Þjóðviljinn - 07.11.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.11.1990, Blaðsíða 4
ÞJOÐVKUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Frjáls verslun er aldeilis hlessa Fyrir nokkru gerði tímaritið Frjáls verslun úttekt á tekj- um sautján hópa í þjóðfélaginu með þeim formála, að þar væru til skoðunar þeir sem ætla mætti að kæmust sæmilega af hérá landi. Niðurstöðurverða ekki tíundað- ar hér. En þess í stað skal vitnað í það, hve undrandi hið lífsreynda fjármálablað er á niðurstöðunum. En það kveður svo að orði: „Ekki verður annað séð en að einhver mjög falskur tónn sé í tekjukerfinu. Það vekurfurðu hversu gífurlega háum tekjum vissum hópum tekst að ná til sín og ekki er það síður undrunarefni hversu illa launaðir aðrir eru“. Það er í sjálfu sér ágætt að menn skuli enn kunna að undrast með þessum hætti. Sá eiginleiki tengist því von- andi, að enn sé tórandi í þeim sem úttektina gerðu fyrir Frjálsa verslun einhver slatti af þjóðlegri jafnaðarhyggju, sem fer að ýfa sig um leið og komið er upp í „margföld verkamannalaun" eins og oft er til orða tekið um hinn „falska tón í tekjukerfinu". Undrunin getur líka verið tengd því, aö menn geri sér í einrúmi einhverskonar „réttlætismynd" af því hverjir eigi skilið að fá allgóðar tekjur í sinn hlut og hverjir ekki. Og eigi erfitt með að sætta sig við það, hve langt raunveruleikinn er frá öllu slíku réttlætismati. En hvernig sem því er farið: það er rétt og sjálfsagt að reiðast miklum og fáránlegum tekjumun á íslandi. En það þarf enginn að vera yfir sig hissa á því að þessi munur skuli vera mikill og vaxandi. Sú þróun er óhjá- kvæmilegt framhald af því, að hin nýja sögulega nauð- hyggja markaðslögmálanna þykist hafa kálað ekki að- eins ríkiskommúnismanum austræna heldur og „þriðju leiðinni" sem kennd hefur verið við sósíaldemókrata. Það hefur verið hamast mjög á því með öllum tiltækum ráðum, að öll viðleitni til jafnlaunastefnu og virkrar tekju- jöfnunar sem beitir m.a. fyrir sig skattheimtu ríkisins, sé skaðlegur dragbítur á sannar framfarir. í þeim löndum sem helst eru höfð til pólitískrar fýrirmyndar er búið að þvo af persónulegu ríkidæmi og gífurlegum tekjumun alla synd, það er líka búið að losa auðinn við hina kristilegu prédíkun um bölvun Mammons sem stundum var nokkur svipa á sér- góða gróðafíkn. Þessi sigur auðhyggju hefur það í för með sér, að mikill og kannski vaxandi tekjumunur er túlkaður ekki sem böl og ranglæti, heldur sem óumflýjanlegt náttúru- lögmái. Síðan er reynt að breiða yfir afleiðingar um- ræddrar þróunar með einhverri huggunarspeki um að upphleðsla auðs hjá þeim sem best mega sín komi, þegar allt kemur til alls, öllu samfélaginu til góða. Lúxus- neysla og þjónusta við hana skapi líka vinnu! Og hinir ríku verða sannarlega ríkari og hinir fátæku fátækari, ekki síst í gósenlöndum hægrimanna, Bret- landi og Bandaríkjunum. Hér heima er dregið úr slíkri þróun með félagshyggjuandófi, sem er þó í daufara lagi, talsmenn félagshyggju feimnir við hans hátignir Mark- aðsöflin, og setja meiri metnað í að standa sig í almennri stjórnsýslu en að magna með sér félagslegt hugvit og áræði til frumkvæðis. Og svona er þetta í fleiri löndum nálægum. Það er því síst að undra þótt ýmsir hópar skófli miklu til sín, en aðrir beri þeim mun minna úr býtum. Og við getum raunar búist við því að sú þróun haldi áfram enn um sinn. Að minnsta kosti meðan það flármálakerfi sem nú ræður pólitískri hugsun og sumir kenna við spilavíta- kapítalisma kemst hjá verulegum skakkaföllum. En