Þjóðviljinn - 13.11.1990, Page 3
FRETTIR
Álviðræður
Mikið verk
óunnið
Birgir Isleifur Gunnarsson: Málið ekki eins
langt komið og gefið hefur verið í skyn hér
heima
að var farið yfir allan orku-
samninginn og reynt að
greina hvaða mál væru ágrein-
ingur um,“ sagði Birgir ísleifur
Gunnarsson, en hann á sæti í
nefnd stjórnar Landsvirkjunar
sem á nú í viðræðum við Atl-
antsál-hópinn um orkusöluverð
vegna fyrirhugaðs álvers.
Birgir sagði að það hefði mið-
að ágætlega áfram á fundi aðil-
anna í London í lok síðustu viku.
Agreiningsmálin voru rædd og
sagði Birgir að þau væru fjöl-
mörg. Stærstu málin eru endur-
skoðunarákvæði og trygginga-
mál, en Birgir vildi ekki tjá sig
um smáatriði viðræðnanna í sam-
tali við Þjóðviljann í gær. Orku-
verðsmál voru lítið rædd og taldi
Birgir að íslenska nefndin væri í
nokkuð þröngri stöðu með orku-
verðið, þvi hann býst við að erfitt
verði að hreyfa mikið við því sem
áður hefur verið gert i því sam-
bandi af hálfu íslenskra stjóm-
valda.
Hann sagði að niðurstaðan
hefði orðið að hittast aftur 9.-10.
desember n.k. i Reykjavík og hafi
menn verið sammála um að ná
sem lengst í samningaviðræðun-
um þá. Hann sagði að Landsvirkj-
un hefði verið tilbúin til að funda
í endaðan nóvember, en Atlants-
áls- menn töldu sig þurfa lengri
tíma fyrir næsta fund. Birgir sagði
að enn væri margt ógert og að sér
sýndist sem málið væri ekki kom-
ið eins langt og gefið hafi verið í
skyn hér heima.
í fréttatilkynningu vegna
fundarins lýstu fulltrúar Atlants-
áls yfír ánægju sinni með árang-
urinn, en bættu við að „sú mikla
undirbúningsvinna sem þarf til að
ljúka öllum atriðum málsins er
mun tímafrekari en upphaflega
var talið“.
-gpm
,Glæsilegt
Islandsmet
Pétur Guðmundsson HSK kastaði kúlunni
21,26 metra og bætti þrettán ára gamalt met
Odrepandi áhugi og metnað-
ur ásamt miklum æfingum
er galdurinn á bak við þennan
árangur. Framundan er svo
keppni á Heimsmeistarsmótinu
í Sevilla í mars á næsta ári.
Þangað til þarf ég að einbeita
mér að því að bæta útkastið og
auka kraftinn,“ segir nýbakað-
ur íslandsmeistari í kúluvarpi
bæði innan- og utanhúss, Pétur
Guðmundsson.
Pétur Guðmundsson kúlu-
varpari úr HSK setti nýtt og
glæsilegt íslandsmet í kúluvarpi
utanhúss um helgina, á Varmár-
velli í Mosfellsbæ, þegar hann
kastaði kúlunni 21,26 metra og
bætti þar með þrettán ára gamalt
met Hreins Halldórssonar um 17
sentimetra.
Nokkrum dögum áður hafði
Pétur kastað kúlunni 20,66 metra
í keppni innanhúss í Reiðhöllinni
og bætti þar líka þrettán ára gam-
alt met Hreins Halldórssonar um
sjö sentimetra.
Þessi Islandsmet Péturs eru
þau fyrstu sem kappinn hefúr sett
á ferli sínum, en hann hefúr æft
kúluvarp markvisst í fjögur til
fimm ár. Kaststíll Péturs er álíkur
þeim sem kringlukastarar nota og
nær hann að snúa sér í einn og
hálfan hring áður en kúlunni er
kastað.
„Það munaði aðeins hárs-
breidd að ég hefði dottið út úr
kasthringnum í stóra kastinu því
ég fylgdi því svo vel eftir. En sem
betur fer hafði ég betur í barátt-
unni við plankann,“ sagði Pétur
Guðmundsson.
-grh
Prófkiör
Hreggviði hafnað
Iprófkjöri Sjálfstæðiflokkks-
ins í Reykjanesi hafnaði
fyrrum þingmaður Borgara-
flokksins Hreggviður Jónsson í
12. sæti. Hann er nú þingmaður
Sjálfstæðisflokksins; varamað-
ur hans Kolbrún Jónsdóttir
lenti í 9. sæti.
