Þjóðviljinn - 07.11.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.11.1990, Blaðsíða 16
■ SPURNINGIN ■ Hvað finnst þér um að hækka vexti húsnæð- islána aftur í tímann? Hjalti Júlíusson bóndi: Mér finnst það tóm vitleysa. Vegna þjóðarsáttarinnar verður að halda þessu i einhverju jafn- vægi. Magnea Guölaugsdóttir stöðvarstjóri: Það veit ég ekki, ég hef ekki spáð í það. Anna Sigurðardótttr sölumaður: Ég er mótfallin því, það er tómt rugl. Hörður Þormóðsson sölustjóri: Það skiptir mig engu máli því ég skulda ekki neitt. En ég held að það sé sanngjarnt að gera það. Tölvutæknin hjálpar okkur til að efla tengslin við arfleifðina: Sveinn Klausen, starfsmaður Þýðingamiðstöðvar Orðabókar Háskóla íslands, til vinstri, og Björn Þór Svavarsson hjá Orðabók HÍ, styðjast bæði við IBM og fortíðarfólk, en Guðbrandur biskup Þorláksson vakir yfir öllu I bakgrunninum. Mynd: Jim Smart. Undraheimur IBM Snorri ræsir Ritvöllinn Ættfrœðiforritið Espólín afhjúpar kvennamál Snorra Sturlusonar. Forritið Ægir hámarkar kvótanýtingu. Orangútan sveiflar sér á skjánum og Martin Luther King flytur rœðu Grunnskólanemandinn Snorri getur væntanlega innan skamms ræst forritið Rit- völlinn til aðstoðar við ritgerða- smíð sína, fengið hugmyndir, fylgst með orðnotkun og óskað eftir leiðbeiningum um fjöl- breytni með því að fletta í sam- heitaskránni. Eigi skólinn mó- tald getur nemandinn etv. hringt í Orðabók Háskóla ís- lands og komist í gagnabanka með 600 þúsund orðum. Forritið Ritvöllurinn er kynnt ásamt feiknum íslensks og er- lends hugbúnaðar og tækja á sýn- ingunni „Undraheimur IBM“ í Hekluhúsinu fram á sunnudag. Þetta er viðamikil kynning í 15 deildum, aðgengileg bömum og fúllorðnum. Friðrik Skúlason, höfúndur ættfræðiforritsins Esp- ólíns, sýnir á tölvuskjánum á augabragði yflrlit um bamsmæð- ur Snorra Sturlusonar og síðan með mynd ættartengsl hans við Sæmund fróða. Sigurður Berg- sveinsson hjá RT- tölvutækni birt- ir á skýran og einfaldan hátt með nýja kvótaforritinu Ægi hvemig útgerðarmaður getur hámarkað nýtingu aflakvóta síns. í Comptons Multimedia En- cyclopedia er hægt að horfa og hlusta á Martin Luther King flytja hin fleygu orð „Eg á mér draum,“ eða litast um inni í íslensku frysti- húsi og miðbæ Reykjavíkur í ítar- legum kafla með lesefni og myndum um Island. Orangútan sveiflar sér í tijánum á næsta skjá í spendýraforriti á geisladiski frá Linkway í samvinnu við National Geographic. IBM á Islandi kallar þetta veislu augans og andans, enda em þama sýnd fjölbreytt notkunar- svið, reynt að kveikja hugmyndir, miðla reynslu og veita innblástur. Viðkomustaðimir fimmtán í „Undraheiminum" em kenndir við fatlaða, listamanninn, ís- lenska tungu, heimilið, skólann, tæknina, „multimedia", hönnun, verslun, heilbrigðismál, skrifstof- una, sjávarútveginn og ferðaþjón- ushi, auk þess sem starfsemi IBM á íslandi er kynnt og ný verð- launatölva fyrirtækisins. Af hugbúnaði fyrir fatlaða sem sýndur er þama má nefna textasíma fyrir heymarskerta og raddstjóm á tölvum fyrir þá sem eiga erfitt með lyklaborð og músanotkun. Eftir að notandinn hefúr kynnt málróm sinn, endur- tekið nokkmm sinnum skipanir eins og upp, niður, ganga og hætta fyrir tölvuna, þekkir hún málróm hans og færir bendilinn á skjánum í samræmi við fyrirmæli sem töluð em í hljóðnema. Fyrir sjónskerta er þama talgervill, svo hann heyrir tölvuna lesa þann texta sem birtist á skjánum. Orðabók Háskóla íslands hafði á síðasta ári 50 miljón króna tekjur af þjónustuverkefnum sin- um á tölvusviðinu, en samstarf hennar við IBM á íslandi birtist í ýmsum myndum. Þýðingamið- stöð Orðabókarinnar og IBM hef- ur 20 manns í starfi við gerð hug- búnaðar og þjónustu. Þýðinga- deild vinnur nú að þýðingum á öllum lögum og reglum Evrópu- bandalagsins á íslensku. Om Kaldalóns deildarstjóri IBM hjá þýðingastöðinni upplýsir að starfsmenn á þessu sviði séu úr ýmsum fræðigreinum, en með góða þekkingu á íslenskri tungu. Þama er enda leitast við að beina enskuslettum burt úr orðaforðan- um, svo að í stað þess að „seifa á diskettu eftir að hafa dílítað gömlu versjóninni af fælunum“ er nú „forðað á disklinga, en munað að eyða eldri útgáfúm af skrán- um“. ÓHT RAFRÚNH.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverkta kaþjónu sta Simi 641012 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.