að ekki verði óskað eft- ir fjárstuðningi Mannvirkja- sjóðs NATO í framtíðinni til byggingar slíks varaflugvallar. Þessar upplýsingar koma fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspum Geirs H. Haarde og Halldórs Blöndal þingmanna Sjálfstæðisflokksins. í svarinu segir að viðræður um takmörkun vígbúnaðar hafi skilað umtals- verðum árangri og hafi aðildarríki NATO dregið saman seglin í vamarmálum að undanfömu. „Við þessar aðstæður kemur vart á óvart að innan bandalagsins skuli þykja ástæða til að hægja á nýjum vamarffamkvæmdum,“ segir orðrétt í svarinu. Ekkert er hins vegar sagt um mikilvægi varaflugvallar NATO á íslandi, í ljósi aukins hlutverks bandarískra herstöðva á íslandi sem friðar- gæslustöðva, eins og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið frarn og utanríkisráð- herra hefúr tekið undir. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra sagði þessi tíðindi gleðitíðindi fyrir alla andstæð- inga hemaðarbrölts á Islandi og sýndi að sú barátta væri ekki von- laus. Þó auðvitað væri það hag- stæð þróun mála í heiminum sem hjálpaði til í þessu sambandi. Þessi ákvörðun sýnir einnig hversu mikilvægt er að Islending- ar leysi svona mál sjálfir á eigin forsendum, að sögn Steingríms. Það væri augljóslega vond staða í varaflugvallarmálum nú, ef ís- lendingar hefðu setið með hendur i skauti undanfarin ár og beðið eftir því að erlendur her leysti þau Vegalaus börn Aðgerðir ódýrari en afskiptaleysi Ekki er gert ráð fyrir framlög- um til byggingar heimilis fyrir svo kölluð „vegalaus börn“ í Ijárlagafrumvarpinu sem nú Iiggur fyrir Alþingi. En nefnd á vegum þriggja ráðu- neyta hafði lagt til að komið yrði á fót heimili fyrir 5-6 börn til að byrja með. Guðrún Ág- ústsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, segir af- skiptaleysi vera þjóðinni dýr- ara en aðgerðir í þessu máli. Eftir að nefnd á vegum menntamálaráðuneytis, félags- málaráðuneytis og heilbrigðis- málaráðuneytis skilaði áliti sinu um aðgerðir, fór menntamálaráð- herra með það álit inn á fund rík- isstjómarinnar, að sögn Guðrúnar. Það hefði verið álit ríkisstjómar- innar að það væri félagsmálaráð- herra að beita sér fyrir málinu. Guðrún sagði að þetta mál lægi því í félagsmálaráðuneytinu. Svavar Gestsson hefði þó hugsað sér að hafa samband við þá ráð- herra sem málið heyrði undir og ræða það við þá, þar sem ekki væri gert ráð fyrir framlögum í fjárlagatillögunum eins og þær lægju nú fyrir. „Við lítum því ekki þannig á að málið sé sofnað,“ sagði Guðrún. Þó ríkisstjómin hafi ákveðið að málið heyri undir félagsmála- ráðuneytið, sagði Guðrún það brenna á ráðuneytunum öllum. Það gætu alls konar ástæður verið fyrir því, að þetta fór ekki inn í ÍJárlagatillögumar, en mikilvæg- ast væri að þetta heimili kæmist á laggimar. Guðrún sagðist bjartsýn á að þetta yrði samþykkt. Sameig- inlegur stofn- og rekstrarkostnað- ur væri talinn í milljónum, en sá kostnaður væri ekkert í líkingu við þann kostnað sem þjóðin bæri við að láta þessi böm vera vega- laus áfram. -hmp Bændasamtök með GATT-fund Bændasamtökin gangast fyrir umræðufúndi um GATT-viðræð- umar og hugsanleg áhrif nýs GATT- samkomulags um al- þjóðaviðskipti með búvömr í Súlnasal Hótels Sögu kl. 14-16 í dag. Ræðumenn verða Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra, Am- und