Þjóðviljinn - 25.10.1990, Page 4

Þjóðviljinn - 25.10.1990, Page 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Varavöllurinn sálugi Þeir sem börðust gegn því að NATO byggði nýjan varaflugvöll á íslandi höfðu rétt fyrir sér, hugmyndin um hann var tímaskekkja. Alþýðubandalagið eitt stóð ein- dregið gegn því, að gerð væri forkönnun um slíka fram- kvæmd. Nú er komið í Ijós að stöðumat þess var rétt. Þótt hermangssinnar segðu vitanlega að fram- kvæmdin varðaði mikla hagsmuni og öryggi tókst sem betur fer ekki að sníkja meira hermang af Bandaríkja- mönnum að þessu sinni. Nýlegar samþykktir ringlaðra ungherja í Sjálfstæðisflokknum um nauösyn aukinnar hernaðauppbyggingar hérlendis hljóma nú enn fárán- legar en áður. Mikilvægt er að þjóðin átti sig sem fyrst á þv(, einnig Sjálfstæðismenn, að vígbúnaðarkapphlaup- inu er lokið. íslensk atvinnustefna og íslensk gróðatæki- færi verða ekki í framtíðinni byggð á hermangi. Þessi tíðindi boða um leið að nú þurfa menn sem fljótast að taka höndum saman um áætlanagerð um það hvað við tekur, þegar umsvifum Bandaríkjahers linnir hér á landi. Töfin sem hefur orðið á því að birta þessa dánarfregn varavallarins síðan í júlí bendir til þess, að sumir hafi verið lengi að trúa sínum eigin eyrum og vonað í lengstu lög Nýtt orkusölufyrirtæki Erlendu aðilarnir að hugsanlegum nýjum álvers- samningi hafa sýnt þá hugulsemi að varpa hvorki fram sérstökum upplýs- ingaatriðum né athugasemdum inn í íslenska umræðu meðan hún gat talist nokkurn veginn hreint innanríkis- mál. Hins vegar hafa þeir nú þegar að lokinni undirskrift ákveðinnar bókunar samningsaðilanna dregist sjálfkrafa inn á leikvanginn og látið fyrst til sín heyra í þeim dúr, að ef samningar dragist á langinn við íslendinga kunni allt að fara út um þúfur. í stað slagorðsins „Keilisnes eða Kanada" hljóma nú „Vatnsleysa eða Venesúela", þótt stutt sé síðan fullyrt var að bæði Persaflóasvæðið og Venesúela væru út úr myndinni hvað ný álver áhrærði í bráð. Skiljanlegt er að erlendu fyrirtækin taki nú að leika miðtaflið af meiri festu en byrjunina og bjóði upp á nokkrar fléttur. Þeim mun mikilvægara er að íslenskir aðilar geri sér grein fyrir því á hvaða stigi málið raun- verulega er og meti það af sínum sjónarhóli og með leið- sögn hæfra sérfræðinga. Rokur innlendra manna af smáu tilefni kringum álmálið hafa stundum verið byggð- ar á litlu tilefni og án þess að málið sé skoðað í heild. Sem dæmi má nefna þá röngu staðhæfingu, að bændur og umhverfisverndarsinnar hafi hrakið álmenn úr héraðinu með andstöðu sinni, því nútíma iðnfyrirtæki létu sér ekki detta í hug að byggja verksmiðjur þar sem gefin væri einhver mótmælahópur. í viðtölum við tals- menn Atlantsálshópsins undanfarið hefur glögglega komið í Ijós, að ástæður þess að Keilisnes varð fyrir val- inu voru viðskiptalegs eðlis. Á sama hátt kemur nú í Ijós, að hugmyndir manna um þann möguleika að stofna nýtt orkusölufyrirtæki vegna álversins, ef af verður, hafa verið tiltölulega ómótaðar og örðugt að ræða þær til fulls. Þótt sumum þyki líklegast að álfyrirtækin sjálf hafi skotið þessu snjallræði að (s- lendingum, til að sýna þeim nokkra jafnstöðu í áhættu- matinu, þá er Ijóst að margar hliðar framkvæmdarinnar eru enn of óljósar til að menn treysti sér til að kveða upp úr um ágæti þess. Jóhannes Nordal stjórnarformaður Landsvirkjunar segir í viðtali við dagblaðið Tímann um síðustu helgi að æskilegt sé að skoða