Þjóðviljinn - 09.11.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.11.1990, Blaðsíða 12
Félagsþjónusta sveitarfélaga Vandamálaþjónustan veröur almenn þjónusta Félagsþjónusta sveitarfélaga byggir á sérlögum, sumum úreltum, sem byrgja mönnum yfirsýn. Hún er vanþróuð miðað við það kerfi sem aðrar Norðurlandaþjóðir hafa komið upp. Hún er ómarkviss vandamálaþjónusta, en ekki al- menn þjónusta við fjölskyldur og einstaklinga í landinu. Henni er sýndur takmarkaður pólitískur áhugi. Þannig lýsir Bragi Guðbrands- son félagsþjónustu íslenskra sveit- arfélaga í stuttu máli. Bragi er fé- lagsmálastjóri í Kópavogi, bænum sem hefur verið kallaður félags- málabærinn vegna hraðrar upp- byggingar félagsþjónustunnar þar. I hugum flestra eru félagsmála- stofnanir og félagsmálaráð sveitar- félaga líklega eitthvað sem vert er að sneiða hjá nema ítrustu nauðsyn beri til. Umfjöllun fjölmiðla um fé- lagsmálastoftianir verður einkum þegar þeim fjölgar verulega sem leita þar fjárhagsaðstoðar. Bragi vill breyta þessari sýn þannig að félagsþjónustan verði sjálfsagður hluti af tilveru fólks frá vöggu til grafar. Hann telur að frumvarp um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga geti stuðlað að því. Frumvarpið er til skoðunar í stjómarflokkunum, en búist er við að það verði lagt fyrir Alþingi að nýju í vetur. Nefhdin sem samdi ffumvarpið skilaði því af sér í ágúst 1989 og það var lagt fyrir Alþingi síðast liðið vor, en fékk ekki umfjöllun. Athvarf litla mannsins - Það má segja að félagsþjón- ustan eins og hún er i dag sé nokk- urs konar athvarf litla mannsins. Hún er byggð á ýmsum sérlögum sem miðuð eru við tiltekna hópa. Það eru til ffamfærslulög fyrir fá- tæka, lög um málefni aldraðra, lög um málefni fatlaðra. Þetta byggist á því að vissir hópar fólks þurfi á sér- stakri hjálp að halda og um leið er Bragi Guðbrandsson, félagsmálastjóri í Kópavogi: Félagsþjónusta sveitarfélaga er ómarkviss vandamálaþjón- usta, en ekki almenn þjónusta við fjölskyldur í land- inu. Nýtt frumvarp boðar nýja sýn í þessum efnum þessi þjónusta skilgreind sem vandamáiaþjónusta. Bragi er einn af höfundum ffumvarpsins og hefur staðið í ströngu vegna þess. Hann lenti í hörðum ágreiningi við flokkssystk- in sín f Alþýðubandalaginu um hvort leikskólar séu hluti af félags- þjónustu eða skólakerfi. Braga féll fýrirstaðan í Alþýðubandalaginu illa og málin þróuðust þannig að hann hefúr sagt sig úr Alþýðu- bandalaginu. Ný sýn - Frumvarpið um félagsþjón- ustu sveitarfélaga boðar nýja sýn í þessum efnum. Þar er kveðið á um almenna þjónustu til þess að mæta þeim ólíku þörfum sem einstakling- ar og fjölskyldur hafa. Það á ekki lengur að vera niðrandi að leita til félagsþjónustunnar. Það á að líta þannig á að með þessari þjónustu sé verið að koma til móts við eðlilegar þarfir fólks, segir Bragi. Frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga á sér langan aðdrag- anda og hefúr verið umdeilt, eins og kom glögglega ffam á ráðstefnu um velferðarsveitarfélagið sem Samtök félagsmálastjóra stóð fyrir nú í vikubyijun. Einkum hefúr verið deilt um hvort leikskólar eigi að vera hluti af félagsþjónustu og heyra undir fé- lagsmálaráðuneytið, eða hvort þeir eigi að vera hluti af almenna skóla- kerfinu og þannig félagsmálaráðu- neytinu óviðkomandi. Málamiðlunin er sú að leikskól- ar verða áffam f menntamálaráðu- neytinu hvað varðar faglega yfir- stjóm og uppeldisáætlanir. Þó er talið að þessi ágreiningur geti enn komið í veg fyrir framgang ffumvarpsins. Háleit markmiö Að öðru leyti hefúr þetta ffum- varp fengið mjög góðar undirtektir. Þannig bera umsagnir um það með sér að sveitarstjómarmenn eru ánægðir. Markmið ffumvarpsins em há- leit. Þar segir að markmið félags- þjónustu á vegum sveitarfélaga sé að tryggja fjárhagslegt og félags- legt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Þetta vilja