Þjóðviljinn - 07.11.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.11.1990, Blaðsíða 1
Austfirðir Vinnslustöðvun yfirvofandi Vinnslustöðvun hjá Síldarvinnslunni frá og með 3. desember komi til verkfalls yfirmanna á fiskiskipum. Um tvö hundruð manns í launalaust frí. Hraðfrystihús Eskifjarðar hefur sagt upp svipuðum fjölda starfsmanna. Finnbogi Jónsson: Vona í lengstu lög að ekki komi til verkfalls. Sjávarútvegsfyrirtæki á Austurlandi eru þegar byrjuð að gera ráðstafanir vegna yfirvofandi verkfalls yf- irmanna á fiskiskipum. Síldar- vinnslan hf. í Neskaupstað hef- ur tilkynnt vinnslustöðvun frá og með 3. desember sem hefur 1 for með sér að um tvö hundruð manns fara í launalaust frí. Af sömu ástæðu hefur Hrað- frystihús Eskifjarðar sagt upp störfum álíka mörgum eða á ann- að hundrað manns og taka upp- sagnimar gildi frá og með sama tíma, þann 3. desember næstkom- andi. Finnbogi Jónsson ftam- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. segir að starfsmenn fyrirtækis- ins muni falla út af launaskrá á meðan vinnslustöðvun varir, en að öðm leyti muni þeir halda sín- um réttindum. Finnbogi segir að auðvitað voni hann það í lengstu lög að aðilar nái samningum svo Húsnæðismál Fráleitt að liækka vexti Ögmundur Jónasson: Verið að hverfa frá þeirri stefnu að menn viti að hverju þeir ganga Ögmundur Jónasson formaður BSRB telur fráleitt að hækka vexti húsnæðislána Byggingar- sjóðanna afturvirkt og að slíkt komi ekki til greina. Hann sagði í samtali við Þjóð- viljann að stjóm BSRB hefði ekki fjallað um þetta mál ennþá, en að sér finndist nóg að gert gagnvart því fólki sem hefúr lent í vaxta- hremmingum og hávaxtastefnu undangenginna ára. „í fyrsta lagi er verið að tala um auknar álögur á þetta fólk, og í annan stað þá er verið að hverfa ffá þeirri stefnu að menn viti að hveiju þeir ganga. Með þessu væri verið að breyta öllum þeim forsendum sem fólk hefur byggt allar sínar áætlanir á. Að þessu leyti er þetta líka rangt og mér finnst þetta ekki koma til greina,“ sagði Ógmundur. Um vanda Byggingarsjóðanna sagði Ögmundur að það ætti ekki að leysa þann vanda með því að fara ofaní vasa húsnæðiskaupenda undangenginna ára. „Það er búið að gera nóg af slíku,“ sagði hann og benti á að BSRB hefði bent á leiðir til að færa fjármagn innan kerfisins, þannig gæti skattlagn- ing fjármagnstekna gefið af sér tæpa tvö miljarða kr. í ríkiskass- ann og gæti leyst vanda sjóðanna. Eins mætti setja skatt á hátekju- fólk. -gpm Sjá síðu 3 að ekki muni koma til verkfalls. Ef til þess kemur telur Finnbogi allt eins líkur á því, að verkfallið geti orðið langt. Hann segir að að sjálfsögðu sé enginn ánægður með að tilkynna vinnslustöðvun í byijun dýrasta mánaðar ársins. Hinsvegar er því miður engra Guðmundur J. Cuðmundsson formaður og gjaldkeri Dagsbrúnar tók út af reikning- um félagsins tæpar 110 milljón- ir króna hjá íslandsbanka í gær, í mótmælaskyni við vaxta- hækkun bankans. Halldór Björnsson varaformaður Dags- brúnar segist ekki skilja hvern- ig menn geta varið vaxtahækk- un bankans, sem sé rökstudd með væntanlegri hækkun verð- bólgu á tímum sem megi Iíkja við púðurtunnu. Að sögn Halldórs hefúr ís- landsbanki nánast verið eini við- skiptabanki Dagsbrúnar. Við- skiptin væru þannig vaxin að ekki væri hægt að klippa á þau öll á einu korteri, og því myndi Dags- brún hafa