Þjóðviljinn - 09.11.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.11.1990, Blaðsíða 8
Nirr þJÓÐVILIINN Útgefandt: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvaamdastjórí: Hallur Páll Jónsson Afgrelðsla: » 68 13 33 Auglýslngadelld: « 68 13 10-68 133 1 Ritstjórar: Amí Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Karlsson Fréttastjóri: SiguröurÁ. Friðþjófsson Útllt: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Sfmfax:68 19 35 Verö: 150 krónur (lausr Setning og umbrot: Pr Prentun: Oddi hf. Aðsetur: Slðumúla 37, sölu sntsmiðja Þjóðv 108 Reykjavík Ijans hf. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Hafa allir gleymt misgengishópnum? Islendingum gengur merkilega illa að koma sér upp nothæfu húsnæðislánakerfi. Ein lausnin tekur við af annarri og varla eru liðnir nema fáir mánuðir þegar í Ijós koma agnúar sem hleypa eðlilegri lánastarfsemi í strand. Árum saman hafa verið sættir um að vextir á almennum húsnæðislánum ættu að vera lægri en bankavextir og vextir af lánum til félagslegra íbúða enn lægri. Með hækk- andi raunvöxtum á þeim peningurjn sem byggingasjóðirnir taka að láni hefur vaxta- mismunur sjóðanna aukist hröðum skrefum með þeim afleiðingum að þeir verða gjald- þrota innan fárra ára ef ekki verður að gert. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart og skýringin á því að svo er komið er heldur ekki flókin. Það hefur alltaf þurft að gera ráð fyrir fjárveitingum úr ríkissjóði til bygginga- sjóðanna til að þeir gætu gegnt hlutverki sínu. Fjárveitingarnar hafa farið minnkandi og er nú svo komið að ekki er reiknað með neinum peningum til Byggingasjóðs ríkisins í fjárlagafrumvarpinu og of litlu fé til Bygg- ingasjóðs verkamanna. Auk þess hefur eft- irspurnin eftir lánum samkvæmt kerfinu frá 1986 greinilega orðið meiri en reiknað var með. Nú stendur það svo að segja upp úr hverjum manni að loka verði gamla hús- næðiskerfinu og hækka vextina á lánum sem þegar er búið að veita eða lofa. Rökin eru þau að ekkert vit sé í að ausa fé úr ríkis- sjóði í botnlausar niðurgreiðslur á vöxtum án nokkurra tengsla við fjárhag lántakand- ans. Þetta eru vissulega rök sem vert er að aðir nema þessum reglum sé jafnframt breytt. Vissulega má öllum vera Ijóst að ekki er hægt að halda úti húsnæðiskerfi til lengdar þar sem allir eiga næstum ótakmarkaðan leggja eyrun við, en um leið verður að huga—aðgang að niðurgreiddum lánum hvort sem að afleiðingunum. Að hækka vexti undantekningalaust á lánum sem þegar er búið að veita er í hæsta máta hæpið, enda þótt slíkt sé heimilt á lán- um sem veitt hafa verið frá 1984, en þar að auki leysir vaxtahækkun ein og sér ekki vanda sjóðanna. Það má ekki gleymast að lántakendur síðustu tíu ára lentu í meiri barningi en nokkrir aðrir á undan þeim. Lán- in ruku upp úr öllu valdi á meðan kaupmátt- ur launa lækkaði, lánskjaravísitalan varð að ránskjaravísitölu, sem þegjandi og hljóða- laust át upp eigur fjölskyldnanna. Þessi hópur situr nú uppi með lán sem hækkuðu langt umfram ráðstöfunartekjur hans. Til að leysa vandann var gripið til nýrra lána, greiðsluerfiðleikalána sem þeir fengu er áttu einhverja von um að lifa af harðindi ráns- kjaranna. Tekin var upp ráðgjöf, þar sem fólki var leiðbeint, reiknað út fyrir það hver greiðslubyrði lánanna yrði og loks séð fyrir því, að greiðslubyrðin færi ekki yfir ákveðin mörk. Af þessum sökum batnar staða bygg- ingasjóöanna ekki þótt vextirnir séu hækk- tekjur þeirra eru háar eða lágar. Húsnæðis- kerfið á, rétt eins og skattakerfið, að vera aðstöðu- og tekjujafnandi. Þess vegna er ekki einasta réttlætanlegt, heldur sjálfsagt að hinir tekjulægstu eigi kost á íbúðum í fé- lagslega kerfinu. Til að halda kostnaðinum af að búa í slíkum íbúðum sem lægstum, hvort sem þær eru keyptar eða teknar á leigu, er nauðsynlegt að taka lága vexti af lánum. í Byggingasjóði verkamanna ætti smátt og smátt að verða til höfuðstóll sem í aðalatriðum nægði til að standa undir skuld- bindingum hans. Þetta getur hins vegar ekki gerst nema sjóðurinn fái framlög frá ríkinu og að á hann séu ekki lagðar skuldbinding- ar um að greiða vaxtamun. Það væri óréttlætanlegt að leysa allan vanda byggingasjóðanna á kostnað þeirra sem þegar hafa borið þungar byrðar af þeim ránskjörum sem viðgengust í þjóðfélaginu fyrir fáeinum árum. Vanda þessa fólks verð- ur samfélagið að taka á sig, eða eru allir búnir að gleyma misgengishópnum svokall- aða? - hágé. 0-AUT /'SLAXÖ *£*-*"</ -i toJct oer3ból$t*rv=*'./ SEéisr Hfc'lTA 6U&MUMDUR. 6APA DWlNtFKv. KANSVCi Ef< HANK) KOCKtFfcLLEfc ££>A AAARLOM BfiANDú. ALLAVE6A Efc'ANK OPSAUöA r~ ^TTEKT: (H.míUuC ///// ///y !>),/)) To 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.