Þjóðviljinn - 07.11.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.11.1990, Blaðsíða 8
TOLVUR Tölvuháskóli VÍ Gullnáma afOS/2 forríturum John C. Dvorak: Skólinn uppspretta fólks sem forritar fyrir OS/2. Freyr Þórarinsson: Við leggjum mikla áherslu á forritun í gluggaum- hverfi Nokkrir nemendur Tölvuháskóla V( vinna að verkefnum slnum, en skólinn byggir mikið á viöamiklum lokaverk- efnum. Mynd: Jim Smart. „Þeir sem þróa hugbúnað og leita að nýju hæfileikafólki gætu gert margt verra en að heimsækja Tölvuháskóla Versl- unarskóla íslands. Skólinn er gullnáma. Það lítur út fyrir að skólinn sé að verða uppspretta fólks sem forritar fyrir OS/2,“ skrifar John C. Dvorak í reglu- legum pistli sínum i bandaríska tímaritið PC Magazine. En hann var hér fyrir nokkru og hélt fyrirlestur í VÍ. Síðan hefur skólinn fengið margar fyrirspumir að vestan frá hugbúnaðarfyrirtækjum. Til gam- ans má geta að Gísli Sigmunds- son sem er þriðju kynslóðar ís- lendingur og starfar við Medicine Hat College í samnefndri borg í Alberta-fylki í Kanada hefúr skrifað skólanum og óskað eftir skiptum á kennurum. „Við Ieggjum litla áherslu á ffæðilegustu forsendur forritunar. Við erum ekki í því að smíða tölvur eða kenna þann enda,“ sagði Freyr Þórarinsson en hann er kennari við Tölvuháskólann. Erum hugbúnaöarskóli „Við erum hugbúnaðarskóli. Við tölum heldur ekki um það hvemig eigi að skrifa þýðara í forritunarmálum. Við flytjum heldur ekki þennan klassíska fyr- irlestur um reiknanleika talna. Þetta er allt saman gott og gilt en við emm ekki að kenna þetta. Við emm að kenna hugbúnaðargerð. Frá okkar sjónarmiði þá vinnur maður í einhveiju ákveðnu um- hverfi sem manni er lagt uppí hendur af framleiðendum. Akveðnar vélar nota ákveðinn hugbúnað. Við höfum áhuga á því hvemig er haldið utan um forrit- skóta sem er tugir og hundmð þúsund, kannski miljónir af lín- um,“ sagði Freyr og benti á að ef skattalöggjöfmni væri breytt þá þyrfti að breyta hugbúnaðinum Dataproducts Nýr geislaprentari 99.800,- +vsk á viðráðanlegu verði Hver vill ekki hafa geislaprentara út af fyrir sig? Verðið á LZR 650 gerir biðraðir við sameiginlegan skrifstofu- prentara óþarfar. auðveldur í notkun LZR 650 má stjórna beint frá tölvunni með einföldum valmyndum sem hægt er að kalla fram á skjáinn þótt verið sé að vinna í öðru forriti. Premur skrefum framar fjölhæfur LZR 650 tengist öllum algengum vél- og hugbúnaði og prentar sex blaðsíður á mínútu. Með aukabúnaði má til dæmis fjölga leturgerðum og prenta beint á umslög. SÍMi: 91 27333 FAX 91 28622 S s z cö 1 o z og það þyrfti að gera þannig að það dragi ekki dilk á eftir sér. „Við reynum að rýna í krist- alskúlu og spá eitthvað ffam í tímann til þess að átta okkur á í hveiju sé framtíð, hvert viljum við stefna. Og við höldum núna að við séum að kenna í því um- hverfi sem að verði algengast hér í viðskiptalífmu um miðjan næsta áratug u.þ.b.,“ sagði Freyr. PS/2 vélar sem sjást á myndinni hér á síðunni eru varla famar að ryðja sér til rúms. En þær keyra á OS/2 og nota PM gluggaforrit. „Við leggjum mikla áherslu á forritun í gluggaumhverfi, þ.e. músamotkun og glugga sem koma upp á skjáinn, þ.e. líkt og Macintosh tölvumar vinna.