Þingmennimir Olafúr G. Ein-
arsson og Salome Þorkelsdóttir
lentu í tveimur efstu sætunum og
hlaut Olafur afgerandi kosningu.
Ami Mathiesen, sonur Matthíasar
Mathiesen, fékk fleiri atkvæði
alls en Salome en færri í fyrsta og
annað sæti og lenti því í þriðja
sæti. Ámi Ragnar Ámason lenti í
Qórða sæti, Sigríður A. Þórðar-
dóttir í fimmta sæti og María E.
Ingvadóttir í því sjötta.
Sjálfstæðismenn á Norður-
landi vestra röðuðu á lista hjá sér
um helgina. Pálmi Jónsson al-
þingismaður skipar efsta sætið,
Vilhjálmur Egilsson annað og
Hjálmar Jónsson prestur það
þriðja.
-gpm
Matarskammtsins neytt út í guðsgrænni náttúrunni.
Erlend rányrkja á landinu
C yrstu tiu mánuði þessa árs
1 komu hingað til lands
131.893 ferðamenn sem var
aukning um 8,3% miðað við
sama tíma árið 1989. Það er því
Ijóst að um enn eitt metárið er
að ræða þvi fjöldi ferðamanna
er þegar orðinn meiri en allt ár-
ið í fyrra.
Þetta segir þó ekki allt um
þær tekjur sem landinn hefúr af
erlendum ferðamönnum. Það hef-
ur færst mikið í vöxt að erlendar
ferðaskrifstofúr selji og skipu-
leggi ferðir til Islands. Hópamir
hafa komið hingað til lands í eig-
in langferðabílum hlöðnum bens-
íni, mat og drykkjarfongum,
þannig að hópamir hafa ekki
þurft að kaupa vömr og þjónustu
hér á landi. Eðlilega hafa margir
hafl áhyggjur af þessu.
„Þeim fjölgar stöðugt sem
koma hingað með Norrænu á eig-
in rútum með erlenda leiðsögu-
menn og erlendan kost,“ sagði
Ragnar A. Þórsson leiðsögumað-
ur í samtali við Þjóðviljann.
Aðgerðir verði
samræmdar
Ragnar hefur undanfarið unn-
ið að því að reyna að samræma
aðgerðir þeirra aðila sem vinna
við ferðamannaþjónustu í land-
inu.
Hann bendir á að þessir er-
lendu aðilar fái oft innlendan
leiðsögumann með í fyrstu ferð-
ina, og er þá leiðsögumaðurinn
jafnframt kennari, þannig að í
næstu ferð telja erlendu aðilamir
sig ekki þurfa á innlendum leið-
sögumanni að halda. Það sama
gildir um innlenda rútubílstjóra.
Þeir em fengnir til að aka erlend-
um hópum um landið, og er þá er-
lendur leiðsögumaður með. Eftir
að leiðsögumaðurinn hefúr farið i
eina slíka ferð með innlendum
bílstjóra telur hann sig geta sagt
erlendum bílstjóra til í næstu ferð.
„Smámsaman hefúr þetta orð-
ið til þess að erlendir aðilar em
famir að sniðganga íslenska að-
ila. íslenskir rútubilstjórar em í
dag að þjálfa upp erlenda leið-
sögumenn og íslenskir leiðsögu-
menn að þjálfa upp erlenda rútu-
bílstjóra. Það gefúr auga leið að
þeir þurfa ekkert á okkur að halda
í ffamtíðinni,“ sagði Ragnar.
Ragnar vill að settar verði
skýrar reglur um það að löggiltir
íslenskir leiðsögumenn séu í öll-
um ferðum sem famar em í at-
vinnuskyni með erlenda ferða-
menn.
„Leiðsögn felur í sér fleira en
að rata um landið. Hún felur í sér
að kynna ferðamönnum land og
þjóð, sögu, jarðsögu og fleira og
síðast en ekki síst umgengnina
um landið. Þessir liðir skipta
meginmáli. Þetta er ekki síst
spumingin um gæði ferðaþjón-
ustu sem boðið er upp á hér á
landi. Þá er þetta líka spumingin
um hvort við ætlum að hafa ein-
hveijar tekjur af erlendum ferða-
mönnum eða hvort við ætlum að
láta útlendinga raka saman gróð-
anum. Fjöldi erlendra ferða-
I BRENNIDEPLI
„Fjöldi erlendra
ferðamanna segir
lítið um hagnaðinn
v hér heima
því margir þeirra
kaupa litla sem enga
ferðaþjónustu
en skilja eftir sig
djúp sár
í náttúrunni“
manna segir lítið um hagnaðinn
hér hcima því margir þeirra kaupa
litla sem enga ferðaþjónustu en
skilja eftir sig djúp sár í náttúr-
unni. Með öðmm orðum má segja
að það sé stunduð erlend rányrkja
á landinu,“ sagði Ragnar.