Wenger, ffamkvæmdastjóri norsku bændsamtakanna, og Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, og loks verða pallborðsumræður og fyrir- spumir til framsögumanna. Vetrarfagnaður eldri Kópavogsbua Félag eldri borgara í Kópa- vogi heldur vetrarfagnað sem hefst kl. 20:00 fostudaginn 26. okt. að Auðbrekku 25 í Kópavogi (nýju húsnæði Lionsmanna, gengið inn ffá Auðbrekku). Á dagskrá em söngur, upplestur, glens og gamanmál og dans. Félag íslenskra fræða Fundur hefst í kvöld kl. 20:30 í Skólabæ við Suðurgötu í Félagi íslenskra fræða. Bretinn Stephan N. Tranter talar um margræðar vísur í Grettissögu og Egilssögu. Tranter varð doktor í Freiburg í Þýskalandi 1985 og fjallaði um Sturlungu í ritgerðinni „Sturl- ungasaga - The Role of Creative Compiler“, sem kom út 1987. Hann hefur síðan starfað i Frei- burg að rannsóknum um munn- lega hefð á miðöldum og m.a. skrifað um list dróttkvæða og írskan kveðskap. Náttúruverndarþing 1990 Sjöunda Náttúmvemdarþing- ið verður haldið 26.-28. okt. á Hótel Loftleiðum og sett kl. 16 á morgun. Júlíus Sólnes umhverfis- ráðherra flytur ávarp. Meginumræðuefni þingsins verður ferðamál og gefur Nátt- úmvemdarráð af því tilefni út fjölrit um efnið og stefnu ráðsins. Jón Gauti Jónsson og Kristín Halldórsdóttir flytja framsöguer- indi. fyrir þá. Þá hefði dýrmætur tími glatast. „Þetta er sönnun þess að það hefúr verið tekið hárrétt á þessum málum i tíð núverandi ríkisstjómar,“ sagði Steingrimur. Ríkisstjómin hefði staðið fyrir ráðstöfunum á Akureyrarflugvelli og stuðlað að þannig uppbygg- ingu á Eglisstaðaflugvelli, að hann geti þjónað sem fúllkominn varaflugvöllur. Steingrímur sagði það alltaf hafa verið falsrök, að NATO-varaflugvöllur væri nauð- synlegur til að auka öryggi i al- mennu flugi. Þeim þætti hefði verið ósmekklega blandað inn í málið. Öryggi væri ekki ábóta- vant í dag og það yrði að sjálf- sögðu ekkert lakara við tilkomu varaflugvalla, sem Islendingar kostuðu sjálfir, en ef herinn borg- aði kostnaðinn. Samgönguráð- herra minnti einnig á að enginn ósk hefði komið um það frá Al- þjóða flugmálastofnuninni né öðmm, að hér yrðu byggðir fleiri varaflugvellir en fyrir væm. Sú umræða sem verið hefúr um varafluflugvallarmálið á eftir að þykja skrýtin í framtíðinni, að mati Steingríms. Enda hefði mál- flutningur þeirra sem börðust fyr- ir NATO-flugvelli aldrei verið annað en neytendaumbúðir utan um hermang og aðferð til að lauma inn i landið nýjum hemað- armannvirkjum. -hmp Leiðrétta þarf leiðabók SVR, því Strætisvagnar Reykjavíkur hafa ákveðið að frá og með morgun- deginum, 26. okt., skuli leið 14, Lækjartog-Sel (hraðferð) aka rangsælis um Arnarbakka fyrir hádegi á leið til miðborgarinnar, en réttsælis síðdegis á leið f Selja- hverfi (frá kl. 13:05 frá Lækjar- torgi). Þetta er gert vegna þess að ný- legar breytingar á þjónustu SVR við Breiðholtsbúa hafa valdið sum- um íbúum við Amarbakka óþæg- indum. Kvöld- og helgarakstur leiðar 14 um Amarbakka verður óbreyttur. -ÓHT Mikil ollubrák var á Tjöminni í gær og fuglarnir syntu í nálægð við hana. Það er yfirborðsvatn af Hringbrautinni sem rennur í Tjörnina sem veldur þessu. Mynd: Jim Smart. Mengun Olía á Tjörninni Mikil olíubrák var á Tjörn- inni í Reykjavík í gær og náði endanna á milli