ef að því kemur, sem nú er víða um skrifað, að risaveldi eins og Bandaríkin geti ekki lengur haldið uppi sýndar- vexti og háu neyslustigi með verðbréfabrellum og feikn- arlegri skuldasöfnun, þá mun koma til keðjuverkana um allan heim. Sem munu hér sem annarsstaðar vekja upp aftur sígildar spurningar: er engin önnur leið til. Það kann að verða fátt um svör í fyrstu, en að svörum verða menn neyddir til að leita. ÁB. Landsfundur Kvennalistans Kvennalistinn hélt landsfund um síðustu helgi og tók nokkrar ákvarðanir sem óneit- anlega vekja athygli. Samkvæmt starfsregl- um sem listinn hefur sett sér eiga þingkonur hans ekki að sitja leng- ur á Alþingi en átta ár, og hafa skipti farið fram á miðju kjörtíma- bili. Þetta hefur í reynd þýtt að aðrar reglur hafa gilt um þingsetu þingmanna Kvenna- listans en annarra flokka. Reglan um átta ár verður áfram í gildi, en framvegis verður ekki skipt út á miðju kjörtímabili, heldur við kosningar. Þetta vinnulag hef- ur meðal annars leitt til þess að Guðrún Agnarsdóttir og Krist- ín Halldórsdóttir hafa lálið af þingmennsku á yfirstandandi kjör- tímabili, og ef rétt er munað átti þessi regla sinn þátt í að Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir var ekki i framboði við síðustu kosningar. Allar höfðu þær öðlast verðmæta reynslu eftir nokkurra ára þingsetu. Sú hugmynd Kvennalistans að mikilvægara sé að skipta þing- mönnum út snemma en eiga á hættu að þeir sitji of lengi var að sögn alltaf umdeild þar á bæ, og breylingin nú fellur kjósendum áreiðanlega vel í geð. Oftrú á hinu nýja rekur sig undrafljótt á þann vegg veruleikans sem kjósendur nefnast. Fátt bendir til að þeir láti aldur eða starfstíma þingmanna hafa áhrif á val sitt, þeir spyrji ekki um hvað þingmennimir hafi setið lengi, heldur um hitt hvemig þeir standi sig (að ógleymdri af- stöðunni til þeirra markmiða sem fiokkamir beijast fyrir). Kjósend- ur hugsa í reynd svipað og aðrir atvinnurekendur, þeir vilja helst fá fólk með reynslu, fólk sem þeir þekkja til, fólk sem kann til verka. Þessi afstaða kemur berlega fram i prófkjörunum þar sem nýliðamir, að ekki sé nú talað um ef þeir em líka kvenkyns, verða sjaldnast hálfdrættingar á við gamla refi; bjargast í besta falli fyrir hom ef þeir búa við heppileg ættartengsl eða af þeim stafar frægð af öðrum vettvangi. Þá ákvörðun Kvennalistans að draga úr vægi útskiptareglunnar, með því að láta skiptin fara fram við kosningar en ekki á miðju kjörtimabili, ber líka að skoða í Ijósi annarra ákvarðana sem tekn- ar vom á landsfúndinum. Fundur- inn ákvað að fallast á hækkun vaxta af húsnæðislánum og hann gerði meira: Fjallað var sérstak- lega um það hvemig listinn gæti haft sem mest áhrif. Ekki verður betur séð en landsfundurinn nafi komist að sömu niðurstöðu og þeir sem lengi hafa starfað í pólit- ík, sem sé þeirri að seta i rikis- stjóm sé líklegri til að auka áhrif- in en bamingur í stjómarand- stöðu. Þetta em auðvitað talsverð tíðindi, vegna þess að Kvennalist- inn hefúr einatt legið undir því ámæli að víkja sér undan ábyrgð, hann hafi til að mynda ekki lagt í að fara í ríkisstjóm þegar það stóð þó virkilega til boða. Það sem nú hefúr gerst skiptir því verulegu máli og ætti að auðvelda samtök- unum leiðina til aukinna áhrifa í heimi samninga og málamiðlana, sem enginn er tekur þátt í pólitík hér á landi getur vikið sér undan til langframa. Áleitnar spurningar Það var sitthvað fleira merki- legt að gerast á dögunum og vek- ur upp áleitnar spumingar. Is- landsbanki hækkaði vexti á