hugmyndina um nýtt orkusölufyrir- tæki betur. Með aðstoð erlendra banka sé verið að kanna þennan möguleika núna. Og Guðmundur G. Þór- arinsson alþingismaður mælir eindregið með þessari leið í Dagblaðinu Vísi í fyrradag og segir: „Þannig væri horfið frá hefðbundinni ríkisábyrgðaleið á íslandi og stefnt að nútíma fjármögnun." Eitt af því sem mun koma til kasta miðstjórnar Al- þýðubandalagsins um næstu helgi hlýtur að vera að skerpa línurnar í afstöðunni gagnvart þessu grundvallar- atriði. ÓHT Sovésk lesendabréf Sovésk blöð eru afar lífleg þessi misserin enda mörgum mikið niðri fyrir og málfrelsið ekki orðið þreytt enn. Til dæmis að taka eru lesendabréfasíður hinna traustari blaða mikil fróðleiksnáma. Um þess- ar mundir er farið yfir lesendabréf í vikublaðinu Literatúmaja gazéta. Þar er Tajúshef ffá Baskíríu að kvarta yfir því, að það vanti sterkt vald til að fylgja eftir reglum um viðskipti og lög og vill taka Bandaríkin til fyrir- myndar, þar komist menn sko ekki undan lögum réttum! (Þetta er eitt af mörgum dæmum um það hvemig Rússar sveiflast á milli þess að telja sig geta allt betur og þess að telja allt betra annars- staðar.) Hver eignast fyrirtækin? Þar á síðunni er líka ónefhdur Leningradbúi að kvarta yfir því, að þegar kemur að einka- væðingu fyrirtækja þá fái venjulegur löghlýðinn launamað- ur ekkert í sinn hlut. Hann segir: annarsvegar munu ráðuneyti og embættismenn komast yfir stór- fyrirtæki, eða þá þeir sem helst eiga peninga, en það em þjófar og bófar! Væri nú ekki nær að út- hluta almenningi eignarhluta í fyrirtækjum? spyr hann. Og er kominn að spumingu sem fáir velta fyrir sér hér á Vesturlöndum þegar þeir kalla á einkavæðingu fyrirtækja þar eystra sem allra meina bót: Hver er það sem á að kaupa? Það er ekki mikill munur á stjóm kommúnistans Gorbat- sjovs í Sovétríkjunum og hins kaþólska markaðshyggjumanns Mazowiecksis í Póllandi: hvomg- ur getur selt iðnaðinn, kaupendur em ekki fyrir hendi. En nóg af spekúlöntum til að fiska skyndi- gróða af ýmiskonar útréttingum sem litla fyrirhöfn og framsýni kosta. Ég ætla að ganga íflokkinn! Einna sérstæðast á þessari les- endasíðu er bréf ffá S. Stolbún, gyðingi í Moskvu. Sem lætur í ljós áhyggjur af því að Sovétríkin séu að breytast í Rússland þjóð- rembu og kynþáttahaturs og ætlar nú að ganga í Kommúnistaflokk- inn - m.a. til að mótmæla henti- stefnu þeirra sem nú hlaupa úr þeim flokki! Stolbún andmælir hugmynd- um Solzhenitsins um nýskipan mála í Rússlandi. Með sliku Rús- landi mundi ég missa mína ætt- jörð, segir bréfritari. Ég kemst hvergi: Israel er ekki mitt land og ég fer ekki að þjóna þrílitum fána með tvíhöfða emi (gamli Rúss- landsfáninn), ég held tryggð við rauða fánann. Og það verður af- drifaríkt fyrir mig sem gyðing, ég er fyrirfram kominn í hóp þeirra sem fóma skal. Stolbún kveðst vera kommún- isti að hugsjón. Hann hafi aldrei gengið í Kommúnistaflokkinn, hafi aldrei klagað nokkum mann eða kært, aldrei réttlætt hreinsanir og annan skepnuskap valdhafa. Hinsvegar telji hann hugsjón kommúnismans með því skásta sem mannsandinn hefur látið ffá sér fara og réttlætis að leita á hennar vegum. Sinu bölsýna bréfi lýkur Stolbún á þennan veg: Endurtekning sögunnar „Ég er sannfærður um eitt: þegar búið er að kremja undir fót- um menn eins og mig (þeas gyð- inga) þá mun „hvita hjólið“ ekki nema staðar. Nú þegar em þeir famir að rifa niður minnisvarða um Lenin. Svo fara þeir að brenna bækur Leníns og Marx. Svo hefj- ast pólitísk réttarhöld með „at- vinnubanni“. Enn síðar verða settir saman svartir listar, fólk of- sótt hópum saman, „nomaveið- ar“. M.