dagleg viðskipti við Is- annarra kosta völ í þessari stöðu og við teljum að fólk eigi rétt á að vita um slíka vinnslustöðvun með fjögurra vikna fyrirvara. Þar sem áætlanir fyrirtækisins hafa tekið mið af því að geta haldið vinnsl- unni út allt árið, eiga skip þess nokkuð eftir af sínum kvóta. Eftir landsbanka þar til annar við- skiptabanki væri fúndinn, sem yrði að gerast fyrir lok þessarar viku. Þeir reikningar sem lokað var í gær geymdu félagssjóð Dags- brúnar, orlofssjóð, sjúkrasjóð og vinnudeilusjóð, að sögn Halldórs. Aðrar fjárhæðir í sambandi við dagleg viðskipti stæðu enn í bankankanum. Viðræður stæðu yflr við margar peningastofnanir um viðskipti, en ekkert hefði ver- ið ákveðið í þeim efnum. Halldór sagði Dagsbrún þurfa að halda áfram að lifa í þjóðfélag- inu og félagið gæti ekki einangrað sig ef aðrir bankar hækkuðu einn- ig vexti. „Við erum náttúrlega að vona að þessar aðgerðir okkar hafi þau áhrif, að aðrir bankar að ljóst var að hveiju stefhdi hjá yfirmönnum á flotanum, var þeirri áætlun breytt, og hefúr ver- ið reynt að veiða eins og hægt er upp í kvótana. Það hefúr þó ekki gengið sem skyldi vegna lélegra aflabragða. Magnús Bjamason fram- breyti ekki sínum vöxtum öðru visi en að geta að minnsta kosti rökstutt það betur en jslands- banki,“ sagði Halldór. íslands- banki hefði hækkað vexti bara vegna þess að verðbólguspá væri á einhvem veg, án þess að búð hefði verið að reikna út verðbólg- una fyrir þennan mánuð. Það að aðrir bankar hefðu ekki hreyft sig, sýndi að menn væm ekki að vaða út í vaxtahækkanir með gösla- gangi eins og íslandsbanki. Akvörðun íslandsbanka kem- ur á mjög viðkvæmum tímum, að mati Halldórs sem líkti ástandinu við púðurtunnu. Þessa dagana væri verið að endurskoða for- sendur kjarasamningsins og menn að velta því fyrir sér hvort ætti að framlengja hann ffam á næsta kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar segir uppsagnir starfs- fólksins vera neyðarúrræði fyrir- tækisins eins og málum sé háttað. Magnús segir að skipin eigi mikið eftir af kvóta ársins og ljóst að eitt þeirra verði af sölutúr erlendis skelli á verkfall. -grh haust eða segja honum upp. Verk- fall væri hugsanlegt hjá fiski- mönnum og olíuverð væri á upp- leið. Ef bankar gætu rökstutt vaxtahækkun með því að verð- bólga væri á uppleið, hvað mætti þá almennt launafólk segja. Ætti það ekki að fara ffam á hærra kaup á sömu forsendum? Að sögn Halldórs hafði verka- lýðshreyfingin áhrif í bankakerf- inu við stofnun Alþýðubankans og Sparisjóðs Alþýðu, en hann setti spumingamerki við áhrifm i dag. „Eg get ekki séð hver þessi áhrif em í dag,“ sagði Halldór. Hann gæti ekki sætt sig við að menn reyndu að veija þessa að- gerð íslandsbanka og hann sæi heldur ekki með hvaða rökum það væri hægt. -hmp Guðmundur Ágústsson útibússtjóri Islandsbanka að Laugavegi 31 þar sem Alþýðubankinn var áður, tók á móti Guðmundi J. Guðmundssyni for- manni Dagsbrúnar og varaformanni félagsins Halidóri Björnssyni í gær þegar þeir félagar komu til að taka út innistæöur Dagsbrúnar I mótmæla- skyni við vaxtahækkun fslandsbanka. Tímamynd: GE. Dagsbrún Vaxtahækkunin er óverjanleg Halldór Björnsson: Ástandið viðkvœmt og nánast eins ogpúðurtunna, vegna endurskoðunar samninga, hugsanlegs verkfalls fiskimanna og hœkkandi olíuverðs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.