óverðtryggðum lánum, öllum að óvömm. Hingað til hefur því ver- ið trúað að verðbólgan væri á nið- urleið, en bankinn er á annarri skoðun: Verðbólgan er á uppleið aftur, segir hann, og því er nauð- synlegt að hækka nafnvexti svo sparifjáreigendur haldi sínu. Nokkum veginn svona em rökin, býsna kunnugleg, en ekki endi- lega að sama skapi skiljanleg eins og á stendur. Enda stóð ekki á við- brögðunum. Dagsbrún og Al- þýðusamband Norðurlands fara fyrir þeim í verkalýðshreyfing- unni sem atyrða bankann fyrir að taka ekki þátt í vöminni fyrir þjóðarsátt, heldur þvert á móti. Dagsbrún hefúr þegar tekið sína peninga út úr bankanum í mót- mælaskyni. Allt leiðir þetta hugann að kyndugum fyrirbrigðum sem geta komið upp, og stundum flóknum mótsögnum sem verkalýðshreyf- ingin getur staðið frammi fyrir þegar hún ræður ekki einasta kaupum og kjömm, heldur einnig gildum sjóðum, sem hafa mikið að segja um lífskjörin í landinu í mörgum skilningi. Tökum dæmi: Hvaða skyldum hafa forráða- menn lífeyrissjóðanna að gegna? Jú, þeir eiga að sjá til þess að sjóð- imir séu nægilega vel ávaxtaðir til þess að verða um siðir færir um að greiða viðunandi lífeyri. Forráða- mönnunum ber beinlínis skylda til að ná svo hagstæðri ávöxtun og kostur er, ella em þeir að bregðast umbjóðendum sínum. Þeir leita því þangað sem best gefast vaxta- kjörin og áhættan er minnst. Því hafa lífeyrissjóðimir áhuga á verðtryggðum kjömm og sæmi- legum vöxtum hjá aðila sem þeir geta treyst og skipta því mikið við ríkissjóð. Það má líka gera ráð fyrir að lausafé lífeyrissjóðanna sé á nokkm flandri á ávöxtunar- markaði, það væri að minnsta kosti ekki mikið vit í því að liggja með hundmð milljóna á vaxtalitl- um hlaupareikningum í lengri tíma. Verkalýðshreyfingin er með öðmin orðum komin í talsverða klemmu, sem margir hafa til- hneigingu til að leysa á þann ein- falda hátt að segja: Verkalýðs- hreyfingin á ekki að taka þátt í neinni umsýslu með peninga og hún á alls ekki að vera i neinum rekstri. Þetta þýðir auðvitað að verkalýðshreyfingin eigi að afsala sér öllu fjármálavaldi, væntanlega myndi hún þá leika lausum hala á peningamarkaði með sína sjóði og hefði þeim einum skyldum að gegna að fá sem mesta og besta ávöxtun þeirra. Hvaða áhrif hefði það? Þannig hrannast álitamálin upp, en í þessu sérstaka tilfelli hefúr Dagsbrún mikið til síns máls. Vaxtahækkunin felur aug- ljóslega í sér vemlega verðbólgu- hættu, afþeirri einfoldu ástæðu að hér er verið að taka vexti af því fé sem að mestu er notað til vöm- kaupa. Hækkunin fer því að lík- indum beinustu leið inn í verðlag- ið og almenningur spyr sig þessar- ar spumingar: Geta bankamir ekki að minnsta kosti beðið ein- hveijar vikur og þannig lagt lóð á þá vogarskál sem heitir stöðugt verðlag? hágé. ÞJOÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Siguröur Á. Friöþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elias Mar (pr.), G. Pétur Matthiasson, Garöar Guöjónsson, Guömundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ölafur Gíslason, Sævar Guöbjörnsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigríður Siguröardóttir, Svanheiöur Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Afgreiöslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgeröur Siguröardóttir, Þórunn Aradótir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrífstofa, afgreiósla, rítstjóm, auglýslngar: Slöumúla 37, Rvik. Slmi: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuðl: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.