Viýlög
I samgönguráðuneytinu er
verið að vinna að frumvarpi um
skipulag ferðamála hér á landi og
er ætlunin að leggja það fram fyr-
ir áramót. Þá er nefnd að störfúm
að vinna að reglugerð um þessi
mál. Formaður nefndarinnar er
Ámi Þór Sigurðsson, starfsmaður
samgönguráðuneytisins.
Ámi sagði að í frumvarpinu
yrði ákvæði um að í skoðunar-
ferðum yrðu leiðsögumenn með
full réttindi, en þó yrði heimild til
að sækja um undanþágu ffá því ef
fúllreynt væri að innlendur leið-
sögumaður fengist ekki.
„Það er nóg til af innlendum
leiðsögumönnum sem tala al-
gengustu tungumálin og geta far-
ið með hópa um landið í rútum.
Hinsvegar vantar oft leiðsögu-
menn sem tala tungumál sem ekki
em jafn algeng og leiðsögumenn
sem em þjálfaðir í fjallaferðum
og gönguferðum,“ sagði Ami
Þór.
Hann sagði að hingað til
hefðu ekki verið neinar reglur í
gildi um komu erlendra ferða-
mannahópa hingað til lands. í
nýju lögunum verða erlendu aðil-
amir að sækja um leyfi í gegnum
íslenska aðila og verða þeir krafð-
ir um leyfin þegar þeir koma
hingað til lands. Séu ekki allir
pappírar í lagi verður þeim snúið
við.
„Markmiðið er að reyna að
draga úr skipulögðum erlendum
ferðum og beina ferðamönnunum
inn í íslenska hagkerfið,“ sagði
Ami Þór.
Afengi í rútum
Ragnar sagði að það væri
regla að veita áfengi i erlendu
langferðabílunum og Ámi Þór
sagðist kannast við það. Að sögn
Ragnars er þetta ekki leyfilegt í
íslenskum langferðabílum og
Ámi Þór taldi að þetta væri ólög-
legt með öllu.
„Það verður að stöðva þetta
með lögregluvaldi ef annað dugar
ekki,“ sagði Ámi Þór.
Matarskammturinn sem er-
lendu hópamir taka með sér hefúr
verið töluvert til umræðu. Hingað
til hafa þeir mátt taka 10 kiló á
hvem ferðamann en nú stendur til
að minnka þann skammt í þijú
kíló. Er stefút að því í fjármála-
ráðuneytinu að gefa út nýja reglu-
gerð um matarinnflutninginn fyr-
ir áramót.
Ragnar telur að slík reglugerð
sé mjög til bóta en óttast að erfitt
verði að fylgjast með því hversu
mikið er flutt inn.
„Það er auðvelt að fela mat í
þessum stóru langferðabílum og
tollgæslan á Seyðisfirði þarf að
vera í stakk búin til þess að leita
vel og vandlega í þessum rútum,
en að meðaltali koma tvær til
þijár slíkar rútur til landsins í
hverri ferð.“
Þá benti Ragnar á að töluvert
væri um að erlendu hópamir
tjölduðu í nágrenni opinberra
tjaldstæða. Þannig kæmust þeir
hjá því að borga fyrir tjaldstæðið
en nýttu samt sem áður þá þjón-
ustu sem tjaldstæðin bjóða upp á.
„I öðrum löndum þar sem
ferðaþjónusta er mikilvæg at-
vinnugrein, gilda mjög strangar
reglur. Framtíð þessarar atvinnu-
greinar hér á landi byggist á því
að það náist víðtæk samstaða
meðal aðila í íslenskri ferðaþjón-
ustu um að það gildi algert jafn-
rétti á milli innlendra og erlendra
aðila í ferðaþjónustunni. Á með-
an við setjumst ekki niður og
reynum að samræma krafta okkar
heldur áfram að fjara undan okk-
ur,“ sagði Ragnar.
-Sáf
Þriðjudagur 13. nóvember - ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3