ö.o veiddir verða komm- únistar, fyrrum kommúnistar, vin- ir þeira og vandamenn. Svo þeir sem stóðu við hlið þeirra ein- hvem tíma. Svo þeir sem ekki börðu á þeim. Enn síðar verða þeir teknir sem börðu á kommún- istunum - til þess að fela veg- summerki. Allt hefur þetta gerst í sögunni, bæði hjá okkur og öðr- u um. Eins og sjá má snýr Stolbún hér vissu ferli í stalínisma upp á rússneska þjóðrembumenn í mögulegri framtíð og því miður er það ekki út í hött. Enéggeng íFlokkinn! Hann heldur áffam og kemur nú að hentistefnu þeirra sem áður fóru með völdin í nafni kommún- ismans: „Valdaklíkan (nomenklatúra), flokksræðismennimir munu „skipta um lit“ og lifa af, þeir munu í þokkabót stjóma ofbeldis- mönnum og hrópa manna hæst: „Drepum kommúnistana!“ Fyrslu fómarlömbin yrðu menn á borð við mig. Og KGB mun einnig skipta um lit og eltast við komm- únista af sama kappi og áður við andstæðinga kerfísins. Ég er utan flokka. En fyrir mánuði lagði ég ffam umsókn um inngöngu í Kommúnistaflokk Sovétrikjanna. Fregnin um þetta hefur enn ekki borist um stoftiun- ina sem ég vinn við, en ég get rétt séð það fyrir, hvemig þeir munu snúa vísifmgri við gagnauga allir embættismennimir sem nú em að hlaupa úr flokknum, þegar þeir komast að þessu uppátæki mínu. Sjöunda nóvember ætla ég að festa merki með Lenín á jakka- boðunginn og þótt ég eigi á hættu að verða laminn (enn sem komið er mun það ekki ná lengra) þá ætla ég á Rauða torgið og leggja að grafhýsi Leníns (sem enn er ekki búið að rífa) nellikuvönd. Sá sem fyrirhafnarlaust hefur skipt um trú átti aldrei neina trú.“ Skipta um lit Þeir munu skipta um lit, segir bréffitarinn, vegna þess að þeim stóð alltaf á sama um þær hug- myndir sem varimar þjónuðu. Þetta er að því leyti réttmæt at- hugun, að innræting og heila- þvottur í alræðisríkinu sem var, hann nær furðu gmnnt. Eitt af því sem bæði vinstrimenn og hægri- menn hér fyrir vestan hafa flaskað á er einmitt þetta: að á bak við hinn opinbera kommúníska sann- leika sem gestur fékk að heyra gat allt mögulegt falist - eins og nú kemur fram. Og eins gat allt mögulegt falist með þeim sem ekki gátu til máls tekið eins og Stolbún sá sem skrifaði bréf í Lit- eratúmaja gazéta. ÞJÓÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SiguröurÁ. Friöþjófsson. Aörir blaöamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur Þorteifsson, Elías Mar (pr.), Garöar Guöjónsson, Guðmundur Rúnar Heiöarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Inavarsson (Ijósm.), Nanna Sigurdórsdóir, Ólafur Glslason, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustióri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson. Auglýsingar: Sigríöur Sigurðardóttir, Svanheiöur Ingimundardóttir, Unnur Agústsdóttir. Útbreiöslu- og afgreiöslustjóri: Guörún Glsladóttir. Afgrelösla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgeröur Siguröardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Slðumúla 37, Rvík. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setnlng: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Öddi hf. Verö I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Askriftarverö á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. október 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.