ffumvarpshöfúndar að verði gert með því að: * bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti * tryggja þroskavænleg uppeld- isskilyrði * veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðli- legustu lífi * grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál. „Við ffamkvæmd félagsþjón- ustunnar skal þess gætt að hvetja einstaklinginn til ábyrgðar á sjálf- um sér og öðmm, virða sjálfs- ákvörðunarrétt hans og styrkja hann til sjálfshjálpar," segír í fium- varpinu. Sveitarfélag skal... Þegar rætt er um félagsþjónustu í frumvarpinu er átt við þessa mála- flokka: Félagslega ráðgjöf, fjár- hagsaðstoð, félagslega heimaþjón- ustu, málefhi bama og ungmenna, þjónustu við unglinga, dagvist bama, þjónustu við aldraða og fatl- aða, húsnæðismál, aðstoð við áfengissjúka og vimugjafavamir, atvinnuleysisskráningu og vinnu- miðlun. Það er hlutverk félagsmála- nefnda eða félagsmálaráða að fara með stjóm og ffamkvæmd þessarar þjónustu. í ftumvarpinu segir að sveitar- félög skuli með skipulagðri þjón- ustu tryggja ffamgang markmið- anna sem áður var getið. . Þessi þjónusta sveitarfélaganna heyrir imdir félagsmálaráðuneytið samkvæmt ffumvarpinu, en nú þurfa sveitarfélög að „grautast“ með þessi mál í hinum ýmsu ráðu- neytum, eins og Bragi orðar það. Áföll og ráögjöf Bragi tekur félagslega ráðgjöf til dæmis um almenna þjónustu við almenning. - Það er mikilvægt fyrir fólk í nútímaþjóðfélagi að geta leitað ráð- gjafar um réttindi sín í þessu flókna samfélagi og til þess að leysa einka- mál sín, segir hann. - Það fer enginn áfallalaust í gegnum lífið. Það vitum við. Allar fjölskyldur verða fyrir einhveijum áfollum. Það geta verið fjárhagsleg áföll, heilsutap, atvinniunissir, skilnaður og svo framvegis. Fólk getur þurff hjálp til þess að leysa úr þessum vandræðum. Hann nefnir dagvistarmál einn- ig í þessu samhengi og segir öllum bömum hollt að eiga samneyti við jafnaldra sína og að eiga kost á handleiðslu fagmenntaðs fólks eins og fóstra. - Foreldrar, sem bæði vilja og þurfa að vinna úti, verða að geta treyst þvi að böm þeirra njóti ör- uggs og góðs uppeldis, segir hann. Og hann heldur áffam með þjónustu við böm og unglinga: - Eins og nú er ástatt er bama- vemdarhugtakið eitthvað neikvætt, tengt því að foreldmm hafi mistek- ist í uppeldi bama sinna. Samkvæmt frumvarpinu er fé- lagsmálanefhdum ætlað að vinna almennt að velferð bama. Þeim ber almenn skylda til að gæta hags- muna bama. Ég nefni umferðarmál og skipulagsmál. Böm verða að eiga sér málsvara f málum sem þessum og félagsmálanefnd á að hafa umsagnarrétt með hliðsjón af hagsmunum bama. Þannig fylgir þessu ftumvarpi víðtæk ábyrgð, en sérlögin skilgreina aðeins vanda til- tekinna fjölskyldna eða einstak- linga, segir Bragi. Frumvarpið kveður á um að sveitarfélög skuli veita þjónustu við unglinga. Nú er málum yfirleitt þannig háttað að þjónusta við ung- linga heyrir undir hin ýmsu ráð og nefhdir. Þannig fer einn aðili með æskulýðs- og tómstundastarf, en annar með málefni unglinga sem eiga í erfiðleikum, til dæmis vegna fíkniefnaneyslu. - Fagfólk telur þennan aðskiln- að óheppilegan. Hann verður til þess að þjónustan verður ómarkviss og árangurinn verður ekki sem skyldi, segir Bragi. Hann fúllyrðir að félagsþjón- usta sveitarfélaga hér á landi sé vanþróuð og ekki talin þess verð að henni sé sýndur pólitískur áhugi. Þetta pólitiska áhugaleysi gildir að hans mati bæði um almenning og stjómmálamenn og lýsir sér meðal annars í því að þessi mál em yfir- leitt ekki rædd á Alþingi. - Menn skortir yfirsýn og þekk- ingu og viðhorfið er neikvætt. Með- al annars vegna þess er það talið Bragi Guöbrandsson: - Ég held að þegar sagnfræðingar framtlðarinnar llta til baka muni þeir álíta þetta frumvarp álíka merkt og fyrstu lögin um almannatryggingar. Myndir Kristinn. 12 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.