Þjóðviljinn - 07.11.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.11.1990, Blaðsíða 13
„Skrímslið með þúsund augun“ vaknar Skákunnendur um allan heim hafa fylgst hálf daprir í bragði með fremur litlausri og slakri taflmennsku í níundu og tíundu skák heimsmeistaraeinvígisins i New York. En „skrímslið með þúsund augun“, eins og Kasparov hefur verið kallaður, er vaknað að nýju. Ellefta skákin, sem tefld var aðfaranótt þriðjudagsins sver sig í ætt við fyrstu skákir einvíg- isins, full af óvæntum uppátækj- um þótt henni lyki með jafntefli eftir aðeins 24 leiki. Kasparov mætti með fírverkeríið, fómaði skiptamun þegar í 13. leik og tókst með óvenjulegum liðsflutn- ingum að hefja mikinn hemað á kóngsvæng. Vamir Karpovs virt- ust ekki burðugar en hann fann einu leiðina og Kasparov varð að þvinga jafhtefli með því að fóma manni og síðan hrók. Uppselt var í Hudson leikhús- ið á Broadway og fbgnuðu áhorf- endur skákmönnunum með lófa- taki er skákinni lauk. Þeir rædd- ust við nokkra stund og virtist mönnum sem Kasparaov væri óvenju glottaralegur við það tækifæri. „Sérfræðingar“ tóku aftur gleði sína og vom sammála um að Kasparov virtist staðráðinn í að kveðja heimsborgina með vinningsforskoti. Tólfta skákin verður tefld í kvöld og nótt og stýrir heimsmeistarinn hvítu mönnunum. Þvínæst flyst einvíg- ið til Lyon í Frakklandi og hefst að nýju 24. nóvember nk. 11. einvígisskák: Karpov - Garrij Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 (Kasparov sér ekki ástæðu til að endurtaka Griinfelds-vömina og hefur greinilega gert ýmsar endurbætur á Gligoric-afbrigð- inu.) 4. e4 d6 5. RD 0-0 6. Be2 e5 7. Be3 exd4 8. Rxd4 He8 9. D c6 10. Dd2 d5 11. exd5 cxd5 12. 0-0 Rc6 (Vegna svarleiks Karpopvs hefur þessi leikur verið talinn allt að því ónákvæmur. Bobby Fi- scher lék 12. .. dxc4 gegn Gligor- ic í Stokkhólmi og annar mögu- leiki, mnninn undan rifjum Lju- bojevic, er 12... Rbd7.) 13. c5 líi ■ x ■* i JUB BiBil a' b c d e f g ^ h 13.. . Hxe3!!? (Þekkt mistök! Oreyndir skákmenn hafa nefnilega unn- vörpum fallið í „gildmna“: 13. .. Hxe3 14. Dxe3 Rg4? 15. Rxc6 og hvítur vinnur. Af þessum sökum hefur leikurinn 13. .. Hxe3 verið talinn óbrúkhæfur en Kasparov er ófeiminn að bjóða gömlum við- horfum byrginn. Auðvitað hefur hann kynnt sér stöðuna rækilega. Engu að síður vitnar leikurinn um gífurlegt hugrekki.) 14. Dxe3 Df8 15. Rxc6 (15. Rcb5 lítur vel út en eftir 15... Dxc5! 16. Hacl Db6! á hvít- ur í stökustu vandræðum.) 15.. . bxc6 (Vilji hvítur hindra för hróks- ins eftir b-línunni og þaðan yfir á drottningarvæng verður hann að leika 16. Ra4 t.d. 16. .. Hb8 17. Dd2 o.s.frv. 16. Ra4 hefur auk þess þann kost að taka úr stöð- unni möguleikann d5-d4 sem sí- fellt vofir yfir hvítum, t.d. í af- brigðinu: 16. b3? d4! 17. Dxd4 Rd5 o.s.ffv.) 16. Khl Hb8 (Hér er kominn fram kjaminn í hugmynd svarts. Hrókurinn þrýstir eftir b-linunni en áfanga- staður hans er á h4.) 17. Ra4 Hb4 18. b3 Be6 19. Rb2 Rh5 20. Rd3 Hh4 21. DD De7 (Áætlun Kasparovs hefur gengið upp. Hann hefur í frammi VIÐHORF Vextir og vélgengi Ögmundur Jónasson skrifar Eftir að íslandsbanki reið á vaðið með vaxtahækkun í síðustu viku var haft eftir ffamkvæmda- stjóra bankans í Þjóðviljanum að útilokað væri að spá um vaxtaþró- un frarn í tímann. Hún færi meðal annars eftir því hvort laun yrðu hækkuð vegna olíuverðshækk- ana, en vonir stæðu til að menn létu Saddam Hussein ekki hækka laun á íslandi. En hvers vegna skyldi Is- landsbanki hafa hækkað vexti sína? í fyrsta Iagi er tilgreind sú ástæða að samræmi þurfi að vera milli nafnvaxta og raunvaxta. Raunvextir hafa sem kunnugt er heldur farið hækkandi og nú þurfti að færa nafnvextina upp á við til samræmis. Auðvitað hefði mátt fara öðm vísi að og lækka raunvexti, en ekki færa nafnvexti upp til samræmis við okrið. Ekki þótti þó stætt á þessu þar sem hin ástæðan fyrir vaxtahækk- uninni var einmitt sú að Qármála- sérfræðingar bankans gerðu því skóna að veiðbólga á næstu mán- uðum kynni að fara heldur vax- andi, og því þyrfti fjármagnskerf- ið að hafa