Þjóðviljinn - 09.11.1990, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 09.11.1990, Blaðsíða 17
Ef einhver skyldi hafa gleymt Það hafði verið heldur hljótt um Ringo Starr í nokkur ár, þegar hann fór í tónleikatúr um Bandaríkin seint á síð- asta ári eða í byrjun þessa. Gamli Bítlatrymbillinn var að losa sig úr pillu- og brenni- vínsneyslu, en hann mun samkvæmt slúðursögum hafa drukkið fjórtán léttvíns- flöskur á dag undir það síð- asta á áralöngu fylliríi, eftir að hafa hætt að drekka sterka drykki sem fóru svo illa í hann, að eigin sögn. Þegar Ringo fór siðan af stað í tónleikaferðalag snemma á þessu ári, fékk hann enga aula til liðs við sig, enda kallaði hann hljóm- sveitina „His AU Starr Band“. Innanborðs voru Levon Helm og Jim Keltner á trommur, Joe Walsh á gítar ásamt Nils Lofgren. Eng- inn annar er dr. John spilar á pí- anó, Billi Preston á hljómborð, Rick Danko á bassa og Clarence Clemons á saxa. Þetta verður að teljast heilmikil súpergrúppa, og ffammistaðan er eftir því góð á plötu sem tekin var upp í Los Angeles á einum tónleikanna í túmum. Hringurinn hefúr aldrei verið neinn stórsöngvari, en engu að síður hefur hann sungið mörg lög inn á plötur, nákvæmlega eins og manni fmnst að eigi að syngja þau. Persónulega hefði ég alveg viljað vera á tónleikunum í Los Angeles. Þetta band getur ekki klikkað á gömlu rokkslögurunum. Andi áranna 1950 til um það bil 1965 svífúr yfir vötnum, hvort sem er í gömlum standördum eins og „Honey Don’t“ eftir Carl Perk- ins, „Raining In My Heart“ eftir Buddy Holly, eða í nýjum lögum eins og „Shine Silently“ eftir Nils Lofgren. Ringo er sami hógværi háð- fúglinn og áður. Hann byrjar tón- leikana með því að kalla til mann- grúans: „Hvað heiti ég?“ og þegar tónleikagestir hrópa „Ringo“, svarar hann „bara ef einhver skyldi hafa gleymt því“. Bítillinn gamli er ekkert að troða sér um of ffam og leyfir öðrum i hljóm- sveitinni að njóta sín. Sjálfúr syngur hann ekki nema fimm lög af tólf. Fyrst syngur hann ágætt lag eftir sjálfan sig, „It Don’t Come Easy“ og „The No-No Song“, sem hann gerði nokkuð vinsælt fyrr á árum. Þá syngur hann „Honey Don’t“ og „YouTe Sixteen - You’re Beautifúl And You’re Mine“, alveg eins og á að syngja þau. Mig minnir að það hafi verið þegar Ringo kom síðar nefnda laginu inn á topp tíu, fyrst- ur Bítla að komast þangað eflir skilnaðinn, sem Lennon sendi honum svohljóðandi skeyti: „Hvemig vogaðir þú þér!“ Að lokum syngur Ringo svo „Photo- graph“ eftir sig og George Harri- son, sem er lymskulega skemmti- legt lag. Lögin sem félagamir syngja á „His All Starr Band“, em mörg hver hin bestu lög, til að mynda „The Weight“ sem Levon Helm syngur. Þá er áður nefnt lag, „Shine Silently“, sungið ágætlega af Nils Lofgren. í heildina séð er þetta skemmtileg rokkplata. Það er greinilegt að léttleikinn hefur ráð- ið ferðinni hjá Ringo og félögum og þeir hafa haft gaman af því að spila ffumrokkið saman. En þrátt fyrir léttleikann tekur Stjömu- bandið tónlistina alvarlega. Ringo hefúr ekki gefið út betri plötu í langan tíma. Ringo Starr mættur til leiks aö nýju. Af- mæli og Paul á lífi Fyrrum félagi Ringos, Paul