Þjóðviljinn - 07.11.1990, Blaðsíða 11
MENNING
Fyrsta kvenréttindakonan
- Medea konungsdóttir
Alþýðuleikhúsið írumsýndi gríska harmleikinn Medeu eftir Evrípídes
í þýðingu Helga Hálfdanarsonar síðastliðinn föstudag
Medea [ túlkun Jórunnar Sigurðardóttur: .Grímm er ég viö fjendur mína, en hollum vinum heilladrjúg.* Myndir Jim Smart
Medea eftir Evrfpídes er mesta
kvenréttindaskáldverk á
byggðu bóli. Fyrir 2500 árum
voru menn að átta sig á sömu
hlutum og kvennahreyflngin er
enn að berjast fyrir. Við erum
ekki komin lengra en það.
Mannskepnan er ekki gáfaðri
nú, nema síður sé, segir Inga
Bjarnason leikstjóri gríska
harmleiksins um Medeu eftir
Evrípídes, sem Alþýðuleikhúsið
frumsýndi í Iðnó nýverið.
Þýðandi verksins er Helgi
Hálfdanarson, tónlistina samdi
Leifúr Þórarinsson, en dansana
Hlíf Svavarsdóttir. Þjóðviljinn
ræddi við þær Hlíf og Ingu á dög-
unum.
Af hveiju völduð þið harm-
leikinn Medeu til uppsetningar?
Inga Bjamason: Mér var boð-
ið sem menningargesti til Liibeck
og þar sá ég mikið af leiklist og
óperu, m.a. verk eftir Strauss: El-
ektru. Þá sá ég að það var gat í
minni menntun; ég hafði aldrei
unnið með Grikkina.
Hlíf: Við verðum að gera
Gríkkina, hugsuðum við, helst
alla í einu. Við vorum með þijú
verk í huga í byijun.
Inga: Hlíf leist best á Medeu
af þeim verkum sem til greina
komu, svo segja má að það sé
henni að kenna að við settum
verkið upp. Henni þótti mestur
dans í verki Evrípídesar. En hann
var lika tónskáld, og danshöftmd-
ur og tónskáld gátu ftmdið sterkt
hljómfall í textanum til að vinna
eftir.
Hlíf: Textinn er ótrúlega ljóð-
rænn og myndrænn um leið. Ég
sá strax fyrir mér dansa þegar ég
las hann.
Inga: Við vorum þegar í stað
öll ákveðin í að þjóna þessum
texta eins og við höfðum vit og
hæfileika til.
Hlíf: Það er ekki okkar að
reyna að enduskapa grískt leik-
listarform. Við reyndum að gera
sýninguna eins tæra og einfalda
og okkur var auðið.
Inga: Við veltum því fyrir
okkur hvað þetta leikrit segði
okkur, manneskjum sem lifúm ár-
ið 1990. Þegar maður finnur fyrir
einhveiju stærra en manni sjálf-
um fyllist maður auðmýkt. Svo
var um texta Evrípídesar.
Góður vinur minn og þýðandi
verksins talar um sígræna list.
Margt hefúr verið gert gott og
vont á siðastliðnum 2500 árum,
Medea er bara dropi í hafið. Hlíf:
Þetta er eilifðarverk, eins og tón-
verk Beethovens, og ekki hægt að
gera betur. Nema á annan hátt,
auðvitað. í verkinu eru engir stæl-
ar. Þá var allt annað gildismat
ríkjandi, frumlegheitin voru ekki
fyrir öllu. Evrípídes er að tala um
mikilvæga hluti, sem eru mikil-
vægir enn þann dag í dag.
Inga: Við erum ekki komin
lengra. Mannskepnan er ekki gáf-
aðrí nú, nema síður sé.
En var þessi uppsetning, sem
er blanda af texta, tónlist og
dansi, ekki erfið?
Inga: Öll list er erfið í eðli
sínu. Spumingin er hvað er erfitt
og hvað er ekki erfitt. Kannski
hefði veríð einfaldara að setja upp
Ibsen eða Strindberg?
Evripídes er makalaust sterkt
kvenréttindaskáld. Fáir hafa get-
að orðað samskipti kynjanna á
þennan hátt. Jason fómaði ástinni
fyrír metorð, og heldur að allt geti
verið óbreytt á eflir. En þar gerði
hann reginmistök þvi að Medea
er engin Gunna Jóns úti í bæ.
Er samúð áhorfandans með
Medeu þrátt fyrir grimmilega
hefnd hennar?
Hlíf: Medea gengur alla leið,
og meira en það. Við verðum allt-
af að spyija okkur hversu miklu
við emm reiðubúin að fóma.
Inga: Medea minnir um margt
á sterkar kvenpersónur íslend-
ingasagnanna. Mér finnst hún lík-
ust Hallgerði langbrók, sem
neydd er til að stela til að halda
reisn sinni. Okkur er kennt að lesa
söguna á þann hátt að Gunnar sé
góðmennið og hetjan, en Hall-
gerður hefnigjöm og þjófótt. En
það er hægt að lesa hana á allt
annan máta. Sama á við um Med-
eu. í goðsögunni er Jason hetjan.