“ Freyr sagði líka að Windows-for- ritið væri notað með PC-vélunum og liti PM og Windows alveg eins út þótt þau væru fyrir sitt stýri- kerfið hvort. „Þegar við fómm af stað fyrir nokkrum ámm var meg- ináherslan lögð á forritun í gluggaumhverfi fyrir PS og PC vélar, en þá sást þetta hvergi. Sömuleiðis er IBM núna að markaðssetja þessi árin fjölnot- enda tölvur sem heita AS 400, þær eiga að leysa af hólmi System 36 og System 38 sem em langal- gengastar í fyrirtækjum. Tölvuhá- skólinn er með AS400 tölvu tengda við netkerfið í skólanum. Tæknilega, hvað varðar forritun- ammhverfi, emm við að reyna að vera ffamarlega. Hér er t.d. boðið uppá Windows námskeið," sagði Freyr. Þróast í sömu átt „Það er líka annað í þessu, þegar maður flettir tölvublöðum sér maður að það er verið að bjóða upp á ótal forritunarum- hverfi og ótal forritunarmál, stýri- kerfi og tölvur og allir tala um hvað þeir era sérstakir og öðm- vísi og reyna að selja það. Það er ágætt en þegar maður lítur um öxl - 10 ár, 20 ár, 30 ár - þá er sama hvað maður lítur langt aftur mað- ur sér samt að það em allir að þroskast í sömu átt. Ef þú lítur á markaðinn fyrir tíu árum þá var mikill fjölbreytileiki í því sem boðið var uppá og svo athugar þú hvert þetta hefur leitt, hver hefur orðið ofaná, þá kemur í ljós að það em allir sömu höfúðþáttak- endur þama og þeir em allir að bjóða vöm sem hefúr breyst á sama veg. Fyrir nokkmm ámm var talað um hvort myndi sigra OS/2 eða Unix-stýrikerfið, þetta var hin klassíska spuming. Núna er þetta marklaust orðið vegna þess að það er sama hvort þú lítur á OS/2, Windows eða Macintosh það em sömu grundvallarlögmál- in sem gilda í forritun fyrir öll þessi kerfi,“ sagði Freyr. Hann sagði að Tölvuháskól- inn hefði mjög snemma tekið upp kennslu í OS/2 vegna þess að það var eina gluggaumhverfið sem í boði var fyrir utan Macintosh og sem hentaði vélum sem mest em notaðar í viðskiptalífinu. Þetta hefúr reyndar breyst því Windows fyrir PC er mjög vin- sælt. Gluggaumhverfiö er framtíöin „Þetta að rýna í kristalskúluna snýst ekki um það nákvæmlega að finna út hvaða vörumerki Þjóðviljinn í fararbroddi Blaðsíður Þjóðviljans verða nú til á tölvu- skjánum. Hagræðing og ódýrari framleiðsla Þjóðviljinn er í fararbroddi ís- lenskra dagblaða varðandi tölvu- væðingu á ritstjóm og hefúr ný- lega bæst í hóp hundmða dag- blaða og tímarita um heim allan sem nota umbrotsforritið Quark- Xpress til þess að móta útlit blaðsins eða bijóta það um, eins og það heitir á prentmálinu. Fer sú vinna fram á tveimur Macint- osh Ilcx-tölvum og síðumar em prentaðar út í heilu lagi á Chel- graph 6000 prentara. Ásamt Dagblaðinu Tímanum er Þjóðviljinn fyrstur fslensku dagblaðanna til þess að taka þessa tækni að fullu í notkun, en fleiri em á leiðinni. Miklir kostir fylgja þessari breytingu á vinnslu þlaðsins, hag- ræðing, niðurskurður á kostnaði og betri nýting húsnæðis. Á und- anfomum mánuðum hefúr verið unnið að þessari þróun og enn má segja að þjálfunarskeiðið standi yfir, þannig að allir þeir mögu- leikar sem opnast við tölvuum- brotið hafa ekki verið nýttir enn þá eða komið fyrir augu lesenda. Blaðamenn rita texta sinn á PC- tölvur, senda hann ffágeng- inn áNovell-neti í móðurtölvu, en síðan lesa prófarkalesaramir efn- ið á skjá og gera leiðréttingar þar. Prentsmiðir, sem áður skám vax- boma dálka og röðuðu á síður, opna nú textana í stað þess á stór- um umbrotsskjám og meðhöndla efnið samkvæmt vinnuteikningu útlitsteiknara blaðsins. Fyrirtækin sem hafa komið við sögu í þessari tæknibreytingu em einkum Radíóbúðin hf., inn- flytjandi Apple Macintosh- tölv- anna, Tölvustofan og ACO hf., sem annast hafa hugbúnaðarþjón- ustu, en Einar J. Skúlason hf. séð um ýmsa þætti og kennslu. Þröst- ur Haraldsson sá um skipulag og verkþjálfún á vinnustað. OHT 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.