Þjóðviljinn - 09.11.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.11.1990, Blaðsíða 11
Allir eru flengdir nema ég Þórunn Valdimarsdóttir og Megas: Sól í Norðurmýri Iðunn 1990. Þetta er upphaf Megasarsögu. Hann er ekki nema tólf ára eða svo þegar síðasta blaðsíða er les- in. En þá hefur líka víða verið við komið og víðar en í algengum minningabókum. Almanakið er reyndar ekki að troða lesandanum um tær í hverri síðu: Þegar þetta gerðist var ég fimm ára, nú koma atburðir míns sjötta æviárs. Efhið er spyrt saman eftir vettvangi og viðfangsefni: tyrst eru heimahús skoðuð, þá landnám stráks í borg og sveit, síðar kemur skólinn, að lokum ýmisleg áhugamál. Les- andinn veit ekki hvemig sam- starfi Þómnnar Valdimarsdóttur og Megasar er háttað, nema hvað honum sýnist að Megas ráði mjög ferðinni, hans er tungutakið og þankafléttumar. Bókin ber undirtitilinn ,J*ísl- arsaga úr Austurbæ“. Aha, hugsar lesandinn og dettur strax í hug Harmsaga ævi minnar eftir Jó- hannes Birkiland. Það fer ekki illa á því. I formála er þess getið að sögumaður sé einn þeirra sem „em þannig innréttaðir að þeir skynja venjuleg minningarat- vik sem hefðu þau gerst í öðmm og ógnvænlegri heimi en þeim sem venjulegt fólk skynjar“. Þessi viðvörun rætist svo með ýmsum hætti. Til dæmis í útmál- un þeirrar skelfilegu angistar sem hellist í sál strákpíslar í Austur- bæjarskólanum þegar von er á lýsisbyrlun og leikfimitímum. Leikfimisalurinn, ofur sakleysis- legur í sínu uppeldisgildi, er fyrr en varir orðinn eitt af verstu kam- ersum Vítis. Þetta ofúmæmi sem þenur helvíti út um allt gæti náttúrlega reynst háskalegt. En það gerist ekki í þessari bók. Næmið gengur í bandalag við Qarlægðina, yfir- sýnina og húmorinn og hifir áhuga lesandans upp úr leti hans og deyfð. í stuttu máli sagt: það gerir allt merkilegt. Helsti og stærsti kostur þessarar ffásagnar er sá, að ekkert eða mjög fátt úr þessu minningasafni er látið hjara í sálarlausri upptalningu. Lifa sníkjulífi á því að vera nefnt til sögu án umhugsunar. Öll tíðindi hafa sinn rétt, hvort þau eru strætóferð nið- ur í bæ, heimsókn í í Tívóli eða lestrar- ferðalag með Basil fursta. Tíðindum er fylgt eftir með þeim áleitna hætti að við trúum því að það hafi verið þungur missir að mynd af indjánum, ættuð úr haframjöl- spakka, týndist niður með rúðu í strætis- vagni. Rétt eins og við samþykkjum að draugahúsið i Tívólí hljóti að valda sárum vonbrigðum þvi „hryllingurinn nær ekki hálfa leið upp í eftirvæntinguna“. Megasi verður og fúrðu mikið úr lýsingu á myndasögum, hasar- blöðum og reyfurum sem strákur les: Percy hinn ósigrandi á enda- lausri leið sinni inn í Sérvitringa- klúbbinn erkifina, hann er í með- ferð hans orðinn allt að því ná- ffændi sjálfs Don Kikóta, sem vissi að betra var að vera á leið- inni en koma í áfangastað: „Það er leiðin til himnarikis sem blífúr, en ekki leiðigjamt himnaríkið sjálft. Upprifjunin dansar sig oftar en ekki inn i menningarsögulega skissu með skoplykkju á endan- um. Til dæmis í þessari lýsingu á því heyskaparofboði sem brestur á í sveit þegar loks hættir að rigna: „Ofboðið vísar langt aftur í tímann. Fellir var snemma á öld- inni. Eldra fólkið sér hungurand- ann hanga gráan og ógeðslegan yfir hröktu heyinu á túnunum, og hann fer ekki úr blóðinu fyrr en heygarðar eru fullir. Drengir og stúlkur með hrífur á lofti smitast af ákefðinni og ráðast á hann til að minnka ofboðið og reka á braut. Drengir stinga hann fast með heykvísl. Offramleiðslu- draugurinn hefúr ekki enn upp risið og magnast. Of mikið smjör? Of margar kleinur? Hvilík fásinna. Feitar rjóðar vinnukonur eru yndislegar.“Það er líka verið að undirbúa það sem koma skal. Megas bamungur er sá ódámur sem pirrast við stjómsemi, for- skrift fyrir góðri og jákvæðri hegðun. Hann tollir ekki í tóm- stundaþætti bama og unglinga né skátahreyfmgu, en sækir í forboð- inn trylling hvar sem hann er að finna. Eftir á er smíðuð um þetta allt kenningin um nauðsyn hroll- vekjunnar (og er hún reyndar ekki langt frá hugmyndum Bmno Bettelheims um grimmdina nauð- synlegu í ófolsuðum ömmusög- um). Megas segir: „Það að meðtaka hið ískyggi- lega gefúr næmi. Næmi til að skynja hið góða. Hið góða ein- tómt er stórhættulegt, í því er eng- in dýpt og enginn tryllingur. Svo læðist hið vonda að og sá sem hefúr lifað bara í því góða reynist hálfúr og kann ekki dauðadans- ínn. En þetta skrifa menn svo ekki fyrr en þeir halda að verstu sporin í dauðadansinum séu þegar stigin. Árni Bergmann Megas (Ljósm.: Jim Smart) Stefán Snævarr skrifaði skemmtilega ádrepu á það sem