vaðið fyrir neðan sig. Svo gæti farið að olía lækkaði ekki í bráð, jafnvel hækkaði með tilheyrandi verðhækkunum öðr- um, og ef ekki væm í tæka tíð slegnir allir hugsanlegir vamaglar með tímanlegum vaxtahækkun- um gæti svo farið að gróði fjár- magnseigenda yrði skertur um sinn. Þar emm við komin að kjama synjum hækkar. Eftir á að hyggja em þetta þó sennilega ekki mótsagnir byggðar á misskilningi heldur einfaldlega ólíkum hagsmunum; hagsmunum fjármagnsins og hagsmunum „Eftir á að hyggja eru þetta þó sennilega ekki motsagnir byggðar á mis- skilningi helaur einfald- lega ólíkum hagsmunum; hagsmunum fármagnsins og hagsmunum launa- mannsins “ málsins. Menn hljóta að beina þeirri spumingu til fjármagns- kerfisins og talsmanna þess hvort þeir séu virkilega svo blindir að þeir sjái ekki mótsagnimar í eigin málflutningi? Þeir hækka vexti vegna þess að Saddam Hussein hækkar verð á olíu. Þeim þykir sjálfsagt og eðlilegt, að íjármagnið haldi sinni rentu - gróðaprósentunni - óskertri. En þegar kemur að hin- um vinnandi manni er annað uppi á teningnum. Eðlilegt og sjálfsagt þykir að hann taki á sig skerðingu ef verðlag á oliu og öðmm nauð- Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar Ragnars Kristjánssonar Sigurður Ragnarsson Jóhanna Ragnarsdóttir Unnur Ragnarsdóttir ýmsar hótanir á kóngsvæng. Kar- pov verður því að finna eina leik- inn í stöðunni. 22. Hacl gengur ekki vegna 22. . . Bd4 23. Del Bf5! með hótuninni 24. .. Dxe2! 24. Hc2 er svarað með 24... Bxd3 25. Bxd3 Dxel 26. Hxel Rg3 mát! Og eftir 22. Hadl á svartur jafntefli ef hann vill 22... Bd4 23. Del Bc3 o.s.frv. og getur auk þess teflt til vinning með 23. .. Bf5 eða jafnvel 23... Be3.) 22. g4! launamannsins. Þegar vaxtaferli síðustu mán- aða er skoðað kemur í Ijós að bankar og aðrar fjármagnsstofn- anir hafa verið seinar til að fylgja hjaðnandi verðbólgu með lækk- andi vöxtum. Á hinn bóginn hafa þær verið afar snöggar að hækka vexti þegar minnsta hætta hefur verið á því að verðlag væri á upp- leið. Og þegar skýringar íjár- magnseigenda og talsmanna þeirra em gaumgæfðar kemur á daginn að þeir telja að ekki þurfi annað en reiknistokk til að færa til vexti. Þeir eigi að vera fost og óumbreytanleg stærð, háðir eins konar vélgengi. Um launin eigi hins vegar að gilda önnur lögmál. En jafnvel einörðustu vél- gengismenn fjármagnskerfisins mega vita, að bankar byggja ekki bara á reiknistokkum heldur líka á fólki. Og með því að misbjóða fólki er hægt að setja banka á hausinn, jafnvel þótt þeir eigi fimmtíu þúsund miljónir króna eins og stjómendur íslandsbanka guma af. Ögmundur Jónasson ÞJOÐVILJINN —SIÐA13 22... Bd4! (Það er til vitnis um dýptina í taflmennsku Kasparovs að hann varð að hafa séð þennan leik löngu áður en þessi staða kom upp.) 23. Dxd4 Hxh2 24. Kxh2 Dh4+ - Jafntefli. Staðan: Kasparov 5 1/2 Karpov 5 1/2 fchN RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK-90005: Háspennuskápar 11 kV, fyrir að- veitustöðvarnar Eskifirði, Laxárvatni, Ólafsfirði, Saurbæ og Þorlákshöfn. Opnunardagur: Fimmtudagur 20. desember 1990, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að við- stöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 7. nóvember 1990 og kosta kr. 2.500,- hvert eintak. Reykjavík, 2. nóvember 1990 Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 Reykjavík ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Eskifirði Forval Forval, fyrri umferö verður ( Slysavarnahúsinu, niðri, ( kvöld miöviku- daginn 7. nóvember, frá kl. 20 til 22. Stjórnin fAlþýðubandalagið I Reykjavlk Borgarmálaráð Fundur í borgarmálaráði (dag kl. 17.15 að Hverfisgötu 105. Alþýðubandalagið I Kópavogi Spilakvöld Þriggja kvölda keppni hefst í Þinghóli, Hamraborg 11, þriðju hæð, mánudag 12. nóvember kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin. Bandalag raunveruleikans - er miðjan nógu breið Félagsfundur í Tæknigarði fimmtudagskvöld 8. nóvember um stjómmálastöðuna eftir miðstjómarfundinn á Akureyri og fleiri viðburði. Stjómin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.