Þjóðviljinn - 07.11.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.11.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Fiskvinnsla Góðærið í Verðjöfnunarsjóð Samtök fiskvinnslustöðva: Margir vilja frekar nota tekjurnar til að greiða niður erlend lán sinna fyrirtækja Arnar Sigurmundsson, for- maður Samtaka físk- vinnslustöðva, segir að góðærið í fískvinnslunni sé að hluta til bundið í Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins. Fiskvinnslu- fyrirtæki þurfa nú að greiða 2,5% af útflutningstekjum sín- um í sjóðinn, og þá alveg án til- lits til þess hvort viðkomandi fyrirtæki er rekið með tapi eða ekki. Amar segir að meðal fisk- vinnslumanna séu uppi þær raddir að betra væri að nota þennan skylduspamað, inngreiðslur í Verðjöfnunarsjóð, til þess að greiða niður erlend lán íyrirtækj- anna. Þó svo að afúrðaverð land- frystingar hafí hækkað í ár um 35% ffá þvi sem það var að með- altali í fýTra og afúrðaverð söltun- ar hafi hækkað um 48% á sama tíma, var hreint tap frystingar og söltunar um miðjan síðasta mán- uð um 0,3% af tekjum. Til samanburðar var hreint tap fiystingar og söltunar á síðasta ári um 1,4% af tekjum. Astæða þess að þessi mikla hækkun afúrða- verðs í ár hefúr ekki leitt til þess að afkoman hafí batnað til muna ífá fyrra ári, em inngreiðslur í Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins og hátt hráeftiisverð hér innan- lands, sem hefúr hækkað um 34% ffá fyrra ári. Formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva segir að sem betur fer sjáist engin merki þess að af- urðaverð vinnslunnar á erlendum mörkuðum fari lækkandi. Enn sé fískskortur á helstu mörkuðum okkar erlendis og eflirspumin eff- ir fiski meiri en ffamboðið. —grh Byggingarsjóðir rfkisins og verkamanna eiga í gffurlegum vandræðum um þessar mundir. En það virðist sem mikill meirihluti sé að verða fyrir þvf á Alþingi að hækka útlánsvexti sjóðanna sex ár aftur f tfmann til að reyna að leysa vandann, samfara þvl að loka Byggingarsjóði rfkisins og þar með húsnæðiskerfinu sem leit dagsins Ijós árið 1986. Hækka vextina og loka Evstrasaltsríkin Innlimunin var ólögleg Þorsteinn Pálsson: Rétt að staðfesta fullveldisviðurkenninguna að er eitt stórt viðfangsefni eftirstríðsáranna óleyst eftir sameiningu Þýskalands og það er fullveldi Eystrasaltsríkj- anna, sagði Þorsteinn Pálsson þegar hann mælti fyrir þings- ályktunartillögu um viður- kenningu á fullveldi Eistlands, Lettlands og Litháen og um að stjórnmálasamband yrði tekið upp við þessi ríki. Þorsteinn sagði að ríkin hefðu fúllan rétt til sjálfstæðis þar sem innlimun þeirra á striðsámnum hafi verið ólögleg, en það var eft- ir samning Hitlers og Stalíns sem Eystrasaltsríkin vom innlimuð i Sovétríkin. Danir viðurkenndu á sínum tíma fúllveldi ríkjanna þriggja eftir fyrri heimsstyrjöld- ina og taldi Þorsteinn rétt að láta þann atburð liggja á milli hluta og ítreka viðurkenninguna á fúll- veldinu. Þetta yrði sjálfstæðisbar- áttu þjóðanna styrkur, því stjóm Sovétríkjanna þverskallaðist við að semja við ríkin. Það era tíu Kiararannsókn Vinnutími styttist Kaupmáttur greidds tímakaups jókst um 0,6% frá fyrsta árs- fjórðungi til annars ársflórð- ungs í ár. Þá hækkaði tímakaup- ið um 2,7%, en hækkun fram- færsluvísitölunnar reyndist vera 2,2% á sama tíma. Aftur á móti minnkaði kaup- máttur greidds tímakaups um 8,5% frá öðmm ársfjórðungi 1989 til annars ársfjórðungs í ár þó svo að timakaup hafi hækkað um 7% að meðaltali á tímabilinu. Það er vegna þess að þá hækkaði fram- færsluvísitalan um tæp 17%. Þetta kemur fram í fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar fyrir októbermánuð. Á tímabilinu frá öðmm ársfjórðungi 1989 til annars ársfjórðungs 1990 mældist meðal- vinnutími 46,6 klukkustundir og hefúr hann því styst um sem nem- ur einni klukkustund á viku að meðaltali. -grh aðrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sem standa að þings- ályktunartillögunni með Þor- steini. En Þorsteinn taldi rétt að Eystrasaltsríkin fengju nú þegar áheymaraðild að Norðurlanda- ráði með því markmiði að geta orðið fúllgildir meðlimir síðar. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði að engin lausn finndist önnur á þessu en að sjálfstæði ríkjanna yrði endur- reist. Fullveldisviðurkeimingin sem Danir stóðu fyrir af Islands hálfu er í fúllu gildi, enda hefði þjóðþing Sovétríkjanna lýst samning Hitlers og Stalíns ógild- an. Lausn málsins felst í viðræð- um á milli Sovétríkjanna og þjóð- anna, sagði Jón Baldvin og bætti við að ríkisstjómin hefði lýst þeim vilja sínum að Eystrasalts- ríkin yrðu hluti Norðurlandanna. Hann sagði að hann sem utanrík- isráðherra hefði gengið lengra en margir kollega hans í stuðningi við sjálfstæðisvilja þjóðanna. Hann benti líka á að það væri ekki hefð fyrir því á íslandi að taka upp stjómmálasamband við ríkisstjómir án ríkis og benti þar á útlagastjóm Palenstínu sem dæmi. Eins væri ekki hægt að taka upp stjómmálasamband við Eystrasaltsríkin þar sem ekki væri hægt að tryggja fúllt ffelsi fúlltrúa Islands til starfa í löndunum. Jón Baldvin lýsti sig mótfallinn til- lögunni. Það gerði Páll Pétursson, Frfl., líka. Hann sagðist vera sam- mála meðferð ríkistjómarinnar á málinu og taldi svona tillögu- flutning ekki til góðs, því spennan á svæðinu yrði ekki leyst öðravísi en með samningum milli aðilanna sjálffa. Hjörleifúr Guttormsson, Ábl., sagði að skylda íslendinga í þessum efnum væri mikil og að tillagan væri einn af þeim kostum sem þingmenn þyrftu að vega og meta. Hann sagðist ekki ætla að vísa neinu á bug og taldi eðlilegt að ræða þetta ffekar i utanrikis- nefnd. Þegar hér var komið sögu var umræðunni frestað, en þá vom enn tveir eftir á mælendaskrá. -gpm ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Utlit er fyrír að brugðist verði við vanda Byggingarsjóðs ríkisins með því að hækka vext- ina á lánum úr sjóðnum aftur til ársins 1984 en það ár voru breytilegir vextir á lánunum heimilaðir. Vandi Byggingarsjóða ríkis- ins og verkamanna er slíkur að þótt starfseminni yrði hætt nú þegar yrði ríkið að leggja sjóðun- um til um 62 miljarða kr. árið 2028 til að gera upp við lánar- drottnana, segir í skýrslu Ríkis- endurskoðunar um fjárhagsstöðu sjóðannna í septeímber s.l. Að meðaltali þarf rikisffamlagið til Byggingarsjóðs ríkisins að vera 460 miljónir kr. á ári ffam til árs- ins 2005 og sú upphæð upphæð verði sjóðnum ekki lokað. SteingrímurviH loka Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði á mánudag að hann væri fylgjandi hækkun útlánavaxtanna aftur í tímann og að það mál væri í athugun hjá rík- isstjóminni og þingflokkum. Hann sagðist vilja loka húsnæðis- kerfinu ffá 1986 og taka þegar upp viðræður við aðila vinnu- markaðarins um vaxtahækkunina. Þetta kom fram í utandagskrár- umræðum á Alþingi um vanda Byggingarsjóða ríkisins og verka- manna á mánudaginn. Það kom einnig ffam á landsfundi Kvenna- listans um síðustu helgi að flokk- urinn getur nú sæst á hækkun vaxtanna. Geir H. Haarde, Sjfl., sem bað um umræðuna, sagði að ekki væri rétt að dæla fé í sjóðina og að það hefði átt að hækka vext- ina strax árið 1987. Því er ljóst að mikill meirihluti er fyrir því á þingi að hækka útlánavextina. Þjóðarsátt: Ekki hærri vextir Félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir hefúr þó lýst því yfir að hún telji ekki rétt að hækka vextina á tímum þjóðarsáttar. Hinn 6. desember 1989 hækkuðu útlánsvextir Byggingarsjóðs rík- isins úr 3,5 prósentum í 4,5 pró- sent. Þessi hækkun var ekki aftur- virk. Árið 1984 var heimilað að hafa vextina breytilega og því hægt að hækka vexti aftur í tím- ann aftur til ársins 1984. Vextir á skuldabréfúm sem Húsnæðis- stofnun