Hann ákveður að kvænast dóttur
Kreons konungs til að auka hróð-
ur sinn. Gunnar á Hlíðarenda læt-
ur það viðgangast að Hallgerði sé
vísað til sætis með almúgafólki í
húsi besta vinar síns. Auðvitað
særir það stolt hennar. Medea er
dótturdóttir sólguðsins og kon-
ungsdóttir frá fjarlægu landi, hún
hefúr yfirgefið föðurland sitt til
að fylgja Jason, sem hún elskar
heitt. Mætti líkja þvi við það að
súlúnegraprinsessa giftist til Is-
lands. Maður getur rétt ímyndað
sér þau vandamál sem upp gætu
komið. Á þessum tíma telja
Grikkir sig öllum þjóðum æðri,
og bera litla virðingu fyrir galdra-
nom frá Kolkis, sem lúækir á lög
þeirra.
Er sýningin óvenjuleg að ein-
hveiju leyti?
Inga: Það óvenjulega við
þessa sýningu er það að við finn-
um öll til smæðar okkar, eins og
sjómenn sem finna fyrir ægivaldi
hafsins. Drukknum við eða kom-
umst við að landi? Þessi auðmýkt
gagnvart verkinu hefúr þjappað
okkur saman sem vinnum að
verkinu.
Leikendur I Medeu em: Jór-
unn Sigurðardóttir, Anna Sigríður
Einarsdóttir, Jónína Ólafsdóttir,
Harald G. Haraldsson, Stefán
Sturla Sigurjónsson og Eyvindur
Erlendsson, auk Höllu Vilhjálms-
dóttur og Núma Thomassonar,
sem leika syni Medeu. Kór Kor-
intukvenna túlka i söng, dansi og
orðum þær Bryndís Petra Braga-
dóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir,
Lára Stefánsdóttir, Lilja Ivars-
dóttir og Þórunn Magnea Magn-
úsdóttir. Leikmynd hannaði Sig-
ríður Guðjónsdóttir, en búninga
Ásdís Guðjónsdóttir. Lýsingu
annast Bjöm Guðmundsson. Á
sýningum leika þeir Amþór Jóns-
son, Geir Rafnsson og Óskar Ing-
ólfsson á hljóðfæri.
Næstu sýningar á Medeu em
á fostudags- og sunnudagskvöld
kl. 20.30 í Iðnó. BE
Hlaðvarpinn
ísland í kínversku bleki
Lu Hong sýnir málverk af íslensku landslagi máluð með hefðbundinni kínverskri aðferð
Lu Hong málar Islenskt landslag með aðferðum helöbundinnar klnverskrar málaralistar. Að
baki listamanninum er málverk af Gullfossi. Mynd: Jim Smart.
Lu Hong er ung, kínversk listakona sem
er stödd hér á landi. Undanfarna mán-
uði hefur hún máiað myndir af íslensku
landslagi eftir ljósmyndum og skissum
sem hún gerði á ferðum sínum um land-
ið síðastliðið sumar. Málverk hennar
hanga nú uppi í Hlaðvarpanum við Vest-
urgötu.
Lu Hong segir íslenskt landslag heill-
andi, og þá ekki síst vegna þess að það hef-
ur ekki verið fest á pappír mörg þúsund
sinnum eins og kínverskt landslag. Máli
hún fjall í heimalandi sínu getur hún verið
viss um að það hafa aðrir listmálarar gert á
undan henni með svipuðum aðferðum í
hundruð ára. Lu Hong kynntist íslending-
um í Japan, þar sem hún bjó um skeið og
kynnti sér japanska málaralist sem er að
mörgu leyti frábrugðin þeirri kinversku.
Hún vonast til að sýna myndir þær sem hún
hefur unnið að á Islandi í Japan og Kína
bráðlega. Þar eru blekmálverk enn í háveg-
um höfð. Sú tækni sem beitt er við hefð-
bundin blekmálverk hefúr verið notuð í
u.þ.b. eitt þúsund ár, en náði hámarki fyrir
um fimm hundruð árum að sögn Ragnars
Baldurssonar, sem er túlkur Lu Hong.
Lu Hong fékk árið 1981 inngöngu í
Kínverska listaháskólann í Peking, með
kínverska landslagsmálun sem sérgrein.
Inntökuskilyrði í skóla þann eru mjög
ströng, og voru einungis sex nemendur
teknir inn í landslagsmálunardeildina það
árið. Lu Hong er fyrsta konan sem lýkur
námi frá þeirri deild, en hún útskrifaðist
vorið 1985.
Sýning Lu Hong í Hlaðvarpanum er
fyrsta alvarlega tilraun kínversks málara til
að túlka íslenska náttúru með aðferð hefð-
bundinnar kínverskrar málaralistar. Mynd-
imar eru málaðar með kínversku bleki og
vatnslitum á þunnan bambuspappír. Sýn-
ingunni lýkur 28. nóvember, hún er opin
þriðjudaga til fostudaga frá kl. 12-18, laug-
ardaga kl. 10-16, og sunnudaga kl. 13-17.
Miðvikudagur 7. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11