Tjarnar- götumegin. Brákin náði 2-3 metra út í Tjörnina og voru fuglar syndandi mjög nálægt. Theódór Halldórsson yfir- verkstjóri borgarverkfræðings segir að nokkuð algengt sé að þetta gerist, sérstaklega á vorin. Þetta sé yfirborðsvatn sem renni af Hringbrautinni í syðri enda Tjamarinnar, sem síðan renni í aðaltjömina. „Þetta hefúr ekki verið það mikið að þetta skaði fuglana, þannig að það hefur ekk- ert verið gert í að hreinsa þetta. Ég hef ekki séð þessa brák, þann- ig að ég veit ekki hvað verður gert. En ungamir hafa oft orðið fyrir barðinu á olíunni á vorin,“ segir Theódór. Það er hægt að hreinsa olíuna, en það er ekki gert nema álitið sé að hætta stafi af henni. ns. Laugardagskaffi Kvennalistans í laugardagskaffi Kvennalist- ans á Laugavegi 17 kl. 10:30- 13:00 27. okt. segir Guðrún Agn- arsdóttir frá ferð sinni um Banda- ríkin í boði heimamanna og hug- myndum, viðfangsefúum og vinnubrögðum kvenna sem hún hitti og starfa að velferðarmálum, stjómmálum, listum, fjölmiðlum ofl. Lögfræðiaðstoð Orators Laganemar á síðasta námsári veita almenningi ókeypis lög- fræðiaðstoð gegnum stma einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina, svo að almenningur geti á skjótan og ódýran hátt fengið upplýsingar um réttarstöðu sína og hvert skal Ieita til úrlausnar. Hringja skal í síma 91-11012 á fimmtudags- kvöldum kl. 19:30-22:00. Norrænir dagar Dagana 25.-29. okt. hafa List- vinafélag Hallgrímskirkju og Norræna húsið samvinnu um dagskrá sem fjallar um barokk- tímabilið á Norðurlöndum, með fyrirlestrum, upplestrum og tón- leikum. Lars-Roar Langslet, fyrrum menntamálaráðherra Noregs, flytur í tengslum við hátíðina fyr- irlestur í dag í Norræna húsinu kl. 17 um „Menningarlífið í Noregi haustið 1990“ í Hallgrímskirkju í kvöld, fimmtudag 25. okt. kl. 20 segir Steen Lindholm, danskur söng- stjóri og orgelleikari, frá Dietrich Buxtehude og leikur verk eftir hann á orgel. Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur, Strengjasveit Tón- listarskólans leikur og Inga Back- man söngkona syngur. Föstudag 26. okt. kl. 17 flytur Lars-Roar Langslet, fyrrv. menntamálaráðherra Noregs, er- indi í Norræna húsinu um norska skáldið og prestinn Peter Dass og Jón Júlíusson leikari les úr Norð- urlandstrómet. Laugardag 27. okt. kl. 14 verður guðsþjónusta í Hallgríms- kirkju, þar sem dr. Sigurbjöm Einarsson biskup predikar, sunnudaginn 28. okt. verður fyr- irlestur í Norræna húsinu um myndlist og byggingalist í Sví- þjóð á barokktímanum, sem pró- fessor Allan Ellenius, listfræð- ingur við Uppsalaháskóla, flytur. Barokkdögunum lýkur mánud. 29. okt. með dagskrá í Hallgríms- kirkju kl. 20:30. Sr. Siguijón Guðjónsson talar um danska sálmaskáldið Thomas Kingo, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona les upp og Mótettukórinn syngur. Pappírslaus viðskipti Haustráðstefna og sýning EDI- félagsins hefst í dag kl. 13:15 á Hótel Loftleiðum og fjall- ar um „pappírslaus viðskipti" eða skjalaskipti milli tölva. Ólafúr Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra flytur ávarp og fjölmargir fyrirlesarar kynna efnið. Að ráð- stefnu lokinni verður opnuð sýn- ingu á ýmiss konar tækja- og hug- búnaði sem tengist slíkri tækni og skyldum verkefnum. 2 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.