hefúr selt lífeyrissjóðun- um hafa verið ffá 1986 á bilinu 6,25-7 prósent ffam til ársins 1989. Vaxtamunurinn hefúr þvi verið stofhuninni óhagstæður mn 2,75-3 prósent. Árið 1989 vora vextir á skuldabréfúnum 6,5-9,68 prósent og þrátt fyrir 4,5 prósent útlánsvexti er vaxtamunurinn 2- 5,18 prósent. Þetta kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðunar sem vitnar líka í greinargerð með ffumvarpinu ffá 1986 en þar kem- ur ffam að vaxtamunur á teknum og veittum lánum hjá Byggingar- sjóði ríkisins uppá meira en 2-3 prósent muni til lengdar sliga í BRENNIDEPLI Þannig hefði kerfið, þar sem hópar efna- fólks röðuðu sér í bið- röð til að taka ódýr lán, brugðist strax á fyrstu mánuðunum lánakerfið. Þar kom einnig fram að vaxtamunur uppá 5- 6 prósent gengi aðeins í skamman tíma og myndi annars kalla á gagngera endurskoðun og breytingu á lög- unum. Vextir á útlánum Byggingar- sjóðs verkamanna er 1 prósent og vaxtamunurinn því enn meiri. Lán úr þeim sjóði fá einungis þeir sem ekki ná lágmarkstekjum en það er heimilt að hækka vexti eft- ir sex ár hjá þeim sem hafa aukið tekjur sínar yfir ákveðin mörk. Heimilt er að hækka vextina uppí 4,5 prósent. I utandagskrárumræðunni á mánudag gagnrýndi Geir H. Ha- arde ríkisstjómina og félagsmála- ráðherra sérstaklega fyrir trassa- skap varðandi hrikalegan fjár- hagsvanda sjóðanna. Hann sagði að félagsmálaráðherra hefði streist á móti því að hækka útláns- vexti sjóðanna sem hefði átt að gera strax árið 1987. Jóhanna svaraði því til að málið væri flóknara en svo að það væri hægt að kenna henni einni um. Hún rakti hvemig minnisblað ffá Fjárlaga- og Hagsýslustofnun — sem samið var um svipað leyti og ffumvarpið um húsnæðiskerf- ið ffá árinu 1986 var keyrt i gegn- un þingið á fimm dögum - sýndi að þær forsendur sem gengið var útffá í ffumvarpinu hefðu verið rangar. Menn hefðu í ffumvarpinu reiknað sig niður í eins miljarðs kr. ríkisffamlag á ári en minnis- blaðið sagði að þegar árið 1990 yrði það að vera 1,5 miljarðar á verðlagi ársins 1986 sem gæti verið allt að þrír miljarðar í dag, og að þetta miðaði við 1,5 pró- senta mun á inn- og útlánum. Þannig hefði kerfið, þar sem hópar efnafólks röðuðu sér í bið- röð til að taka ódýr lán, bragðist strax á fyrstu mánuðunum en ekki í sinni tíð, sagði Jóhanna, og hún bætti við að hún hefði beðið með að hækka vextina þar til ffumvarp um vaxtabætur hefði náð ffam að ganga, svo að ekki yrði gengið á láglaunafólk með háum vöxtum. Kostar líka að loka Hún sagði að það væri ljóst hvað hún vildi og að hún væri ósammála fjárlagaframvarpinu, en þar fær Byggingarsjóður rikis- ins núll kr. i ffamlag. Jóhanna vill loka kerfinu og veita í það því fé sem til þarf, en það kom ffam hjá henni að það myndi kosta sjö mil- jarða á komandi árum miðað við að það myndi kosta 15 miljarða að halda sjóðnum opnum, eða 460 miljónir kr. á ári við lokun, einsog kemur ffam hér að ofan. Greiðslubyrði ungs fólks sem borgar námslán og stendur í hús- næðiskaupum er margfold miðað við fólk í sömu stöðu fyrir tveim- ur áratugum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Stúdentaráð Háskóla íslands lét vinna. Þannig átti ungt fólk sem keypti sér 6 miljóna kr. ibúð árið 1972 95,2 prósent af íbúðinni skuldlaus eftir sjö ár. Ungt fólk sem kaupir sér slíka íbúð í dag á hinsvegar ekki nema 45,2 prósent í íbúðinni eftir sjö ár. í fyrra tilfellinu er greiðslubyrði unga fólksins eftir sjö ár einungis 2,9 prósent, en sá sem kaupir i dag verður með greiðslubyrði uppá 12,9 prósent eftir sjö ár, samkvæmt því sem kemur ffam í skýrslunni. En þar er miðað við að unga fólkið kaupi íbúð í gegn- um húsbréfakerfið. Hækki vextir Byggingarsjóðs ríkisins verða þeir ekki ósvipaðir þvi sem geng- ið er útffá í skýrslunni sem var unnin fyrir SHÍ. -gpm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.