hann kallar „ljóðveldi“ í Al- þýðublaðið á dögunum. En þar á hann við það ófremdarástand að skáld og rithöfúndar ráði ferðinni í umræðu um hug- myndafræði og fleira. Stefán (sem sjálfur er bersyndugur maður fyrir skáldskapar sakir) telur það mikinn Ijóð á ráði Is- lendinga, hve hallir þeir eru undir ljóðveldið, undir trú á skáldin og þeirra orð. Verstir eru þó íslenskir kommar, segir Stefán, sem halda uppi „hallær- islegri dýrkun á skáldum“, ekki síst Halldóri Laxness, sem greinarhöfúndur kallar „alls- heijargoða íslenska ljóðveldis- ins“. Stefán kemur við hér og þar í menningarsögunni til að út- skýra þrautseiga trú mörlandans á galdur skáldskapar. Svo færir hann sig nær samtímanum og kvartar yfir því hve fáir skilji að „skáld eru oft ótrúlega bama- legir og vanþroska einstakling- ar. Hver hefúr ekki séð miðaldra skáld háskælandi við barborð í subbulegu öldurhúsi?“ Þar hnaut fákur Stefáns hrapallega. Dæmið er vont: eða hver hefur ekki séð bæði mið- aldra skáld og heildsala, sjó- menn og toppkrata háskæla við barborð? Það gera þeir allir hafi þeir drukkið nógu lengi til þess að sjálfsvorkunnin verði ekki lengur hamin. Hér er blátt áffarn spurt um alkóhól en ekki annan vanþroska. Skortur á heil- brigðri skynsemi Áfram með Stefánssmjörið. Þessu næst segir hann: „Vissulega hafa skáldin oft ferska skynjun bamsins en skortir rökvísi og heilbrigða skynsemi.“ Nú er gaman. Um þetta má margt segja. Til dæmis það, að það er hveiju samfélagi mjög nauðsynlegt að ekki séu allir bundnir á klafa þess sem kallað er heilbrigð skynsemi, sem verður í reynd fegranarheiti yfir áhættulausa og hundleiðinlega meðal- mennsku. í annan stað er svo- kallaður skortur skálda á heil- brigðri skynsemi sjaldan skað- legur öðrum en sjálfúm þeim. Er þar ólíku saman að jafna því skáldlega hugarflugi sem sest að í bókum og umsvifum þeirra manna, sem Morgunblaðið vill helst kalla athafnaskáld. En það era athafnamenn sem vilja gefa fjárfestingabrölti sínu fallegan svip með því að kenna það við skáldskap og sköpun. En skilja í sínum „vanþroska" og „skorti á heilbrigðri skynsemi“ og jarð- sambandi eftir sig heila geira í atvinnulífinu eins og „rísandi kirkjugarða“. Má þar vitna til Hafskipsmanna og fiskeldis- skálda og fleiri frægra manna. Byltinga- freistingin Eitt dæmi tekur Stefán Snævarr sérstaklega ffarn til staðfestingar á vanþroska skáld- anna, en það er áhugi margra þeirra á byltingardraumnum. Hann segir: „Það er engin furða þótt íslensk skáld hafi í stóram stíl látið heillast af fagurgala sovéska alræðisins, þau vora of bemsk til að sjá í gegnum blöff- ið.“ Hér er i hálfkæringi vikið að merkilegum hlutum eins og víð- ar í pistli Stefáns. Það er algengt að skáld, sem era einkar næm á sitt nánasta umhverfi, vilji af meira kappi en forsjá finna ósk- um sínum um eitthvað skárra og eitthvað blárra í samfélögum stað f hæfilegri fjarlægð. Til dæmis í rússnesku byltingunni. Þetta mynstur rís af þeirri spennu sem upp kem- HELGARPISTILL ur milli ófúllnægju með heim- inn eins og hann er (sem er góð- ur drifkraftur í mörgum skáld- skap) og vona um að hægt sé að búa til betri heim. Og skynsam- ari! Það er ekki fyrr en eftir langa mæðu sem menn komast að hinni sígildu niðurstöðu Don Kíkóta, að „vegurinn er alltaf betri en kráin“, það er betra að vera á leiðinni en koma í áfangastað. Að tutla . hrosshárið Áður en lýkur greininni vík- ur Stefán að flokknum sem gef- ur út blaðið hans. Hann segir: „Sú er gæfa Alþýðuflokks- ins að hafa aldrei hafl mikinn skáldaþokka, enda stefna. flokksins ekkert annað en heil- brigð sakynsemi, harla óljóð- ræn.“ Og hrósar hann happi í Ieiðinni yfir því að ekki hafi nema svo sem eitt skáldmenni rekið á fjörar flokksins á undan- fomum árum og sé það væntan- lega hæfilegur skammtur fyrir slíkan raunsæisflokk. Við förum náttúrlega ekki að karpa um það hvort Alþýðu- flokkurinn sé heilbrigð skyn- semi eins og hann er langur til. En það er rétt hjá Stefáni, að sá flokkur er ógn óskáldlegur. Það vantar í hann það næmi og þann fiton sem er ekki smeykur við að reisa miklar vonir og verður þá einnig að hætta á stórfelld vonbrigði. Hvemig sem nú á því stendur hefúr Alþýðuflokkurinn mjög mótast af því hugarfari sem lýst er í sögunni af karlin- um sem spurður var að því hvort Kristur hefði stigið niður til hel- vítis áður en hann upp risi. Við skulum ekki fást um það, sagði karlinn. Við skulum halda áffam að tutla hrosshárið okkar. Tutla áþreifanlegt og nærtækt hrosshár hagsmunanna. Ami Bergmann Föstudagur 9. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.