McCartney, var einnig á far- aldsfæti í ár. Eftir töluverðar ófarir í vali á samstarfsmönn- um í hljómsveit, virðist McCartney loksins vera kom- inn með gott rokkband. Á tónleikaferðalagi sínu fyrr á árinu tók hann fjöldamörg Bítlalög og miklu fleiri en hann hefur gert á sólóferlin- um áður. Þar má nefna „Hey Jude“, „Let It Be“, „Fool On The HiH“, „Back In USSR“ og „Birthday". Allt heila galleríið var tekið upp „læf ‘ og er væntanlegt á þre- faldri plötu innan tíðar, sem heitir „Tripping The Live Fantastic“. Sem undanfara hefur McCartney sent frá sér smádisk og smáskífú með „Birthday". Þetta er hressi- leg útgáfa af þessum gamla og allt of litið spilaða rokkara af „Hvíta albúminu" svo kallaða. Annað gamalt og gott lag, „Good Day Sunshine", er einnig á plötunni, ásamt blöndu af „ps I Love You“ og „Love Me Do“. Disklingurinn endar svo á lagi frá sólóferlinum, „Let ‘em In“. Eins og áður sagði Pau McCartney meö tónleikaútgáfu af mörgum gömlum Bítlalögum. McCartney kominn með betra band en áður og kröftugra. Hann hefur verið mjög mistækur á ferl- inum en getur verið hreint ágætur þegar honum tekst vel upp. Það er því fengur fyrir Bítlabijálæðinga í þessari væntanlegu tónleikaplötu. Mest er varið í að fá sum gömlu Bítlalaganna í hljómleikaútgáfú, því flest þeirra voni aldrei flutt á tónleikum á meðan The Beatles var og hét. er 73 Lennonlög í kassa Þeir sem eiga slitnar Lennon- plötur og þurfa að endurnýja settiö, ættu að fagna fjögurra diska kassa sem er kominn út með 73 lögum eftir Lennon. Diskarnir spanna allan sóló- feril Lennons, og nokkur lög sem hann flutti með The Beatles fá að fljóta með. Sólóplötur Lennons eru ekki allar i heilu lagi á diskunum fjór- um. Einhverjum lögum hefur ver- ið sleppt, og engin af lögum Yoko eru þama heldur. Sögulega séð er fengur í „Lucy In The Sky With Diamonds" og „I Saw Her Stand- ing There“, sem Lennon syngur þama á tónleikum með Elton John. En það var McCartney sem söng síðar nefnda lagið með The Beat- les. Meðferð þeirra félaganna á þessum lögum telst þó varla góð, en þessi lög með þeim hafa ekki verið fáanleg á diski áður. Reyndar hafa Lennon plötum- ar flestar verið ill- eða ófáanlegar hér á landi á diski. Að þvi leytinu kemur þetta safn sér ágætlega. Það hefúr nefúilega farið dálítið fram- hjá mönnum hvað upptökumar og útsetningamar em margar góðar á sólóplötum Lennons. Hljómlega séð em til dæmis „Plastic Ono Band“, „Imagen“ og „Walls And Bridges“ langt á undan sinni sam- tíð og nákvæmlega þessi hljómur hefur varla komið fram hjá öðrum tónlistarmönnum. Hins vegar vom þessar upptökur margar hveijar mjög viðkvæmar, þannig að þær þoldu illa eðlilegt slit á plötunum, hvað þá rispur. Tóninn á þessum plötum er kristaltær og söngur Lennons er settur í mikið bergmál, sem krefst mikils af þeim sem syngur ef ekki á að hljóma illa. Upptökumar komast að sjálfsögðu miklu betur Myndatexti: John Lennon á tjórum geisladiskum. til skila á geisladiski en plötu, þannig að það er eins og að hlusta á sum lögin í fyrsta skipti ef mað- ur hefur aðgang að góðum tækj- um. -has NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.